Færslur: 2019 Ágúst22.08.2019 22:28Fyrsta norska skipið á Norðurpólinn
Skrifað af Þorgeir 22.08.2019 21:28Börkur Nk 122 með góðan makriltúrBörkur NK kom til Neskaupstaðar í gær með 1.200 tonn af makríl til vinnslu, og hófst löndun klukkan þrjú í nótt. Haft er eftir Hjörvari Hjálmarssyni skipstjóra í tilkynningu frá Síldarvinnslunni að aflinn hafi fengist í þremur holum, veiði hafi verið góð og mikið að sjá. „Við vorum heppnir að þessu sinni. Þetta er stór og kvikur fiskur og það getur verið erfitt að eiga við hann því hann fer mjög hratt yfir,“ segir Hjörvar. Vertíð hefur almennt gengið vel en eins og venjulega eru veiðar á makríl æði sveiflukenndar, háðar veðri og því hve hratt fiskur fer yfir. „Það er auðvelt að týna honum.“ Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK, tvö skip Síldarvinnslunnar, eru á leiðinni á miðin, en hið þriðja, Margrét EA er nú að landa í Færeyjum
Skrifað af Þorgeir 22.08.2019 10:26Margrét GK 33 nýsmiði frá VikingbátumFréttaritari siðunnar i Hafnarfirði Hjalti Hálfdánarsson sendi mér þessar myndir i morgun OG mun þessi hafa verið sjósettur nýlega fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsinar berast
Skrifað af Þorgeir 22.08.2019 09:59"ÍSLENSKUR" ÁREKSTUR Í NORSKRI HÖFN
Skrifað af Þorgeir 21.08.2019 22:26Góður Afli hjá Gullver Ns i ágústStuttir túrar - eða þrír til fjórir dagar. Víða farið til að hitta á fisk.Ísfisktogarinn Gullver NS hefur það sem af er ágústmánuði landað fjórum sinnum á Seyðisfirði, samtals tæplega 400 tonnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem rætt er við Þórhall Jónsson skipstjóra. Hann var spurður um aflabrögð. „Það hefur aflast þokkalega en síðustu tvo túrana hefur verið heldur tregt í þorski og ufsa. Í síðasta túr var bræla við suðausturlandið og þá veiddum við á Tangaflakinu og Digranesflakinu. Í túrunum á undan vorum við sunnar og vorum til dæmis á Stokksnesgrunni og lentum út í Rósagarð þar sem fékkst djúpkarfi. Þá var farið allvíða. Venjulega eru túrarnir hjá okkur þrír til fjórir sólarhringar þannig að þeir eru ekki langir. Gert er ráð fyrir að skipið haldi á ný til veiða í kvöld. Það er verið að taka nýja víra og að því loknu verður látið úr höfn,“ segir Þórhallur.
Skrifað af Þorgeir 19.08.2019 08:18Tveir i slippnum verið að græja millidekk
Skrifað af Þorgeir 18.08.2019 13:14Á strandveiðum fyrir austan
Skrifað af Þorgeir 18.08.2019 09:35Fjölnir GK 157 kemur til Grindavikur
Skrifað af Þorgeir 17.08.2019 21:00Isleifur Ve 63 kemur með Makril til EyjaIsleifur Ve 63 i eigu Vinnslustöðvarinnar kom tii Eyja um kl 2230 i gærkveldi með makril úr sildarsmugunni en um 2 sólahringa stim er á miðin svo að mikill timi fer i siglingar þar eru einnig rússnesk, færeysk og grænlensk makrílskip. Í gær var þokkaleg veiði og í nótt veiddist vel. og eru skipin að fá góð höl þannig að Fiskurinn sem fæst er stór, eða 550 gr. að meðaltali. Fréttarritari Siðunnar Óskar Pétur Friðriksson var á bryggjunni og tók meðfylgjandi myndir
Skrifað af Þorgeir 16.08.2019 19:38Tvær Vestmaeyjarnar Ve 54
Skrifað af Þorgeir 16.08.2019 10:18Fengu 180 milljóna króna innspýtingu
Skrifað af Þorgeir 16.08.2019 10:02JOLIE BRISE Sailing VesselÞessi Breska Skúta er að koma til Seyðisfjarðar eftir stutta stund myndir af Marinetraffic.com
Skrifað af Þorgeir 16.08.2019 08:03Beðið með björgunnaraðgerðir á Svalbarða
Hætta við að fjarlægja Northguider!
Skrifað af Þorgeir 16.08.2019 07:40Hvalaveisla á pollinum I gærkveldi
„Þetta er óvenjulegt ástand. Þeir koma ekki oft hingað, ég veit ekki til þess að grindhvalirnir hafi verið áður inni á Polli,“ segir Arnar og bætir við að um 20 til 40 dýra grindhvalavöðu hafi verið að ræða. „Þeir voru bara svona svamlandi um og við vorum náttúrulega að reyna að fara gætilega í kringum þá og reyna að halda okkur alltaf landmegin við þá svo það yrði engin hætta á að við myndum fæla þá upp á land.“ Aðspurður hvað Arnar telji að laði grindhvalina að Akureyri segist hann ekki þora að slá neinu föstu. „Við höfum ekki verið að sjá inni á Polli vaðandi makríl. En eitthvert æti er hérna á svæðinu. Auðvitað eru þessi hvalir yfirleitt í ætisleit. Þessir hvalir sem fara inn á Poll hljóta að rata út aftur. Það er ekki svo mikil skipaumferð hérna að hún gæti girt fyrir eða slíkt. „Þetta er einhver truflun í höfðinu á dýrunum held ég að hljóti að vera. Þeir gætu verið að missa eitthvað sambandið.“ Arnar segir grindhvalina hafa vakið mikla athygli og kátínu bæði ferðamanna og íbúa Akureyrar. „Þeir eru búnir að vera hérna held ég í þrjá daga. Það hefur verið mjög gaman að horfa og fylgjast með. Það er búið að vera erfitt veður undanfarna daga þannig að það er líka gott að geta bara farið stutt.“
Skrifað af Þorgeir 15.08.2019 20:351000 Tonn á 34 timum af Makril
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is