21.10.2022 21:31

Slippurinn Akureyri

                                         Slippurinn Akureyri 21 október 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                                      Vikingur AK 100 i flotkvinni i dag 21 október  mynd þorgeir Baldursson 

20.10.2022 20:31

Húni 2 EA 740

                                                                                                       108 Húni 11 EA 740 mynd þorgeir Baldursson 

                Þorsteinn Pétursson ásamt nokkrum hollvinum Húna i kaffispjalli mynd þorgeir Baldursson 

Saga Húna á www.aba.is

smiðaár 1963. Eik og fura. Stokkbyrðingur. Þilfarsskip.
Eikin í skipið kom frá Ameríku og nefndist Hvíteik eða Sumareik en svo heitir eikin þegar tréin eru felld í fullum skrúða.
Stærð samkvæmt skráning Siglingastoofnunar er 117.98 brl. ( 27,78 x 6,36 x 3,37 )
Samkvæmt ritinu "Íslensk skip" er skipið sagt vera 132 brl. stórt.
Í sama riti er skipið sagt endurmælt árið 1967 og þá mælst 119 brl. og síðan endurmælt aftur 1969 og þá sagt 103 brl. stórt.  
Vél 460 ha. Stork við 600 sn/mín.
Tvisvar hefur veri skipt um vél í skipinu og í bæði skiptin voru settar í það Mitsubishi 650 hestafla vélar við 1600 sn/mín..
Fyrri Mitsubishi var í bátnum til ársins 1986 en fór þá eftir endurgerð um borð í Sigurð Lárusson SF. en er nú aðalvélin í Jóhönnu ÁR-206   (1043)
Seinni vélin, og sú sem nú, árið 2018, er í Húna er komin úr Smines SF-140-S, Noregi sem áður hét Huginn II VE 55 (248) Vestmannaeyjum.
Vél þessi er árgerð 1986 og er talið að hún hafi farið niður í Smines á árinu 1988 eða 1989.
Smines fór í brotajárn snemma árs 1991, vegna sjótjóns sem báturinn varð fyrir, en vélin úr skipinu var hirt og er nú um borð í Húna II EA-740 sem áður er sagt.
Skipið var smíðaður fyrir Húna hf. Höfðakaupstað og var í eigu kaupanda í níu ár.
Að Húna hf. stóðu meðal annarra Hákon Magnússon, skipstjóri og Björn Pálson, alþingismaður frá Löngumýri í Austur HúnavatnssýsluEkki var deilt um Löngumýrar Skjónu við uppgjör skipsins en rekistefna varð þó um eikina í verklok, sem endaði fyrir dómsstólum.
Mun Björn hafa uppástaðið að eikin, sem í bátinn fór, hafi verið svo vel við vöxt að stöðin hafi smíðað einn til tvo báta úr afganginum.
Í sjálfu sér hefði það ekki átt að skipta Björn nokkru máli þó að tíu bátar hefðu verið smíðaðir úr þessum eikarafgangi, hafi hann þá einhver verið, því að skipið var smíðað fyrir fast verð eftir því sem best er vitað.
Nær mun vera að Björn hafi þarna verið köllun sinni trúr og efnt til málareksturs út af uppgjörinu svona rétt til að krydda tilveruna.
Mikið var lagt í að skipið liti sem best út og var sérstaklega til innviða vandað. Í káetu voru þrír klefar allir með handlaugum og gólf teppalögð en áður hafði slíkur íburður ekki þekkst um borð í fiskiskipi.  
Einnig var mjög til brúar skipsins vandað. Hún var smíðuð niður á gólfi við hlið skipsins, sem voru nýmæli, og síðan hífð um borð fullsmíðuð. Einnig voru það nýmæli að framhluti brúar hallaði fram og gaf þessi tilhögun meira rými fyrir siglingar- og fiskileitartæki auk betri yfirsýnar yfir þilfarið.
Byrði brúarinnar var haft úr áli og það hnoðað með álhnoðum á járnvinkla.
Árið 2018 er enga tæringu í álinu að finna, sem segir þá sögu að vel hefur tekist til með einangrun á milli áls og stáls.
Þar sem Húni II mun nú vera eitt af örfáum lítið breyttum skipum sinnar stærðar í eigu Íslendinga þá verður saga hans rakin aðeins nánar. 
Frá Skagaströnd fór skipið til Einis hf. Hornafirði 24. ágúst árið 1972 og fékk þá nafnið Haukafell SF-111 en Haukafell er fjall vestan Hafnar í Hornafirði.
Að Eini hf. stóðu Eymar Ingvarsson og Sigfinnur Gunnarsson báðir frá Hornafirði.
Við sölu skipsins til Einis hf. lagði Björn á Löngumýri mikla áherslu á að skipið fengi hið skjótast nýtt nafn þar sem Húnanafnið hefði ekki fært eigendum þess mikla gæfu.
Í það fyrsta hefði kviknað í skipinu í Hafnafjarðarhöfn og þá jafnvel komið til tals að sökkva því til að slökkva eldhafið og í annan stað hefði verið siglt á síðu þess og skemmt það verulega.
Samkvæmt skráningu Siglingastofnunar er Skinney hf. Hornafirði skráður eigandi skipsins frá árinu 1986 en nafnbreyting verður ekki á því fyrr en árið 1990 yfir í Haukafell SF-40. 
Árið 1991 keypti Hólanes hf. Skagaströnd skipið og fékk það þá nafnið Gauti HU-59. 
Í eigu Hólaness stundaði skipið fyrst og fremst rækjuveiðar.
Við gjaldþrot Hólaness hf. árið 1993 kom Skagstrendingur hf.  Skagaströnd að málinu sem skráður eigandi.
Á þessu gjaldþrota ári 1993 fór skipið aftur á Hornafjörð og hét þar í fyrstu Gauti SF-110 en fékk á sama ári nafnið Sigurður Lárusson SF-110.
Skráður eigandi frá árinu 1994 var Mars ehf. Hornafirði og hét skipið þá Sigurður Lárusson SF-114. 
Árið 1996 keypti Þorvaldur Hreinn Skaftason Hafnafirði skipið og setti það á skipaskrá undir nafninu Húni II Höfðakaupstað HU.
Árið 1998 hét skipið Húni ll HF., Hafnarfirði og skráður eigandi þess Húnaströnd ehf.
Frá árinu 2006 hefur skipið verið í eigu Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Skipið var gert úr í 30 ár frá 1963 til 1994 og bar að landi yfir 32.000 tonn af sjávarfangi undir neðanskráðum nöfnum:
Frá árinu 1963 hét skipið Húni II HU-2, Skagaströnd.
Frá árinu 1972 hét það Haukafell SF-111, Hornafirði.
Frá árinu 1990 hét það Haukafell SF-40, Hornafirði.  
Frá árinu 1991 hét það Gauti HU-59, Skagaströnd.
Frá árinu 1993 hét það Gauti SF-110, Hornafirði. 
Frá árinu 1993 hét það Sigurður Lárusson SF-110, Hornafirði.
Frá árinu 1994 hét það Sigurður Lárusson SF-114, Hornafirði og var það síðasta nafnið sem skipið bar sem fiskiskip.
Frá árinu 1996 hét skipið Húni II Höfðakaupstað HU, Skagaströnd.
Frá árinu 1998 hét það Húni II HF., Hafnarfirði.
Frá árinu 2006 hét það Húni II EA. Akureyri.
Frá árinu 2011 hefur skipið heitið Húni II EA-740 Akureyri og heitir svo enn árið 2018.
Árið 1994 var skipið tekið af skipaskrá og ákvörðun tekin um að nota það í næstu áramótabrennu.
Þorvaldur Hreinn Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir föluðust þá eftir skipinu til að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi.
Skipið fengu þau en vélarlaust og var það sett aftur á skipaskrá 1996 og þá undir sínu gamla nafni Húni ll HU. 
Fyrsti kostur varðandi aðalvél í skipið var Callesen 460 hestafla vél sem fánleg var í Vestmannaeyjum fyrir lítið.
Þar sem mikill kostnaður fylgdi breytingum á undirstöðum vélarinnar var annarra leiða leita.
Kom þá upp Mitsubishi 650 hestafla vélin úr Smines SF-140-S, sem fyrr er getið og fékkst hún í skiptum fyrir Callesen vélina og einn sómabát.
Húni II var notaður til hvalaskoðunar og sjóstangaveiði frá árinu 1997 til ársins 2004.
Fyrstu fjögur árin fór skipið í 440 ferðir með um 20.000 farþega. 
Árið 2005 sigldi skipið inn Eyjafjörðinn og lagðist að bryggju á Akureyri.
Skipið var falt og stofnuðu nokkri menn þá Hollvinafélag Húna og hófu fjársöfnun til kaupa á því.
Ári seinna hafði tekist að fjármagna kaupin á skipinu og lögðu þar mest til KEA, Akureyrarbær og ríkið.
Skipið var afhent Iðnaðarsafninu á Akureyri til eignar sem fól Hollvinum Húna II það til varðveislu, umsjónar og reksturs.
Árið 2011 komu einkennisstafirnir EA-740 aftan við nafn skipsins en þá bar alla tíð Snæfell Akureyri. 
Til gamans má geta þess að skorsteinsmerkið, sem er beggja vegna utan á brú Húna II, er ættað frá Gylli Flateyri og teiknað af Gunnari Albertssyni er fyrstur gegndi vélstjórn á skipinu.
Merkið var í upphafi skorsteinsmerki á stálbátnum Húna HU-1 sem var forveri Húna II HU-2.

Húni II EA-740 er notaður til siglinga um Eyjafjörðinn með ferðamannahópa, sem hafa löngun til kynna við Ránardætur og njóta veitinga, sem á borð eru bornar.
Einnig hefur skipið tekið sér ferð á hendur landa á milli og fleiri en eina ferð hefur það siglt í kringum landið svo að strandbúum gefist kostur á að skoða handbrögð liðins tíma.
Rekstur skipsins hvílir á Hollvinasamtökum Húna ll, sem er hópur manna er lætur sér annt um hverfandi handbrögð tréskipasmiða. 
Viðhald skipsins og endurbætur hvílir á herðum örfárra manna.
Hollvinir Húna II vita hverjir fara þar fremstir í flokki og verður það að duga þeim sem í eldlínunni standa. 
Athugasemd.
Í bæklingnum "Saga báts: Húni II í tímans rás", höfundur Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur, segir orðrétt:
"Þeir Gunnlaugur Traustason, Trausti Adamsson og Magnús Jónatansson áttu sveinsstykki sitt í Húna."
Rétt er að sveinsstykki Magnúsar Jónatanssonar var lokunarplanki í byrðingu á Húna ll HU-2.
Hvað varðar sveinsstykki Gunnlaugs Traustason og Trausta Adamsson þá er þetta rangt og í raun víðsfjarri sannleikanum.
Báðir þessir menn unnu að vísu samfellt í níu mánuði við smíði á Húna ll HU-2 en sveinsstykki sín tóku þeir ekki í skipinu.
Sveinsstykki þeirra voru tveir kappróðrarbátar, sem sjá má hér til hliðar.
Bátarnir voru teknir út af þar til skipaðri prófnefnd í skipasmíðum og fóru að því loknu til Ólafsfjarðar og fengu þar nöfnin Gissur og Geir. Ekki er annað vitað árið 2013 en að bátarnir séu enn við líði.

19.10.2022 22:33

Onni HU 36 sviftur Veiðileyfi

                                            1318 onni Hu 36 mynd þorgeir Baldursson 

Fiskistofa hefur svift Dragnótabátinn Onna Hu 36 veiða i atvinnuskini i átta vikur eða 56 daga frá og með 4 nóvember til 30 desember 

meira um þetta á vef fiskistofu 

19.10.2022 22:09

Gullver Ns með fullfermiAflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.

                            1661 Gullver Ns12 mynd þorgeir Baldursson 2022

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði sl. mánudag. Aflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi.

Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði segir að þarna hafi verið um afar góðan fisk að ræða sem henti vel fyrir vinnsluna.

Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök.

Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu.

Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst hann á rúmum fjórum sólarhringum. Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni.

19.10.2022 20:16

Sæborg ÞH i vetrargeymslu i sandgerðisbót

                         1475   Sæborgin siglir inni sandgerðisbótina mynd þorgeir Baldursson 19 okt 2022

                                    1475 Sæborg ÞH bakkað uppi krikann  mynd  þorgeir Baldursson 

                       Hörður Sigurbjarnar og Viðir Benidiktsson setja upp frambandið mynd þorgeir Baldursson 

                                              Kátir kappar mynd þorgeir Baldursson 19 okt 2022

                                                         Kátir kappar við Sæborgina mynd þorgeir Baldursson 

Sæborg kominn i vetrargeymslu i Sandgerðisbótina á Akureyri og það var Húsvikingurinn Aðalsteinn Júliusson sem að sigldi henni til Akureyrar

og Hörður Sigurbjarnar tók á móti endanum ásamt fleirum 

af vef skipamynda.com 

Sæborg ÞH 55 var smíðuð fyrir Húsvíkinga á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977.

Í Tímanum 4. mars 1977 sagði svo frá:

Síðastliðinn laugardag afhenti bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri nýjan eikarbát 40 lestir að stærð og hlaut hann nafnið Sæborg ÞH-55. Báturinn var smíðaður fyrir Húsvíkingana Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein og Óskar.

Sæborg er búin öllum fullkomnustu tækjum m.a. til neta- nóta- línu- og togveiða. Sæborg hefur þegar hafið veiðar og reynist vel.

Bátinn teiknaði Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari. Sæborg er tíundi báturinn, sem bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta smíðar og jafnframt þeirra stærstur. Á bátaverkstæðinu eru sex fastráðnir starfsmenn auk fleiri sem vinna þar öðru hverju.

Að sögn forráðamanna bátaverkstæðisins er nú ekkert nýsmíðaverkefni framundan hjá þeim við bátasmíðarnar, þannig að óvist er hvað við tekur hjá fyrirtækinu.

Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem báturinn fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37.

Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55.

Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga.

Vorið 2016 kaupir Norðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag.

19.10.2022 14:38

Norrona siglir ekki yfir hávetur 2023

                                 Norrona við bryggju á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2022

Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins í Færeyjum þar sem fram kemur að fyrsta brottför Norrænu til Íslands á næsta ári

verði þan 22. mars 2023. Síðasta ferð frá Íslandi það ár verði 22. nóvember.

Smyril Line, rekstraraðili skipsins, segir að með þessu sé verið að draga úr eldsneytiseyðslu. 

Í frétt Krinvarpsins segir að með þessu vonist Smyril Line til að ekki verði gerðar fleiri breytingar á áætlunarferðum Norrænu,

sem stoppar á Seyðisfirði þegar skipið kemur hingað til lands.

 

12.10.2022 20:47

Árshátið Samherja haldin i Gdansk

                                         Áhafnir og makar skipanna  ásamt stjórnendum Samherja Hf ganga um borð i flugvél sem að flytur þau til Gdansk á Árshátið Fyrirtækisins mynd þorgeir Baldursson 

                                                            Björn Már Björnsson og frú voru spennt að komast á Árshátiðina myn þorgeir Baldursson 

                                                                        Leiguvel Niceair i flugtaki i morgun með tæplega 200 farþega á leið á Árshátiðina i Póllandi mynd þorgeir Baldursson 12 okt 2022

af mbl.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

Það var líf og fjör á flug­vell­in­um á Ak­ur­eyri í morg­un þegar starfs­menn Sam­herja voru þar sam­an­komn­ir til þess að fljúga til Gdansk í Póllandi en fyr­ir­tækið held­ur árs­hátíð sína þar í landi um kom­andi helgi. Alls munu þúsund manns mæta á árs­hátíðina.

Fyrsta vél­in flaug út frá Ak­ur­eyri klukk­an 10 50  í morg­un. Síðdeg­is í dag fer önn­ur og á morg­un fer sú þriðja í loftið. Ein vél fer svo frá Kefla­vík. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Smart­lands eru mik­il veislu­höld fram und­an um helg­ina í Póllandi og verður flogið út með ís­lenska skemmtikrafta til að skemmta mann­skapn­um. 

Veislu­höld­in ættu ekki að setja stórt strik í reikn­ing­ana hjá Sam­herja sem á síðasta ári hagnaðist um 5,5 millj­arða króna eft­ir skatta. Hagnaður sam­stæðu Sam­herja, en þar und­ir er meðal ann­ars Síld­ar­vinnsl­an hf., nam svo 17,8 millj­örðum króna.

11.10.2022 15:12

Notast við Gretti sterka í Breiðafirði

 

Ný Breiðafjarðarferja væntanleg um áramót skv. innviðaráðherra

                                           Grettir sterki er dráttarbátur í eigu Skipaþjónustunnar í Reykjavík.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Af vef Fiskifretta 

Vegagerðin í samvinnu við Sæferðir og Stykkishólmsbæ hefur tekið á leigu dráttarbátinn Gretti Sterka. Báturinn verður til taks á Breiðafirði meðan beðið er eftir nýrri Breiðafjarðarferju í stað Baldurs. Það eru Sæferðir sem sjá um mönnun dráttarbátsins en með því á að tryggja að fyrsta viðbragð við atvikum á Breiðafirði verði eins og best verður á kosið miðað við aðstæður. Greint er frá þessu í www.skessuhorn.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðarráðherra sagði á vef www.bb.is 5. september sl. að ný Breiðafjarðarferja væri væntanleg til landsins um áramót og að; „tímabært sé að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar í Breiðafirði,“ sem varð svo raunin í byrjun vikunnar þegar Grettir Sterki kom til Stykkishólms.

Siglingar yfir Breiðafjörð falla undir þjónustu Vegagerðarinnar og hefur hún nú um nokkurt skeið haft öll sín spjót úti við leit að „nýjum Baldri“. Skessuhorn kallaði eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðuna, hvort búið væri að finna skip og hvort sá tímarammi sem innviðarráðherra gaf upp stæðist. Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar, segist ekki geta staðfest að nýtt skip væri væntanlegt um áramót. Verið sé að undirbúa útboð sem verði auglýst á næstu vikum. „Í útboðinu er óskað eftir öðru skipi til þess að leysa Baldur af og það eru þá líklega einhver tímamörk á því sem gæti passað að séu öðru hvorum megin við áramót,“ segir Sólveig. Þá fengust ekki upplýsingar um hvort horft sé til leigu eða kaups á nýrri ferju.

Nú nýlega hafa með stuttu millibili komið upp tvær alvarlegar bilanir í vél Baldurs sem olli því að skipið varð vélarvana. Þá hefur bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar síðustu misseri ítrekað lagt áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Bæjarstjórnin fagnar því að nú sé búið að bregðast við ákallinu og bæta viðbúnað.

Grettir sterki er einn þriggja dráttarbáta sem bræðurnir Bragi og Ævar Valgeirssynir, eigendur Togskipa, dótturfélag Skipaþjónustunnar, keyptu frá Nígeríu árið 2018. Báturinn er 28 metra langur og með 50 tonna togkrafti. Sagt frá umsvifum og rekstri þeirra bræðra í Fiskifréttum í nóvember 2019.

                                                                    2975 Grettir Sterki i flothvinni i Hafnarfirði fyrir skömmu mynd þorgeir Baldursson 2022

11.10.2022 08:13

Sildarlöndun Jón Kjartansson

                                   2949 Jón Kjartansson Su 111 mynd þorgeir Baldursson 2022

 

09.10.2022 20:08

Brælubinding á Jóni Kjatanssyni su 311

         Jón kjartansson su 311 var vel bundin við bryggjuna á Reyðarfirði i dag Mynd þorgeir Baldursson 9 okt 2022

07.10.2022 00:00

Eskifjörður Egersund og Fenrir

         Netaverkstæði Egersund og fóðurpramminn Fenrir við bryggju á Eskifirði Mynd Þorgeir Baldursson 2022

04.10.2022 23:29

Útskipun á sild til Canada

Útskipun á síld til Kanada

04. 10. 2022

Það er svo sannarlega líf og fjör í firðinum fagra þessa dagana, en í gær var skipað út um 516 tunnum, sem eru tæp 50 tonn, af síldarbitum sem fara til Kanada. En þennan sama dag var landað um 110 tonnum af bolfiski úr Ljósafellinu. 

                                                         1277 Ljósafell SU 70 Mynd Þorgeir Baldursson 

Síld er nýtt í mikinn fjölda ólíkra neytendaafurða og eru fáar ef nokkra fisktegundir nýttar á jafn fjölbreyttan hátt og síld. Það er ekki bara að síldin sé verkuð heil í salt, heldur er verið að skera hana og flaka með ýmsum hætti.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

 

04.10.2022 23:25

Guðrún Þorkelsdóttir su 211

                 2944 Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 mynd þorgeir Baldursson 2 okt 2022

03.10.2022 22:20

01.10.2022 05:45

Nýr Þór björgunnarskip til Eyja I dag

                          3023 Þór björgunnarskip landsbjargar i vestmannaeyjum mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                     3023 Þór i Reykjavikurhöfn mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                  3023 Þór leggur af stað i siglingu til Vestmannaeyja mynd Eirikur Sigurðsson 

Nýtt björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag en form­leg af­hend­ing skips­ins verður í heima­höfn þess í Vest­mann­eyj­um laug­ar­dag­inn 1. októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­björgu. Þar seg­ir að skipið mun fá nafnið Þór.

Um er að ræða fyrsta skipið af þrem­ur sem Lands­björg hef­ur gengið frá kaup­um á. Þetta er fyrsti liður í stærra verk­efni er snýr að end­ur­nýj­un allra 13 björg­un­ar­skipa fé­lags­ins og er áætlað að með nýj­um skip­um stytt­ist viðbragðstími Lands­bjarg­ar á sjó allt að helm­ing.

Sjóvá hef­ur veitt 142,5 millj­óna króna styrk vegna smíði fyrstu þriggja björg­un­ar­skip­anna.

„Smíði nýju skip­anna er stærsta fjár­fest­ing sem Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg hef­ur ráðist í frá upp­hafi. Svona veg­leg­ur styrk­ur frá Sjóvá er afrakst­ur ára­tuga trausts sam­starfs, og ger­ir okk­ur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skip­anna,“ seg­ir Kristján Þór Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

„Við vilj­um þakka Sjóvá fyr­ir þetta rausn­ar­lega fram­lag. Það kom inn í verk­efnið á afar mik­il­væg­um tíma­punkti og gerði það að verk­um að við gát­um hafið smíði á fyrsta skip­inu. Við erum þakk­lát fyr­ir traustið sem Sjóvá sýndi okk­ur með því að leggja svo mikið fram þegar skip­in voru aðeins teikn­ing­ar á blaði,“ seg­ir Kristján.

Hvert á 285 millj­ón­ir

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hvert hinna þriggja skipa kost­ar um 285 millj­ón­ir króna og var með sam­komu­lag –i sem gert var í janú­ar 2021 milli rík­is og Lands­bjarg­ar – tryggð allt að helm­ings fjár­mögn­un þess­ara skipa. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg hafði safnað í ný­smíðasjóð í nokk­urn tíma sem tryggði enn frek­ar getu fé­lags­ins til að ráðast í þetta verk­efni.

„Með nýj­um björg­un­ar­skip­um verður bylt­ing í viðbragðstíma og aðbúnaði fyr­ir áhafn­ir og skjól­stæðinga. Skip­in skipta miklu máli fyr­ir ör­yggi sjófar­enda í kring­um landið og eru einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björg­un­ar­verk­efni á landi, s.s. með því að tryggja fjar­skipti á fá­förn­um stöðum ef þörf kref­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

„Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að geta stutt Lands­björg í þessu stóra og mik­il­væga verk­efni. Það er mikið gleðiefni fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fá ný björg­un­ar­skip sem munu gjör­bylta ör­yggi sjófar­enda á haf­inu í kring­um landið og þjón­usta byggðir þess um leið," seg­ir Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjóvá.

Næsta skip til Siglu­fjarðar

Nýju björg­un­ar­skip­in þrjú eru smíðuð hjá KewaTec í Finn­landi. Áætluð af­hend­ing á öðru skip­inu er fyr­ir árs­lok 2022 á Sigluf­irði. Smíði á þriðja skip­inu hefst síðan í janú­ar 2023 og af­hend­ing á því verður eft­ir mitt það ár.

Áfram er unnið að fjár­mögn­un tíu björg­un­ar­skipa til viðbót­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1333
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 604152
Samtals gestir: 25436
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:03:46
www.mbl.is