Færslur: 2016 Janúar

26.01.2016 10:31

Nýr Bátur frá Trefjum Tranoy T-115-T

 

                              Tranoy T-115-T  Mynd Trefjar .is

                              Tranoy T-115-T  Mynd Trefjar .is

 

                                        Úr Brúnni Mynd Trefjar .is

Ný 11metra Cleopatra 36B afgreidd til Tromsø

 

Útgerðarfélagið West Atlantic AS í Tromsø í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Bjarni Sigurðsson.  Íslendingur sem verið hefur búsettur í Noregi í áratugi.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Tranøy.  Báturinn mælist 18brúttótonn. 

Tranøy er af nýrri gerð Cleopatra 36B sem er sérhönnuð inn í undir 11metra veiðikerfið í Noregi. 

Báturinn er byggður á sömu hönnun og Indriði Kristins sem Trefjar afgreiddu nýverið til Tálknafjarðar. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D13 550hö tengd ZF500IV gír. 

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningarvél.  Beitningavélarkerfi og línuspil er frá Mustad og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf. 

Blóðgunarkerfi er frá 3X og sjókælir frá Kælingu ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12stk 660L, 4stk 460L kör eða 29stk 460L kör í lest. 

Í bátnum er upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja. 

Sæti fyrir áhöfn í brú.  Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskyldum klefum.

Salerni og sturtuaðstaða í lúkar.  Í lúkar ásamt fullbúinni eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.  

Heimildir Trefjar .is 

26.01.2016 09:52

Sirrý IS 36 ex Stamsund

            Stamsund  verður Sirrý is 36 © Mynd Þorgeir Baldursson 

Togari sem Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík festi kaup í haust er lagður af stað til Íslands. Að sögn Guðbjarts Flosasonar, framleiðslustjóra Jakobs Valgeirs,

er von á togaranum til Bolungarvíkur á miðvikidagsmorgun. Skipið verður til sýnist milli kl. 14 og 18 þann dag.

Skipið fær nafnið Sirrý og mun bera einkennisstafina ÍS 36 en siglir til Íslands undir norsku flaggi og nafninu Stamsund.

Það er norsk áhöfn sem siglir skipinu heim og afhendir Jakobi Valgeir skipið formlega.

Guðbjartur segir að togarinn fari ekki á veiðar strax. Fyrsti verður Sirrý siglt inn á Ísafjörð

þar sem 3X Technology og Vélsmiðjan Þristur munu taka millidekkið í gegn en meðal annars á að setja upp Rotex-kerfi frá 3X.

Hann gerir ráð fyrir að vinnan við millidekkið taki tvær til þrjár vikur. 

Heimild BB.is 

mynd Þorgeir Baldursson 

25.01.2016 08:51

Bjartur Nk 121 landar á Akureyri i morgun

Isfisktogarinn Bjartur NK 121 Landaði i morgun á Akureyri eftir stuttann Túr 

talsverðum slatta af Blönduðum afla sem að veiddist á Vestfjarðamiðum 

Að löndun lokinni hélt skipið strax af stað heimleiðis og ætti að vera þar um hádegisbil á morgun 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

    Bjartur Nk 121 við Bryggju á Akureyri i morgun  mynd þorgeir 

          Þokkalegur afli en talsvert blandaður  þorgeir 2016

                              Hift uppá kæjann mynd Þorgeir 2016

                                 Full kör af Ufsa mynd þorgeir 2016

             Lyftaramaðurinn sá um að Húkka úr mynd þorgeir 2016

          Ágúst Viktarmaður var ánæður með gang mála mynd þorgeir 2016

23.01.2016 21:17

Loðnuskipin streima til veiða Aðal steinn Jónsson SU og Polar Amaroq Gr á leið á miðinn

               Aðalsteinn Jónsson su 11 mynd þorgeir Baldursson 2016

                 Polar Amaroq GR-18-49 mynd þorgeir Baldursson 2015

23.01.2016 20:56

2411 Vilhelm Þorsteinsson EA11 Hélt til loðnuveiða i dag

          Vilhelm Þorsteinsson  EA11 mynd þorgeir Baldursson 2015

23.01.2016 11:56

Aflamagn i Loðnu 173 000 tonn

Hafrannsóknastofnun metur stærð loðnustofnsins 675.000 tonn eftir nýafstaðinn leiðangur.

 

                             Loðna mynd þorgeir Baldursson 2016
        Sighvatur Bjarnasson og Árni Friðriksson mynd þorgeir Baldursson 2016
         Birkir  Bárðarsson Leiðangursstjóri Árna Friðrikssyni RE 200 mynd þorgeir 2016
                                     Loðnuleit  mynd þorgeir Baldursson  2016

Ný aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015, byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum.

Tekur aflareglan tillit til óvissumats útreikninganna, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið.

Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2015/2016 173 þúsund tonn að meðtöldum þeim afla sem búið var að veiða þegar mælingar fóru fram.


Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 3. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær 21. janúar er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar.


Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku veiðiskipin Sighvatur Bjarnason VE, Sigurður VE og Jóna Eðvalds SF þátt í leit og kortlagningu

á útbreiðslu loðnunnar dagana 3. – 6. janúar. Auk þess var Sighvatur Bjarnason áfram við leit samhliða mælingum Árna Friðrikssonar til 11. janúar.

Samvinna þessara fimm skipa var lykilatriði við að ná góðri yfirsýn um útbreiðslu stofnsins. Leitarsvæðið náði frá Grænlandssundi og austur fyrir land.


Árni Friðriksson hóf mælingar út af Víkurál þann 4. Janúar, en varð frá að hverfa að kvöldi 5. janúar vegna óveðurs í Grænlandssundi.

Árni hóf aftur mælingar til vesturs frá Kolbeinseyjarhrygg þann 7. janúar. Mælingunni lauk 13. janúar út af Víkurál.

Aðstæður til bergmálsmælinga höfðu reynst erfiðar vegna veðurs mest alla yfirferðina og því ekki talið fært að nota niðurstöðurnar til rágjafar.


Dagana 13. – 20. janúar var veður mjög gott til mælinga og á þeim tíma náði Árni Friðriksson mælingu með landgrunnsbrúninni frá Grænlandssundi austur að Bakkaflóadjúpi.

Mat veiðistofns út frá þessari mælingu er um 675 þúsund tonn.

Heimild www.kvotinn.is

Myndir Þorgeir Balduursson 

 
 

19.01.2016 22:21

2900 Beitir nk 123 Kemur úr Jómfrúartúrnum

I dag um kl 18 kom Beitir Nk 123 úr sinum fyrsta túr eftir að Sildarvinnslan eignaðist skipið 

nú skömmu fyrir jól skipið er með góðan afla alls um 2860 tonn en veðrið var fremur risjótt 

 framan af veiðiferðinni en þessi afli fékkst á alls um fimm sólahringum skipstjóri i veiðiferðinni var 

Sturla Þórðarsson og á móti honum verður Tómas Kárasson 

Þessa mynd tók Guðlaugur B Birgisson i dag þegar Beitir  NK  kom til hafnar 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

        2900 Beitir Nk 123 © Mynd Guðlaugur B Birgisson  19 jan 2016

19.01.2016 14:19

Nýr Bátur til Húsavikur Guðný NS 7

Fiskverkun GPG sem að er i eigu Gunnlaugs Karls Hreinssonar hefur keypt 

Handfærabátinn Guðnýju Ns 7 frá Seyðisfirði ásamt aflaheimildum 

sem að eru talsverðar þvi að báturinn hefur verið i eigu sama manns 

i langan tima og er hann lagður af stað norður 

það er skipstjórinn Aðalsteinn Júliusson sem að siglir honum til Húsavikur 

ekki fékkst uppgefið kaupverð þegar eftir þvi var leitað 

        2447 Guðný NS 7  Mynd Pascal Drouan 

17.01.2016 20:58

2404 Grettir BA 39

 

                         2404 Grettir BA 39 mynd þorgeir Baldursson 

 

17.01.2016 16:01

2411 Vilhelm Þorsteinsson EA11

  

       2411 Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 2016

17.01.2016 11:07

Nýr bátur sjósettur hjá Trefjum Tranoy T-115-T

Nýr bátur sjósettur hjá Trefjum i hafnarfirði á föstudaginn fyrir Islenskan útgerðarmann Bjarna Sigurðsson 

og Norskan viðskiptafélaga hans Báturinn fékk nafnið Tranoy T-115-T  og hérna kom anokkar myndir af bátnum 

sem að mér voru sendar af þeim Eliasi og Bjarna og kann ég þeim bestu þakkir fyrir afnotin 

                     Tranoy T-115-T    ©   Mynd Bjarni S   Sigurðsson  2016

      Bjarni ásamt  viðskiptafélaga sinum Mynd Elias Bjarnasson 2016

 Tranoy T-115-T I Prufusiglingu   © mynd Elias Bjarnasson 2016

 Tranoy T-115-T © Mynd Bjarni Sigurðsson 

 

16.01.2016 22:52

Varðskipið þór kemur með Hoffell i togi

     Varskipið Þór ásamt föruneyti mynd Guðmundur St Valdmarsson 2016

Varðskipið Þór dró gáma­skipið Sam­skip Hof­fell inn Sund­in í dag þar sem drátt­ar­bát­ar Faxa­flóa­hafna tóku við skip­inu og drógu það síðasta spöl­inn að höfn.

Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son, skip­herra um borð í Þór, seg­ir aðgerðina hafa gengið vel en hún er lengsta björg­un­araðgerðin sem Þór hef­ur farið í.

Áhöfn­ina um borð í Hof­fell­inu seg­ir hann hafa borið sig vel þrátt fyr­ir raf­magns­leysi um borð.

Hún sam­an­stend­ur m.a. af Hol­lend­ingi, Úkraínu­mönn­um og Fil­ipps­ey­ing­um

og Sig­urður seg­ir þá hafa kunnað vel til verka en það fyrst sem skip­verj­ar Þórs gerðu þegar þeir komu að skip­inu var að færa áhöfn­inni vatn.

Alls dró Þór Hof­fellið, sem er 5500 tonn, 425 sjó­míl­ur en Land­helg­is­gæsl­an var kölluð til eft­ir að Sam­skip höfðu leitað til­boða í verkið.

Mynd Guðmundur St Valdimarsson 2016

16.01.2016 13:17

1395 og 1412 á Akureyri i morgun

1395 Kaldbakur EA 1 hélt til veiða i morgun og þá voru þessar myndir teknar 

                    Springnum sleppt i morgun þorgeir 2016

           Glæsilegur sá gamil búinn að bera mörg tonnin i land þorgeir 2016

                             Bakkað frá Bryggjunni  þorgeir 2016

                 1395 Kaldbakur EA1 mynd þorgeir Baldursson 2016

       1412 Poseidon EA  303 EX Harðbakur mynd þorgeir Baldursson 2016

 

 

15.01.2016 21:41

Jón Kjartansson SU 111 með fyrsta kolmunnafarminn 2016

Uppsávarveiði skip Eskju Jón Kjartansson su 111 er á landleið með fyrsta kolmunnafarminn sem að 

veiðist á þessari vertið eftirfarandi skrifuðu áhafnarmeðlimir á FB siðu skipsins um miðjan dag i dag 

Skömmu eftir hádegi lögðum við af stað heimleiðis með 2200 tonn af kolmunna.

Verðum heima seinnipart á morgun. Erum núna staddir 55 sml suður úr Akrabergi sem er syðsti oddi Færeyja.

Ekki hægt að segja annað en brælur hafi gert okkur lífið leitt í þessari veiðiferð,

fóru einu sinni í land í Fuglafirði vegna brælu og lágum svo í seinni brælunni í vari við Suðurey.

Aflabrögð voru þokkaleg mikið um 300-400 tonn togi. Veður er ágætt núna og verður gott á heimleiðinni.

Svo bara að vona að við vinnum Norðmenn í handboltanum í dag. Áfram Ísland !!!

  Jón Kjartansson Su 111 á landleið með góðan afla  Mynd þorgeir 

14.01.2016 15:32

Skipverjar á Aðalsteini Jónssyni Su 11 gera klárt fyrir heimsiglingu i morgun

         Skipverjar á Aðalsteini taka trollið i morgun mynd Þorgeir 2016

                      Trollið tekið inná trommuna mynd þorgeir 2016

                           Trollið tekið i morgun  mynd þorgeir 2016

            Siðan var sleppt og sett á fulla ferð heim til Eskifjarðar þorgeir 2016

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1113
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568340
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:30:43
www.mbl.is