Færslur: 2015 Október

28.10.2015 20:49

Nýr Beitir Nk 123

         Gitte Henning verður Beitir NK 123 Frétt af heimasiðu Svn

                    Trolldekkið mynd af Heimasiðu svn 

                        Séð frameftir skipinu  mynd heimasiða Svn 

                                Úr brúnni  Mynd af Svn 

                                            Borðsalurinn mynd heimasiða svn 

                               Velarrúmið mynd Heimasiða SVN 

                                Likamsræktarsalurinn mynd Heimasiða svn 

                     Setustofan mynd af Svn 

                        Svefnaðstaða skipverja mynd Svn 

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá  kaupum á danska uppsjávarskipinu Gitte Henning S 349.  Beitir NK 123 gengur upp í kaupin. 

Skipið er smíðað í Skípasmíðastöðinni Westwen Baltiga í Klaipeda í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014.

  Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn.  

  Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Mistubishi-ljósavél sem er 1000 KW auk litillar landvélar 200 KW.  Skipið er búið tveggja þrepa gír og getur keyrt á fljótandi tíðni milli 50 og 60 Hz.

Skrúfa skipsins er 4.400 mm. Hliðarskrúfur eru af gerðinni Brunvoll og er fremri hliðarskrúfan Azimut 1470 KW og aftari 900 KW.

Í skipinu eru 13 RSW tankar, samtals  3.203 rúmmetrar og ber það um 3200 tonn. 

Kælikerfið er 2,6 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli og auk þess er um borð í því ozon kerfi til hreinsunar á tönkum. 

Þannig er unnt að fullyrða að skipið sé  mjög vel útbúið til að koma með gott hráefni til vinnslunnar.

Skipið er búið fullkomnum búnaði til veiða bæði með flottrolli og nót.  Spilbúnaður er frá Rapp, 3 flottromlur 92 tonna og 92 tonna togspil. Kranar og nótabúnaður er frá Triplex. 

Öll tæki í brú eru af fullkomnustu gerð og aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar.  Í skipinu eru 12 klefar með 14 rúmum.   

Um helgina tilkynntu seljendur Gitte Henning að þeir hefðu skrifað undir smíðasamning á nýju skipi,

sem er stærra en þetta skip eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Hyggjast þeir gera Beiti út á meðan á smíði þess stendur. 

Það skip mun þá verða stærsta uppsjávarskip sem byggt hefur verið og er því ætlað að bera 3600 tonn af hráefni.

Afhending hins nýja Beitis fer fram í desember og stefnt er að þvi að skipið verði komið heim fyrir jól.

Beitir NK hefur verið afhentur kaupendum nú þegar og er hann í slipp í Póllandi. Munu nýju eigendurnir taka yfir þær framkvæmdir sem þar standa yfir.

                Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði að með kaupunum á þessu skipi væri hringnum lokað hvað varðar endurnýjun á uppsjávarflota fyrirtækisins,

              en þessi nýi Beitir er 17 árum yngri en sá eldri. Hann sagði mikilvægt að hið nýja skip væri afar vel búið að öllu leyti og það myndi koma með fyrsta flokks hráefni að landi

               sem myndi styrkja uppsjávarvinnslu fyrirtækisins. Þá muni stærð skipsins og burðargeta nýtast vel á stórum loðnuvertíðum og eins við kolmunnaveiðar á fjarlægum miðum.

               Síðan væri öll vinnuaðstaða og aðbúnaður áhafnar í nýja skipinu eins og best verður á kosið.

              Myndir Og Frétt á Heimasiðu Sildarvinnslunnuar www.svn.is

27.10.2015 21:51

Ljósafell Su Finnur EA og Sólveig EA

           Ljósafell Su Sólveig EA og Finnur EA  i fiskihöfninni mynd þorgeir 

                           Litill dregur stórann  mynd þorgeir 

                               Komið að bryggju mynd þorgeir 

                      Og enda kastað i land mynd þorgeir 

                                     þvilikt kast mynd þorgeir 

                    Og vel gripið hjá Slipparanum mynd þorgeir 

27.10.2015 17:28

Skip i Bay Roberts Nýfundalandi

             Newfound Pioeer Ex Svalbakur Ea  Mynd Eirikur Sigurðsson

            Newfound Pioeer og Ontika EK  EX Orri IS  mynd Eirikur Sigurðsson 

 

26.10.2015 07:33

Pétur Jónsson RE 69

                 Pétur Jónsson RE 69 Mynd Eirikur Sigurðsson 2003

                  Pétur Jónsson Re mynd Eirikur Sigurðsson 2003

25.10.2015 23:22

Eldborg EK

Stórvinur minn Eirikur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking afhenti mér góðan myndapakka 

fyrir nokkrum dögum  sem að hann hefur verið að taka undan farin ár til sjós 

og mun ég birta nokkar þeirra en bara i smá skömmtum 

til þess að þið lesendur góðir fáið notið þess og kann ég Eiriki minar bestu þakkir 

fyrir afnotin og minni á netfangið thorgeirbald@simnet.is ef að þið viljið 

senda myndir og fréttir til birtingar á siðunni bestu kv til ykkar allra 

                      Eldborg EK  á togi  i Is © Mynd Eirikur Sigurðsson  

23.10.2015 21:27

Hákon EA hélt til sildveiða i kvöld

Hákon EA 148 i eigu Gjögurs H/F lét úr höfn á Akureyri um kl 20/30 i kvöld 

áleiðis á sildarmiðin og rikti ákveðin eftirvænting meðal skipverja um góða veiði 

og ekki laust að nú ætti að taka á þvi að islenskum sjómanna sið 

en látum myndirnar tala skipstjóri i veiðiferðinni er Guðjón Jóhannson 

 

            Guðjón Jóhannsson skipst Hákon EA 148 

        Bakkað frá Slippkanntinum  mynd Þorgeir Baldursson 

       Helgi Skagfjörð Sævar Sigmars og Ingi Guðna  mynd þorgeir 2015

   Allt klárt hjá Vélstjóranum þorgeir 2015

                  Tobbi klár i að sleppa Mynd þorgeir 2015

     Siðan var sleppt og klifrað upp stigann á siðunni 

        Haldið til veiða eftir slippinn mynd þorgeir Baldursson 2015

 

23.10.2015 13:09

2363 Kap Ve 4 i slipp eftir ákeyrslu

 Talsverðar skemmdir á Hvalbaknum BB megin mynd þorgeir Baldursson 

               Plötuskifti og talsverð suðuvinna  mynd þorgeir 2015

    Gert klárt fyrir Almálun skipsins Mynd þorgeir Baldursson 2015

 

23.10.2015 11:33

2407 Hákon EA 148 kemur úr slipp

Uppsjávarveiðiskipið Hákon EA  148 var tekið niður úr slippnum  á Akureyri 

i morgun þar sem að það var búið að vera i lagfæringum i nokkra daga 

þegar skipið kom að bryggju var strax hafist handa við að taka um borð Veiðarfæri 

og annan búnað sem að þarf i úthaldið og ætti skipið að geta farið á sjó i kvöld eða nótt

að sögn skipstjórand Guðjóns Jóhannssonar þegar ég spjallaði við hann i morgun 

        Hákon EA kemur úr Flotkvinni o morgun Mynd Þorgeir Baldursson 2015

             Bakkað útúr Flotkvinni mynd Þorgeir Baldursson 2015

  

           Stefnan tekin á slippkantinn  mynd þorgeir Baldursson 2015

                 Allveg að koma að Kantinum  mynd þorgeir Baldursson 2015

23.10.2015 09:32

Þór og Ægir á Akureyri i morgun

     Þór á siglingu á Eyjafirði i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 2015

      Ægir við bryggju i Krossanesi og Þór á útleið mynd þorgeir Baldursson 2015

23.10.2015 07:31

Varðkipið Þór á Akureyri i Gærkveldi

           Varðskipið Þór við Bryggju á Akureyri i Gærkveldi 

 

                   Þór við bryggju i gærkveldi  Myndir Þorgeir Baldursson 

 

21.10.2015 16:34

Polar Amaroq Heldur til loðnuveiða

                      Grænlenska Uppsjávarskipið PolarAmaroq 

         Nótin tekin um borð Mynd Geir Zoega 

Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða frá Neskaupstað í gær. Geir Zoëga skipstjóri er bjartsýnn á að loðna finnist í túrnum
 
„Við munum veiða í nót og ætlunin er að byrja að leita norður af Strandagrunni Grænlandsmegin og þaðan síðan í norðaustur.
 
Hún er þarna einhvers staðar. Það skiptir hins vegar miklu máli að veður verði sæmilegt,“ sagði Geir.
 
Þess skal getið að í veiðiferðinni mun Polar Amaroq sækja baujur fyrir grænlensku náttúrufræðistofnunina
 
en áhöfnin á skipinu sá um að setja þær út í júlímánuði sl. Þessar baujur eru svonefndar straumbaujur sem mæla bæði strauma og hita.
 

20.10.2015 17:41

Vestind kemur með Isbjörn Is Frá Grænlandi

Snemma i morgun kom danski dráttarbáturinn Vestind með Isbjörn is i togi til Reykjavikur 

frá Nuuk á Grænlandi þar sem að skipið hefrur verið bilað i um tvo mánuði 

eftir að Gir skipsins bilaði en skipið var i leigu hjá grænlensku fyrirtæki 

það er  i eigu útgerðarfyrirtækisins Sædisar i Bolungarvik 

Íslenski frystitogarin Ísbjörn ÍS 304 hefur verið leigður sem fljótandi frystihús til Grænlands. Togarinn er í eigi útgerðarfélagsins Birnir og hefur stundað rækjuveiðar fyrir Kampa  á Ísafirði. Þetta kemur fram í Grænlenska netmiðlinum sermitsiaq.ag
Við þetta skapast 53 ný störf í fiskvinnslu en það er sjávarútvegsfyrirtækið Suluk Fish Greenland, sem leigir skipið og verður það staðsett norður af Upernavik. Fryst verður grálúða um borð í togaranum og verður allur fiskurinn að undanskildu slógi nýttur, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Suluk Fish, Daniel Skifte.
Ísbjörninn er kominn til Grænlands og hefst löndum um borð í hann fljótlega. Hann mun svo færa sig til eftir því verða grálúðan veiðist. Nú er skipið við Tasiusaq vegna þess að enn er hafís við Nuussuaq og Kullorsuaq. Móttaka á lúðu hefst um leið og ísinn hopar.
Leyfi til leigu á frystiskipi fylgir að vinnsla verði í landi. Netmiðillinn segir að þó ólíklegt sé að vinnsla verði sett í gang í Upernavik, þar sem þar er bæði skortur á góðu vatni og rafmagni.   Skifte segir að þessar aðstæður leiði til þess að vinnsluskip verði notað til vinnslu á fiskinum. 53 ársverk verða við vinnsluna  um borð og verður þar unnið á vöktum.
Haus, Japansskorin lúða og sporðar verða unnir um borð. Heimild www.kvotinn.is

                                        Mynd Skipaþjónusta  Islands 2015

                                            Mynd Skipaþjónusta Islands 2015

                                                 Mynd Skipaþjónusta Islands 2015

 

04.10.2015 19:59

Plast og Stálið Mætast

    Snæfell  EA og Gullhólmi SH Mætast á Eyjafirði  Mynd þorgeir 2015

01.10.2015 12:25

2911 Gullhólmi SH 201

 

          2911 Gullhólmi SH 201 Mynd þorgeir Baldursson 2015

                          Millidekkið Mynd þorgeir Baldursson 2015

               Brúin Rikulega búninn tækjum mynd þorgeir Baldursson 2015

       Þessi var tekin i kvöld og eins og sjá er brúin vel tækjum búinn

          Myndavéla kerfi bátsins er mjög öflugt mynd þorgeir 2015

      Eldhúsið  nýtiskulegt með góðum tækjum mynd þorgeir Baldursson 2015

               Svefnaðstaða skipverja Mynd þorgeir Baldursson 2015

        Aðalvel af gerðinni Yanmar mynd þorgeir Baldursson 2015

                     Kælikerfi frá 3X mynd Þorgeir Baldursson 2015

                   Plastkör frá Itub Mynd þorgeir Baldursson 2015

  Skipstjórarnir Pétur Erlingsson og Sigurður A þórarinsson mynd þorgeir 2015

                 Linurekkarnir  Mynd þorgeir Baldursson 2015
 Skipverjar Gullhólma fyrir framan Bátinn talið frá Hægri 

Steinar Ragnarsson,Sigurður A Þórarinsson ,Pétur Erlingsson 

Þórður Björgvinsson, Jón Korneliusson ,og Stigur Reynisson 

Gullhólmi SH er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breiður.

Báturinn er af gerðinni Seigur XV 1370 og er smíðaður hjá bátasmiðjunni Seiglu ehf. á Akureyri.

Báturinn er hannaður af Rágarði skiparáðgjöf ehf. Báturinn er ríkulega búinn vélum og tækjum.

Siglinga- og fjarskiptatæki eru frá Sónar ehf. Sónar sá einnig um uppsetningu siglingatækja.

Aðalvélin er Yanmar og beitningarvélin er frá Mustad. Sjá nánar lýsingu á tækjun og búnaði hér til hliðar.

Heiðguð Byggir sá um alla smíðavinnu og uppsetningu en Trésmiðjan Ölur ehf.

smíðaði eldhúsinnréttingu og hurðir. Alla aðra vinnu annaðist Seigla, s.s. rafmagnsvinnu, stálvinnu og niðursetningu vélbúnaðar.

Málning er frá Sérefni ehf.

Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setustofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.

Fiskilest er 50 rúmmetrar að stærð og rúmar 42 stykki af 660 lítra körum sem eru frá iTUB ehf. Eldsneytistankur er 5.000 lítra og ferskvatnstankur er 1.500 lítra.

 

 

Helstu tæki og búnaður í Gullhólma SH

  • Aðalvélin er Yanmar 6AYM-WGT 911 hö frá Marás vélum ehf.
  • Sleipner hliðarskrúfa 500 mm, einnig frá Marási.
  • 2x32kW Northern Light ljósavélar sem Seigla hefur umboð fyrir.
  • Ískrapavél frá Kælingu ehf. með forkæli og að auki er sjókælir.
  • Aðgerðar- og blæðingarkerfi frá 3X Technology.
  • Beitningarvélakerfi og línuspil frá Mustad sem Ísfell ehf. er með umboð fyrir.
  • Færaspil frá Beiti ehf.
  • Krani 4TM  frá Amco Veba sem Seigla hefur umboð fyrir.
  • Björgunarbúnaður frá Viking Life.
  • Innilýsing frá Quick Italy, útilýsing og siglingaljós frá Hella.
  • Wessmar 6 tommu brunnur.
  • Heimild Fiskifréttir 
  • Lýsing

    1

    JRC JFC-130 Dýptarmælir

    2

    WASSP 160 khz fjölgeislamælir

    3

    Afladagbókar og nettölva

    4

    Maxsea siglingatölva

    5

    JRC JLN-652 Straummælir

    6

    Comnav Commander sjálfstýring

    7

    Siemens þráðlaus sími

    8

    3G Router og sími

    9

    Weatherdock AIS baujumóttakari

    10

    SAILOR VHF talastöð

    11

    JRC JLR-21 GPS kompás

    12

    JRC JHS-183 AIS tæki

    13

    14

    Airmar vindhraðamælir

    15

    Raymarine C125 fjölnotatæki (Radar)

    16

    17

    18

    19

    SAILOR Nargentus Útvarps/ sjónvarpsloftnet

    20

    Iris video server með upptöku

    21

    Iris vatnsþéttar kúlumyndavélar

    22

    Ethernet switch fyrir tölvur og router

    23

    Weatherdock baujusendir

     

  • JRC JFC-130 dýptarmælir         
  • ASSP 160 khz fjölgeislamælir
  • Afladagbókar og nettölva
  • Maxsea siglingatölva         
  • JRC JLN-652 straummælir
  • Comnav Commander sjálfstýring
  • Siemens þráðlaus sími
  • 3G Router og sími         
  • Weatherdock AIS baujumóttakari         
  • SAILOR VHF talastöð           
  • JRC JLR-21 GPS kompás         
  • JRC JHS-183 AIS tæki
  • JRC JLR-7600 GPS+loftnet
  • Airmar vindhraðamælir
  • Raymarine C125 fjölnotatæki (Radar)
  • Raymarine 4 KW radarskanner
  • Raymarine hitamyndavél
  • Stjórnborð fyrir Raymarine fjölnotaskjá/radar
  • SAILOR Nargentus útvarps/ sjónvarpsloftnet           
  • Iris video server með upptöku
  • Iris vatnsþéttar kúlumyndavélar
  • Ethernet switch fyrir tölvur og router
  • Weatherdock baujusendir         
  •  

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 625
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570163
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:38:10
www.mbl.is