26.08.2014 09:45

Birtingur NK með makril

           Birtingur NK 124 mynd þorgeir Baldursson 

Birtingur NK landaði makríl sem fékkst í grænlenskri lögsögu í Helguvík í lok síðustu viku.

Að löndun lokinni hélt hann til veiða úti fyrir Vesturlandi og er nú á landleið til Neskaupstaðar með tæp 400 tonn af góðum makríl.

Heimasíðan ræddi við Atla Rúnar Eysteinsson stýrimann í morgun þar sem báturinn var staddur í Bakkaflóadýpi og sagði hann eftirfarandi:

„Við fengum þetta í Kolluál í tveimur holum. Þarna var fínasta veiði frá því um klukkan þrjú á daginn og fram til morguns.

Makríllinn sem fékkst þarna er mjög góður og líklega stærri en fiskurinn sem fæst fyrir austan.

Við munum koma til Neskaupstaðar klukkan þrjú í dag og allur aflinn fer að sjálfsögðu til manneldisvinnslu.“

 

Í gær hélt Beitir NK til veiða að aflokinni löndun í Neskaupstað og var ákveðið að hann héldi á miðin fyrir vestan land.

www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is