Færslur: 2008 Júní29.06.2008 08:50Keilir seldur til DanmerkurEkkert olíuskip lengur í eigu þjóðarinnarOlíuflutningaskipið Keilir, sem var eina slíka skipið í eigu Íslendinga, var í sinni síðustu ferð umhverfis landið í liðinni viku og er komið til Danmerkur þar sem nýir eigendur hafa tekið við því. ,,Þar með lauk þeim hluta í íslenskri skipasögu," segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar sem átti skipið, sem var selt fyrir um mánuði. ,,Það er mjög erfitt að vera að gera út eitt skip og þurfa að reyna að afla vinnu fyrir það 200 daga á ári þar sem verkefnin hérlendis taka ekki nema 110 til 120 daga á ári," segir hann. ,,Einnig hefur dregið úr verkefnum síðan olíuverð fór að hækka og hafa sífellt fleiri útgerðarfyrirtæki byrjað að nota svartolíu en við fluttum lítið af svartolíu með Keili." Keilir hefur bæði flutt olíu til fjölmargra staða á landsbyggðinni en einnig flutt olíu hingað til lands frá Noregi og Svíþjóð. Þau erlendu skip sem flytja olíu hingað eru of stór til að koma til hafnar á fjölda þessara staða á landsbyggðinni svo ekkert skip fer með olíu þangað eins og staðan er nú. ,,Við munum hugsanlega leigja skip í staðinn fyrir Keili. Við munum taka ákvörðun um það á næstu tíu dögum," segir Hörður. ,,Þetta er dapurlegt," segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að honum væri umhugað um að koma strandflutningum á þar sem þeir séu þjóðhagslega hagkvæmir. ,,Ég er ennþá áhugamaður um strandsiglingar en helst hefði ég viljað að þær gengju á markaðslegum forsendum en ef svo er ekki verður að skoða aðrar leiðir," segir hann. Kristján segir að ekki sé að vænta útboðs á ríkisstyrktum strandflutningum. ,,Það var gerð tilraun í fyrra til að koma hér á alþjóðlegri skipaskrá og að koma til móts við skipafélög með skattaafslætti og slíku en það var ekki hljómgrunnur fyrir því hjá fyrirtækjunum þar sem þetta gengi of skammt og kæmi of seint. Mér er hins vegar spurn hvort vandi strandsiglinga hérlendis sé sá að sömu aðilarnir skuli flytja vöruna til og frá landinu og eiga jafnframt tvö stærstu landsflutningafyrirtækin." Þar á hann við Samskip og Eimskip.
Skrifað af Þorgeir 28.06.2008 21:57Komu við í Færeyjum á leið í pottinn Óðinn Magnason sendi okkur þetta, sem birtist í færeyskum fjölmiðli og þökkum við honum kærlega fyrir.
Skrifað af Þorgeir 28.06.2008 21:39Meðal starfsaldur skipverja er 14 árEftirfarandi má lesa á vefnum 245.is 27.6.2008 22:07:57 Meðal starfsaldur áhafnarmeðlima á Njáli RE 275 er 14 ár Allir í áhöfn eru búsettir í Sandgerði
Rétt undir hádegi í dag kom Njáll RE 275 til hafnar í Sandgerði eftir viku yfirhalningu í slippnum í Njarðvík. Njáll er gerður út af Sjóla ehf. í Reykjavík en allir í áhöfn eru búsettir í Sandgerði. Skipstjórinn og vélstjórinn hafa verið í áhöfninni í rúmlega 20 ár, stýrimaðurinn í 19 ár, netamaðurinn í 7 ár og kokkurinn í 2 og hálft ár. Áhöfn Njálar:
Skrifað af Þorgeir 28.06.2008 00:00BaldurHér koma tvær myndir teknar í Stykkishólmi af ferjunni Baldri, en ljósmyndari er Smári Steinarsson og þökkum við honum kærlega fyrir myndirnar. 2727. Baldur © myndir Smári Steinarsson 2008 Skrifað af Þorgeir 27.06.2008 23:03Dröfn RE á DrangsnesiÁrni Þór Baldursson á Drangsnesi sendi okkur þessa mynd sem sýnir Dröfn RE 35 við bryggju á Drangsnesi. Sendum við honum bestu þakkir fyrir. 1574. Dröfn RE 35 © mynd Árni Þór Baldursson 2008 Skrifað af Þorgeir 27.06.2008 21:02Bjarni Þór kominn til Grindavíkur
Skrifað af Þorgeir 27.06.2008 05:55Hver er hann þessi?Já hvaða bátur er þetta? og hvar er myndin tekin? © mynd Jón Páll Ásgeirsson 2007 Hér er um að ræða dæmigerðan bát sem byggður var hérlendis og gerður út fyrir norðan, vestan, sunnan og víðar í um þrjátíu ára skeið eða þar til hann var dæmdur ónýtur. Honum var síðan rennt á land í einni af ferðamannaperlu okkar, þar sem nota átti efni úr honum í girðingaefni o.fl. En hvar er hann og um hvaða bát erum við að ræða. Jóni Páli sendum við kærar þakkir fyrir afnotin af myndinni. Skrifað af Þorgeir 27.06.2008 00:29Siglunes SH 361146. Siglunes SH 22 sem nú hefur verið skráður SH 36 © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 26.06.2008 00:22Gamlir bátar1283. Jón Finnsson GK 506, mynd úr blaðinu Skiphóli Nú birtum við þrjár myndir sem teknar eru í svart/hvítu, enda sumar hverjar komnar til ára sinna. Þó engin myndanna sé merkt ljósmyndara, teljum við nokkuð víst hverjir þeir eru og birtum þau nöfn svona til vonar og vara, eða hvaðan myndirnar eru komnar. Ef þið vitið betur væri gaman að fá þá vitneskju. 500. Gunnar Hámundarson GK 357, spurning hvort Heimir Stígs eða Snorri Snorrason hafi tekið mynd þessa. Lára EA 107, mynd þessa sendi Þorsteinn Pétursson á Akureyri okkur, en gaman væri að vita eitthvað um þennan bát, þar sem við finnum ekkert yfir hann. Þorsteini þökkum við kærlega fyrir sendinguna. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1122 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1062396 Samtals gestir: 50972 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:24:22 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is