Færslur: 2017 Febrúar

21.02.2017 00:38

Kap ve 4 með fyrstu loðnuna til Eyja

             2363 Kap VE 4  mynd Óskar pétur Friðriksson 

Kap VE er á heimleið með hátt í 500 tonn af loðnu sem fékkst í einu kasti.

Snaggaraleg byrjun á vertíðinni eftir verkfall!

„Þá er fyrsta loðnan komin um borð hjá okkur á Kap.

Lyktin er góð af henni!“ skrifar Örn Friðriksson

á Fésbók og liggur við að ilminn af sjávarfanginu leggi af tölvuskjánum við að lesa færsluna hans .

Heimild kvotinn.is 

21.02.2017 00:08

2891 Kaldbakur EA1 á Miðjarðarhafi

         2891 Kaldbakur EA 1 mynd Landhelgisgæslan 
 

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur undanfarnar vikur verið við landamæravörslu í Miðjarðarhafi

á vegum Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu, Frontex.

Í gær kom áhöfnin auga á skip sem var á siglingu skammt suður af Pelópsskaga, syðsta hluta gríska meginlandsins.

Þetta reyndist vera nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans, Kaldbakur EA-1, á heimleið úr skipasmíðastöð í Istanbúl í Tyrklandi.

          Kaldbakur EA1 mynd LANDHELGISGÆSLAN 

          Kaldbakur EA 1 Mynd Landhelgisgæslan 

Þetta glæsilega skip er rúmlega sextíu metra langt og vegur rúmlega tvö þúsund brúttótonn.

Þegar TF-SIF flaug framhjá Kaldbaki var hann á tólf sjómílna siglingu á leið til Sikileyjar.

Ágætis veður var á þessum slóðum, vestan stinningskaldi og fjórtán gráðu hiti.

Áhöfn TF-SIF ræddi í gegnum talstöð við Kaldbaksmenn sem voru hinir bröttustu og létu vel af skipinu.

Við óskum Útgerðarfélagi Akureyringa til hamingju með nýja skipið og áhöfninni góðrar heimferðar. 

Heimild Landhelgisgæslan 

20.02.2017 22:54

Strekkt á Virunum

              1345 Blængur Nk 125 Mynd þorgeir Baldursson 20feb 2017

20.02.2017 16:11

Loðnukvótinn

                     Beitir Nk 123 mynd  af vef Sildarvinnslunnar  

             Um borð i Beitir NK 123 Mynd Sigurjón M Jónusson 2017

Loðnu­kvót­inn sem var sex­tán­faldaður á dög­un­um hefði lík­lega staðið óhreyfður

ef út­gerðir loðnu­skipa hefðu ekki kostað síðari leit Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar.

Þetta kem­ur fram í frétta­bréfi Síld­arvinnslunnar . 

Frétt mbl.is: Loðnu­kvót­inn sex­tán­faldaður

Í frétta­bréf­inu seg­ir að mæl­ing­in sem fyrsta út­hlut­un kvót­ans byggði á væri þó álit­in óviss

þar sem slæmt veður og haf­ís höfðu truflað loðnu­leit­ina veru­lega. 

Ráðist var í nýj­ar mæl­ing­ar dag­ana 3.-11 fe­brú­ar sem út­gerðir loðnu­skipa greiddu 25 millj­ón­ir fyr­ir.

Sú leit skilaði tals­vert já­kvæðari niður­stöðum og leiddi til þess að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ákvað að sex­tán­falda heild­arkvót­ann. 

„Útgerðir loðnu­skip­anna eiga heiður skil­inn fyr­ir að kosta síðari leit­ina,

sem hefði senni­lega aldrei verið far­in ef þær hefðu ekki tekið ákvörðun um að greiða þær 25 millj­ón­ir sem þurfti.

Síðari leit­in leiddi til þess að nú fáum við loðnu­vertíð sem skap­ar senni­lega 16 millj­arða í verðmæti

í staðinn fyr­ir 1 millj­arð eða tæp­lega það,“ er haft eft­ir Þor­steini Sig­urðssyni, fiski­fræðingi hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.

Sjó­ferðin gæti því á end­an­um skilað tekj­um upp á 15 millj­arða fyr­ir út­gerðir og þjóðarbú. 

Norsk skip, sem verið hafa að veiðum við landið, hafa landað tölu­verðri loðnu. 

 Þegar hafa veiðst 54 þúsund tonn og því aðeins fimm þúsund tonn eft­ir af kvóta þeirra í ís­lenskri land­helgi. 

 

Þessi kvótaaukning skiptir miklu máli fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og þjóðarbúið

og nú er loðnuveiði íslenskra skipa hafin af fullum krafti að afloknu sjómannaverkfalli.

Norsk skip, sem verið hafa að veiðum við landið, hafa landað töluverðri loðnu hér á landi og skipti það miklu máli á meðan á verkfallinu stóð.

 

Hlutur Síldarvinnsluskipanna og Bjarna Ólafssonar AK í loðnukvótanum er tæplega 18,5% eða 34.337 tonn,

en Bjarni Ólafsson er í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar.

Þá er hlutur viðskiptabáta Síldarvinnslunnar tæplega 12% af kvótanum,

en þeir eru  Vilhelm Þorsteinsson EA, Hákon EA og grænlenska skipið Polar Amaroq.

Hafa ber í huga að viðskiptabátarnir eru allir vinnsluskip. Samtals er kvóti Síldarvinnsluskipanna og viðskiptabátanna 71.731 tonn.

 

Aðstæður á mörkuðum fyrir loðnuafurðir eru misjafnar.

Verð á mjöli og lýsi hefur farið lækkandi að undanförnu og enn gerir hið svonefnda Rússabann fyrirtækjunum erfitt fyrir,

en sala á frystum hæng á Austur-Evrópu verður takmörkuð vegna þess.

Japanir eru hins vegar áhugasamir um kaup á hrognafullri loðnu og loðnuhrognum .

Fulltrúar japanskra kaupenda hafa verið í Neskaupstað að undanförnu og fylgst með framleiðslu á frystri loðnu úr norskum veiðiskipum. 

Heimild www.svn.is

20.02.2017 14:15

Loðnan tekin i Kálgarðinum heima

 

 

       Ásgrimur Halldórsson SF 250 Mynd þorgeir Baldursson 2016
 

Fyrsta loðnan af íslensku fiskiskipi á þessari vertíð barst til Hornafjarðar nú rétt fyrir hádegið. Ásgrímur Halldórsson kom þá til heimahafnar með 700 tonn og rifna nót. Loðnan veiðist nú rétt vestan Hornafjarðar, „í kálgarðinum heima,“ sagði Jóhannes Danner skipstjóri á Jónu Eðvalds í samtali við kvótinn.is nú í hádeginu.

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi, segir að loðnan af Ásgrími sé mjög stór og góð og fari beint í frystingu fyrir markaðinn í Japan. „Það er loksins komið fjör í þetta.“

„Við fórum út í gærkvöldi eftir að samningar höfðu verið samþykktir. Þá skiptum við um nót og héldum til veiða um ellefu og ekki var langt að fara. Þetta var svona eins og í kálgarðinum heima,“ sagði Jóhannes Danner skipstjóri á Jónu Eðvalds SF í hádeginu. Hann var þá á leið í land með 1.100 tonn. Hann segir að töluvert hafi verið af loðnu á svæðinu en mikið næturbrölt á henni nema á smá bletti. „Þar voru menn að gera mjög gott, sérstaklega þegar birti. Við tókum tvö hol og dældum 1.100 tonnum í okkur og gáfum Aðalstein Jónssyni 800 tonn. Það hafa verið einhver 1.500 tonn í síðara kastinu. Við erum svo að byrja að dóla okkur heim, en við þurfum að sæta sjávarföllum til að komast inn í gegnum Ósinn. Við verðum því ekkert inni fyrr en í kvöld þó það sé stutt að fara.

Flotinn er bara kominn að stærstum hluta, Vestmannaeyingarnir eru komnir, Vilhelm og Aðalsteinn og Norðfirðingarnir, Hoffellið á leiðinni allir komnir í dag nema Grandararnir, þeir koma að vestan og verða komnir í kvöld. Þetta er allt farið að snúast á fullu og menn ánægðir með að vera komnir af stað á vertíðinni. Það hefði þurft gríðarlega kjarabót í samningum hefðu menn ætlað að vinna upp eina vertíð. Það hefði aldrei gengið.“

Jóhannes segir að þetta sé fínasta loðna, mjög stór og hátt hlutfall af hrygnu, úrvals Japansloðna. Hann segist halda að þetta sé fremsti hluti göngunnar sem þeir eru að veiða úr núna. „Það passar við það að Júpíter færeyski var áður að veiða við Stokksnes og svo fóru menn að veiða eitthvað austar. En það passar miðað við tíma þetta hafi verið að koma hingað, enda hafa hinir verið að koma austan að og ekki séð neitt fyrr en hérna.“

Jóhannes segist vonast til að ná kvótanum. Það velti aðallega á tíðarfarinu hvernig þetta gangi. Nú hefur verið einmuna vorblíða alla daga, vonandi fari akki að skipta yfir. „Við megum ekki við því að fá langa brælukafla alla vega. Það er ekki svo mikið eftir og loðnan er held ég komin óvenjulangt í hrognafyllingu miðað við árstíma. Ég held að það muni einhverjum prósentum.

En þessi fyrsti dagur loðnuvertíðar lítur ljómandi vel út. Það var næturveiði í nótt, en við höfum ekki vanist því undanfarin ár. Hún dreifir úr sér yfir nóttina og verður illveiðanleg. Það viðist þurfa að vera mjög mikið af henni til að hún þétti sig yfir nóttina. Það er gaman að fá að taka þátt í þessu aftur,“ sagði Jóhannes Danner.

Heimild www.kvotinn.is 

20.02.2017 00:04

Brottfarir Samherjaskipa i kvöld

                 1395 Sólbakur EA 301 mynd þorgeir Baldursson 2017

                  1351 Snæfell EA 310 mynd Þorgeir Baldursson 2017

 

19.02.2017 18:39

2903 Margret EA 710

                      2903 Margret ea 710 mynd Þorgeir Baldursson 

19.02.2017 15:18

2773 Fróði Ár 38

                 2773  Fróði Ár 38 mynd þorgeir Baldursson 2011 

19.02.2017 15:08

2407 Hákon EA 148

                 2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson 2016

19.02.2017 15:04

Vilhelm og Kaldbakur

    2410 Vilhelm Þorsteinsson EA11á útleið  mynd þorgeir Baldursson 2016

19.02.2017 14:59

2600 Guðmundur Ve 29 með fullfermi

           2600 Guðmundur ve 29 mynd þorgeir Baldursson 2006

 

17.02.2017 23:38

2891 Kaldbakur EA 1 lagður af stað heimleiðis

Glæsilegt skip á heimleið 

Þá er hinn nýji Kaldbakur EA1  lagður af stað heimleiðis frá Tyrklandi og má reikna 

með að siglingin til Akureyrar  taki um tvær vikur gangi allr að óskum 

 

          2891 Kaldbakur  EA 1 mynd af FB siðu Skipasmiðastöðvarinnar 

15.02.2017 22:46

1019 Sigurborg SH 12

Rækjulistinn árið 2016. Aflafrettir.is

 

Lokalistinn.

 

 

Svona endaði þá árið 2016.

 

 

Samtals var landa 6402 tonnum af rækju og af því þá voru um 600 tonn af frystri rækju og var það mest frá Brimnesi RE.  Eyborg ST var líka með frysta rækju .

 

 

inná þennan síðasta lista ársins 2016 þá voru einungis þrír bátar sem lönduðu afla.

 

Ýmir BA var með 11,4 tonn í þremur róðrum 

 

Múlaberg SI 13 tonn í 2

                    1282 Múlaberg SI 22  Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

og Sigurborg SH gerði heiðarlega tilraun til þess að ná eitt þúsund tonnum.  hugsanlega hefði Sigurborg SH náð því hefði verkfallið ekkið skollið á.

 

Sigurborg SH var með 98 tonn í 5 löndunum.

                    1019 Sigurborg SH12 mynd þorgeir Balldursson 2013

og sem fyrr þá var Sigurborg SH aflahæsti rækjubátur landsins árið 2016

með' 948 tonn í 45  löndunum eða 21 tonn í róðri.

15.02.2017 14:11

Krókakallinn Atli

Atli Jóhannsesson flutti sig um set þegar hann hætti að vinna en hann hafði verið 

viðloðandi Eskju i um það bil 43 ár   bæði sem verkstjóri  og rekstrarstjóri 

yfir lönduninni i um 10 ár  þegar þetta var búið og kallinn kominn á eftirlaun 

ákváðu þau hjónin að flytja til Akureyrar og keypu sér litla ibúð i Brekkugötu 45 

og þar hefur Atli verið að dunda við að hnýta handfærakróka og búa til Makrilslóða 

ekki er yfirbyggingin stór aðeins 1.95 Fm að sögn Atla er þetta passlegt þvi að þá koma fáir i kaffi 

og ekki miklar frátafir frá vinnu en ég hef samt góða menn i kringum mig fyrir skömmu 

var hannaður nýr krókur sem að hitti beint i mark nokkrir hafa prufað hann

og segja hann þann besta á markaðnum Þeir  sem hafa prufað hann eru

Unsteinn á Sigga Bessa SF ,Guðjón á Óla Gisla .Magni á Tjúlla ásamt fleirum 

og er stöðugt verið að hugsa um nýjungarog er von á þeim vorið 2018

 en fyrirtækið Ásfiskur fyrirtæki Atla heldur utanum framleiðsluna á  

 krókunum og Slóðunum og gerir hann sér vonir um að opna heimasiðu 

fyrirtækisins innan tveggja vikna eða i lok Febrúar að sögn Atla 

sem að var hinn brattasti þegar heimasiðan tók hús á honum i dag 

og ef að þið viljið panta króka eða Makrilslóða er siminn hjá honum

8619060

      Atli Jóhannesson Græjar Króka mynd þorgeir Baldursson 2017

     Atli Jóhannesson á verkstæðinu mynd þorgeir Baldursson 2017

                       Atli Með Makrilslóða mynd þorgeir Baldursson 2017

      Makrilslóði og Handfærakrókar  mynd þorgeir Baldursson 2017

14.02.2017 23:39

Reval Viking

                     Reval Viking  mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1666
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568893
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:37:19
www.mbl.is