Færslur: 2018 Febrúar

23.02.2018 10:31

Finnur Friði FD 86 kom til Eyja i gær með loðnu

Það var talsverð traffik i Vestmannaeyjum i gær skip að koma in vegna veðurs skipin voru 

flest með einhverja slatta og þar á meðal var færeyska uppsjávarskipið Finnur Friði FD86 

sem að landaði hjá Isfélaginu og stuttu seinna kom annað skip Tasilag Gr-6-41 sem að 

var i eigu Isfélags Vestmannaeyja um langt árabil og hét Guðmundur Ve 29

ekki veit ég um aflabrögð hjá þeim en spáin er betri fyrir næstu daga til loðnuveiða

Allar myndir Óskar Pétur Friðriksson 2018 

             Finnur Friði FD86  Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

 

       Finnur Friði FD86 við komuna til Eyja Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

           Finnur Friði FD86  og Heimaklettur  mynd óskar Pétur Friðriksson 

                      Tasilag GR -6-41 Mynd óskar Pétur Friðriksson 2018

                          Tasilaq Gr-6-41 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

                     Tasilaq Gr-6-41 Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

                       Tasilaq GR-6-41 mynd óskar Pétur Friðriksson 2018

 

22.02.2018 15:33

Smá kippur á kolmunnamiðinn 900 milur

       Beitir á Kolmunna mynd Helgi ólafsson 2018

Beitir NK hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað 13. febrúar sl.

Hann kom við í Færeyjum en hóf veiðar á kolmunnamiðunum suðvestur af Írlandi sl. sunnudag.

Veiðarnar hafa gengið vel og hafði heimasíðan samband við Tómas Kárason skipstjóra í dag.

„Við höfum verið að veiða um 200 sjómílur suðvestur af Írlandi eða um 100 mílur vestur af hafsvæði sem nefnist Porcupine.

Frá Norðfirði á þessi mið eru um 900 sjómílur eða rúmlega þriggja sólarhringa sigling.

Hér er svakalega mikið að sjá, lóðningarnar eru alveg rosalegar. Þetta er aðgæsluveiði,

hættan er sú að fá of mikið. Stundum vorum við að hífa 300-400 tonn á tveggja tíma fresti.

Við erum komnir með rúmlega 3.000 tonn og vorum að leggja af stað heim til löndunar.

Við verðum komnir til Neskaupstaðar seinni partinn á sunnudag.

Beitir hefur verið eina íslenska skipið á miðunum að undanförnu en Guðrún Þorkelsdóttir SU

var komin á undan okkur og lagði af stað í land með 1.500 tonn í fyrrinótt.

Hér er talsverður fjöldi af skipum annarra þjóða; Rússar, Norðmenn og Færeyingar, “ sagði Tómas.

 

 

22.02.2018 12:07

Nýr bátur til Einhamars i Grindavik

                                        Vésteinn  GK 88 mynd Trefjar.is

 

Útgerðarfélagið Einhamar ehf fær nýjan 30tonna Cleopatra 50 báta

 

Útgerðarfélagið Einhamar ehf í Grindavík fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50

beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Framkvæmdastjóri Einhamars er Stefán Kristjánsson.

 

Nýji báturinn heitir Vésteinn GK 88. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30brúttótonn. 

Vésteinn er systurskip Gísli Súrssonar GK 8 og Auðar Vésteins SU 88 sem útgerðin fékk afgreidda frá Trefjum 2014.  

Bátarnir eru gerðir út á krókaaflamarki.  Theodór Ríkharðsson verður skipstjóri Vésteini. 

Óskar Sveinsson er útgerðastjóri Einhamars.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Rafstöð er af gerðinni Broadcrown 100hö frá Aflhlutum.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.

 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. 

Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.

  Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

 

22.02.2018 08:30

Siðasti dagur Norskra loðnuskipa við island 2018

I dag verða kaflaskil i loðnuveiðum Norðmanna þvi að á miðnætti 

likur veiðum þeirra hér við land á yfirstandandi vertið og munu þau flest halda heim

á morgun þegar þau hafa landað hér heima eða sumir kjósa að sigla með aflann heim 

enda mun hærra verð i Noregi að sögn skipstjóra skipanna 

                         Senior N-60-B mynd þorgeir Baldursson 2018

                   Knester Á loðnumiðunum á Skjálfandaflóa mynd þorgeir 2018

                   Brennholm H-1-BN mynd þorgeir Baldursson 2018

22.02.2018 07:30

Halten Bank 2

                           Halten Bank 2  ex Árbakur EA 5

                             2154 Árbakur EA 5 Mynd þorgeir Baldursson 

22.02.2018 07:21

Tjaldur SH 270 Strandaði á Sandrifi

                           Tjaldur  SH 270 Mynd Alfons Finnson 2018

                           2170 Tjaldur SH 270 mynd Alfons Finnson 2018

Af mbl.is

myndir Alfons Finnson 

Línu­skipið Tjald­ur SH hafnaði á sand­bing í höfn­inni á Rifi.  

Björg­un­ar­skipið Björg frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björg reyn­ir að toga skipið að bryggj­unni.

Eng­in hætta er á ferðum en skipið var á leiðinni úr höfn­inni þegar þetta gerðist. 

Að sögn frétta­rit­ara mbl.is á staðnum er bæði verið að reyna að draga skipið með tóg með vél­búnaði af bryggj­unni og einnig með hjálp skips­ins Bjarg­ar. 

Það er að fjara út og því hafa björg­un­araðilar ekki tím­ann með sér við björg­un­araðgerðirn­ar. 

Upp­fært klukk­an 23:18:

Björg­un­araðgerðinar tók­ust vel því búið er að draga skipið að bryggju. 

21.02.2018 21:50

Kristrún RE177 Landar Grálúðu á Akureyri

Nú i vikunni kom Kristrún RE 177 til hafnar á Akureyri og var erindið að millilanda Grálúðu 

en skipið hefur verið að veiða hana i  net þar norðurkantinum á miklu dýpi 

 og hefur veiðin verið með besta móti að sögn Helga Skipstjóra

þessi lúða hefur veriðað mestu leiti  i millistærð og eins og flestir vita flokkuð i 

þrjár stærðir small,medium, og large, sama á við með hausana en sporðarnir fara oflokkaðir 

en gott verð er á grálúðuafurðum og veiðin fin ráðgert að næsta löndun verði i birjun mars 

 

Helgi tók svo smá hring fyrir mig þegar sleppt var og hérna kemur afraksturinn 

       Helgi  A Torfasson Skipst Kristrúnu RE177 mynd þorgeir Baldursson 2018

                    2774 Kristrún RE177 Mynd þorgeir Baldursson 2018

         Steini var glaður að komast aftur á sjó mynd þorgeir Baldursson 2018

                         Skuturinn mynd þorgeir Baldursson 2018

                  Sett á ferð út Eyjafjörð Mynd þorgeir Baldursson 2018

 2903 Margret EA710 og 2774 Kristrún RE 177 mynd þorgeir Baldursson 2018

   Kristrún RE177 og 2903 Margret EA 710 mynd þorgeir Baldursson 2018

 

20.02.2018 10:11

Góð Þorskveiði á Halanum

Skipverjarnir á Vigra RE 71 Gerðu góðan  túr á Halann fyrir skömmu 

og þar á meðal var þessi Stórþoskur  sem að er i stærri kantinum 

um 35 kg og 150 cm það er Guðni Örn  Sturlusson sem að heldur á honum 

   Guðni með Stórþoskinn  Mynd Bjarki Freyr Bjarnasson 

       Guðni  Með Þorskinn Mynd Bjarki Freyr 2018

Bjarki Freyr Bjarnasson með Stórþoskinn mynd Guðni Örn

            Gott hol á leiðinni upp rennuna mynd þorgeir Baldursson 

             pokinn hifður inná dekk mynd þorgeir Baldursson 

    Losað úr pokanum um borð i Vigra RE mynd þorgeir Baldursson 

                             Ufsinn Hausaður mynd þorgeir Baldursson 

                        Þorskurinn Flakaður  Mynd þorgeir Baldursson 

                   Flakasnyrting  um borð Mynd þorgeir Baldursson 

                     Flökunum pakkað mynd þorgeir Baldursson 

                             Flök i 9 kg öskju  Mynd þorgeir Baldursson 

            Stýrimannsvaktinn á Vigra RE71 mynd þorgeir Baldursson 

        Bátsmannsvaktinn á Vigra RE71 Mynd þorgeir Baldursson 

 

 
 

 

 

19.02.2018 13:14

Loðnuveiðar 2018

AF vef svn.is

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs.

Flotinn var kominn að Vík í Mýrdal en eins hefur fengist afli austar með suðurströndinni.

Norsku loðnuskipin hafa verið að veiðum úti fyrir Norðurlandi og fengu þar ágætis afla fyrir helgi.

Nú eiga Norðmennirnir einungis eftir að veiða rúmlega 11.000 tonn en þeir mega veiða við landið til 23. febrúar.
 
Lokið var við að landa úr Berki NK í Neskaupstað sl. nótt en alls voru fryst tæplega 1.400 tonn úr honum fyrir Asíumarkað.

Vinnslan á afla Barkar gekk vel og þegar henni lauk kom röðin að Bjarna Ólafssyni AK

en hann kom til hafnar í gær með 1.300 tonn sem fengust í fjórum köstum.

Auk þessara skipa lönduðu Vilhelm Þorsteinsson EA og norsku skipin Østerbris og Hardhaus í Neskaupstað um helgina.
 
Í morgun var grænlenska loðnuskipið Polar Amaroq inni á Norðfjarðarflóa.

                               Polar Amaroq MyndÞorgeir Baldursson    

 

Það mun landa í kvöld og á morgun en undir lok veiðiferðarinnar skoðuðu  

Polarmenn fjörurnar syðra í samstarfi við Hafrannsóknastofnun.

Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs Zoëga skipstjóra og spurði hann frétta.

„Þessi veiðiferð gekk vel hjá okkur.

Við fengum góð köst og settum meðal annars met í afköstum við frystinguna um borð.

Fórum yfir 200 tonn á sólarhring í fyrsta sinn. Síðan krussuðum við fjörurnar í samstarfi við Hafró og mældum loðnuna.

Það er ljóst að þarna er mikið af loðnu á ferðinni og hún gengur mjög grunnt með ströndinni.

Hún er alveg upp í broti. Það var mest að sjá í kringum Ingólfshöfðann

en við fórum alveg vestur að Alviðru þar sem skipin hafa verið að veiða núna.

Þetta voru aðallega tvær lengjur sem hvor um sig var um 20 mílur og alls staðar var mikið líf, fuglar og hvalir.

Austast sáum við lóðningar innan við Hrollaugseyjar.

Fyrir utan þetta hafa skip séð loðnu dýpra og bæði Börkur og Bjarni Ólafsson urðu varir við loðnu á siglingu austur af miðunum.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið fyrir norðan þar sem norski flotinn hefur verið að veiðum

og vonandi hjálpa mælingar okkar við suðurströndina fiskifræðingunum að fá sæmilega heildarmynd af loðnugöngunum.

Hann spáir illa næstu daga ekki síst fyrir sunnan landið þannig að ég er alvarlega að velta fyrir mér að halda til veiða norður fyrir land að löndun lokinni,“ sagði Geir.
 

         Lif og Fjör á Loðnumiðunum  mynd þorgeir Baldursson 

 

17.02.2018 17:07

Reyktal skip á veiðum i Barentshafi

                                      Rewal Viking  mynd þorgeir Baldursson 2014

                                   Ontica mynd þorgeir Baldursson 

                        Taurus  Mynd þorgeir Baldursson 

17.02.2018 17:00

Stakfell

          Rússneski togarinn Stakfell  Mynd þorgeir Baldursson  

16.02.2018 17:26

Fin Ufsaveiði i Grindavikurdýpi

Þokkalegasta ufsaveiði hefur verið austast i Grindavikurdýpi siðustu daga 

þótt að mikil ótið hafi verið á svæðinu og frátafir miklar frá veiðum 

þá hitti Bjössi skipstjóri á Vigra RE i gott ufsaskot alls um 10 tonn 

fyrir skömmu hérna má sjá Val Magnússon með tvo væna ufsa 

Myndina tók Guðni Örn Sturlusson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

 

 

  Valur Magnússon © Guðni Örn 

16.02.2018 16:42

Örfirisey RE 4 farin aftur til veiða

ÖRFIRISEY FARIN AFTUR TIL VEIÐA

Frystitogarinn Örfirisey RE er farinn aftur til veiða eftir stutt viðgerðarhlé í Tromsö í Norður-Noregi. Togarinn kom þangað sl. mánudag eftir að bilun varð í aðalvél þar sem skipið var að veiðum í norskri lögsögu í Barentshafi.

Að sögn Herberts Bjarnasonar, tæknistjóra skipa hjá HB Granda, lauk viðgerð í gær. Vélin var ræst og prófuð í nótt og virkaði fullkomlega. 

,,Viðgerðin var framkvæmd af fulltrúa vélaframleiðanda í Noregi með aðstoð frá vélaverkstæði í Tromsö. Bilunin reyndist vera í svokölluðum tímagír sem sér um að stilla af tíma milli knastáss og kambáss í vélinni. Legur í tveimur millitannhjólum bræddu úr sér þegar smurolíurör, sem sá um að flytja smurolíu að tannhjólunum, gaf sig. Það þurfti því að skipta út legum, öxlum og tannhjólum,” segir Herbert Bjarnason.

Afla var landað úr skipinu í gær og nótt og í framhaldinu var tekin olía fyrir veiðiferðina sem hófst nú í morgun. 

Heimasiða Granda 

                   2170 Örfirsey RE 4 mynd þorgeir Baldursson 2017
 

16.02.2018 09:28

Ferðum fjölgað og verð lækkað til Grimeyjar

                          2691 Sæfari   Mynd þorgeir Baldursson 

 

Áætlunarferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar hefur verið fjölgað úr þremur í fjórar á viku

yfir vetrartímann og þær eru fimm á viku á sumrin.

 Einnig hefur fargjald fyrir fullorðna verið lækkað eða úr 4.850 kr. í 3.500 kr.

Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

"Þessar breytingar verða sannarlega til að bæta samgöngur við Grímsey

og vonandi leiða þær einnig til þess að heimsóknum ferðafólks til þessa útvarðar Akureyrarkaupstaðar í norðri fjölgi,"

segir á vef Akureyrarbæjar. 

 

16.02.2018 08:56

Jarðhræringar við Grimsey

              Grimsey Framundan mynd þorgeir Baldursson 2016

Þrír jarðskjálft­ar sem mæld­ust 3,5-3,6 stig urðu við Gríms­ey um klukk­an átta í morg­un

og urðu tveir þeirra með aðeins fjög­urra mín­útna milli­bili.

 „Frá miðnætti hafa orðið fimm skjálft­ar yfir 3 af stærð,“

seg­ir Sigþrúður Ármanns­dótt­ir, sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Síðustu tvo sól­ar­hring­ana hafa yfir 1.100 skjálft­ar orðið á skjálfta­belt­inu við Gríms­ey

og sam­tals hafa tíu þeirra verið yfir 3 af stærð.

All­ir hafa jarðskjálft­arn­ir hafa orðið á svipuðu svæði og á svipuðu dýpi.

Eng­in merki sjást um gosóróa á mæl­um Veður­stof­unn­ar.

Frá miðri nótt og fram und­ir morg­un voru skjálft­arn­ir nokkuð minni en hafði verið fyrr um nótt­ina og í gær­kvöldi.

En svo vaknaði allt á ný um átta­leytið.

„Það sem hægt er að segja um stöðuna er að þessi jarðskjálfta­hrina held­ur áfram með smá hlé­um,“

seg­ir Sigþrúður. „En við get­um alls ekki sagt til um hvað þetta muni standa lengi.“

Hún seg­ir ekki óal­gengt að hundruð og jafn­vel þúsund­ir skjálfta verði í hrin­um sem þess­ari.

 „Flest­ir eru þeir frek­ar litl­ir en svo koma einn og einn sem eru stærri, yfir 3 stig og jafn­vel meira.“

Á sama tíma og þessi mikla hrina geng­ur yfir er frek­ar ró­legt yfir öðrum þekkt­um jarðskjálfta­svæðum á land­inu.

Sigþrúður seg­ir slíkt ekk­ert sjálf­gefið. „En sem bet­ur fer erum við bara með hrinu á ein­um stað í einu núna.“

Sigþrúður seg­ir það afar sjald­gæft að íbú­ar í Gríms­ey hringi í Veður­stof­una til að láta vita af jarðskjálft­um. „Þeir eru nú ýmsu van­ir.“ 

Stöðug skjálfta­vakt er all­an sól­ar­hring­inn hjá Veður­stof­unni svo náið er fylgst með þró­un­inni. 

af mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584618
Samtals gestir: 23319
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 19:37:10
www.mbl.is