27.01.2022 18:18

Milla St 38 hifð uppá bryggju i dag

                                         6361 Milla ST 38 Mynd Jón Páll Ásgeirsson 27 jan 2022

                    6361 Milla ST 38 Hifð uppá bryggju i dag mynd Jón Páll Ásgersson 27 jan 2022

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi borist ábend­ing um að bát­ur væri hugs­an­lega strandaður við Eng­ey. „Í sam­ráði við hafn­sögu­vakt­ina í Reykja­vík og fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra fór fram eft­ir­grennsl­an en eng­ar upp­lýs­ing­ar voru í kerf­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar þess efn­is að bát­ur hefði farið á sjó eða væri strandaður við Eng­ey.“

Við at­hug­un hafi komið í ljós að bát­ur væri við Eng­ey og að einn væri um borð. Þegar Gróa Pét­urs­dótt­ir mætti á staðinn fannst bát­ur­inn hins veg­ar mann­laus. „Land­helg­is­gæsl­an boðaði í kjöl­farið til leit­araðgerða með þyrlu LHG og öll­um til­tæk­um sjó­björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Leit­in stend­ur nú yfir og eng­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir að svo stöddu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um klukk­an tvö var til­kynnt að leit væri lokið og skip­verj­inn væri fund­inn.

27.01.2022 13:55

Maline S ex Börkur NK 122

                               Maline S Ex Börkur NK 122 á leið til Fáskrúsfjarðar mynd Eddi Gretars 27 jan 2022 

        

 

27.01.2022 13:55

Langur en gjöfull brælutúr

                                  1868 Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2022

Helga María AK endaði veiðar á Suðvesturmiðum eftir veiðar á Vestfjarðamiðum. Ágætur afli en erfið veður.

Ísfisktogarinn Helga María AK endaði síðasta túr á Suðvesturmiðum en þangað var siglt í brjáluðu veðri frá Vestfjarðamiðum. Löngum túr er að ljúka hjá áhöfninni en siglt var frá Reykjavík fyrir rúmri viku.

„Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið gott lengst af túrnum. Við hófum veiðar á Þverálshorni en færðum okkur svo yfir á Kögurgrunn. Uppistaðan í aflanum var þorskur en þessum afla lönduðum við á Ísafirði eftir að hafa leitað þar hafnar sl. föstudag. Þá var komin haugabræla og ekki um annað að ræða en að leita vars,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu, í viðtali við heimasíðu Brims.

Á Ísafirði var um 70 tonnum af fiski úr Helgu Maríu skipað í land en þaðan var svo siglt á laugardeginum eftir að veðrið gekk niður

„Við hófum veiðar að nýju á Straumnesbankanum. Færðum okkur svo yfir í Þverálinn en þar var ýsa alls staðar að þvælast fyrir okkur. Við fórum svo í Víkurálinn þar sem karfaveiði var ágæt og mér telst til að við séum nú komnir með um 65 tonn, nokkurn veginn þorsk og karfa til helminga,” segir Friðleifur.

Ísfisktogarar Brims hafa töluvert gert af því að landa afla í Grundarfirði síðustu vikurnar en frá norðanverðu Snæfellsnesi hefur aflanum verið ekið til vinnslu í fiskiðjuveri Brims í Reykjavík. Friðleifur segir að í þessu felist mikið hagræði og sparnaður fyrir skipin ef þau stundi veiðarnar á Vestfjarðamiðum. 

„Við höfum landað í Grundarfirði og mér sýnist það spara okkur um 120 mílna siglingu fram og til baka að landa í Grundarfirði miðað við löndun í Reykjavík. Þannig að ef túrarnir eru bara fólgnir í veiðum á Vestfjarðamiðum er hagræðið óumdeilanlegt,” segir Friðleifur.

27.01.2022 09:23

Guðrún Þorkalsdóttir tekur troll og hlera á Húsavik

 

                                   2944 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 Mynd þorgeir Baldursson 2021

   Trollið tekið um borð i Guðrúnu þorkels SU Mynd Bjarni Már Hafsteinsson jan 2022

 

26.01.2022 18:07

Rúmlega 60.000 tonn af loðnu til Síldarvinnslunnar

                                                   Skip Á seyðisfirði Mynd ómar Bogasson 24 jan 2022

                                        Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                           Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                        Norskir loðnubátar og 1661 Gullver Ns 12 Mynd ómar Bogasson  jan 2022

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samtals tekið á móti um 60.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust í desember.

Verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti 32.500 tonnum og hefur vinnsla gengið vel að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra. „Það hefur gengið vel að vinna og sérstaklega hafa tvær síðustu vikur verið góðar. Að jafnaði vinnum við um 1.100 tonn á sólarhring. Það mætti vera dálítið meiri veiði því við höfum þrisvar stoppað í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Annars líst okkur afskaplega vel á vertíðina,“ segir Eggert Ólafur.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, tekur undir með Eggert og segir að veiðin mætti vera meiri. „Vinnsla hjá okkur hefur gengið afar vel. Hráefnið er mjög gott og ferskt. Við höfum tekið á móti 27.000 tonnum frá því að loðnuveiðin hófst í desember og núna er grænlenska skipið Polar Ammasak að landa 1.750 tonnum. Framhaldið lítur vel út,“ segir Hafþór.

Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er búið að frysta 1.600 tonn af loðnu í fiskiðjuverinu á vertíðinni. „Við frystum einungis í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hefur gert það að verkum að hún hefur ekki verið heppilegt hráefni til frystingar. Ég geri hins vegar ráð fyrir að frysting hefjist af krafti um mánaðamótin og þá muni veiðast stór og átulaus loðna sem verður gott hráefni fyrir okkur,“ segir Jón Gunnar.

26.01.2022 15:23

Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi.

Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi 1.650 tonn af Loðnu.

Veiðin var ágæt og skipið stoppaði 3 sólarhringa á miðunum. Skipið fer út aftur strax eftir löndun.

segir á heimasiðu loðnuvinnslunnar 

                             2865. Hoffell su 80 kemur til heimahafnar mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                         Hoffell su 80 rétt ókominn að bryggju mynd þorgeir Baldursson jan 2022

26.01.2022 08:07

Norsk uppsjávarveiðiskip leita vars vegna Brælu

                                 Hargun H-1-0 Við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                                      Hargun við Bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson.      jan  2022

                         Endre Dyroy H-21-F við bryggju á Akureyri mynd  þorgeir Baldursson jan 2022

                                                      Endre Dyroy mynd þorgeir Baldursson jan 2022
 

25.01.2022 21:56

Libas kom til Akureyrar i kvöld

                          Libas VL-1-QN kom til Akureyrar um kl 22 i kvöld mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2022

                                  Ágúst Eiriksson Hafnarvörður tók á móti endanum mynd þorgeir Baldursson 

                               Viðir Benidiktsson hafnarvörður tók við afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 

                                Libas er eitt af nýjustu uppsjávarskipum Norðmanna mynd þorgeir Baldursson 25jan 2022

                  Libas og Trilla á siglingu inná poll talsverður stærðarmunur mynd þorgeir Baldursson 26 jan 2022

IMO: 9850989

Name: LIBAS

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 257609000

Call Sign: LFKW

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 4514

Summer DWT: -

Length Overall x Breadth Extreme: 86 x 18 m

Year Built: 2020

heimahöfn Bergen 

25.01.2022 20:02

Brimir Su 158 hallar undir flatt

                     1857 Bimir SU 158 hallar undir flatt Hoffell i baksýn mynd þorgeir Baldursson jan 2022

25.01.2022 08:17

Slippurinn Akureyri næg verkefni framundan

                               Mikið um að vera i slippnum mynd þorgeir Baldursson 24 jan 2022

Hrafn Sveinbjarnarson kom í Slippinn fyrir rúmum tveimur vikum síðan en til stendur að aðstoða Kælismiðjuna Frost við niðurrif á frystikerfinu í skipinu,

smíða nýtt frystivélarrými, mála vinnsludekkið í skipinu ásamt öðrum minniháttar viðhaldsverkefnum.

Sveinbjörn Pálsson nýráðinn sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins Akureyri er ánægður með stöðu mála þessar vikurnar.

„Verkefnastaðan er góð en sökum stærðar okkar við höfum þó yfirleitt tök á því að bæta við okkur verkefnum, komi upp þannig aðstæður. Við erum byrjaðir að fá inn bókanir fyrir næsta ár enda erum við að upplifa að afhendingartími á öllum aðföngum er mun lengri áður og því er mjög mikilvægt að skipuleggja verkefnin vel og huga snemma að viðhaldsmálum komandi mánaða. Við hjá Slippnum höfum verið að undirbúa okkur fyrir að geta þjónustað viðskiptavini okkar sem best, bæði með aukinni verkþekkingu sem og útvegun aðfanga í gegnum tengslanet okkar innanlands sem og erlendis. Útgerðir uppsjávarskipa eru nú í óða önn að undirbúa stóra loðnuvertíð og erum við nú að aðstoða útgerðirnar við undirbúning skipa fyrir hana. Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir útgerðina sem og alla þá sem starfa við að þjónusta sjávarútveginn“ segir Sveinbjörn.

Í framleiðsludeild Slippsins er áfram unnið að nýsmíði í Frosta ÞH en einnig er unnið að ráðgjöf og smíði búnaðar fyrir innlenda aðila sem og erlenda sem vonandi verður hægt að segja frá seinna.

nýlega var birjað á að skipta um millidekk á Færeysku skipunum Rokur og Heykur 

24.01.2022 21:10

Línubátar 2021. Sandell í fyrsta og Hafrafell í þriðja sæti yfir landið.

 

24. 01. 2022

Frábært árangur hjá Sandfelli og Hafrafelli.

 

 

Tekið af vef aflafrétta.is

Inn á vef aflafrétta má sjá lista yfir aflahæstu báta yfir 21 BT árið 2021.

 

Nokkuð gott ár hjá þeim og eins og sést þá voru 4 bátar sem fóru í fleiri enn 200 róðra árið 2021 ,enn þeir bátar eru flestir með 2 áhafnir. Reyndar er Sunnutindur SU þarna á þessum lista enn hann  að vera á listanum bátar að 21 BT árið 2021smá tæknileg bilun varð í stjórnkerfi aflafretta og því er Sunnutindur SU á þessum lista, enn á að vera í sæti númer 7 á hinum listanum,3 bátar náðu yfir 2000 tonna aflann sem er ansi góður árangur, Indriði Kristins BA átti feikilega gott ár og náði að klóra sér í annað sætið,Toppsætið var í raun aldrei spurning.  Sandfell SU var þar með um 2467 tonna afla.

 

       2841 Sandfell SU 75 0g 2912 Hafrafell Su 65 við bryggju á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                             2912 Hafrafell SU 65 kemur til Stöðvarfjarðar mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                    Hafrafell SU 65 og Sandfell SU 75 á Stöðvarfirði i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                            Löndun úr Sandfelli SU 65 Á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 2022

                             Löndun úr Hafrafelli SU 65 á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                      Fjöldi Linubáta landar reglulega á Stöðvarfirði mynd þorgeir baldursson jan 2022

18.01.2022 17:09

Stöðvarfiði i gær brælustopp

          mikið um að vera á Stöðvarfiði í gær mynd þorgeir Baldursson 17 jan 2022

alls voru fimm linubatar að landa á Stöðvarfiði í gær en leiðindaveður var að miðunum og erfitt 

fyrir linubatana sem að héldu til veiða aftur í morgun eftir bræluna 

17.01.2022 20:51

Jón Kjartansson Su 111

                                  Jón Kjartansson Su 111 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

16.01.2022 12:13

Ljósafell Su 70 á landleið

                       1277 Ljósafell Su 70 á landleið  með fullfermi mynd þorgeir Baldursson 

 

13.01.2022 23:38

Tasllaq Gr-6-41 á Fáskrúðsfirði

                   Tasllaq GR-6-41 á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 888001
Samtals gestir: 45166
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:36:05
www.mbl.is