Færslur: 2017 Apríl

06.04.2017 22:00

Rybak MK -0356

                       Rybak MK-0356 mynd þorgeir Baldursson 2017

06.04.2017 16:47

Taurus Mk- 0411

                       Taurus MK-0411Mynd þorgeir Baldursson 2017

06.04.2017 15:45

Bootes Mx 0079

                    Bootes  MX  0079 Mynd Þorgeir Baldursson 2017

 

06.04.2017 08:19

Forpost MK 362

       Forpost MK 362 Ex Langvin Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

06.04.2017 00:06

Málað og snyrt um borð i Berki NK i Færeyjum

                    2865  Börkur Nk 122 Mynd þorgeir Baldursson 2016

           Hjörvar Hjálmarsson Skipst Berki NK 

Beit­ir NK og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq létu úr höfn í Nes­kaupstað í gær­kvöldi og héldu til kol­munna­veiða í fær­eysku lög­sög­unni. Bjarni Ólafs­son AK hef­ur legið á Seyðis­firði und­an­farna daga og hann mun sigla í kjöl­far fyrr­nefndu skip­anna í dag.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni.

Seg­ir þar að Börk­ur NK hafi verið í slipp í Fær­eyjum en farið niður úr slippn­um á mánu­dag og síðan legið í Runa­vík. 

„Við erum farn­ir að hugsa okk­ur til hreyf­ings en í sann­leika sagt er ekki spáð mjög góðu veðri næstu daga. Fær­eysku skip­in liggja öll í landi og Fær­ey­ing­arn­ir eru hinir ró­leg­ustu ennþá,“ er haft eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni, skip­stjóra á Berki. 

„Miðað við síðustu ár ætti kol­munn­inn að fara að ganga inn í fær­eyska lög­sögu. Í fyrra hóf­ust veiðar 8. apríl en oft hafa þær ekki byrjað fyrr en um miðjan mánuð. En þetta er ör­ugg­lega al­veg að fara að koma. Við liggj­um hér í Runa­vík og erum að dytta að ýmsu um borð; hér er málað og snyrt,“ seg­ir Hjörv­ar.

05.04.2017 15:43

Norðmenn láta smiða i Bangladess

                         Tölvuteinkning af skipinu mynd fb siða skipsins

Af vef Fiskifretta 

 

Útgerðin H. Östervold AS í bæjarfélaginu Austervoll í Noregi hefur samið við skipasmíðastöð í Bangladess, Western Marine Shipyard, um smíði á tog- og nótaskipi sem verður 80,3 metra langt og 17 metra breitt. Skipið mun kosta fullbúið 11,7 milljónir evra plús 50,2 milljónir norskra króna, en þetta gerir samtals 2,1 milljarð ISK. 

Frá þessu er skýrt á vefnum Kystmagasinet.no. Þar er nefnt til samanburðar að jafnlangt uppsjávarskip, Marlene S, sem smíðað var fyrir aðra útgerð í Austervoll hafi kostnað 140-150 milljónir norskra króna þegar það var smíðað árið 2012 í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það jafngildir 1,8-2,0 milljörðum ISK á núverandi gengi. Tekið er fram að í Marlene S hafi verið sett notuð vél og annar notaður búnaður. 

Á vefnum þykir það athyglisvert að Celiktrans eða einhver önnur tyrknesk skipasmíðastöð skuli ekki hafa valin að þessu sinni, en hönnuður skipsins er Sawicon sem teiknað hefur mörg skip sem smíðuð hafa verið í Tyrklandi. Ólíklegt þykir að ástæðan sé pólitískur órói og hermdarverk í Tyrklandi því stjórnmálaástandið í Bangladess sé ekki síður óstöðugt. Þess vegna þykir líklegra að samkeppni um verð hafi ráðið valinu. Skipasmíðastöðin er tiltölulega óþekkt í Noregi en hefur smíðað skip frá árinu 2000, m.a. fimm gámaskip og bílferju fyrir Dani, átta flutningaskip fyrir þýskt fyrirtæki og minni uppsjávarskip fyrir heimamarkað. 

Smíðatími skipsins er 23 mánuðir frá undirritun samningsins sem þýðir að afhendingardagur er 17. desember 2018. 

 

04.04.2017 15:47

Sigurbjörg ÓF 1 á landleið i brælu

Þegar haldið var á sjó i siðustu viku mættum við Sigurbjörgu ÓF 1 á Skjálfandaflóa 

en skipið var að koma af veiðum i Barentshafi og að sögn Guðmundar Gauta á 

Siglufirði var togarinn með um 230 tonn af flökum sem að telst fullfermi 

landað var úr skipinu á siglufirði og þvi næst haldi aftur til veiða á  sömu mið við Noreg  

Þar sem að skipið er statt þegar þetta er skrifað 

                  1530 Sigurbjörg ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 2017

                    Það gefur á bátinn mynd þorgeir Baldursson 2017

                       1530 Sigurbjörg ÓF 1  mynd  þorgeir Baldursson 2017

   1530 Sigurbjörg ÓF 1 á toginu i Barentshafi mynd Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1632
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 571170
Samtals gestir: 21608
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:50:05
www.mbl.is