Færslur: 2016 Ágúst

31.08.2016 20:11

Frá Öngli til Maga Húni 2 EA 740

Nem­end­ur í 6. bekk grunn­skól­anna í Eyjaf­irði, alls yfir 300 krakkar fara nú á haust­dög­um í sigl­ingu

um fjörðinn á bátn­um Húna II EA-740. Það eru Holl­vin­ir Húna II sem standa að ferðunum

í sam­starfi við Há­sskólann á Ak­ur­eyri (HA), Sam­herja og Skóla­deild Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Í gær voru farn­ar tvær ferðir með 42 nem­end­ur úr 6. bekk Lund­ar­skóla. Heppnuðust þær mjög vel

en verk­efnið tek­ur um þrjár vik­ur. Komu krakk­arn­ir him­insæl­ir í land en afl­inn er flakaður um borð

og grillaður fyrir nem­end­ur og þá kenn­ara sem fljóta með.

Í ferðunum fá nem­end­ur að kynn­ast sjáv­ar­út­veg­in­um og fræðast um líf­ríkið í sjón­um,

ásamt sögu­fræðslu um bát­inn og strönd­ina. Nem­end­ur og kenn­ar­ar í sjáv­ar­út­vegs­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri

miðla til þeirra fræðslu um líf­ríki sjáv­ar, sér­kenni Eyja­fjarðar og sýn­a þeim varðveitt­ar sjáv­ar­líf­ver­ur.

Teksti Af mbl.is 

Allar myndir Þorgeir Baldursson 

      Þorsteinn Pétursson fer yfir reglurnar um borð i Húna  mynd þorgeir 2016

  Á leiðinni á miðin  voru börnin frædd um Lifriki sjávar mynd þorgeir 2016

 Komið á Hólinn og birjað að veiða mynd þorgeir 2016

 Og eftir um 5 min var fyrsti fiskurinn dreginn 

    Sumir voru ákveðnir og bitu i bakuggann á þorskinum mynd þorgeir 2016

 Jón óli Birgisson veiddi 2 væna þorska þorgeir 2016

 Nóg að gera i flökun roðfletingu og snyrtingu Eirikur Sigtryggur og Óli 

 Steini Pé aðstoðar nemanda mynd þorgeir 2016

                     Alltaf kom einn og einn mynd þorgeir 2016

 Kampa kátar með aflann mynd þorgeir 2016

      Góður afli hjá flestum  mynd þorgeir Baldursson 2016

     og stundum fleiri i einu hérna voru þrir mynd þorgeir 2016

 Matráður skipsins Fjóla Stefánsdóttir að störfum i eldhúsinu mynd þorgeir2016

 Birta Rós Harðardóttir heimsótti brú Húna 

        Birta Rós og Sigga með vænan þorsk 

                       Húni á veiðum á hólnum Mynd þorgeir Baldursson 2016

 Stefán Guðmundsson skipstjóri Húna 11 EA 740 mynd þorgeir Baldursson 2016
Á heimleiðinni fræddi Steini Pé nemendur um fiskinn sem að veiddist i túrnum

30.08.2016 20:38

1414 Áskell Egilsson EA

 Alla þessar upplysingar eru af skipasiðu Árna Björns www.aba.is 

vinsamlega getið þess ef að efnið er notað 

Vöttur SU-3.   ( 1414 )   B-5. 

Stærð: 17,47 m. 29 brl. Smíðaár. 1975. Eik. Stokkbyrðingur.  
Aðalvél. 240 ha. Volvo Penta TAMD 122A.
Smíðatími var 13.227 klst. en þar af fóru 4.854 klst. í járnsmíði, frágangs vélbúnaðar og siglingatækja eða 37% heildartímans.
Báturinn var smíðaður fyrir Fiskiðjuna Bjarg hf. Bakkafirði en því fyrirtæki stýrði Hilmar Einarsson. Báturinn var öðrum þræði keyptur í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld um varanlega hafnargerð á Bakkafirði. 
Heimildarmaður að forsögu þessara kaupa er sonur kaupandans, Steinar Hilmarsson. 
Þessi áform gengu þó ekki eftir og því seldi Fiskiðjan Bjarg hf. hluta í bátnum til Útgerðarfélagsins Þórs sf. Eskifirði. Þeir aðilar sem stóðu að Þór sf. höfðu árum saman verið í viðskiptum við Fiskiðjuna Bjarg hf. og lagt þar upp afla af 10 tonna báti sem þeir gerðu út. 
Vöttur var því skráður á Eskifirði lengst af og að mestum hluta gerður þaðan út þau ár sem hann var í eigu þessara aðila. 
Árið 1978 fór báturinn til Dalvíkur og hét þar Vinur EA-80, því næst til Reykjavíkur árið 1983 þar sem hann hét Aðalbjörg ll RE-236 og þá til Þorlákshafnar 1987 þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur ÁR-321. 
Báturinn var keyptur til Húsavíkur af Ólafi Ármanni Sigurðssyni árið 1997 og fékk þar nafnið Haförn ÞH-26, Húsavík. 
Frá árinu 2002 hefur báturinn verið skráður á Ugga fiskverkun ehf., Húsavík en að félaginu standa Ólafur Ármann Sigurðsson og fjölskylda. 
Í október 2010 fékk báturinn nafnið Ási ÞH-3 og er á miðju ári 2015 enn í eigu Ugga fiskverkun ehf., Húsavík. 
Eftir að bátnum var hleypt af stokkunum hjá Bátasmiðjunni Vör hf. er búið að byggja á hann hvalbaka og leit hann, á miðju ári 2011, út sem nýlegur væri. 
Árið 2015 hét báturinn enn Ási ÞH-3 og það nafn bar hann þegar hann var felldur af skipaskrá 12. júní 2015 með eftirfarandi athugasemdum Siglingarstofnunar. "Tekinn úr rekstri." 
Á haustdögum 2015 var bátinn að finna í Húsavíkurhöfn en 17. október 2015 var hann dreginn til Akureyrar til nýrra eigenda. 
Frá þessum tíma eru eigendur hans Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson og Sævar Áskelsson allir frá Akureyri 
Segja má að eplið falli sjaldan langt frá eikinni því að þeir Áskelssynir eru synir Áskels Egilssonar eins af eigendum Bátasmiðjunnar Varar hf. sem bátinn smíðaði. 
Hugmynd eigenda er að koma bátnum í upprunalegt horf og nota hann til eigin þarfa. 
Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjarlægja hvalbakinn af bátnum. 
Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað. 
Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með  Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var. 
Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið. 
Afgasrör vélar var endurnýjað og til verksins notað ryðfrítt rör.
Lunningsplanki úr eik var endurnýjaður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn. 
Tveggja pila rekkverk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu. 
Rafbúnaður bátsins var að miklum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og siglingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært.
Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið "Áskell Egilsson" til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu. 
Meiri hluti þessarar vinnu var framkvæmdur á hliðargörðum slippsins á Akureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016.
Samantekt á heiti bátsins í áranna rás.
Frá árinu 1975 hét báturinn Vöttur SU-3, Eskifirði.
Frá árinu 1978 hét hann Vinur EA-80, Dalvík.
Frá árinu 1983 hét hann Aðalbörg ll RE-236, Reykjavík.
Frá árinu 1987 hét hann Gulltoppur ÁR-321, Þorlákshöfn. 
Frá árinu 1997 hét hann Haförn ÞH-26, Húsavík. 
Frá árinu 2010 hét hann Ási ÞH-3, Húsavík. 
Frá árinu 2016 heitir hann Áskell Egilsson, Akureyri. 
Athugasemd:
Þegar báturinn fór til Dalvíkur árið 1978 fékk hann nafnið Vinur eins og fram hefur komið hér að ofan. 
Einkennisstafir bátsins eru tölvuskráðir EA-30 hjá Siglingastofnun en EA-80 í ritinu "Íslensk skip." 
Mynd af bátnum, þegar hann hét Vinur, sýnir greinilega að einkennisstafir hans eru málaðir skírum stöfum á bóg bátsins EA-80 og telst það því rétt vera.
             1414 Áskell Egilsson EA mynd þorgeir Baldursson 
 

23.08.2016 23:07

Stæðsta Sildalöndun á Akureyri

Siðast liðin mánudagsmorgun kom Grænlenski frystitogarinn Ilivileq sem að er i eigu Artic Prime 

dótturfélags Brims H/F til hafnar á Akureyri með heilfrysta sild alls um 1000 tonn sem að fékkst 

á stuttum tima rétt norðan islensku lögsögunnar að sögn skipverja var veiðin með besta móti 

og góður gangur i veiðunum skipstjóri i veiðferðinni var Reynir Georgsson og að löndunn lokinni

var haldið strax aftur til hafs og þá tók við skipstjórn Þorvaldur Svavarsson i áhöfn eru 28 menn 

Skipið hét áður Skálaberg  RE 7 og var upphaflega smiðað fyrir Frændur okkar i Færeyjum 

   

        Landað Úr skipinu á Akureyri á Mánudaginn mynd þorgeir Baldursson 

            Fyllst með að allt sé i lagi mynd þorgeir Baldursson 2016

        Skipstjórinn Þorvaldur Svavarsson mynd Þorgeir Baldursson 2016

       Löndun að Klárast um miðnættið mynd þorgeir Baldursson 2016

          Strákarnir klárir i endana mynd þorgeir Baldursson 2016

             Sigurður Heiðar Daviðssson klár i næsta túr mynd þorgeir 2016

       Löndun lokið og skipið að verða klárt i næsta túr mynd þorgeir 2016

21.08.2016 00:18

2769 Varðskipið þór kemur til Akureyrar

                          2769 þÓR  Mynd þorgeir Baldursson 2016

     Þór kemur að bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2016

        Fannar Freyr Sveinsson skipverji á þór mynd þorgeir Baldursson 

     verið að setja upp afturbandið á þór mynd þorgeir Baldursson 2016

 

13.08.2016 15:11

Haldið út Ósinn

Hér siglir Siver Ocean  út hornarfjarðarósinn eftir að hafa tekið góðan skerf af makrilafurðum

úr frystugeymslum  Skinneyjar / þinganes i gær og Björn lóðs fylgir fast á eftir enda þarf að vera 

lóðs með i för hvort sem að siglt er inn ósinn eða út þvi að straumar eru miklir 

og eins gott að fara að öllu með gát jafnvel þótt að gott sé i sjóinn eins og hér er 

           Björn Lóðs og Silver Ocean mynd Hannes Höskuldsson 2016

12.08.2016 22:45

Makril útskipun á Höfn i dag

Það var mikið lif og fjör á Hornafirði i dag þegar verið að að skipa út 

Makril um borð i Silver Ocean en myndirnar tók Hannes Höskuldsson 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

           allt á fullu i Utskipuninni mynd Hannes Höskuldsson 2016

       Frosinn Makrill hifður um borð Mynd Hannes Höskuldsson 2016

         Allt að gerast á Bryggjunni Mynd Hannes Höskuldsson 2016

    Mikið magn af Frostnum makril á leið i skip mynd Hannes Höskuldsson 2016

      

11.08.2016 16:19

2618 Jóna Eðvalds landar á Höfn

Uppsjávars skip Skinneyar /þinganes Jóna Eðvalds Sf 200 kom til heimahafnar i morgun 

með góðan makril alls um 500 Tonn sem að veiddust úti fyrir austfjörðum

en góð veiði hefur verið fyrir austan siðasta sólahring að sögn skipstjórnarmanna 

á miðunum og er hráefnið gott til Vinnslu og þvi mikið kapp lagt á veiðarnar 

                      Jóna   Eðvalds SF 200 á landleið Mynd þorgeir Baldursson 

               Smá Pus á landstýminu Mynd þorgeir Baldursson 

             Jóna Eðvalds við bryggju á Höfn Mynd Hannes Höskuldsson 2016

         Með Góðan túr Mynd Hannes Höskuldsson 2016

          Gert klárt fyrir löndun á Höfn  Mynd Hannes Höskuldsson 2016

03.08.2016 15:50

Qavak GR 21 á makrilveiðum

Mikil og Góð Makrilveiði hefur verið bæði i Grænlensku og islenskulögsögnum 

siðustu daga og til að mynda hafa veiðar skipa með tvö troll gengið það vel að skipin 

hafa verið að fylla sig á um tiu dögum og hafa heyrst tölur allt að 60 tonnum i hali 

en þau frystiskip sem að eru á veiðum geta sum fryst allt að 100 tonnum á sólahring 

Grænlenska skipið Qavak sem að er i eigu dótturfélags Brims H/F var að koma inn til 

Helguvikur i morgun með á sjötta hundrað tonn af kældum makril 

Kann ég þeim Sigurði H Daviðssyni og Guðmundi Kristjánssyni Kærlega fyrir myndirnar 

 

                    Qavak Gr 21 mynd Sigurður Daviðsson 2016

          Dæling á miðunum Mynd Guðmundur Kristjánsson 2016

  Mikið lif og fjör um borð i Qavak GR 21 mynd Guðmundur Kristjánsson 2016

 Smábátar á makrilveiðum fyrir utan Helguvik Mynd Guðmundur kristjánsson 

03.08.2016 14:51

1063-Kópur BA 175

                  1063 Kópur BA 175 Mynd þorgeir Baldursson 2014

03.08.2016 14:44

Margret EA 710

                 2903 Margret EA 710 mynd þorgeir Baldursson 2015

03.08.2016 14:40

Eldborg EK ex Skutull IS

                    Eldborg EK ex Skutull IS  mynd þorgeir Baldursson 
 

03.08.2016 10:46

Makrilbátar við Helguvik i morgum

 makribáta var við Höfnina i helguvik i morgun mynd Guðmundur Kristjánsson 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570524
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:48:33
www.mbl.is