Færslur: 2021 Mars

31.03.2021 23:40

HORDAFOR V11 á leið til Fáskrúðsfjarðar

                      HordaFor. V11siglir inn til Fáskrúðsfjarðar mynd þorgeir Baldursson  2021

                           HORDAFOR V11 OG Skrúður i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 2021

31.03.2021 09:14

Ný Hulda GK frá Trefjum

                                          2999 Hulda GK 17 mynd þorgeir Baldursson 2021 

                         2999 Hulda Gk 17 skömmu fyrir sjósetningu mynd þorgeir Baldursson 

Hulda GK 17 er af gerðinni Cleopatra 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð.

31.03.2021 00:27

"Þorsk­ur­inn senni­lega kom­inn upp í fjör­ur"

 

                                                                                                                2890 Akurey AK 10 á togi á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson  

Þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð í síðasta túr Ak­ur­eyj­ar, en skipið kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag með 130 tonna afla. Þar af voru tæp 58 tonn af ufsa, 31 tonn af gull­karfa, 12 tonn af djúpkarfa, rúm­lega 14 tonn af ýsu og rúm­lega 14 tonn af þorski.

„Mark­miðið hjá okk­ur var aðallega að leita að ufsa og þorski í veiðan­legu magni,“ er haft eft­ir Magnúsi Kristjáns­syni, skip­stjóra á Ak­ur­ey, á vef Brims sem ger­ir skipið út. „Það gekk upp með ufs­ann en þorsk­ur­inn er all­ur kom­inn inn fyr­ir línu og senni­lega allt upp í fjör­ur og byrjaður að hrygna þar,“ seg­ir hann.

Veiðiferðin hófst á Eld­eyj­ar­bank­an­um en þar hafi lítið veiðst. „Við færðum okk­ur því yfir á Sel­vogs­bank­ann. Þar var mokveiði á ýsu en þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð. Næst var ferðinni heitið á Fjöll­in. Þar var að vanda nóg af gull­karfa en við fund­um líka tölu­vert af ufsa og heilt yfir var afl­inn mjög góður,“ seg­ir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að þorskveiðin glæðist suðvest­an­lands fyrr en að af­lok­inni hrygn­ingu. Þorsk­ur­inn hafi alls staðar gengið upp að strönd­inni til hrygn­ing­ar. Þá sé all­ur þorsk­ur horf­inn úr Jök­ul­dýpi þar sem var góð veiði fyr­ir skömmu.

Ak­ur­ey held­ur aft­ur til veiða annað kvöld en fyrst þarf áhöfn­in að taka nýj­an tog­vír um borð.

30.03.2021 00:52

Hef­ur landað 110 tonn­um í Þor­láks­höfn.

                      1277 Ljósafell Su 70 Landar i Þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson mars 2021
 

 

Ljósa­fell SU-70, sem nú er statt suður af Sel­vogs­vita, hélt á miðin á ný eft­ir að hafa landað 70 tonn­um í Þor­láks­höfn morg­un.

Skipið landaði einnig 40 tonn­um á sama stað á fimmtu­dag og nem­ur því heild­arafl­inn 110 tonn­um.

Afl­inn er blandaður og er uppistaðan 50 tonn af ýsu, 30 tonn af þorski, 20 tonn af ufsa og 10 tonn af ýms­um teg­und­um.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir Ljósa­fell út, að fisk­ur­inn er flutt­ur land­leiðina til Fá­skrúðsfjarðar til vinnslu.??????

28.03.2021 10:04

Hannaði stórfiskaskilju fyrir veiðar í Óman

Verksmiðjutogarinn Gloria er við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Þar er sótt í makríl og hrossamakríl.

Fjórir Íslendingar sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria láta vel af stórfiskaskilju sem þeir hafa nýtt við veiðar á makríl og hrossamakríl við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans.

Skiljan var sett upp af Hampiðjunni en skipið er eitt af þremur verksmiðjuskipum útgerðarfélagsins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar eru þeir Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson.

          Stórfiskaskiljan um borð i Gloriu mynd Hampiðjan 

       Trollvinna um borð mynd Einar þorsteinn 

Skilur tunglfiskinn frá

Í frétt Hampiðjunnar er rætt við Ásgeir en skipið er á veiðum með flottrolli.

       Gott hal i rennunni mynd Einar Þorsteinn 

Á þessum slóðum hefur aukaafli á borð við stærri fiska eins og tunglfiska, valdið áhöfninni vandræðum við veiðarnar.

               Tunfiskur á dekki mynd Einar þorsteinn 

  Aukaafli á millidekkinu mynd Einar Þorsteinn

Við þessu var brugðist með því að fá Vernharð Hafliðason, veiðarfærameistara hjá Hampiðjunni,

til að hanna og setja upp sérstaka stórfiskaskilju í trollin að beiðni Hauks Inga Jónssonar, trollmeistara í veiðarfærum á skipinu.

Hefur skiljan skilið út stórfiskategundir með mjög góðum árangri.

      Aflanum dælt um borð Mynd Einar Þorsteinn 

Hrossamakríll og makríll, sem nú er verið að veiða, svipar til þess sem veiddur er í Atlantshafinu. Honum er dælt beint um borð úr pokanum frá skut til fullvinnslu.

       fullvinnsla um borð mynd Einar Þorsteinn 

Með þessu móti er hámarks ferskleiki hráefnisins tryggður. Umhverfisáhrif skiljunnar skila sér afar vel til lífríkisins með því að skilja lifandi stórfisk út úr veiðarfærinu aftur til uppvaxtar í framtíðinni.

          Löndun i Oman mynd Einar Þorsteinn 

Í bréfi til útgerðarinnar um gagnsemi stórfiskaskiljunnar um borð í Gloria, og sagt er frá í frétt Hampiðjunnar, verður ekki betur séð en að skiljan leysi að öllu leyti þau vandamál sem aukaaflinn hefur haft í för með sér.

Fréttin birtist upphaflega í Nýsköpunarblaði Fiskifrétta 18. febrúar

28.03.2021 01:56

Stóð ekki á sama við eft­ir­lit Norðmanna

                                2917 sólberg  ÓF 1 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

Sigþóri Kjart­ans­syni, skip­stjóra á Sól­bergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska land­helg­is­gæsl­an kom um borð í bát­inn í eft­ir­lits­ferð í síðasta túr skips­ins í Bar­ents­hafi.

Hann sagði óþægi­legt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-far­aldri, lagði ekki í til­hugs­un­ina um smit um borð, sér­stak­lega þar sem heims­tímið er þrír til fjór­ir dag­ar. 

„Það voru mjög mikl­ar varúðarráðstaf­an­ir, að fjar­lægð yrði hald­in, að menn­irn­ir sem komu um borð væru með grím­ur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyr­ir.

Þeir voru ekk­ert að kjass­ast í okk­ar mann­skap og við ekk­ert í þeim,“ sagði Sigþór í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann bætti því við hann hann hefði von­ast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið kom­ist. Hon­um hafi ekki staðið á sama. 

Safna sam­an í einn túr

Sól­bergið gerði ágæt­istúr í Bar­ents­hafið og landaði um 1.700 tonn­um, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór seg­ir að þar með hafi kvót­inn í Bar­ents­hafi klár­ast. 

„Við för­um þarna út með viss­an kvóta. Þessu er svona smalað sam­an af ís­lensk­um út­gerðum, það eru marg­ir sem eiga slett­ur hingað og þangað.

Við höf­um reynt að safna þessu sam­an til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki næg­an kvóta til að það borgi sig að senda skip. 

„Við för­um þarna út með það fyr­ir aug­um að vera sem fljót­ast­ir og koma okk­ur heim til Íslands.“ Sigþór seg­ir túr­inn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dag­ar. 

28.03.2021 01:17

Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri

                             Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri Mynd þorgeir Baldursson 2020

                          Landað úr Verði ÞH 44 á Akureyri um 80 tonnum  Mynd þorgeir Baldursson 2020

                            Aflinn um 80 tonn uppistaðan Þorskur  mynd þorgeir Baldursson 2020
 

27.03.2021 22:09

Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54

                  Áhöfnin á Vestmannaey Ve 54 ásamt Birgi Þór Sverrissyni mynd þorgeir Baldursson 

                                               2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

Isfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE munu báðir landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag.

Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey í morgun en þá var skipið á landleið. „Við erum að koma inn með fullt skip.

Það er búin að vera fínasta veiði. Það er auðvelt að ná í þorsk og ýsu og svo er einnig reynt að ná í ufsa.

Við vorum á Selvogsbankanum allan túrinn og menn eru bara kátir.

Veiðiferðin hjá okkur tekur yfirleitt um eða tæpa tvo daga um þessar mundir þannig að það gengur talsvert á.

Við reiknum með að fara strax út að löndun lokinni í dag þó spáin sé ekkert sérstök,“ segir Birgir.

                     Birgir Þór Sverrissson Skipstjóri á Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 

 

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, tók undir með Birgi og segir aflast vel um þessar mundir.

                                Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergey Ve mynd þorgeir Baldursson 

 

„Við erum á síðasta holinu hér á Selvogsbankanum og þetta er búið að ganga vel.

Mér líst býsna vel á framhaldið nema að nú spáir hann austan stormi og bölvaðri brælu,“ segir Jón.

 

27.03.2021 21:32

Drangey Sk 2

                                                        2893 Drangey Sk 2 mynd þorgeir Baldursson 

27.03.2021 09:02

Bergey og Vestmannaey Mokfiska við Eyjar

Heldur betur mokveiði hjá togurunum 

 

núna eru tveir togarar að nálgast 1000 tonnin og búast má við að jafnvel 3 togarar fari yfir 1000 tonn í mars

                                                                          Vestmannaey og Bergey á veiðum fyrir sunnan Geldung og stærri er Súlnasker Mynd Þorgeir Baldursson 22 feb 2021

 

Viðey RE var með 154 tonn í einni löndun eftir um 2 daga túr

 

Björgvin EA 145 tonn í 1 eftir um 4 daga túr

 

Akurey AKJ 182 tonn í 1

 

Bergey VE er hæstur 29 metra bátanna og var með 254 tonn í 3 róðrum 

 

Björgúlfure EA 267 tonn í 2

 

Harðbakur eA 192 tonn í 2

 

Drangavík VE 177 tonn í 4

 

Sturla GK 193 tonn í 2

 

Þórunn SVeinsdóttir VE 155 tonn í 1

 

Vestmanney VE 222 tonn í 3

26.03.2021 23:44

Valþór Gk 123

                1081 Valþór GK 123 kemur til hafnar i Þorlákshöfn 25 mars mynd þorgeir Baldursson 

26.03.2021 23:28

Málmey Sk 1

                      1833 Málmey Sk 1  á Togi á Reykjanesgrunni  mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021

                  1833 Málmey SK 1  á Lögginni á Reykjanesgrunni mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021

26.03.2021 23:19

Togað i kaldaskit á Reykjanesgrunni

  1578 Otto N Þorláksson Ve 5 og 2265 Arnar HU 1 mætast á toginu mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2021 

24.03.2021 05:12

Friðrik Sigurðsson Ár heldur í róður

            1084 Friðrik Sigurðsson Ár 17 leggur úr höfn til að leggja netin mynd þorgeir Baldursson 

19.03.2021 20:21

IIviD GR-18-318

                     IIiviD GR-18-318 í Reykjavikurhöfn  mynd þorgeir Baldursson 17mars 2021

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1134
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 603953
Samtals gestir: 25434
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 13:28:00
www.mbl.is