264- Þórður Jónasson EA 350 © Mynd Þorgeir Baldursson
Hérna má sjá Þórð Jónasson EA 350 á siglingu á Eyjafirði nýkominn úr slipp
Skipstjórinn Hörður Björnsson tók þá hring fyrir ljósmyndarann skipið heitir i dag Gullhólmi SH 201
og er gert út frá Stykkishólmi skipið er smiðað i Stord Skipssmiðastöðinni i Noregi 1964 og bar fyrstu árin RE 350 árið 1973 var skipið lengt og brúin hækkuð og 1978 var byggt yfir skipið og enn 1986 var skipið lengt aftur og þá er þessum breytingum loksins lokið eftir að Agustsson Ehf kaupir
skipið var það sett á linuveiðar og siðan á rækju og hefur útgerð skipsins verið farsæl eftir þvi sem að best verður komist