17.02.2014 18:19

Mikið af loðnu að sjá við Grindavik

                  Aðalsteinn Jónsson su 11 með siðasta kastið 

 

„Það er mikið að sjá. Helvítis voðalegur bingur hérna við Grindavíkina. Svo heyrðum við í rannsóknaskipinu í morgun og þeir sögðu að það væri mikið norðvestur úr Vestmannaeyjum. Við erum að klára túr, að taka inn dæluna og leggja af stað heim og frystum á leiðinni heim. Við erum að frysta um 130 tonn á sólarhring og erum að fylla skipið, erum með um 630 tonn af frosnum afurðum og eigum löndum heima á Eskifirði á miðvikudagsmorgun,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni í samtali við kvotinn.is nú í hádeginu.

„Þessi loðna er nokkuð langt gengin, 22% hrognafylling í henni og 22% af henni eru orðin ofþroskuð sagði Japaninn sem er hérna með okkur, en við erum bæði að frysta á Japan og Rússland. Það ætti vera komið að hrognavinnslu í lok næstu viku ef þroskastigið eykst svona hratt,“ segir Þorsteinn
Þorsteinn hefur verið lengi við loðnuveiðar, árin orðin í kringum 40, en hvað segir hann um ganginn í veiðunum nú. „Ástandið er er frekar óvenjulegt. Loðnan kemur mjög einkennilega hérna inn. Það er eins og hún gangi bara hérna upp úr djúpunum. Það sem við erum að veiða núna hefur bara komið upp við Vestmannaeyjar við Háadýpið og hefur gengið mjög hratt hérna vestur eftir. Við byrjuðum við Þorlákshöfn í gærmorgun og nú erum við við Grindavík. Henni liggur greinilega á,“ sagði Þorsteinn.
Átta skip voru rétt utan við Grindavík nú og voru sum mjög grunnt. Til dæmis var Aðalsteinn grynnst kominn upp á 12 faðma dýpi. Af þessum skipum voru 3 færeyskt og 5 íslensk.
Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu hefur verið tilkynnt um tæplega 26.000 tonna afla. Kvótinn er um 85.000 tonn, en líklegast bætast heimildir Norðmanna við hann, en þær eru um 40.000 tonn. Hvort meiri heimildir verða svo gefnar út á eftir að koma í ljós, en rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú við mælingar á göngunni.
Nánast hver einasti sporður fer nú til frystingar, enda verð fyrir fiskimjöl og lýsi mjög lágt vegna mikils framboðs frá Suður-Ameríku. Verð fyrir frystar afurðir er þokkalegt og markaðir sömuleiðis. Ljóst er að hrognafrysting fyrir Japan getur haldið áfram út þessa viku og fram í næstu og þá tekur hrognatakan við og virðist verða nóg eftir af kvóta fyrir hana.
Aðalsteinn Jónsson SU var í hádeginu að ljúka við túr út af Grindavík og mun landa í heimahöfn á Eskifirði á miðvikudagsmorgun.

Heimild Kvótinn.is

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is