10.11.2021 22:24

Vilhelm Þorsteinsson Ea11 og Börkur Nk 122 á Neskaupstað

   Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Börkur Nk 122 við bryggju á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 

10.11.2021 15:00

Ekki sérstök síldveiði fyrir vestan eins og er

                                     Börkur Nk 122 og Beitir Nk 123 á Neskaupstað mynd þorgeir Baldursson 2021

Síldarvinnsluskipin Börkur NK, Beitir NK og Barði NK eru öll að síldveiðum vestur af landinu um þessar mundir. Börkur kom til Neskaupstaðar með 1.340 tonn sl. mánudag en þar var um að ræða hans eigin afla og einnig afla Beitis. Beitir NK er á austurleið með tæp 700 tonn þegar þetta er skrifað og segir Sturla Þórðarson skipstjóri að bræla hafi verið á miðunum og veiðin hafi ekki verið sérstök. Barði lá í Reykjavíkurhöfn á meðan brælan gekk yfir en hélt til veiða í gær. Rætt var við Atla Rúnar Eysteinsson skipstjóra í morgun og sagði hann að þeir væru á fyrsta holi. „Skipin hérna hjá okkur hafa verið að hífa og það er ekki mikill afli akkúrat núna, en það getur breyst skjótt,“ sagði Atli Rúnar.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir að vinnslan á íslensku sumargotssíldinni gangi vel þó ekki sé jafn gott að vinna hana og norsk-íslensku síldina. „Norsk-íslenska síldin er stærri og heldur betra hráefni,“ segir Jón Gunnar.

www.svn.is 

10.11.2021 07:45

Vestmannaey frá veiðum fram í febrúar

                                      2954 Vestmannaey Ve 54 mynd þorgeir Baldursson 2020
 

Eins og lesendum heimasíðunnar er kunnugt um kom upp eldur í ísfisktogaranum Vestmannaey VE 27. október sl. þegar skipið var á leið til löndunar í Neskaupstað.

Sem betur fer tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins en systurskipið Bergey VE tók Vestmannaey í tog ásamt því sem hafnsögubáturinn Vöttur kom á vettvang með slökkviliðsmenn úr slökkviliði Fjarðabyggðar. Komu skipin til Neskaupstaðar þar sem skemmdir voru kannaðar og reyndust þær töluverðar. Stimpilstöng hafði brotnað og gengið út úr blokk annarrar aðalvélar skipsins og eldurinn fylgt í kjölfarið.

Þegar allar aðstæður um borð höfðu verið kannaðar frekar sigldi skipið frá Neskaupstað til Vestmannaeyja á þeirri aðalvél sem heil var. Sl. miðvikudag hélt Vestmannaey síðan til Reykjavíkur þar sem viðgerð mun fara fram.

Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, segir að gera megi ráð fyrir að viðgerð á skipinu verði ekki lokið fyrr en í febrúar á næsta ári. Lokið er við að finna nauðsynlega varahluti sem koma frá Japan og síðustu daga hefur vélarúmið verið hreinsað og farið nákvæmlega yfir allar skemmdir. Það eru fyrirtækin Raftíðni og Framtak-stálsmiðja sem munu annast viðgerð á vélinni og vélarúminu.

10.11.2021 07:38

Jón Kjartansson su 111

                            2949 Jón Kjartansson su 111 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

09.11.2021 23:31

Minerva EA100

                            6033 Minerva EA100 á Hjalteyri mynd þorgeir Baldursson 2021
 

09.11.2021 22:02

Berglin GK 300

                           1905 Berglin GK 300 siglir i til Neskaupstaðar til Löndunnar mynd þorgeir Baldursson 

                                     1905 Berglin GK 300 mynd þorgeir Baldursson 2021

                         Landað úr 1905 Berglin Gk 300 á Neskaupstað Mynd Þorgeir Baldursson 2021

09.11.2021 15:58

Fyrrum Oddeyrin EA kominn yfir 10.000 tonn

 

Núna er nýjasti listinn yfir afla togaranna í Noregi kominn hérna á aflafrettir

 

og nokkuð gott ár hjá þeim í Noregi, alls hafa 13 togarar veitt yfir 9 þúsund tonninj og það gæti farið svo að allir þessir myndir 

 

fara yfir 10 þúsund tonnin þegar árið er liðið,

6 togarar hafa veitt yfir 10 þúsund tonnin 

 

og stór hluti af þessum skipum er að heilfrysta fiskinn, 

 

einn af þeim sem er kominn yfir 10 þúsund tonnin er togari sem átti sér sögu hérna á Íslandi,

 

Oddeyrin EA 210 kom til landsins árið 2007 og var við veiðar hér við land í 10 ár, enn var seldur til Noregs

                                               2750 Oddeyrin EA 210 mynd þorgeir Baldursson 

 

og heitir þar Kagtind II,  

 

núna hefur þessi togari náð að veiða yfir 10 þúsund tonnin og er þegar þessi orð eru skrifuð í sæti númer 6,

 

alls er aflinn hjá skipinu 10432 tonn í 17 löndunum eða 614 tonn í löndun,  stærsta löndunin var 1055 tonn,.

 

mest af þessum afla eða 3062 tonn er karfi

 

3020 tonn af þorski

 

1882 tonn af ýsu

 

og 1694 tonn af ufsa

 

09.11.2021 09:16

Allt pikkfast - herskip sýndi mikinn áhuga

                        1661 Gullver Ns 12 á miðunum mynd þorgeir Baldursson 2021

                       Trollhaugurinn á Dekkinu á Gullver Ns 12 mynd Hjálmar ólafur Bjarnasson

 Rétt eftir miðnætti aðfaranótt sl. fimmtudags festi togarinn

Gullver NS veiðarfærin kyrfilega í botni þar sem skipið var að veiðum á Glettinganesgrunni. Trollið var fast á 110 faðma dýpi. Strax var byrjað að reyna að losa veiðarfærið; reynt var að hífa og toga í allar áttir en ávallt var allt pikkfast. Að því kom að grandarinn bakborðsmeginn slitnaði og yfirleitt er unnt að losa þegar það gerist en því fór fjarri í þessu tilviki. Skipverjar settu út slæðu til að festa í trollinu en það breytti engu. Að því kom að trollið, slæðan og annar hlerinn slitnuðu frá skipinu og þá var ekkert annað að gera en að sigla inn til Seyðisfjarðar þar sem náð var í nýja slæðu og hlera. Áhöfninni á Gullver er meinilla við að skilja eftir drauganet í sjó og því skyldi allt reynt til að ná trollinu upp. Drauganet geta verið mikill skaðvaldur og bæði fiskur og fuglar setið föst í þeim.

Strax var haldið á ný á staðinn þar sem trollið var fast en nemar á veiðarfærinu gefa til kynna hvar það er niður komið. Og nú gekk allt vel því að í annarri tilraun tókst að festa slæðuna í trollinu. Síðan var híft og þá kom ýmislegt í ljós. Auk veiðarfærisins sem Gullver hafði tapað fylgdi með poki og höfuðlína úr gömlu trolli. Þá fylgdi einnig ýmislegt járndót eins og bóma, rótor og fleira og gúmmíbjörgunarbátur að auki. Þegar þetta allt var komið inn á dekkið á Gullver var það sneisafullt og ekki nokkur leið að greiða úr allri flækjunni um borð. Því var siglt inn til Seyðisfjarðar á ný og allt sem á dekkinu var híft í land. Að sögn Hjálmars Ólafs Bjarnasonar, stýrimanns á Gullver, sýndi Landhelgisgæslan öllu því, sem upp úr sjónum kom, mikinn áhuga og þegar í land var komið mættu lögreglumenn til að skoða það. Þá bað gæslan einnig um myndir af öllu því sem Gullver færði að landi.

Á framansögðu sést að Gullver hafði fest trollið í skipsflaki og ljóst var vegna gamla trollsins sem upp kom að Gullversmenn voru ekki þeir fyrstu til að flækja veiðarfæri í flakinu.

Hjálmar Ólafur segir að eitt hafi vakið athygli Gullversmanna þegar glímt var við að ná veiðarfærinu lausu; erlent stórt herskip var á sveimi í kringum togarann og virtist sýna honum mikinn áhuga. „Það dólaði í kringum okkur um tíma en hvarf síðan á braut. Við sáum engar merkingar á skipinu og ekki heldur fána þannig að við vitum ekki hverrar þjóðar það var, en líklega getur Landhelgisgæslan svarað því,“ segir Hjálmar Ólafur.

Erlent herskip virtist fylgjast með þegar Gullver var að reyna að losa trollið. Ljósm. Hjálmar Ólafur Bjarnason

Heimasíðan ræddi við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og spurði hann hvers vegna lögregla hefði kannað það sem Gullver kom með að landi og eins var spurt um herskipið sem um ræðir. Ásgeir sagði að þegar ljóst var að Gullver hefði híft um borð hluti úr skipsflaki þá væri það föst regla að lögregla aflaði upplýsinga um slíka hluti. Landhelgisgæslan sendi síðan upplýsingar um málið til Rannsóknanefndar samgönguslysa. Ásgeir sagði að þarna væri líklega um að ræða hluti úr skipi sem sokkið hefði eftir 1960. Hvað herskipið varðar upplýsti Ásgeir að þarna hefði breskt herskip verið á ferðinni á alþjóðlegu hafsvæði og hefði það komið til hafnar í Reykjavík um helgina.

Þegar kannað var hvaða skip hafa farist á umræddum slóðum eftir 1960 kom fljótt upp nafnið Sæúlfur frá Tálknafirði. Sæúlfur var á landleið með síldarfarm 25. nóvember 1966 þegar hann sökk um 23 sjómílur austur af Dalatanga. Áhöfninni var bjargað um borð í síldarskipið Vonina. Sæúlfur var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1962, en lengdur árið 1965 og eftir lenginguna var hann 240 lestir að stærð.

       

07.11.2021 08:35

Helgi Hallvarðs Ns 30

                            2356 Helgi Hallvarðs Ns 30 i sandgerðisbótinni  mynd þorgeir Baldursson 2021

06.11.2021 20:30

Varðskipið Freyja á Siglufirði

                                                               3011 Freyja mynd þorgeir Baldursson 2021 

05.11.2021 21:40

Sjávarútvegsráðstefnunni frestað

Sjávarútvegsráðstefnunni frestað

 
5. nóvember 2021 kl. 16:30
                                                  Allt i Hnút Mynd/Svavar Hávarðarsson 
 

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar hefur ákveðið að fresta ráðstefnunni sem halda átti 11.-12. nóvember nk. þar til í janúar 2022.

 

Í tilkynningu frá skipuleggjendum ráðstefnunnar segir: Vegna aukinna covid smita í samfélaginu hefur stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ákveðið að sýna ábyrgð og fresta ráðstefnunni sem halda átti 11.-12. nóvember nk. til janúar 2022. Haft var samband við fjölmarga aðila sem tengjast ráðstefnunni varðandi ákvörðunartöku.  

Nákvæm dagsetning verður auglýst í næstu viku.  

05.11.2021 16:45

Mikið að gera i Slippnum á Akureyri

          2265 Arnar HU 1 og 1972 Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255 mynd þorgeir Baldursson 5 nóv 2021

             2265 Arnar Hu 1 og 1972 Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255 við Slippkantinn mynd þorgeir Baldursson 

 

Næg verkefni eru hjá Slippnum á Akureyri um þessar mundir  og þar ber hæðst að verið er að skipta um kælimiðla um borð i Hrafni Sveinbjarnarssyni Gk 255 og 

Arnari HU 1  verður skipinu siglt í slipp hjá Slippnum á Akureyri, þar verður stærsta verkefnið að skipta um frystikerfi þar sem núverandi kerfi og kælimiðill verða fjarlægð

og nýtt kerfi með umhverfisvænni kælimiðli sett í staðinn,og verður sett Ammoniak i bæði skipinn staðinn fyrir Freon sem að hefur verið bannað 

 það verkefni er unnið í samstarfi við Kælismiðjuna FROST sem hefur séð um hönnun og samsetningu kerfisins.

Einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum,

farið verði í viðhald á skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum.

Einhver endurnýjun verður á búnaði og má til dæmis nefna að nýr M500 hausari frá Vélfag mun senda í land roskinn Baader hausara sem hefur þjónað okkur dyggilega síðustu ár.

segir á heimasiðu Fisk

05.11.2021 14:53

Gert Klárt fyrir Loðnuvertið á Neskaupstað

                            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Bjarni Ólafsson AK liggur í Norðfjarðarhöfn og þar er verið að gera skipið klárt fyrir loðnuvertíð.

Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að vinnan gangi vel og menn séu spenntir að halda til veiða. „Ég geri ráð fyrir að við siglum suður til Reykjavíkur á morgun en loðnunótin er þar.

Nótin verður væntanlega tekin um borð á mánudagsmorguninn og síðan verður haldið rakleiðis til veiða úti fyrir Norðurlandinu.

Það skiptir máli að hefja veiðar sem fyrst ef allur sá kvóti sem úthlutað hefur verið á að nást.

Menn verða að halda mjög vel á spilunum til að ná kvótanum og nauðsynlegt verður að veiða drjúgan hluta hans fyrir áramót.

Stóra spurningin í þessu öllu saman er veðrið. Það viðrar oft ekkert sérstaklega vel þarna fyrir norðan á þessum árstíma og veðurútlitið fyrir næstu viku er ekki gott.

Menn verða hins vegar að vera á staðnum og grípa tækifærin í veðurgluggum þegar þau gefast. Það veiðist ekkert ef menn eru ekki til staðar.

Þetta mun allt koma í ljós og það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn,“ segir Runólfur.

Danska uppsjávarskipið Ísafold mun koma á loðnumiðin norður af landinu síðar í dag en það má einungis veiða í grænlenskri lögsögu.

                                                                      Isafold HG 333 MYND Aðsend 

05.11.2021 12:05

Rókur FD 1205 og Lerkur FD 1206

Færeyskur togaranir Rókur FD1205  og Lerkur FD1206 komu til Akureyrar i morgun og er  erindi þeirra hér að endurnýja 

vinnslubúnað á millidekki i samstarfi við slippinn Akureyri og mun verkið að öllum likindum hefjast innan skamms 

Skipin eru i eigu Dótturfélags Samherja i Færeyjum  

                              Rókur FD 1205 og Lerkur FD 1206 mynd þorgeir Baldursson 5 nóvember 2021

                  Lerkur FD 1206 og Rókur FD 1205 Við Bryggju á Akureyri i morgun mynd þorgeir Baldursson 

       Lerkur FD 1206 og Rókur FD 1205 við Oddeyrarbryggju i morgun mynd þorgeir Baldursson 5 nóvember 2021

04.11.2021 22:19

Töluvert að sjá í Kolluálnum

                                  2865 Barði Nk 120 við bryggju i Neskaupstað i morgun 4 nóvember mynd Smári Geirsson 

Barði NK kom í morgun með fyrsta farminn af íslenskri sumargotssíld til Neskaupstaðar á nýbyrjaðri vertíð.

Afli skipsins var 1.320 tonn og fer hann til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Atli Rúnar Eysteinsson skipstjóri er bjartsýnn á vertíðina.

„Þessi vertíð byrjar vel. Við fengum aflann í fimm holum í Kolluálnum og afli í hverju holi var 150-400 tonn. Það var dregið í 3-6 tíma.

Hér er um að ræða fína millisíld og sýkingin sem hrjáð hefur þennan stofn undanfarin ár er ekki sjáanleg núna.

Það var töluvert af síld að sjá þegar við yfirgáfum miðin þannig að þetta lítur bara býsna vel út,“ segir Atli Rúnar.

Síldarvinnsluskipin Börkur og Beitir héldu til síldveiða vestur fyrir land í gærkvöldi.

Munu þau hafa samstarf um veiðarnar og er áætlað að annað þeirra verði komið með afla til Neskaupstaðar á mánudagsmorgun að afloknu helgarfríi í fiskiðjuverinu.

                             Börkur Nk 122  og Beitir NK 123 mynd þorgeir Baldursson  3 júni 2021 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 733
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 1465
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 887985
Samtals gestir: 45165
Tölur uppfærðar: 4.10.2024 10:14:34
www.mbl.is