Krossanesverksmiðjan i dag og er nú unnið að fullum krafti við niðurrif verksmiðjunnar
Tækjabúnaður tveggja loðnubræðslna á Norðurlandi hefur verið seldur til Marokkó í Afríku. Um er að ræða tækjabúnað verksmiðjanna á Raufarhöfn og í Krossanesi við Akureyri. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Loðnubræðslur voru starfræktar víðs vegar um landið á árum áður með tilheyrandi peningalykt, en með breyttum vinnsluaðferðum hefur þeim fækkað verulega. Á Raufarhöfn var verksmiðjan burðarásinn í atvinnulífinu, en nú eru búið að fjarlægja allar vélar og sömu sögu er að segja um Krossanesverksmiðjuna á Akureyri.
Á Raufarhöfn standa eftir ónýtt hús og mannvirki, en á Akureyri rís aflþynnuverksmiðja á athafnasvæði Krossanesverksmiðjunnar. Til Akureyrar kom í morgun flutningaskip, sem flytur tækjabúnað verksmiðjanna tveggja um langan veg, búnaðurinn hefur verið seldur til Marokkó. Heimild RUV.IS