5433 Sólartindur
Rétt fyrir 1960 voru smíðaðir í Hafnarfirði nokkrir tæplega 5 tonna opnir bátar, sem voru vinningar í happdrætti og voru því kallaðir happadrættisbátarnir. Bátarnir báru í upphafi allir nöfn sem endaði á tindur s.s. Sólartindur, Heklutindur, Klukkutindur o.fl. Í dag eru þessir bátar flestir búnir að týna tölunni, en þó er vitað um einn sem bar einu sinni nafnið Sólartindur. Sést hann hér á myndunum eins og hann lítur út, en búið er að rífa hann mikið, setja á hann annað stýrishús og breyta á ýmsa vegu. Samt virðist flest benda til að hann týni einnig tölunni og þar með hverfur þessi heimild.
© myndir Emil Páll í júlí 2009