Færslur: 2017 Desember

12.12.2017 20:04

3 Björgúlfar EA 312

Það er gaman að mynda skip og báta og stundum verðu þetta að einhverskonar 

Ástriðu og ekki sist þegar hægt er að sýna söguna i þessu ljósi sem að birtist hér 

að neðan þar sem að þrjár árgerðir togara birtast hver með sýnu sniði  

og nú væri gaman að fá álit ykkar lesendur góðir og koment hvað ykkur finnst 

             Siðutogarinn  Björgúlfur EA 312 mynd Elvar Antonsson 

         Skuttogarinn Björgúlfur EA 312 mynd þorgeir Baldursson 

                     Björgúlfur EA 312 mynd þorgeir Baldursson 2017

12.12.2017 08:02

Cuxhaven Nc 100 og Ljósafell Su 70 Mætast á Eyjafirði

  

         Cuxhaven og Ljósafell mynd þorgeir Baldursson 2017

11.12.2017 08:47

1270 Mánaberg Óf 42 Likan smiðað áDalvik

Hagleikssmiðurinn Elvar Antonsson á Dalvik hefur verið iðinn við likanasmiði undanfarinn ár

og hefur meðal annas smiðað Akureyrina EA 10 fyrsta skip Samherja HF ásamt mörgum 

fleiri bátum og nú fyrir skömmu var hann að ljúka við smiði á 1270 Mánabergi ÓF42 

Fyrir Þormóð Ramma en eins og kunnugt er var skipið selt úr landi á Haustdögum 

það hefur nú fengið nýtt nafn og heitir Vityaz Pk- 2222 samkvæmt upplýsingum 

Frá Óskari Franz og kann ég honum bestu þakkir fyrir 

                Mánaberg ÓF42 Mynd Þorgeir Baldursson 2017

               Mánaberg BB siðan mynd þorgeir Baldursson 

         stefnið mynd þorgeir Baldursson 2017

      Trolldekkið mynd þorgeir Baldursson 2017

     Skuturinn  Mynd þorgeir Baldursson 2017

        Stefnið mynd þorgeir Baldursson 2017

         Horft frameftir BB siðunni mynd þorgeir Baldursson 2017

                             Stb siðan mynd þorgeir Baldursson 2017

                                Stb siðan  mynd þorgeir Baldursson 2017

10.12.2017 11:52

Núpur Ba á strandstað i Patreksfirði

                1591 Núpur Ba á strandstað mynd Þorgeir Baldursson  

10.12.2017 11:35

1354 Viðar Þh 17

       Hvað vita menn um þennan bát 

          1354 Viðar ÞH 17 á siglingu á Eyjafirði  mynd þorgeir 

09.12.2017 22:57

1831 Hjördis HU16

 

      Hjördis hu uppi á bryggju á Akranesi þann 15 sept 2017 

Of­hleðsla fiski­skipa er enn og aft­ur kom­in í umræðuna eft­ir nýja skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Hún fjall­ar um Hjör­dísi HU sem var nærri sokk­in á Breiðafirði í byrj­un árs­ins.

„Af­drátt­ar­laust verði gert refsi­vert að of­hlaða fiski­skip og eft­ir­lit með því verði tryggt.“

Þessa til­lögu í ör­ygg­is­átt gerði Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa(RNSA) til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, nú sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneyt­is, í kjöl­far skýrslu um þann at­b­urð þegar drag­nót­ar­bátn­um Jóni Há­koni BA hvolfdi vegna of­hleðslu á Vest­fjarðamiðum í júlí 2015 og einn maður fórst. Skýrsl­an kom út fyrr á þessu ári.

Ofhleðsla báta er ekki afrek

Frétt af mbl.is

Of­hleðsla báta er ekki af­rek

Lög­gjöf verður end­ur­skoðuð

Ráðuneytið svaraði með bréfi dag­settu 5. sept­em­ber sl. Þar kem­ur fram að ráðuneytið óskaði eft­ir því að verk­efn­is­stjórn um ör­yggi sjófar­enda veitti um­sögn sína um til­lög­urn­ar. Ráðuneytið lýs­ir sig sam­mála þeim sjón­ar­miðum sem fram koma í um­sögn verk­efn­is­stjórn­ar.

„Að því er varðar til­lögu nr. 1 (of­hleðsla/?refs­ing, innsk.) hyggst ráðuneytið setja af stað end­ur­skoðun á lög­gjöf um skip með það fyr­ir aug­um að leggja fyr­ir Alþingi frum­varp á 149. lög­gjaf­arþingi, sem ráðgert er að hefj­ist í sept­em­ber 2018.“

Í um­sögn verk­efn­is­stjórn­ar um ör­yggi sjófar­enda kem­ur fram að hún styður til­lögu RNSA um að það verði gert refsi­vert að of­hlaða skip. Jafn­framt bend­ir verk­efn­is­stjórn­in á að sam­hliða þurfi að ráðast í eft­ir­far­andi aðgerðir og úr­bæt­ur:

  • Að bæta haf­færn­is­skoðanir skipa og eft­ir­lit m.a. með skýr­ari leiðbein­ing­um í skoðun­ar­hand­bók­um skoðun­ar­manna þannig að óhaf­fær skip séu ekki á sjó.
  • Að ít­reka að Sam­göngu­stofa fram­kvæmi skynd­iskoðanir á skip­um.
  • Að kveða þurfi skýr­ar á í lög­um um hleðslu báta.
  • Að tryggt sé að all­ir bát­ar hafi sýni­leg hleðslu­merki.
  • Að spjöld séu í stýris­húsi með upp­lýs­ing­um um há­marks­hleðslu viðkom­andi báts.
  • Að bæta og gera aðgengi­legra fræðslu­efni um stöðug­leika báta.
  • Að bæta veiðimenn­ingu sem hvet­ur til of­hleðslu með áróðri og fræðslu.
  • Að kannaðir verði mögu­leik­ar á að koma upp ein­hvers kon­ar punkta­kerfi eða hið minnsta áminn­ing­um vegna of­hleðslu sem byggi m.a. á lönd­un­ar­töl­um Fiski­stofu, til­kynn­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar um brot á hleðslu þannig að ít­rekuð brot leiði til refs­inga.

Und­ir bréfið skrif­ar Ásbjörn Ótt­ars­son, formaður verk­efn­is­stjórn­ar um ör­yggi sjófar­enda.

Drekkhlaðinn báturinn hefði líklega sokkið

Frétt af mbl.is

Drekk­hlaðinn bát­ur­inn hefði lík­lega sokkið

Af hafsbotni. Jón Hákon var hífður upp í júní 2016 ...

Af hafs­botni. Jón Há­kon var hífður upp í júní 2016 og færður til Ísa­fjarðar. Beitt var spil­um varðskips­ins Þórs. mbl.is/?Hall­dór Svein­bjorns­son

Bát­ur­inn var of­hlaðinn

Skýrsla Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sem hér um ræðir, var birt í mars síðastliðnum og fjall­ar um sjó­slys sem varð á Vest­fjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Þá hvolfdi drag­nót­ar­bátn­um Jóni Há­koni BA 60 þar sem hann var að veiðum. Fjór­ir menn voru um borð og drukknaði einn þeirra en hinum var bjargað um borð í nærstadd­an bát, Mar­dísi ÍS. Á þess­um tíma var veður norðan 6-7 m/?s og öldu­hæð 1-1,5 metr­ar. Jón Há­kon var 27 brúttó­lesta stál­bát­ur, smíðaður hjá Bátalóni í Hafnar­f­irði.

Niðurstaða rann­sókn­ar nefnd­ar­inn­ar var svo kunn­gjörð í 80 síðna skýrslu.

Niðurstaðan var, sam­an­tek­in:

Nefnd­in tel­ur or­sök slyss­ins vera þá að skipið var of­hlaðið og með viðvar­andi stjórn­borðshalla. Þetta leiddi til þess að í velt­ingi átti sjór greiða leið inn á þilfar skips­ins bæði yfir lunn­ingu og um len­sport. Vegna óþétt­leika á lest­ar­lúgukarmi bætt­ist stöðugt sjór í lest­ina. Varð þetta til þess að skipið missti stöðug­leika og því hvolfdi þegar öldutopp­ur rann óhindrað yfir lunn­ingu þess.

Frek­ari um­fjöll­un má finna á síðu 60 í Morg­un­blaðinu sem kom út þann 7. des­em­ber.

09.12.2017 22:42

1412 Harðbakur EA 3

 1412 Harðbakur EA  3 kemur til löndunnar i dag  Mynd þorgeir Baldursson 

                        1412 Poseidon EA303 Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 936
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 605140
Samtals gestir: 25502
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:20:32
www.mbl.is