23.05.2010 23:47

Margret EA 710 til Heimahafnar


                            Serene LK 297 © Mynd þorgeir Baldursson 2006
Þarna er Serene á siglingu á þistilfirði 11júli 2006 á leið til Akureyrar þar sem að skipið fékk nýtt nafn Margret EA 710

                                   Margret EA 17 Mai 2007 ©Mynd þorgeir Baldursson
Margret EA 710 á siglingu útifyrir Austfjörðum i mai 2007 eftir löndun á Neskaupsstað

                               Komin til Heimahafnar ©Mynd þorgeir Baldursson 2010

                        Gústi tekur á móti springnum © Mynd þorgeir Baldursson 2010

                      Kallin i Brúnni Leifur Þormóðsson skipst © Mynd þorgeir Baldursson

Uppsjávarveiðiskipið Margrét EA kom til Akureyrar þann 21 þessa mánaðar, í fyrsta skipti frá því í ágúst í fyrra. Skipið hefur verið við veiðar niður við Afríku og landað í Marokkó. Samherji hefur selt Margréti til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og verður skipið afhent nýjum eigendum í lok þessa mánaðar. Nafni skipsins verður breytt í Beitir NK-123.

Margrét EA sigldi frá Marokkó á miðvikudag í síðustu viku , með viðkomu á Kanaríeyjum. Það var haldið daginn eftir og tók siglingin til Akureyrar um 8 daga. Skipið mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna um mánaðamótin, á norsk-íslenskri síld og makríl. Skipstjóri verður Sturla Þórðarson og skipstjóri á móti honum verður Hálfdán Hálfdánarson.www.Vikudagur.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is