Færslur: 2019 Ágúst

29.08.2019 17:28

útgerðarfélag Reykjavikur selur Mars RE 13

Nú fyrir skömmu siðan seldi Útgerðarfélag Reykjavikur  isfisktogarann Mars RE13 til skipaþjónustu islands

og mun skipið verða notað til ýmissa þjónustu verkefna sem að fyrirtækið kemur að það mun ekki verða

notað til fiskveiða framar Skipaþjónusta islands hefur séð oliu dælingar  i og úr skipum  og þjónustað 

útgerðarmenn með margvislega hluti sem að tengjast útgerðinni og svo er það með nokkra 

öfluga dráttarbáta sem að sinna allskyns verkefnum tengdum Sjávarútvegi 

                    1585 Mars RE13 mynd þorgeir Baldursson 2019

                     2945 Grettir Sterki mynd þorgeir Baldursson 2019

28.08.2019 21:36

Kapitan Rogozin M0138

Þessi Rússneski togari kom til Hafnarfjarðar i morgun og fór aftur seinnipartinn áleiðis á 3M 

að er veiðsvæði útaf ströndum Nýfundalands svokallað Nafo svæði þar hafa rússar og portugalar 

 verið að veiða grálúðu i talsverðu magni en hún mun vera fremur smá 

          Kapitan Rogozin M-0138 mynd Hjalti Hálfdánarsson  28/8 2019

28.08.2019 20:45

Frá Öngli til Maga

   

Á hverju hausti sigla Hollvinir Húna II með nemendur 6. bekkjar á Akureyri og Eyjafirði  í veiði og fræðsluferðir.  Í  ferðunum fræðast þau um bátinn Húna II og smíði hans, um lífríki sjávar og hollustu fisksins .Fjallað er um hafið kring um landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda td. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brú, veiða fisk sem síðan er krufinn, flakaður grillaður og snæddur.  Þetta er unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Samherja og Háskólann á Akureyri.  Rúmlega 300 nemendur sigla þetta haustið.  Áhöfnin á Húna II eru 10 í þessum ferðum og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.og i dag sigldu með Húna nemendur úr Siðuskóla og Brekkuskóla alls um 40 börn

skipstjóri á Húna er margreyndur aflaskipstjóri Arngrimur Brynjólfsson sem að var lengi með 

Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Kristinu EA 410 

myndir Þorgeir Baldursson og  Þorsteinn pétursson 

 Siðuskóli og Brekkuskóli fóru með huna i dag mynd þorgeir Baldursson 28/8 .19

   Arngrimur Brynjólfsson skipst mynd þorgeir 2019

  Áhöfnin mynd Þorsteinn Pétursson 28/8 19

 

       Sumir voru  kampakátir með daginn mynd þorgeir Baldursson 

        Davið Hauksson klár i endunum  mynd þorgeir Baldursson 28 /8 2019

    108 Húni leggur af stað með næsta hóp mynd þorgeir Baldursson 

28.08.2019 20:11

Viðurkenning fyrir Góða öryggisvitund

                                          Mynd Jón Svavarsson  2019

           2904 Páll Pálsson IS 102 Mynd Magnús Rikharðsson 2017

 

Áhöfn Páls Pálssonar ÍS 102 hlaut á dögunum viðurkenningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnarskóla sjómanna.

Skipstjóri er Páll Halldórsson en Sigríður Inga Pálsdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.

Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhenti viðurkenninguna sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. Með Sigríði Ingu og Jóni á myndinni er Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.

Heimild Kvotinn.is 

 

28.08.2019 08:53

Onni HU 36 og Drangey

    1318 Onni HU 36 á Skagafirði Drangey i baksýn mynd Þorgeir Baldursson 

27.08.2019 16:31

Fannar SK 11

               2421 Fannar SK 11 Mynd Þorgeir Baldursson 25/8 2019

27.08.2019 11:21

Farsæll SH 33 á inn og útleið á Sunnudaginn

     1629 Farsæll SH 33 Á innleið til Sauðarkróks Mynd þorgeir Baldursson 2019

            1629 Farsæll SH 33 á Útleið eftir Löndun mynd Þorgeir Baldursson 

27.08.2019 11:21

Niels Jensen er látinn I Danmörku

        Niels Jensen mynd Smári Geirsson 

Sú sorgarfregn barst frá Hirtshals í Danmörku fyrir nokkrum dögum að Niels Jensen hefði látist hinn 21. ágúst sl. Niels Jensen var íslenskur konsúll í Hirtshals og umboðsmaður íslenskra skipa á síldveiðitímanum í Norðursjónum á árunum 1969-1976. Niels var sannur Íslandsvinur og átti fjölmarga vini og kunningja hér á landi.

 

Niels Jensen var fæddur í Hirtshals árið 1943, lærður skipamiðlari og stofnaði fyrirtæki í heimabænum árið 1972 ásamt Ove Jørgensen, sem var náinn samstarfsmaður hans. Niels hafði mikil samskipti við Íslendinga á síldveiðitímanum í Norðursjó og lagði sig fram um að læra íslensku með mjög góðum árangri. Margir íslenskir síldarsjómenn frá þessum tíma minnast samskipta við Niels og geta sagt frá því hvernig hann leysti margvísleg mál sem upp komu. „Við verðum að leita til Niels,“ var viðkvæðið þegar upp komu vandamál hjá íslensku síldarsjómönnunum á þessum árum og reglan var sú að Niels leysti hvers manns vanda.

 

: Íslenska og danska fánanum flaggað í hálfa stöng vegna fráfalls Niels Jensen á höfuðstöðvum útgerðarfélagsins Isafold í Hirtshals.

Íslenska og danska fánanum flaggað í hálfa stöng vegna fráfalls Niels Jensen á höfuð-stöðvum útgerðarfélagsins Isafold í Hirtshals.

Árið 1973 varð Niels íslenskur konsúll í Hirtshals. Á þeim tíma var Hirtshals helsti síldarbær Íslendinga enda lögðu þá um 60 íslensk skip stund á síldveiðar í Norðursjó og flest þeirra lönduðu í Hirtshals. Með konsúlsembættinu urðu samskipti Niels við Íslendingana enn fjölbreyttari en þau höfðu áður verið. Til dæmis þurfti hann að sjá um utankjörfundaatkvæðagreiðslu í tvennum kosningum árið eftir að hann tók við embættinu, en þá var bæði kosið til alþingis og sveitarstjórna. Annars voru störf íslenska konsúlsins í Hirtshals afar fjölbreytt og kom hann til dæmis að málum ef íslensku sjómennirnir veiktust, þegar upp komu lögreglumál eða þegar útvega þurfti varahluti í skipin. Skrifstofa Niels Jensen & Co við höfnina í Hirtshals var einskonar félagsheimili Íslendinganna sem þar voru enda voru þar bæði danski og íslenski fáninn ávallt við hún. Að loknu uppboði hvers dags söfnuðust skipstjórar síldarbátanna þar saman og ræddu málin og þangað leituðu oft eiginkonur og unnustur síldarsjómannanna, en þær dvöldu oft í Hirtshals og nágrenni yfir síldveiðitímann. Það var margt skrafað á skrifstofunni hjá Niels og þar var einnig unnt að fá að skoða íslensku blöðin.

 

Niels Jensen kom oft til Íslands og fór þá um landið og heimsótti gamla vini frá síldveiðitímanum í Norðursjónum. Þá voru ávallt fagnaðarfundir og rifjaðar upp gamlar sögur frá Norðursjávarárunum. Niels var hvers manns hugljúfi og afar vinsæll á meðal íslensku sjómannanna enda þekktur fyrir að hafa brugðist vel við öllum erindum þeirra á Norðursjávarárunum.

 

Árið 1973 stofnaði Niels útgerðarfélag ásamt nokkrum löndum sínum og Árna Gíslasyni skipstjóra. Félagið festi kaup á skipi sem var í smíðum í Noregi og fékk það nafnið Isafold. Isafold var stórt og burðarmikið uppsjávarskip ætlað til nóta- og togveiða, en á þessum tíma veiddu Danir helst síld og aðrar uppsjávartegundir í flotvörpu á litla báta sem gjarnan voru 20-30 tonn að stærð. Isafold hóf veiðar árið 1975 og var Árni Gíslason skipstjóri. Útgerðin gekk vel og að fjórum árum liðnum ákváðu Niels og félagar að stofna annað hlutafélag og láta smíða skip sem var enn glæsilegra en Isafold. Skipið var smíðað í Danmörku, fékk nafnið Geysir og var Árni Gíslason fyrsti skipstjóri á því. Hér verður saga útgerðar Niels Jensen og samstarfsmanna ekki frekar rakin en frá árinu 2006 hafa  þeir gert út uppsjávarskipið Isafold sem er bæði stórt og glæsilegt og var smíðað árið 2006. Niels starfaði við útgerðina þar til á síðasta ári en þá eftirlét hann dóttur sinni og tengdasyni að stýra fyrirtækinu.

 

Uppsjávarskipið Isafold að veiðum í Norðursjónum.

Uppsjávarskipið Isafold að veiðum í Norðursjónum.

Niels saknaði Íslendinganna mikið þegar íslenska síldveiðitímabilinu í Norðursjó lauk árið 1976 og hann saknaði einnig áhrifa þeirra í Hirtshals. Í nýlegu viðtali sagði Niels að Hirtshals hefði misst mikið þegar veiðum Íslendinganna í Norðursjónum lauk enda hefðu þeir átt sinn þátt í því að gera bæinn að mesta síldarbæ Evrópu á sínum tíma.

 

Það er ljóst að margir Íslendingar eiga ljúfar minningar af samskiptum við Niels Jensen og þegar síldarævintýrið í Norðursjó kemur til umræðu ber nafn hans ávallt á góma. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, segir til dæmis að þáttur Niels í síldarævintýri Íslendinga í Norðursjónum verði seint ofmetinn. Minnir hann á að á síldveiðitímabilinu í Norðursjó hafi 500-700 íslenskir sjómenn komið reglulega til Hirtshals á tímabilinu maí til desember ár hvert og það hafi verið mikið verk að sinna öllum erindum þeirra. Konsúlsstörf Niels í Hirtshals voru vel metin og árið 1997 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.

 

Niels Jensen lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og eina stjúpdóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Susanne Fibiger sagnfræðingur.

heimasiða Svn.is 

 

 

 

25.08.2019 09:51

Snurvoðartúr Hafborg EA í Skagafirði

Það var lif og fjör á Skagfirðinum sl sunnudag þegar ég skrapp i veiðiferð með 

skipverjum á Hafborgu EA 152 frá Grimsey en báturinn hefur verið á dragnóta veiðum 

úti fyrir norðurlandi og aflað vel að sögn  Guðlaugs Óla skipstjóra og eiganda 

i þessari veiðiferð var uppistaðan  góð ýsa en þó talavert af þorski sem að var blandaður 

og var aflinn eftir daginn um 10 tonn sem að telst vera viðunandi 

hérna koma nokkrar myndir úr veiðiferðinni 

     Á Skagafirði í morgun meira  síðar mynd þorgeir Baldursson 25 ágúst

   Guðlaugur Óli Þorláksson skipst Hafborgar © ÞB 

    Jón Skúli tekur Baujuna mynd þorgeir Baldursson 

    Baujan farinn tógið á rena út mynd þorgeir Baldursson 25 / 8 2019

                 Snurvoðinni kastað mynd þorgeir Baldursson 2019

                    Snurvoðinn rennur út mynd þorgeir Baldursson 2019

                    Lásað i Snurvoðina mynd þorgeir Baldursson 2019

        Fyrsta Hal  voðin að koma uppá trommuna mynd þorgeir Baldursson

             Góður afli uppistaðan Ýsa mynd þorgeir Baldursson 2019

   pokinn kominn á siðuna Mynd þorgeir Baldursson 

           Hift i Móttökuna Mynd þorgeir Baldursson 25/8 2019

                 Fullur poki af fiski Mynd þorgeir Baldursson 25/8 2019

                  Leyst frá pokanum  Mynd þorgeir Baldursson 2019

                   Úddi Leysir frá Pokanum mynd þorgeir Baldursson 2019

           Gott hal i Móttökunni mynd þorgeir Baldursson 2019

         Gestur i Aðgerðinni mynd þorgeir Baldursson 

     Gert að Rauðsprettu mynd þorgeir Baldursson 

      Jón Skúli i Aðgerð mynd þorgeir Baldursson 

                      Í Aðgerðinni mynd þorgeir Baldursson 25/8 2019

            Aflinn á leið i kör i lestinni mynd þorgeir Baldursson 2019

           Bræðurnir krapa yfir i lestinni mynd þorgeir Baldursson 2019

            Frágangur afla i lestinni mynd þorgeir Baldursson 2019

                 Krapað yfir Aflann Mynd þorgeir Baldursson 25/8 2019

 

 

 

 

 

24.08.2019 17:04

Bergey Ve dregin I land

Bilun i vélarrúmi Bergeyjar Ve 544 þegar skipið var á veiðum úti fyrir suðurströnd islands 

togbátturinn Drangavik Ve dró Bergey áleiðis til Vestmanneyja þar sem að lóðsinn tók við 

henni og kom innað bryggju við slippinn orsök bilunarinnar er talnin bilun i Dexeli

sem að var skift um i gærkveldi og nótt og er talið að hún komist vonandi á veiðar á morgun 

Frettaritari siðunnar Óskar Pétur Friðriksson  var á Vaktinni og tók meðfylgjandi myndir 

                Bergey VE 544 og Lóðsinn mynd óskar Pétur Friðriksson 23/8 2019

      2744 Bergey Ve 544 og Lóðsinn  mynd Óskar Pétur Friðriksson 23/8 2019

        2744. Bergey VE 54 og  2444 Smáey Ve 444 mynd Óskar Pétur Friðriksson 

23.08.2019 23:34

Úr Bótinni i morgun

  Smábátahöfnin i sandgerðisbót i morgun mynd þorgeir Baldursson 23 ágúst

                      Úr Bótinni i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                    Bótin i morgun Mynd þorgeir Baldursson 

                          Bótin i morgun mynd þorgeir Baldursson 

                       Bótin i morgun Drónaskot þorgeir Baldursson 23 ágúst 2019

23.08.2019 23:27

Varðskipið Týr i Flotkvinni

       1421 Týr  i flotkvinni i morgunn 23 ágúst Mynd þorgeir Baldursson 

                    1421 Týr mynd þorgeir Baldursson 23 Ágúst 2019

          Athafnasvæði slippsins 1421  Týr uppi i Kvinni mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2019 13:20

Fin makrilveiði i smugunni

 Grétar Rögnvansson skipst Jóni Kjartanssyni su 111 mynd þorgeir Baldursson 

Fínasta veiði í Smugunni

            2949 Jón Kjartansson SU 111 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

 

Jón Kjartansson SU 111 var á leið á makrílmiðin í Síldarsmugunni í sinn sjöunda makríltúr þegar rætt var við Grétar Rögnvarsson skipstjóra fyrr í vikunni. Um sólarhringsstím er á miðin þar sem hefur verið góð veiði að undanförnu. Grétar segir nokkurn veginn um helming kvótans óveiddan og telur nokkuð víst að hann náist allur að þessu sinni.

 

Helgarfrí var í vinnslunni á Eskifirði um síðustu helgi og þurfti þess vegna að hægja aðeins á veiðunum. Jón Kjartansson landaði því ekki nema um 400 tonnum fyrir síðustu helgi. Veiðunum er þannig stýrt úr landi og einungis það sótt sem húsið ræður við að vinna.

 

Meiri veiði heima en í fyrra

„Það hefur verið ágætisveiði og þetta stefnir í  betri makrílvertíð en á síðasta ári. Það fiskaðist mjög vel í íslensku lögsögunni og við gerðum góða túra þar. Núna erum við að fara í sjöunda makríltúrinn og höfum fengið eitthvað nálægt 4.000 tonnum fram að þessu. Það var minni veiði í íslensku lögsögunni í fyrra en það var veiði víðar. Það var til dæmis veiði út af Vesturlandi sem var ekki á þessari vertíð. Núna eru allir komnir út í Smugu. Það eru í sjálfu sér ekki miklar breytingar á göngu makríls og þetta er að mestu leyti með svipuðum hætti og undanfarin ár,“ segir Grétar.

 

Hann segir drjúgt eftir af makrílvertíðinni. Þeir voru til dæmis að fram eftir september í fyrra. Flestir séu núna rúmlega hálfnaðir með kvótann sinn og allt útlit sé fyrir að menn nái að veiða allan sinn kvóta. Um 3.000 tonn standa eftir af kvóta Jóns Kjartanssonar.

 

10 manns eru í áhöfn skipsins í hverjum róðri en enginn kvenmaður frekar en á flestum öðrum uppsjávarskipum. Grétar segir að það myndi henta konum vel að vera makríl en þær hafi ekki sóst mikið eftir því að fá pláss.

 

Langt heimstím

„Þetta eru alltaf sömu drumbarnir hérna um borð, gamlir skápar allt saman sem halda vel í plássin. Annars er þessu öllu stjórnað úr landi. Okkar er sagt hvað við eigum að koma með í land. Ef við náum því förum við heim og löndum. Þetta snýst allt um það að landvinnslan gangi. Við erum yfirleitt ekki að taka meira en 700-900 tonn í túr. Við notum mikinn sjó til að kæla aflann og þetta á líka að duga fyrir sólarhringsvinnslu fyrir húsið. Þetta er langt heimstím og það þarf að ganga vel um aflann svo hann sé í sem bestum gæðum fyrir vinnsluna.“

 

Grétar segir eilífar norðanáttir hafa verið austur af landinu en veður hafi þó ekki hamlað veiðum. Fínasta veður hafi verið í Smugunni þar sem er fjöldi íslenskra, rússneskra, grænlenskra og færeyskra skipa að veiðum. Samskiptin séu ekki mikil en þau gangi yfirleitt mjög vel þegar þau fari fram. Allt fari þarna fram í sátt og samlyndi.

 

Hann segir makrílinn í Smugunni smærri en þann sem fékkst á heimamiðum fyrr í sumar og heldur verri í vinnslu líka.

 

„Hann er allur linari og virðist þola minna hnjask. Þetta er reyndar þekkt héðan af þessu svæði. Það er eins og eitthvað breytist þegar hann gengur hingað út og ég þekki ekki skýringuna á því. Hérna er makríll á milli 400-500 gramma þungur en var meira í kringum 500 grömm á Íslandsmiðum.“

Greinin og myndirnar birtust i fiskifrettum 22 ágúst 2019

23.08.2019 11:36

Sleipnir Ve 83 I pottinn

Snenmma i morgun lagði Sleipnir ve 83 i sýna hinnstu för  i pottinn alræmda og mun ferðinni 

vera haldið til  Belgiu en þar hafa nokkur islenskt skip endað sinn liftima 

Skipið hefur borið nokkur nöfn Sleipnir Ve ,Glófaxi Ve, Arnþór EA , Bergur VE

Hilmir KE, Bjarni Ásmundar ÞH,Hilmir KE ,OG krossanes SU. sem að er fyrsta nafnið hans

Óskar Pétur Friðriksson sendi mér nokkrar myndir sem að koma hérna  

                 968 Sleipnir VE 83 mynd Óskar Pétur Friðriksson 2019

                   968 Sleipnir VE 83 mynd óskar Pétur Friðriksson 2019

 

23.08.2019 07:40

Þór dreg­ur fiski­bát í land

Skip­stjóri á fiski­báti með bilaða stýris­vél á Húna­flóa hafði sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar snemma í morg­un og óskaði eft­ir aðstoð.

Varðskipið Þór var þá í næsta ná­grenni og voru hæg heima­tök­in að draga fiski­bát­inn í land, að því er seg­ir á Face­book-síðu Gæsl­unn­ar.

Varðskips­menn brugðust hratt við og laust fyr­ir klukk­an sjö í morg­un var búið að koma línu fyr­ir á milli skip­anna. Þór sigl­ir nú áleiðis til Skaga­strand­ar með fiski­bát­inn í togi en þangað er gert ráð fyr­ir að þau verði kom­in um há­degi.

            Þór og linubáturinn mynd Landhelgisgæslan 22 ágúst 2019

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 812
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570350
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:42:02
www.mbl.is