Færslur: 2018 Febrúar

16.02.2018 08:05

Loðnuveiðar 2018

 

Hoffell er á heimleið með um 400 tonn af loðnu. 

Aflann fékk Hoffellið í tveimur köstum u.þ.b 5 mílum suðvestur af Hornafirði. 

Að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra er loðnan væn og góð og fer beint til frystingar á Japansmarkað. 

Hrognafylling loðnunnar er um 15% sem gerir hana að afbragðsgóðri vöru fyrir Japan.

Áætluð koma til heimahafnar á Fáskrúðsfirði er um miðnætti aðfaranótt 13.febrúar

og fljótlega upp úr því hefst löndun og vinnsla. 

Bergur skipstjóri var inntur eftir því hvort að túrinn hefði gengið vel?

„Allt gekk mjög vel og gott að finna loðnulyktina, það fylgir lyktinni ákveðin stemmning,

mætti jafnvel kalla hana peninga lykt“ svaraði skipstjórinn og hló við.

       Wilhelm Þorsteinsson EA11 dregur nótina mynd Þorgeir Baldursson 

 

                             Loðnuveiðar mynd Þorgeir Baldursson 

15.02.2018 21:17

1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 i sildarrannsóknum á Eyjafirði i dag

Nú seinnipartinn i dag kom Bjarni Sæmundsson  RE3 aftur inn til Akureyrar 

en hann hefur verið hérna i fyrðinum i dag við að skoða sildarlóðningar

sem að voru áberandi hérna fyrir innan Hjalteyri og allveg inná pollinn en hún stóð djúpt

svo að ekki var hægt að kasta á hana með flottrollinu enda var skipið i loðnurannsóknum 

og ekkert botntroll um borð fyrir utan Hrisey hefur verið nokkuð um Háhyrninga

og þar mældist talsvert af ljósátu sem að þeir virðast liggja i að sögn skipverja 

sem að voru spenntir að halda aftur út til að skoða þetta betur 

    1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 kemur til hafnar mynd þorgeir Bald 2018

                           Lagst uppað mynd þorgeir Baldursson 2018

   Ásmundur Sveinsson Skipst leggur að bryggju mynd þorgeir Baldursson 2018

 Vignir Traustason Hafnarvörður tekur á  móti endanum mynd Þorgeir 2018

        Skipverji á Bjarna Sæm klár með endann mynd þorgeir 2018

      Flottrollshlerarnir á Bjarna Sæm eru i stærra lagi mynd þorgeir 2018

                         Klárt afturá Mynd þorgeir Baldursson 2018

 
 

15.02.2018 08:38

2949 Jón Kjartansson Su 111

Seint i Gærkveldi hélt hinn nýji Jón Kjartansson Su 111 frá Akureyri

áleiðið til heimahafnar á Eskifirði og mun stefnan vera sett á loðnuveiðar 

á allra næstu dögum  skipið hefur verið i mikum breytingum frá þvi i birjun Nóvember 

hjá Slippnum Akureyri 

og eru þær helstar að settur hefur verið nótabúnaður i skipið sem að ekki var áður 

buin var til nóta skúffa  settur niðurleggjari ný kraftblökk  nótarör ásamt öðrum verkum 

sem að tengjast  svona stóru verki en alls tók verkið á þriðja mánuð 

Skipið var keypt frá Skotlandi á siðasta ári og hét Carisma LK 362 

og er 70.7 metrar á lengd 14.5 á breidd og 2424 brúttótonn 

það er smiðað árið 2003 og er nánast eins og nýtt allar vistarverur 

mjög glæsilegar sem og brúin sem að er vel búinn tækjum 

     2949 Jón Kjartanssson SU111 á Eyjafirði 2 nóv 2017 mynd þorgeir 

          Miklar breytingar á skipinu mynd þorgeir Baldursson 2018

     Jón Kjartans SU við slippkantinn i gær mynd þorgeir Baldursson 2018

               Gretar Rögnvarsson Skipstjóri Jóni Kjartansssyni Su 111

               Brúin er vel búinn tækjum Mynd þorgeir Baldursson 2018

               Ný Nótaskúffa var útbúinn mynd þorgeir Baldursson 2018

                 Ný karftblökk sett upp mynd þorgeir Baldursson 2018

     Skipið skömmu fyrir brottför i Gærkveldi mynd þorgeir Baldursson 2018

 Brottför um kl 23 i gærkveldi svona litur þetta út mynd þorgeir Baldursson 2018

      Kraftblökkin og fiskidælan á sinum stað mynd þorgeir Baldursson 2018

Jón Kjartansson Su 111 bakkar útúr fiskihöfninni Mynd Þorgeir Baldursson 2018

   2949 Jón Kjartansson Su 111 leggur af stað Heim i gærkveldi mynd þorgeir 

 

 

14.02.2018 16:46

1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 á Akureyri i dag

           1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 mynd þorgeir Baldursson 

Um miðjan dag kom Hafróskipið Bjarni Sæmundsson  RE 30 til hafnar á Akureyri

og var tilefnið að rannsaka sildarlóðningar i firðinum og lika stendur til  að skoða

Baujur ásamt fleiri verkefnum um borð eru erlendir nemar i hafransóknum 

ásamt islenskum visindamönnum 

    Erlendu nemarnir á brúarvængnum mynd þorgeir Baldursson  

             Landgangurinn settur upp mynd þorgeir Baldursson 

       Skipverjar á Bjarna Sæm kátir að venju mynd þorgeir Baldursson 

14.02.2018 14:27

Rósin i hnappagatið

                 2761 Rósin RE i hvalaskoðun  mynd þorgeir Baldursson 2017

14.02.2018 08:41

1414 Áskell Egilsson á leið i Hvalaskoðun

      1414 Áskell Egilsson ex Ási ÞH 3 mynd þorgeir Baldursson 2017

11.02.2018 22:52

Örfirsey RE 4 bilun i aðalvél

                      2170 Örfirisey RE4 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

Bilun varð í aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE í gærkvöldi er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi.

Vegna bilunarinnar er skipið vélarvana og hefur verið samið við norsku strandgæsluna

um að það verði dregið til hafnar í Tromsö í Norður-Noregi.

Að sögn Guðmundar Herberts Bjarnasonar hjá skipaeftirliti HB Granda

varð bilunin um 60 sjómílur norður af Honningsvaag. Bilunin tengist knastás aðalvélar.

Gott veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.

Nokkur skip eru stödd í nágrenninu sem eru tilbúin að aðstoða.

Í samráði við tryggingarfélag skipsins er búið að semja við norsku strandgæsluna

um að draga skipið til Tromsö þar sem viðgerð mun fara fram. 


,,Skipin eru væntanleg til Tromsö á mánudagsmorgun.

Þetta tjón tengist á engan hátt fyrri bilun sem varð í skrúfubúnað skipsins í lok október á síðast ári,”

segir Guðmundur Herbert Bjarnason

 

11.02.2018 18:17

Varðskipið Týr i Brælu

     Varðskipið Týr i Brælu á Flæmska Hattinum mynd þorgeir Baldursson 

11.02.2018 09:52

Jóna Eðvalds SF 20 i Brælu

        Jóna Eðvalds SF 20 i brælu mynd þorgeir Baldursson 2014

10.02.2018 21:15

Alliance A5345 Rannsóknarskip

Þetta Italska Rannsóknarskip kom til Akureyrar i dag eftir þvi sem að ég komst næst 

er skipið i hafransóknarverkefni sem að litur að hlýnun sjávar hafstraumum og 

vaxandi vindum á norðurhveli jarðar en skipið hefur verið á ferðinni frá Bretlandi 

og allt vestur til vesturstrandar Grænlands og er að koma hingað beint frá 

Reykjavik og mun halda aftur út þegar veður lægir sennilega á morgun eða mánudaginn 

 

  Alliance A-5345 Italskt Rannsóknarskip kom i dag mynd þorgeir Baldursson 

        Vel búið Rannsóknar skip Mynd þorgeir Baldursson 2018

            Italski fáninn á skutnum mynd Þorgeir Baldursson 2018

 

 

10.02.2018 21:09

Herohav M-250-HO

 M.Ytterstad N-307-LN OG Herohav M-250-HO mynd þorgeir Baldursson  2018

10.02.2018 21:00

M.Ytterstad N-307-LN á Akureyri i dag

               M.Ytterstad N-307-LN Mynd þorgeir Baldursson 2018

 

10.02.2018 20:20

Ný Cleopatra til Noregs

                                    Prince R-7-HM Ombo Mynd Trefjar.is 

Ný Cleopatra 36 til Stavanger

 

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Ombo í nágrenni Stavanger í Noregi.

Kaupandi bátsins er Odd-Cato Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Prince.  Báturinn mælist 14brúttótonn.  Prince er af gerðinni Cleopatra 36.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.

Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til netaveiða. Veiðibúnaður kemur frá Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni. 

Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í lúkar. 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

--------------------------

09.02.2018 18:45

Norðmenn flýja veðurhaminn á loðnumiðunum

Leiðinda spá næstu daga svo að  norsku loðnuskipin hafa verið að leita hafnar 

vegna þess að litið er að sjá og loðnan stendur of djúpt fyrir nótaveiðar i dag komu tvö 

til hafnar á Akureyri Senior N-60-B og Kvannoy N-400-B og munu að minnsta kosti þrjú 

önnur skip vera á leiðinni til hafnar og verða væntanlega hérna seinna i kvöld 

            Senior N-60-B á Akureyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 2018

                         Kvannoy N-400-B Mynd þorgeir Baldursson 2018

         Senior N-60-B og Kvannoy N-400-B mynd þorgeir Baldursson 2018

           Senior N-60-B með einhvern afla mynd þorgeir Baldursson 2018

08.02.2018 17:16

Knester H-58-AV á Skjálfandaflóa Húsavikurfjall i bakgrunni

                        Knester H-58-AV Mynd þorgeir Baldursson 2018

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3124
Gestir í dag: 181
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 597321
Samtals gestir: 24918
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:00:46
www.mbl.is