Færslur: 2015 Febrúar

27.02.2015 13:14

Slippurinn i morgun

    Nokkur skip i og við slippinn i morgun  mynd þorgeir Baldursson 2015

    Grænlenskur Togari og Rannsóknarskip Neptune Ehf © þorgeir 2015

26.02.2015 23:42

Góð veiði Á snurvoðinni

        1054 Sveinbjörn Jakopsson Sh 10 Mynd þorgeir Baldursson 

 

26.02.2015 13:28

Fyrsta flokks Japansloðna

  Lineik Haraldsdóttir og Japanarnir Kusa og  Shimozwa Mynd Hákon Ernusson 

 

Í gær var verið að frysta loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. 

Bæði var fryst á Rússland og Japan; karlinn á Rússland og hrognafull kerlingin á Japan.

Þegar tíðindamann bar að garði voru þau Líneik Haraldsdóttir og Japanirnir Kusa og Shimozawa að skoða sýnishorn af loðnunni.

Kusa sagðist vera yfir sig ánægður með loðnuna sem bærist að landi þessa dagana.

„Þetta er frábær loðna og einmitt eins og við viljum hafa hana,“ sagði Kusa. „Hrognafyllingin er 23-24% og loðnan flokkast afar vel.

Þetta er mun betri loðna en við fengum á vertíðinni í fyrra og þess vegna erum við alsælir,“ sagði Kusa og brosti sínu blíðasta.

 

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu tekur undir með Kusa og segir að loðnan sem berst að um þessar mundir sé afar gott hráefni.

„Vinnslan gengur í reynd eins og best verður á kosið, en nú er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist,“ sagði Jón.

„Það er ekki ósennilegt að hún hefjist um helgina.“

 

Þegar löndun lauk úr Bjarna Ólafssyni hófst löndun úr Beiti NK og gæði þeirrar loðnu var svipuð. Loðnan flokkast nánast fullkomlega og vinnslan gengur vel.

 

Bræla var á loðnumiðunum í gær og veður hefur einnig hamlað veiðum í dag. Birtingur landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær

og þar er verið að landa fullfermi, 2.500 tonnum, úr Berki. Í gær og fyrradag lönduðu Vilhelm Þorsteinsson og Polar Amaroq í Helguvík.

 

 

26.02.2015 07:47

Þokkalegur afli en mikil ótið vegna veðurs

             Gott hal inná dekk á Bjarti NK mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar í Neskaupstað á mánudagsmorgun. Aflinn var 87 tonn og var uppistaðan þorskur.

Bjarni Hafsteinsson skipstjóri var ánægður með túrinn þrátt fyrir að veðrið hafi skemmt fyrir.

„Það var lítil þorskveiði suðurfrá á okkar hefðbundnu miðum vegna brælu og leiðinda sjólags,“ sagði Bjarni.

„Af þeirri ástæðu fiskuðum við á Digranesflakinu. Það má segja að það hafi verið hörkuveiði á Digró“.


Frystitogarinn Barði kom til hafnar í morgun að afloknum góðum túr. Aflinn var 477 tonn upp úr sjó að verðmæti um 150 milljónir króna.

Uppistaða aflans er gulllax og þorskur en einnig er dálítið af karfa og ufsa. Reynt var við grálúðu í túrnum með litlum árangri.

Barði millilandaði hinn 6. febrúar en túrinn hófst í lok janúarmánaðar. Theodór Haraldsson skipstjóri segist vera afar sáttur við túrinn

en hann hafi þó verið veðurfarslega erfiður. „Við fiskuðum mest á austur- og suðausturmiðum og eins vorum við í nokkra daga fyrir norðan land,“ sagði Theodór.

„Í sannleika sagt er veðurfarið búið að vera hræðilegt síðustu vikur.

Við vorum á sífelldum flótta undan veðri. Það var aldrei blíða í boði, valið stóð á milli þess að vera í 20 eða 30 metrum,“ sagði Theodór að lokum.

24.02.2015 23:35

Linudráttur á pollinum i kvöld

Það var frekar rólegt hjá þeim kumpánum  á Fagranesi is 8 þegar þeir 

voru að draga linuna við Eimskipsbryggjuna i kvöld um kl 22 

og ekki að sjá að aflinn væri neitt mikill en krapi var á pollinum 

svo að samspilið varð að skemmtilegu myndaverkefni 

Látum þessar myndir tala sinu máli 

   Rúllumaðurinn fylgist með Drættinum © Þorgeir 2015

                                Smá kippur mynd Þorgeir 2015

                        Eitthvað að glæðast © Þorgeir 2015

                   inná Polli og eitthvað smá lif  ©  Þorgeir 2015

                   Þetta er að koma er að fáann © Þorgeir 2015

24.02.2015 20:39

Sannkölluð siginfiskiveisla i dag

Það var mikil fiskiveisla hjá Stinna i dag 

menn komu ekki að tómum kofanum hjá Kristni Pálssyni (Stinni ) i hádeginu i dag 

þegar kallinn bauð uppá sigin fisk hamastólg og kartöflur og ásamt 

þessu var sporðrent Rúgbrauði af bestu gerð og kaffi á eftir 

Kallarnir gerðu þessu góð skil 

eins og meðfylgjandi myndir bera með sér en Stinni hefur reynt að hafa þetta 

einu sinni i mámuði siðustu árin og hefur sifellt fjölgað i hópnum 

og er svo komið að sennilega þarf að finna stærra húsnæði 

          Siarinn kraumar i pottinum   © myndir þorgeir Baldursson 2015

        Kristinn sigurður Pálsson Græjar fiskinn á Fatið © þorgeir 2015

                         Fatið á leið á borðið © þorgeir 2015

                  Menn komnir i Starholurnar © þorgeir 2015

                 Svo var tekið Hraustlega til matar © þorgeir 2015

                        Enda gekk vel á birðirnar © þorgeir 2015

         og  Mikið hlegið og margar sögur sagðar © þorgeir 2015

                     og siðan borðað meira © þorgeir 2015

                       Siðan fengið sér Kaffi á eftir ©  þorgeir 2015

                         Og tekin Hópnynd af liðinu © þorgeir 2015

        Bræðurnir Kristinn og Sæmundur Pálssynir myndir Þorgeir 2015

24.02.2015 10:55

Nordborg Kg 689

Færeysk skip hafa verið að fiska loðnu á vertiðinni  i ár og eitt þeirra er 

Nordborg KG 689 Hefur verið að frysta loðnu við island á yfirstandandi vertið 

og hefur gengið þokkalega hjá þeim ég fékk nokkrar myndir sendar sem að birtast hér 

Og kann ég þeim Sturlu og Árna kærlega fyrir afnotin á myndunum 

                Nordborg KG 689  ©  Mynd Sturla Einarsson 

                          Nótin Dregin © Mynd Sturla Einarsson 

                Grunn nótin dregin i kassann   ©  mynd Árni Dan 

   Nótin Dregin  séð aftur eftir dekkinu © Árni Dan 2015

              I vinnslunni © myndir Árni Dan Árnasson 2015

22.02.2015 17:51

Nýr Torbas að gera sig klárna á veiðar

Þennan pistil fékk ég af FB siðu Áka Haukssonar sem að staðsettur er i Noregi 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

 

Hér er okkar nýja og glæsilega uppsjávarskip Torbas að gera sig kláran á miðin í fyrsta skipti.

Torbas er 70 metra langur og 15 metra breiður og tekur um 2000 tonn.

Eigendur Torbas létu smíða skrokkinn í Póllandi og fluttu hann til Måløy-ar þar sem heimamen kláruðu skipið.

Mér skilst að gamli Torbas hafi verið seldur til Íslands.

Torbas er eitt af stærri uppsjávarskipum Noregs og er með heimahöfn hérna í Måløy.

Áætlaður kostnaður við skipið er um 200 milljónir Norskar.

 

 

                                 Torbas ©  mynd Áki Hauksson 2015

                                Glæsilegt skip © mynd Áki Hauksson 2015

           Eins og sjá er bakkinn allveg lokaður © Mynd Áki Hauksson  2015

             Séð framan á Torbas við bryggjuna © mynd Áki Hauksson 2015

 

 

 

18.02.2015 11:31

Rifandi gangur i loðnunni

    Birtingur Nk 124 með nótina á siðunni Mynd Isak Fannar Sigurðsson 

Nú er loðnan komin á hefðbundnar slóðir og góð veiði var á Lónsbugtinni í gær.

Birtingur kastaði þrisvar og kom til löndunar í nótt með 1.400 tonn.

Börkur náði tveimur köstum og var kominn með 700 tonn í gærkvöldi og Polar Amaroq fékk 700 tonn í þremur köstum.

Nú er engin næturveiði en í morgun voru skipin byrjuð að kasta á ný.

Það hefur færst bros yfir alla þá sem koma að veiðum og vinnslu á loðnu.

Í fiskiðjuverinu í Neskaupstað er verið að vinna loðnu úr Birtingi og er Japansfrysting hafin af fullum krafti.

Að sögn Jóns Más Jónssonar framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Síldarvinnslunni gengur frystingin ágætlega og flokkast loðnan afar vel.

Kvenloðnan er fryst á Japan en stærsti karlinn á Rússland.

Vinnsluskipið Hákon kastaði þrisvar á miðunum í gær og fékk samtals 500 tonn.

Þar um borð er einnig Japansfrysting hafin.

svn.is

 

18.02.2015 09:02

Loðnuveiðar með nót ganga vel

     Tómas Kárasson Skipst myndþorgeir Baldursson 

           Beitir NK 123 með nótina á siðunni mynd þorgeir Baldursson 

Þegar veður gekk niður í gær gerði góða veiði á loðnumiðunum norður af Húnaflóa. Skipin sem voru með djúpnót voru að fá góð köst en síður gekk að ná afla í grunnnót. 
 
Gert er ráð fyrir að Börkur komi til Neskaupstaðar um kl. 18 í dag með 1.400 tonn, þar af 1.000 tonn sem fara til vinnslu í fiskiðjuverinu. Polar Amaroq er einnig á leið til Neskaupstaðar með 1.900 tonn.
 
Vilhelm þorsteinsson er á leið til Seyðisfjarðar með 2.300 tonn og Bjarni Ólafsson til Helguvíkur með 1.300 tonn.
 
Gera má ráð fyrir að loðnuskipin taki almennt grunnnætur um borð og stefni á miðin úti fyrir Austur- og Suðausturlandi að lokinni löndun. Þar varð vart við loðnu á föstudag og laugardag og fékk Hákon þar nokkurn afla en hann er að landa 400 tonnum í Neskaupstað auk þess sem hann er einnig að landa frystri loðnu. Óhagstætt veður til veiða hefur verið fyrir austan en gert er ráð fyrir að komið verði gott veiðiveður þar á morgun. Annars sjást einnig góðar torfur annað slagið úti fyrir Norðurlandi og skipin eiga einnig möguleika á að halda þangað til veiða.
 
Beitir var kominn með 1.700 tonn í morgun og var lagður af stað í land þegar hann rakst á gríðarlega fínan flekk norðan til á Skagagrunni. Þegar var kastað og var verið að ljúka við að dæla um 400 tonnum úr kastinu um klukkan hálf ellefu. Þar með er Beitir kominn með fullfermi eða 2.100 tonn. Að sögn Tómasar Kárasonar skipstjóra var góð veiði í gær austan við Strandagrunn en köld tunga kom yfir svæðið í gærkvöldi og eftir það var lítið að sjá þar. 
 
Birtingur kom til löndunar í Neskaupstað um helgina og bíður veðurs á miðunum eystra.
 
 

13.02.2015 10:43

2870 Anna EA 305

                        2870 Anna EA 305 Mynd þorgeir Baldursson 

12.02.2015 23:09

Neptune i dag

       Neptune Eftir prufutúr i dag mynd þorgeir Baldursson 2015

11.02.2015 08:09

155 Lundey NS 14 á landleið i brælu

Það gaf á bátinn á þeim skipverjum á Lundey NS i siðasta túr þeirra á leiðinni af loðnumiðunum 

útifyrir norðurlandi en skipið var á leiðinni til Akranes með fullfermi af loðnu um 1500 tonn

og þegar var komið fyrir Hornbjarg var hvass vindur af suðri svo að það hægði allverulega á 

Þessar myndir sendi mér Borgar Björgvinsson og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

                     155   Lundey NS 14  mynd Borgar Björgvinsson 2015

               155       Lundey i brælunni  Mynd Borgar Björgvinsson 2015

              155 Lundey   Gefur á bátinn  mynd Borgar Björgvinsson 2015

               Hvasst á landleiðinni mynd Borgar Björgvinsson 2015

 

 

10.02.2015 22:25

2281 Sighvatur Bjarnasson Ve 81 með fullfermi af loðnu til Eyja

Það var sannarleg góð stemming i Eyjum I gær  þegar Sighvatur Bjarnasson Ve 81

kom þangað með fullfermi af loðnu alls um 1550 tonn sem að veiddust

úti fyrir norðurlandi og þvi var siglingin löng til eyja skipið stoppaði stutt 

aðeins meðan verið var að landa Ljósmyndari Eyjafrétta 

Óskar Pétur Friðriksson var á ferðinni sem endra nær og sendi mér þessar myndir 

kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

   2281 Sighvatur Bjarnasson VE 81 á leið til löndunnar © ÓPF 2015

                              Kominn inni rennuna © ÓPF 2015

                Kominn i höfn endarnir gerðir klárir ©  ÓPF 2015

                 Ástvinir taka á móti sinum mönnum © ÓPF 2015

     Skipstjórinn i Brúnni © myndir Óskar pétur Friðriksson 

10.02.2015 21:55

Tuneq Kemur með sild til Eyja

Þann 7 feb siðastliðin kom Tuneq ex Þorsteinn ÞH með um 1200 tonn af sild til Vestmannaeyja 

sem að var veidd i flottroll fyrir austan land Ljósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson 

var á ferðinni og tók meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

   Alllt klárt Fyrir löndun Tuneq að koma inn Myndir Óskar Pétur Friðriksson 

                   Tuneq með um 1200 tonn af sild © Ó P F 2015

              Tuneq  og Heimaklettur i bakgrunni © Ó P F 2015

 Löndunnar kallarnir biða komu svo að hægt sé að birja að landa © ÓPF 2015

                             Springurinn i land  ©  mynd ÓPF 2015

                       Slakinn tekinn af og sett fast © ÓPF 2015

  Skipstjórinn og Stýrimaðurinn i brúnni  mynd Óskar Pétur Friðriksson 2015

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 592617
Samtals gestir: 24594
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 03:31:35
www.mbl.is