Færslur: 2021 Júlí

31.07.2021 10:19

Viking Jupiter og Gjögrarnir i Eyjafirði

                                                   Hérna má sjá Norska Skemmitferðaskipið Viking Júpiter á siglingu við Gjögrana i mynni Eyjafjarðar seinnipartinn i gær mynd þorgeir Baldursson 30 júli 2021

31.07.2021 10:11

Makrilveiðar að glæðast

Mikið leitað í Smugunni og loksins einhver árangur

30/7/2021 | Fréttir

Bjarni Ólafsson AK kemur með makrílafla úr Síldarsmugunni.
Ljósm. Guðlaugur B. Birgisson

Heimasíðan ræddi í morgun við Þorkel Pétursson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvað væri að frétta af makrílskipunum í Smugunni. „Við erum hressari núna en við höfum verið síðustu daga. Við erum loksins komnir í fisk og við og Beitir erum búnir að taka eitt hol. Hvort skip fékk 100 tonn og er aflanum dælt um borð hjá okkur. Þetta er dálítið síldarblandað, ég hugsa að um 30% af aflanum sé síld. Á móti kemur að makríllinn sem fæst hér er 470-480 gramma fiskur, mun stærri en við höfum verið að fá að undanförnu. Þegar við köstuðum vorum við búnir að leita í þrjá sólarhringa ásamt fleiri skipum með hverfandi árangri. Þetta var því mikið reiðileysi og menn eru ósköp fegnir að vera búnir að finna eitthvað. Við erum núna um 460 mílur frá Neskaupstað þannig að þetta er býsna norðarlega. Ef við hefðum ekki fundið þetta hefðum við farið enn norðar, en vonandi gerist þess ekki þörf. Auðvitað er svekkjandi að upplifa trega veiði en hafa ber í huga að í fyrra hófst ekki almennileg veiði í Smugunni fyrr en um mánaðamótin júlí- ágúst,“ segir Þorkell.

30.07.2021 07:47

Norska Hafrannsóknarskipið G.O.Sars væntanlegt til Reykjavikur i dag

                                           G.O.Sars á Eyjafirði Mynd þorgeir Baldursson 

29.07.2021 17:49

73% strandveiðiafla verið landað

 Strandveiðibátarnir 6620 Ljúfur Ba 43 og 6137 Rut Ba 117 koma til hafnar á Patreksfirði mynd þorgeir Baldursson

 

Farið er að síga á seinni hluta strand­veiða þessa árs. Þokka­leg­ur gang­ur hef­ur verið á veiðunum til þessa. Alls hef­ur 661 bát­ur landað afla á strand­veiðum í ár. 

Þó sótti 681 bát­ur um leyfi til strand­veiða og greiddi fyr­ir. Að sögn Önnu Guðrún­ar Árna­dótt­ur, sér­fræðings hjá Fiski­stofu, hafa síðan 25 bát­ar þegar skráð sig af strand­veiðum. 

Fyr­ir af­skrán­ingu geta legið ýms­ar ástæður, svo sem að bát­ur­inn ætli sér á mak­ríl­veiðar eða hafi ótt­ast að veiðiheim­ild­ir til strand­veiða myndu klár­ast eft­ir skamma stund þar sem frest­ur til að af­skrá bát rann út á sama tíma og til­kynnt var um aukn­ar afla­heim­ild­ir til strand­veiða. 

Önnur ástæða get­ur verið að bát­ar með afla­mark snúi sér að því að upp­fylla veiðiskyldu sína fyr­ir fisk­veiðiára­mót­in í ág­ústlok. 

Jöfn dreif­ing á milli mánaða

Heild­arafla­heim­ild­ir í strand­veiðum eru, eft­ir aukn­ingu þann 20. júlí, 12.271 tonn af botn­fiski, þar af 11.171 tonn af þorski. 

Af heild­arafl­an­um hef­ur 8.742.035 tonn­um af kvóta­bær­um botn­fiski verið landað, þar af 8.071.277 tonn­um af þorski og 611.330 tonn­um af ufsa. Alls hef­ur því rúm­um 73 pró­sent­um af heild­arafla­heim­ild­um strand­veiðanna verið landað. 

Færa má rök fyr­ir því að dreif­ing á afla hafi því verið nokkuð jöfn, þar sem tæp­lega þrír fjórðungs­hlut­ar heim­ilda hafi verið veidd­ir þegar þriðji mánuður­inn af fjór­um er að klár­ast. Afl­inn dreif­ist sömu­leiðis nokkuð jafnt á milli mánaða en í maí, júní og júlí hef­ur 2.700-3.000 tonn­um verið landað.  

Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra þegar 720 tonn­um af botn­fiski hafði verið bætt við heim­ild­ir og voru í heild­ina 10.720 tonn af þorski. Þá höfðu 663 bát­ar landað inn á strand­veiðikerfið og 81,6 pró­sent­um af heild­arafla verið landað. 

Heimild 200 milur mbl.is 

29.07.2021 07:47

Sviptur veiðileyfi vegna framhjálöndunar

                      1081 Valþór Gk 123  kemur til hafnar i Þorlákshöfn Mynd þorgeir Baldursson 25 mars 2021
 

Fiskistofa hefur svipt Valþór GK 123 leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna framhjálöndunar.

Veiðileyfissviptingin gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Þetta er í annað sinn á þessu sumri að skipið er svipt veiðileyfi vegna framhjálöndunar. 

Í ákvörðuninni kemur fram að við löndun úr skipinu þann 28. apríl 2021 hafi hafnarstarfsmaður orðið þess var að 572 kg.

af þorski voru flutt af löndunarstað án þess að aflinn hafi verið veginn á hafnarvog.

Ákvörðunin byggir á því að með þessu hafi verið brotið gegn 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar,

en þar er mælt fyrir að allur afli fiskiskips skuli veginn á hafnarvog þegar við löndun og 1. mgr. 10. gr. sömu laga þar sem mælt er fyrir um að ekið skuli með landaðan afla rakleitt á hafnarvog.

Viðurlög í málinu voru ákveðin með hliðsjón af ítrekunaráhrifum fyrri sviptingar á leyfi skipsins til veiða í atvinnuskyni vegna sambærilegs brots.

Skipið var einnig svipt leyfi til veiða í fjórar vikur fyrr í sumar vegna sambærilegs brots.

Ítrekunaráhrifa vegna þeirrar sviptingar gætti ekki við ákvörðun viðurlaga í þessu máli þar sem ekki var komin ákvörðun um sviptingu á leyfi skipsins áður en hin ólögmæta háttsemi fór fram sem framangreind svipting tekur til.

28.07.2021 14:51

Fleiri selir en í fyrri talningu

                                                                                                                                     Selur á Steini Mynd þorgeir Baldursson 

 

Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.

 

Fleiri selir en við síðustu talningu

Talningin var gerð á rúmlega 100 km svæði á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Öll fjaran var gengin, selir taldir og skráðir. Páll L. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga, segir að talningin hafi komið vel út.

„Við töldum 718 seli sem er talsvert betra en í þrjú síðustu skipti. Síðast þegar við töldum, 2016, fengum við 580 seli. Þannig að við erum alveg mjög kát yfir því að í stofninum skuli ekki vera að fækka heldur í það minnsta standi hann í stað,“ segir Páll.

Selveiðibannið að virka

Selir hafa verið taldir á Vatnsnesi frá 2007 og hefur meðaltalið verið 757 dýr. Nú er fjöldi sela því nærri þessu meðaltali. Páll telur þessar tölur gefi vísbendingar um að selveiðibann sem var sett á fyrir um tveimur árum beri árangur. „Það að menn voru ekki að drepa seli við ósa þar sem laxar voru.
Menn höfðu þá ranghugmynd að selir væru að éta laxana og þá voru þeir réttdræpir, við skulum orða það þannig,“ segir Páll.

Mikilvægar upplýsingar til framtíðar

Páll segir að upplýsingarnar séu mikilvægar fyrir selarannsóknir næstu áratugina. Stefnt sé að selatalningu á næsta ári og að talningin verði árlegur viðburður.

Sjálfboðaliðar víða að töldu selina og voru það jafnt Íslendingar sem útlendingar. Páll gleðst mjög yfir þeim mikla áhuga sem fólk sýndi verkefninu, bæði ferðamenn og fjölmiðlar.

„Það var mjög góð þátttaka, í allt voru þetta 58 og það voru 55 sem gengu eða örkuðu Vatnsnes og Heggstaðanes. Þannig að við erum mjög ánægð og þakklát fyrir þennan hóp sjálfboðaliða,“ segir Páll að lokum.
 

27.07.2021 21:31

Stefnir is 28 á útleið frá Isafirði

                                                  1451 Stefnir is 28 á útleið frá isafirði 27 júni 2021 

27.07.2021 07:42

Garðar BA 64 Grotnar niður i Skápadal

                                            Garðar Ba 64 mynd þorgeir Baldursson 29 júni 2021

60. Garðar BA 64.
Hér liggur Garðar í fjörunni inni í Skápadal innst í Patreksfirði en þar var honum komið fyrir árið 1981.
Saga Garðars er á þessa leið:
1912 Nýsmíði, nafn Norröna I. Smíðaður sem hvalbátur, afhentur í mars 1912, smíði nr. 332 hjá Aker Mek. Veksted A/S í Osló, hlaut nafnið Norröna I. Eigandi: Norröna Hvalfanger A/S í Sandefjord (Peder Bogen), heimahöfn var Larvik. 152 brt, 56 nrt. Rúmlega 30 metra langur, yfir 6 metra breiður og risti tæplega 3,5 metra. Var tvímastraður og seglbúinn, en með gufuvél til að nota í lognviðri. Vél: 1 x damp stempelmaskin, triple exp., 3 sylindret, syl.diam.: 12"-20"-33", slag/stroke: 24", 84 NHK. Bygget ved Akers mek.Verksted, Kristiania (Oslo) Hraði: 11 hnútar. Kjele(r) (boiler): 1 stk dampkjel, dim: 11,5'x11,0', m/2 fyrganger. Heteflate: 1.535 kv.ft, damptrykk: 200 PSI. Bygget av Akers mek.Verksted, Kristiania (Oslo)

1921. Seldur til A/S Sandefjord Hvalfangerselskap (Peder Bogen), Sandefjord.
1926. Seldur til Larvíkur, nýtt nafn Globe IV. Seldur til Globus A/S Larvik, omdøpt GLOBE IV.
1936. Seldur til Þórshafnar í Færeyjum. Seldur til Hvalveiðifélagsins Áir í Þórshöfn í Færeyjum og hlaut þar nafnið Falkur. Þar var hann notaður aðallega til að draga hval, fremur en að veiða hann. Stutta tíð var hann í eigu Guðmundar Ísfeldts sem gerði hann út á hval og til vöruflutninga.
1945. Seldur til Siglufjarðar, breytt í fiskibát, nýtt nafn Siglunes SI-89. Kaupandi Siglunes hf. Siglufirði, eigendur þess voru Áki og Jakob Jakobssynir. Þeir létu strax gera stórviðgerð á bátnum. Breytingarnar fóru fram í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði og vélsmiðjunni Kletti. Allt var tekið úr honum, gufuvélin, brúin, kolaboxið, tankarnir, lúkarinn, skrúfan, öxullinn. Lunningar vogu hækkkaðar, nýr keis, ný brú, bátapallur settur á hann o.fl.
1945. Ný vél sett í bátinn. Þá var sett í bátinn 378 ha (375 hk). Ruston Hornsby díeselvél, var hún snarvend, 7 strokka, 4 takta og loftræst. Sett voru 6 tonn af steypu í kjölinn vegna þyngdarmunar gufuvélarinnar og díeselvélarinnar.
1952. Seldur til Skeggja hf. í Reykjavík, nýtt nafn Sigurður Pétur RE-186. 21. Október 1952 var báturinn seldur til Reykjavíkur og var þá nefnt Sigurður Pétur RE-186, kaupandi Skeggi hf. eigandi Jón Sigurðsson. Þá var sett í hann nýtt stýri en það gamla var keðjudrifið og erfitt í meðförum. Gerður út á síld-, línu- og netaveiðar.
1958. Miklar skemmdir. Sigurður Pétur RE-186 skemmdist mikið í aftakaveðri en honum hafði verið lagt milli tveggja stærri báta. Skipta þurfti um 28 plötur í byrðingnum.
Stutta stund var hann svo í eigu Einars Sigurðssonar í Vestmannaeyjum.
1961. Seldur til Siglufjarðar, nýtt nafn Hringsjá SI-94. 14. Júlí 1961 var báturinn seldur til Siglufjarðar á ný. Kaupandi Skeggi hf. á Siglufirði. Nafni þess var breytt og hét þá Hringsjá SI-94. Skipstjóri Páll Pálsson.
1963. Seldur til Skeggja hf. í Garðarhreppi, nýtt nafn Garðar GK-175. Tveimur árum síðar var báturinn enn selur og nú til Skeggja hf. í Garðarhreppi eigandi Þórarinn Sigurðsson og þá var honum gefið nafnið Garðar GK-175.
1964. Vélaskipti. Sett er í Garðar 495 hestafla 750 snúninga Lister-díselvél.
1967. Seldur til Reykjavíkur. Halldór Snorrason í Reykjavík keypti Garðar 28. Desember 1967. Hann hélt nafninu, en einkennisstafirnir urðu RE-9. Garðar RE-9 Garðar var endurmældur og mældist þá 158 brúttólestir.
1974. Seldur til Patrekur hf. Íslandi. Jón Magnússon á Patreksfirði keypti Garðar 20. Nóvember 1974 og eftir það hét báturinn Garðar BA-64. Fór í smá klössun og var settur á flot 1975.
1981. Afskráður. Garðar var tekinn af skrá 1. Desember 1981. Honum var siglt upp í botn Patreksfjarðar, n.t.t. Skápadal í desember 1981 þar sem hann stendur ennþá. Jón keyrði ljósavél bátsins allt til 1991 yfir hátíðarnar og hafði ljósaseríu á Garðari.

Samantekt Jón Steinar Sæmundsson 

Af vefsiðu Bátar og bryggjubrölt 

27.07.2021 06:55

DÖNSK TÆKNI VERÐUR ÁBERANDI Á ÍSLENSKU SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI

                                        Wilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 2021

                                                 Börkur Nk 122 mynd þorgeir Baldursson 2021

Danish Export-Fish Tech (sem er hluti af Danska útflutningssambandinu) mun kynna stóran hóp danskra fyrirtækja á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021.

„Danish Export-Fish Tech er staðurinn þar sem þið fáið aðgang að meira en 100 dönskum birgjum sem útvega búnað, lausnir, tækni, kunnáttu og ráðgjöf.

Danish Export-Fish Tech skipuleggur Danska sýningarskálann á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem dönsku þátttakendurnir sýna dæmi um sérþekkingu sína,

gæði og nýsköpun í búnaði, lausnum og tækni fyrir fiskveiðar, fiskeldi og vinnslu fisks og sjávarafurða.

Margra ára reynsla hefur fært dönskum birgjum mikla þekkingu og sérfræðikunnáttu varðandi þarfir og kröfur bæði í fiskveiðum og fiskeldi,

sem hefur leitt af sér hugmyndaríkar, sjálfbærar, endingargóðar og fjárhagslega hagkvæmar lausnir fyrir greinina.

Aukin áhersla Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2021 á fiskeldi hefur opnað á breiðari hóp danskra birgja,“ segir í frétt frá sýningunni.

„Það veitir okkur mikla ánægju að koma með hóp sérfræðinga á Íslensku sjávarútvegssýninguna nú í ár,

bæði úr veiðum, eldi og vinnslu til þess að taka þátt í samræðum við íslenska og alþjóðlega aðila sem hafa hagsmuna að gæta og koma að ákvörðunartöku

þar rætt yrði um tækifæri og áskoranir í greininni á Íslandi og í Norður-Atlantshafi,” segir Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Danish Export-Fish Tech.

„Ef þú setur þig í sambandi við einn af dönsku birgjunum í sýningarskála Danmerkur færðu bæði góða þjónustu og gæðavörur og lausnir.”

www.audlindin.is

27.07.2021 06:38

Börkur Nk og Bræðslan

                            2865 Börkur Nk   við bryggju á Neskaaupstað bræðslan i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 

25.07.2021 08:49

Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255

Það var létt yfir Strákunum á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 þegar við á Ljósafellinu SU komum til þeirra i siðustu viku

með varahluti i Baader vélar og þá voru meðfylgjandi myndir teknar 

                           1972 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 Mynd þorgeir Baldursson 

                              Hrafn Sveinbjarnasson Gk   Beðið eftir Varahlutum mynd þorgeir Baldursson 

                                  Strákarnir biða spenntir eftir pakkanum mynd þorgeir Baldursson 

                              Valur Skipstjóri i brúnni á Hrafni Sveinbjarnassyni Gk 255 mynd þorgeir Baldurssson

                       Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255 og afturgálginn á Ljósafelli SU mynd þorgeir Baldursson 

23.07.2021 23:05

Gullver Ns 12 nýtt útlit

Nú seinnipartinn i kvöld hélt isfisktogarinn Gullver NS 12 áleiðis til heimahafnar á Seyðisfirði eftir gagnlegar breytinga i slippnum á Akureyri 

þar sem að meðan annas var skipið heilmálað i litum Sildarvinnslunnar i Neskaupstað en Gullver Ns hefur alltaf siðan það var smiðan verið 

Orange litað og hvitt að ofan en er nú blátt og kremgult sem að fer skipinu afar vel meðfylgjaand myndir voru teknar i kvöld á Akureyri og við Hjalteyri 

                                             1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                        1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                   1661 Gullver Ns 12 við Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                           1661 Gullver NS12  við Hjalteyri i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                 1661 Gullver Ns 12 Við Hjalteyri i kvöld Mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                                    1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 23 júli 2021

                            1661 Gullver Ns 12 við Hjalteyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

20.07.2021 18:43

Breytingar á skipastól Síldarvinnslunnar

Breytingar á skipastól Síldarvinnslunnar

20/7/2021 | Fréttir

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE 144 af móðurfélagi sínu Bergi Hugin ehf. Er um að ræða hagræðingaraðgerðir til að auka nýtingu skipa félagsins. Þess skal getið að skerðingar Síldarvinnslusamstæðunnar námu um 1500 tonnum í bolfiski fyrir komandi fiskveiðiár.

Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Runólfur Hallfreðsson ehf., hefur einnig gengið frá sölu á uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70 til erlendra aðila. Salan er þó háð ákveðnum fyrirvörum af hálfu kaupenda sem munu skýrast innan mánaðar. Ef af verður mun skipið verða afhent nýjum eigendum á haustmánuðum. Eins og kunnugt er tók Síldarvinnslan á móti nýju skipi í júníbyrjun sem fékk nafnið Börkur. Í kjölfarið mun eldri Börkur fá nafnið Bjarni Ólafsson AK 70 og munu áhöfn og aflaheimildir þá flytjast á milli.

Bjarni Ólafsson AK-70. Ljósm: Þorgeir Baldursson

Bergur VE-44. Ljósm: Þorgeir Baldursson

                2964 Bergey ve 144 mynd þorgeir Baldursson 

19.07.2021 22:27

Það Gefur á Bátinn

                                                                                                 Það Gefur á Bátinn skipverjar á Ljósafelli SU 70 i vinnuferð mynd þorgeir Baldursson 2021

19.07.2021 21:50

Góð samvinna í Barentshafinu

                                                         2184 Vigri RE71 mynd þorgeir Baldursson 

Góður afli og blíða í Barentshafinu þar sem þrjú íslensk skip hafa verið að veiðum að undanförnu.

 

„Aflinn var góður og svo vorum við svo heppnir að það var nánast einmuna blíða allan tímann.

Það var logn og þegar best lét fór hitinn í meira en 30 gráður. Þetta er hins vegar gríðarlega löng sigling.

Við vorum rétt tæpa fimm sólarhringa að sigla norður í Barentshaf og mér sýnist að heimferðin taki svipaðan tíma.”

Þetta segir Eyþór Atli Scott, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE, er heimasíða Brims náði tali af honum en Vigri var á leiðinni til Reykjavíkur.

Eftir Vigra var frystitogarinn Örfirisey RE en bæði skipin, sem Brim gerir út, hafa að undanförnu verið að veiðum í Barentshafi.

                                                             1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

„Við vorum 30 daga á veiðum og vorum með alls 1.030 tonn upp úr sjó. Uppistaða aflans var þorskur en við vorum með nokkra tugi tonna af ýsu og hlýra. Afli Örfiriseyjar var meiri enda getur skipið dregið tvö troll samtímis.”

Að sögn Eyþórs Atla hófust veiðar svo til á þeim punkti þar sem rússneski eftirlitsmaðurinn var tekinn um borð.

„Við unnum okkur svo austur eftir og vorum lengst af á veiðum á Gæsabankanum. Við lukum veiðum svo á svokölluðum Kildenbanka,” segir Eyþór Atli.

„Þorskurinn er af mun blandaðri stærð en við höfum átt að venjast og það er nokkuð ljóst að yngri árgangar eru að koma inn í veiðina.”

                                                                2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 

Að sögn Eyþórs Atla voru tvö önnur íslensk skip á slóðinni, Arnar HU og Blængur NK. Góð samvinna var á milli skipstjórnarmanna og segir Eyþór Atli slíka samvinnu skila mjög góðum árangri.

„Það hefur mjög margt breyst frá því að maður byrjaði í Barentshafinu. Rússarnir eru farnir að gera út mjög stóra og öfluga togara og það eru fleiri en áður um hituna,” segir Eyþór Atli Scott.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 754
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 567981
Samtals gestir: 21571
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:01:14
www.mbl.is