23.07.2025 23:47
 |
2158 Tjaldur SH 270 i slipp á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson |
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
23.07.2025 23:02
 |
SCINTILLA Maris á Eyjafirði i kvöld mynd þorgeir Baldursson
 |
SCINTILLA Maris á Eyjafirði i kvöld mynd þorgeir Baldursson
snekkjan er 45,7 metra löng og 8 metra breið og siglir undir fána Marshall eyja kom hingað i gærkveldi
litið er vitað um fjölda skipverja eða gesti um borð SCINTILLA MARIS (IMO: 8807222)
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
23.07.2025 07:03
 |
Hvalaskoðunnarbáturinn Máni i Hvalaskoðun mynd Þorgeir Baldursson
 |
Hnúfubakur mynd þorgeir Baldursson
 |
Fjöldi farþega i Hvalaskoðun i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson |
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
22.07.2025 06:59
 |
Hnúfubakur með kálf á Eyjafirði sl laugardag mynd þorgeir Baldursson
Hvalaskoðun í Eyjafirði hefur verið með allra besta móti nú í sumar en Árni Halldórsson, sem hefur verið skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Nielsi Jónssyni EA106 í hartnær 30 ár, segir fjörðinn hreinlega iða af lífi. „Sést hefur til margra hvalategunda og höfum við t.d. séð hnúfubak í öllum ferðum. Undanfarna daga hefur einnig sést til móður með kálf en það er í fyrsta skipti á mínum starfsferli sem ég sé svoleiðis,“ segir Árni. Auk hvalanna eru fleiri dýr í sókn í Eyjafirði en Árni segir að lundi finnist nú í tugþúsundatali í firðinum, sem sé einstakt. Hann segist aldrei hafa sést jafnmikið af lunda og nú.
 |
Árni Halldórsson skipstjóri á Niels jónssyni EA 106 mynd þorgeir Baldursson
 |
1357 Niels Jónsson EA106 i Hvalaskoðun mynd þorgeir Baldursson
 |
Hnúfubakur liftir sporði og þá er hann á leið i djúpköfun frá 5-20 min mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
21.07.2025 22:54
 |
Skip við slippkantinn á Akureyri mynd þorgeir Baldursson
 |
Kaldbakur danskt varskip og norskt seiðaflutningaskip mynd þorgeir Baldursson
 |
1979 Haförn þH 26 mynd þorgeir Baldursson
 |
P572 Danskt Varðskip mynd þorgeir Baldursson
 |
2954 Vestmannaey ve 54 mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
20.07.2025 13:14
 |
2954 Vestmannaey ve 54 verður gerð klár til veiða á morgun mynd þorgeir Baldursson |
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
20.07.2025 10:55
 |
3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson
 |
3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson
 |
3048 Hvalskoðunnarbátuninn Vinur mynd þorgeir Baldursson
Nýr hvalaskoðunnar bátur hefur bæst i flota Húsvikinga það er Arnar sigurðssson og fjölskylda sem að gerir
einnig út eikarbátinn Moby Dick fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem að Arnar er skipstjóri
Ásdis er útgerðarstóri og dærurnar tvær sjá um aðra þætti hjá útgerðinni
Hvalaskoðunarbáturinn Vinur fór í sína fyrstu ferð á Skjálfandaflóa í gær, en báturinn er gerður út af Arnari Sigurðssyni sem rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Friends of Moby Dick á Húsavík.
Báturinn sigldi heim til Húsavíkur frá Akureyri á laugardag. Í samtali við Morgunblaðið segir Arnar fyrstu ferðina hafa gengið eins og í sögu og nóg verði að gera í hvalaskoðun á næstunni.
„Fyrsta ferðin fór mjög vel, við skoðuðum fjóra hnúfubaka og fólk er mjög ánægt með bátinn. Þetta er aðeins öðruvísi bátur, þetta er svolítið eikarbátasamfélag hérna. En þessi býður upp á inniaðstöðu fyrir alla og fólk kann að meta það.“
Nafnið Vinur fékk báturinn frá öðrum báti sem Sigurður, faðir Arnars, átti hér á árum áður og Arnar notaði til hvalaskoðunar þegar hann hóf starfsemi um 1994.
 |
1453 Moby Dick mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
20.07.2025 10:46
 |
skemmtferðaskip á Akureyri i gær mynd Þorgeir Baldursson
Það var sannarlega mikið umleikis hjá ferðaþjónustufyrirtækinu SBA-Norðurleið í dag, laugardag. Fjögur skemmtiferðaskip lögðust að bryggjum á Akureyri í dag og þúsundir farþega stigu á land. „Þetta er langstærsti skipadagur sumarsins, við keyrðum um 4.400 farþega,“ sagði Gunnar M. Guðmundsson framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar í samtali við akureyri.net undir kvöld.
Óhætt er að segja að öllu sé tjaldað til á svona degi. Gunnar segir að 65 rútur og 130 manns hafi verið í vinnu hjá þeim við þetta verkefni í dag og að auki hafi um 10 rútur SBA-Norðurleiðar verið í öðrum verkefnum hér norðanlands. Á svona dögum dugar bílafloti fyrirtækisins ekki til og Gunnar sagðist hafa þurft að leigja 10 stórar rútur til að anna skipatraffík dagsins. Og þar fyrir utan eru fleiri fyrirtæki sem sinna akstri farþega skemmtiferðaskipa, þótt SBA-Norðurleið sé langstærst.
Mikla skipulagningu þarf til að púsla saman svona annasömum degi. Gunnar segir að t.d. þurfi að passa upp á tímalengd aksturs upp á hvíldartíma bílstjóra og svo séu seinkanir fljótar að setja strik í reikninginn ef bilanir koma upp í tækjum eða farþegar veikjast eða slasast. „En það gekk allt upp í dag 100%, ekkert kom upp á með bíla eða farþega,“ segir Gunnar.
Ekki má gleyma því að fjölmörg afleidd störf skapast á viðkomustöðum bílanna, t.d. við Goðafoss og víðs vegar um Mývatnssveit. Þannig að áhrifa skemmtiferðaskipa og farþega þeirra gætir víða.
Aðspurður segir Gunnar að sumarið sé rosalega vel bókað og auk útgerðarinnar hér fyrir norðan er fyrirtækið með um 35-40 bíla fyrir sunnan í akstri, þannig að allt í allt er SBA-Norðurleið með yfir 100 bíla í rekstri.
heimild
Akureyri.net
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
19.07.2025 21:46
 |
Einstakt að sjá hnúfubak með ungan kálf með sér i Eyjafirði i gær mynd þorgeir Baldursson
 |
Farþegarnir voru i skýjunum með ferðina mynd þorgeir Baldursson
Farþegar um borð i hvalaskoðunnarbátum Whales fengu fallega uppljómun i dag þegar hnúfubakur með Kálf
birtist við hlið bátsins sem að er mjög sjaldgæft vegna þess að yfirleitt fæðast kálfarnir við sterndur Mexico
og koma svo hingað i fæðuleit elstu menn i hvalaskoðun muna ekki eftir þessu viðburði
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
18.07.2025 21:31
 |
Snekkjan AKULA á Akureyri i dag 18 júli mynd þorgeir Baldursson
Snekkjan AKULA (IMO: 9932232) er 60 metra löng og 11 metra breið og siglir undir flaggi Cayman eyja
um borð eru 6 farþegar og 12 manna áhöfn snekkjan mun sigla héðan i fyrramálið
 |
Snekkjan AKULA á Akureyri i dag 18 júli mynd þorgeir Baldursson
 |
Snekkjan AKULA á Akureyri i dag 18 júli mynd þorgeir Baldursson
 |
Snekkjan AKULA á Akureyri i dag 18 júli mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
15.07.2025 23:05
 |
2013 Bessi IS 410 mynd Þorgeir Baldursson
Bessi ÍS 410 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, í Flekkefjord í Noregi og hafði smíðanúmer 144 hjá stöðnni.
Hann var smíðaður fyrir Álftfirðing h.f í Súðavík og leysti af hólmi eldra skip með sama nafni. Bessi var 807 brl. að stærð.
Bessi ÍS 410 var seldur til Færeyja árið 2000 en þá var hann í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal.
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
14.07.2025 22:50
 |
2955 Seifur á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson
 |
Seifur og skemmtiferðaskip á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2025 |
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
14.07.2025 20:18
 |
2954 Vestmannaey ve 54 i slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2025
Vestmannaey er í mánaðar slipp á Akureyri og að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins, er um allsherjarslipp að ræða.
”Það eru vélaupptektir, öxuldrættir og heilmálun svo eitthvað sé nefnt. Við gerum ráð fyrir að skipið fari niður í dag og haldi til veiða um næstu helgi,
sagði Arnar.
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
13.07.2025 15:56
 |
Skemmtiferðaskip á Akureyri i gær 12 júli mynd þorgeir Baldursson 2025
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar, segir skemmtiferðasiglingar til og frá Akureyrarhöfn hafa gengið afburða vel það sem af er sumri og að mikið sé að gera í bæði ferðaþjónustu- og veitingageiranum í bænum.
Hann segir þó færri skip hafa komið til hafnar í sumar en síðustu ár og á von á því að skipum muni fækka enn frekar á komandi árum.
„Ég tel þetta vera áhrif þess að síðasta ríkisstjórn afnam tollfrelsi skipanna, en 40 færri skip hafa komið hingað miðað við sama tíma í fyrra. Stór hluti fækkunarinnar er meðal minni skipa, svokallaðra leiðangursskipa.“ segir Páll.
Ekki jafn hagkvæmt og áður
Tollhvatinn var settur á í kringum árið 2012 til að laða skemmtiferðaskip til Íslands og heimsækja þar með minni hafnir úti á landi og segir Pétur deginum ljósara að með tíðari komum skemmtiferðaskipa hafi líf í höfnum landsins aukist.
„Þar sem ákveðið var að hætta með tollaívilnunina eru siglingar til og frá Íslandi ekki jafn hagkvæmar og því hafa ýmis skipafélög leitað á ný mið.“
Pétur segir lítil sjávarþorp óneitanlega njóta góðs af skemmtiferðaskipunum og því bindur hann vonir við að ný ríkisstjórn grípi inn málið í með einhverjum hætti, t.d. með að endurinnleiða ívilnunina eða lækka innviðagjöld á ferðamenn.
 |
Skemmtiferðaskip á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 2025
 |
Marina og Adia Luna mynd þorgeir Baldursson 2025
 |
Skemmtiferðaskip á Akureyri 12 juli 2025 mynd þorgeir Baldursson |
|
|
|
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
13.07.2025 10:19
 |
Húni EA leggur af stað frá Akureyri áleiðis til Hriseyjar i Gærmorgun mynd þorgeir Baldursson 2025 |
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir