30.01.2008 21:50

KROSSANES RIFIÐ


Krossanesverksmiðjan i dag og er nú unnið að fullum krafti við niðurrif verksmiðjunnar
Tækjabúnaður tveggja loðnubræðslna á Norðurlandi hefur verið seldur til Marokkó í Afríku. Um er að ræða tækjabúnað verksmiðjanna á Raufarhöfn og í Krossanesi við Akureyri. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Loðnubræðslur voru starfræktar víðs vegar um landið á árum áður með tilheyrandi peningalykt, en með breyttum vinnsluaðferðum hefur þeim fækkað verulega. Á Raufarhöfn var verksmiðjan burðarásinn í atvinnulífinu, en nú eru búið að fjarlægja allar vélar og sömu sögu er að segja um Krossanesverksmiðjuna á Akureyri.

 Á Raufarhöfn standa eftir ónýtt hús og mannvirki, en á Akureyri rís aflþynnuverksmiðja á athafnasvæði Krossanesverksmiðjunnar. Til Akureyrar kom í morgun flutningaskip, sem flytur tækjabúnað verksmiðjanna tveggja um langan veg, búnaðurinn hefur verið seldur til Marokkó. Heimild RUV.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1008
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 2273
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 2463473
Samtals gestir: 70498
Tölur uppfærðar: 10.1.2026 11:05:13
www.mbl.is