Færslur: 2019 Júní

11.06.2019 22:48

Svend C Gr -6-23 á Akureyri

Þessi Grænlenski togari Svend C Gr -6-23 er eftir svipaðri  teikningu og Sólberg ÓF 1 

80 ,7 m og 17 metra breiður og um 3000 tonn imo 9752589

 en Sólbergið er 79,85 og 15,41 á breidd  svo að talsverður munur er á skipunum 

    Svend C GR -6-23 við slippkanntinn i morgun mynd þorgeir 11 júni 2019

                  2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2018

11.06.2019 18:49

Frágangur í lestinni á Gullver Ns 12

     Elvar ingi þorsteinsson raðar afla í kar Sindri og Eggert fylgjast með 

11.06.2019 18:12

Sóley Sigurjóns GK 200 bráðum klár til veiða

        2262 Sóley Sigurjóns GK 200 mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019 

 

11.06.2019 17:35

Venus NS150 á Eyjafirði i morgun

það var sannarlega glæsilegt skip Venus NS150 sem að kom niður úr slippnum i morgun 

nýskveraður en enn var þó nokkuð eftir innaskips áður en að haldið yrði til Makrilveiða 

i kringum mánaðarmótin og kallarnir voru klárir i endunum eins og myndirnar bera með sér 

         2881  Venus NS150 Mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019

        Bergur skipst á Venus mynd þorgeir Baldursson 

    Kallarnir klárir frammá i endunum mynd þorgeir Baldursson 11 júni 2019

10.06.2019 10:42

Granit á veiðum i Barenthafi

Fékk i gær sendar myndir úr Barentshafi frá Eriki Sigurðssyni sem að er skipst á Reval Viking 

af nýja Granit H-11 AV  sem að er 81,2 m og 16,6 á B hann er smiðaður 2017

og er 2100 tonn  Imo 9796896 Skráður i Bergen Norge 

kann ég Eika bestu þakkir fyrir myndasendinguna 

                       Granit  H-11 AV   Mynd Eirikur Sigurðsson 2019

               Granit og Merke i Barentshafi mynd Eirikur Sigurðsson 2019

08.06.2019 21:07

Varðskipið Týr og Landmælingabáturinn Baldur

       Varðbátar LHG við bryggju á sjómanndagin mynd þorgeir 

07.06.2019 20:19

Gott karfahal á Gullver

          Gott karfahal  á Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 

06.06.2019 22:29

Reyktal Útgerð fær nýtt skip

Útgerðarfélagið Reyktal  fékk fyrir skömmu afhentan togara sem að þeir keyptu 

frá Grænlandi og hefur hann verið i slipp i Hafnarfirði undafarið i gær var hann svo sjósettur 

og hefur fengið nafnið Lokys KL 926 með heimahöfn i Klapeda 

Skipið mun halda til rækjuveiða i Barentshafi  innan tiðar 

Skipstjórar verða Sigurður Þórðasson og Július Kristjánsson 

                       Lokys KL 926 mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

06.06.2019 22:24

Sisimiut Gr 6-18 nýsmiði kom i Hafnarfjörð i morgun

Frettaritari siðunnar sem að starfar sem hafnarvörður við Hafnarfjarðarhöfn 

Hjalti Hálfdánarsson var mættur i morgun og sendi mer þennan myndapakka 

kann ég honum bestu þakkir fyrir myndaafnotin 

Snemma i morgu kom Grænlenski F/t Sisimiut Gr 6-18 til Hafnarfjaðar og vsr tilefnið 

að ná i veiðarfæri og fleira Sisimiut er 82,05 metra langur og 17,3 metra breiður

og verður gerður út til veiða á þorski og grálúðu. Heimahöfn hans er Nuuk.

en sem kunnugt er var gamli Sisimiut seldur til Þorbjarnar i Grindavik 

og er þegar þetta er skrifað i flotkvinni i Hafnarfirði 

                Sisimiut Gr6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni  2019

           Sisimiut GR6-18 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 6 júni 2019

               Gamli Sisimiut GR 6-500 mynd Hjalti Hálfdánarsson 2019

05.06.2019 18:05

Virasplæsning á bryggjunni

  Það eru mörg handtökum sem að þarf að sinna fyrir brottför 

Eitt þeirra er að splæsauppá togvira og það gerðu þeir 

Páll Sigtryggur Björnsson bátsmaður Rúnar L Gunnarsson skipst

Og Steinþór Hálfdánarsson Stýrimaður 

 

  Gullversmenn i virasplæsningu mynd þorgeir Baldursson 5júni 2019

      Splæst uppá togvirinn mynd þorgeir Baldursson 

05.06.2019 08:25

2889 Engey RE 1 seld til Rússlands

          2889 Engey RE1 mynd Þorgeir Baldursson 2 júni 2019

 

Útgerðarfyr­ir­tækið HB Grandi hef­ur selt fersk­fisk­tog­ar­ann Eng­ey RE 91 til Murm­ansk Trawl Fleet í Rússlandi.

Verður skipið af­hent nýj­um eig­end­um fyrri hluta þessa mánaðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar Íslands. Þar seg­ir einnig að ís­fisk­tog­ar­inn Helga María AK 16 verði tek­inn aft­ur í rekst­ur,

en hon­um var lagt í fe­brú­ar sl. Þá seg­ir að skip­verj­um í áhöfn Eng­eyj­ar verði boðið pláss á öðrum skip­um fé­lags­ins.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að ástæða söl­unn­ar sé sú að inn­an HB Granda ríki vilji til að gera út stærra skip,

lengra og breiðara, með þrem­ur spil­um og tveim­ur troll­um.

Þá meti fé­lagið það svo að of dýrt sé að lengja Eng­ey til að hún geti svarað sömu þörf­um.

Við þetta má bæta að skipið lagði af stað frá Reykjavik i gær áleiðis til Noregs 

þar sem að það verður afhennt i Álasund

05.06.2019 07:46

frystitogarar til veiða i Barentshafi

Fjjótlega eftir sjómanadag héldu nokkur skip til veiða i Barentshafi 

Alls eru þetta sex skip og eftir þvi sem að ég best veit eru það 

Arnar HU 1 ,Sólberg ÓF 1 ,Kleifarberg RE 70 .Vigri RE ,Örfirsey RE4 og Blængur Nk 125 

             2917 Sólberg ÓF1 I Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

     1360 Kleifarberg RE70 i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

 
 

05.06.2019 07:32

Blængur Nk til veiða i rússasjó

„Það má gera ráð fyr­ir að þetta verði fjöru­tíu daga túr en hafa verður í huga að það tek­ur fjóra og hálf­an sól­ar­hring að sigla á miðin og sama tíma tek­ur að sigla heim. Það má reikna með að upp­haf ferðar­inn­ar hjá okk­ur verði í skíta­brælu. Við bíðum núna eft­ir rúss­nesku papp­ír­un­um en þeir verða að vera um borð í frum­riti.“

Þetta seg­ir Bjarni Ólaf­ur Hjálm­ars­son, skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Blængi NK, en í gær var unnið af krafti við að gera hann klár­an til veiða í Bar­ents­haf­inu.

„Þess­ar Bar­ents­hafsveiðar leggj­ast vel í mann­skap­inn og sam­skipt­in við Rúss­ana eru okk­ur auðveld þar sem Geir Stef­áns­son stýri­maður er rúss­nesku­mæl­andi. Þegar við kom­um á staðinn kem­ur rúss­nesk­ur eft­ir­litsmaður um borð sem verður með okk­ur all­an tím­ann. Hann fylg­ist með veiðunum og hef­ur eft­ir­lit með því að allt sé rétt gert og rétt vigtað,“ var haft eft­ir Bjarna Ólafi á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar síðdeg­is í gær.

All­ar til­kynn­ing­ar á rúss­nesku

„Við meg­um fiska þarna um 1.200 tonn og þurf­um að vera komn­ir til baka 12. júlí. Í fyrra tók­um við 1.500 tonn í Bar­ents­haf­inu í tveim­ur túr­um en þá voru ekki sömu góðu afla­brögðin og hafa gjarn­an verið áður. Hins veg­ar eru núna mun betri verð en fyr­ir ári. Best hefði verið að fara þarna fyrr en nú eru ein fimm ís­lensk skip á leiðinni í Bar­ents­hafið.

All­ar til­kynn­ing­ar ber­ast á rúss­nesku, þar á meðal til­kynn­ing­ar um heræf­ing­ar sem eru nokkuð al­geng­ar á svæðinu. Ann­ars eru menn hinir hress­ustu og binda von­ir við að Bar­ents­haf­stúr­inn verði hinn besti.“

      Geir Stefánsson Stýrimaður á Blæng Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

         Blængur NK 125 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2 júni 2019

 

05.06.2019 01:46

Sjómannadagur syrpa no 3 Svipmyndir úr Eyjum

Sjómannadagurinn er i miklum hávegum hafður i Vestmannaeyjum eins og myndirnar sem að frettaritari siðunnar 

i Eyjum  ÓskarPétur Friðriksson  tók og sendi mér og birtast hérna að neðan en þar sem að ég hafði engin nöfn 

á þessu fólki setti ég þestta svona upp mér verður vonandi fyrirgefið það 

 

05.06.2019 01:35

Sjómannadagurinn myndasyrpa 2

Næsta Sjómannadagssyrpa er frá Neskaupstað Það var Guðlaugur Björn Birgisson 

sem að sendi mér hana og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

 

                 Blængur NK 125 mynd Guðlaugur B Birgisson  2019

                     Beitir NK 123  Mynd Guðlaugur B Birgisson 2019

         Nokkrir Smábátar sigldu með þeim stóru mynd Guðlaugur B Birgisson 

        Beitir og Blængur á Norfjarðarflóa mynd Guðlaugur B Birgisson 2019

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 619
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602614
Samtals gestir: 25358
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 18:22:01
www.mbl.is