Færslur: 2011 September

28.09.2011 13:10

Björgvin EA 311 heldur til veiða

                  1937 Björgvin EA 311 heldur til veiða © mynd þorgeir 2011

                            1937 Björgvin EA 311 © mynd þorgeir 2011
Björgvin EA 311 sem að er i eigu Samherja H/f hélt til veiða frá Dalvik um kl 11 i morgun eftir um mánaðar slipp þar sem að skipið var skverað hátt og látt og mun skipið fiska isfisk  fyrir vinnslurnar bæði á Dalvik og Akureyri annað skip i samstæðunni kom inn i morgun kalbakur EA1 var með 140 tonn uppistaðan þorskur sem að var landað hjá ÚA á Akureyri

27.09.2011 21:56

1031 færður á milli Bryggja

                           1031 Alpha HF 32 © Mynd þorgeir Baldursson 2011
  Eitt skipa Samherja Hf Alpha Hf 32 sem að var i eigu Sjólaskipa var i dag fært til i höfninni og 
sett utan á togarann Árbak Ea 5 og voru dráttarbátar Akureyrarhafnar fengnir i það verkefni og var mikið fjör á bryggjunni þvi að á meðan þessu stóð var verið að græja Björgvin EA311 á veiðar meira um það á morgn fleiri myndir af færslunni á Ölfu eru i myndaalbúmi hér efst á siðunni                 

26.09.2011 22:09

1020 Snæfugl Su 20

                            1020 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson
Snæfugl Su 20 seiðaflutnigsprammi Ex Guðmundur Ólafur Óf 91 á siglingu á firðinum fagra fyrir nokkrum Árum hvar er þetta skip niðurkomið i dag og hvað heitir  það

26.09.2011 12:53

Athena brunarústir einar

                 Athena við bryggju i Færeyjum mynd af Shippspotting
Frettin eins og hún var þann 9 mai 2011 heimild www.mbl.is

Togarinn Athena brennur enn í Høgabóli í Skálafirði í Færeyjum. Vindátt er að breytast og hefur lögreglan beðið íbúa á Glyvrum og Lambareiði að fara að heiman vegna hættu á reykeitrun, að sögn Dimmalætting.

Færeyskar sjónvarpsmyndir sýna togarann skíðlogandi. Slökkviliðsstjórinn og yfirmaður lögreglu á staðnum mæla með því að togarinn verði dreginn í burtu.

Ekki hefur verið talið óhætt að senda slökkviliðsmenn um borð vegna sprengihættu, að því er kemur fram í frétt Sosialurin.  Mikil sprenging varð um borð í togaranum í morgu og óttast er að fleiri sprengingar geti orðið.

Færeysk sjónvarpsfrétt um brunann 

26.09.2011 07:13

Mikil sala á Sjávarútvegssýninunni

                     Anton og Sigtryggur á sýningunni um helgina © Mynd þorgeir

"Þetta er eins og með öll verkefni, það hjálpar allt til," segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf. Slippurinn gekk á laugardag frá samningum við útgerðarfyrirtækið Onward Fishing, dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi, um smíði vinnslulínu í togarann Norma Mary sem er um þessar mundir í lengingu og vélarskiptum í Póllandi.

Segir Anton samningana skila fyrirtækinu um 50 milljónum króna, en um 145 starfsmenn vinna hjá Slippnum. Hafist verður handa við smíði vinnslulínunnar í dag og er áformað að ljúka verkinu í desembermánuði. Anton segir einnig færavindur hafa selst vel á sýningunni, eða fyrir um 25 milljónir króna, og þá sér í lagi hina nýju makrílvindu. "Þannig að við erum mjög ánægðir með sýninguna," segir Anton.

25.09.2011 17:47

Pus á landleiðinni úr Hvalaskoðun

                 Hvalaskoðunnarbáturinn Rósin © Mynd Þorgeir Baldursson 2011
Það var talsverður vindur þegar hvalaskoðunnar bátarnir sem að gera út frá Reykjavik voru að 
snúast i faxaflóa um hádegisbilið i gær Rósin var ein af þeim enda var keyrt grimmt á landleiðinni 
svo að gaf yfir fleiri myndir i myndaalbúmi hér efst á siðunni

25.09.2011 14:20

Kátt á Hjalla á sjávarútvegssýninunni 2011

               Básinn hjá Safir skipasölu © mynd þorgeir Baldursson 2011
Það var góðmennt á básnum hjá Safir skipasölu www.safir.is þegar ég átti leið um sjávarútvegssýninguna i kópavogi i gær fv Bjarni Eliasson Siguður Árnasson eigandi,Ingvar Hólmgeirsson,Guðmundur Halldórsson og Elias Bjarnasson en alls er talið að um 10000 gestir hafi komið á sýninguna sem að var góð að mati gesta sem að siðuritari spjallað við 
Fleiri myndir af sýningunni eru i myndaalbúmi hér efst á siðunni 

25.09.2011 08:14

Réttarball i Skagafirði i Gærkveldi

                   Laufskálaréttatball i Gærkveldi © mynd Adam Smári

            Landslið söngvara á Réttarballi i Skagafirði i gærkveldi © mynd Adam Smári
                                  Magni fór á kostum  © mynd Adam smári

                                    um 2000 manns voru á ballinu © mynd Adam Smári
Allar myndir á ballinu tók Adam Smári Hermannsson 

Laufskálaréttarballið 2011 var haldið í Reiðhölinni Svaðastaðir við Sauðárkrók í nótt þar sem Hljómsveitin Von fór á kostum ásamt landsliði söngvara en með Von voru Matti Matt, Magni Ásgeirs, Sigga Beinteins og Jogvan Hansen ásamt því að Vignir Snær Vigfússon gítarleikari tróð upp með þeim, talið er að um rúmlega 2000 manns hafi verið á ballinu og fór allt friðsamlega framm og voru menn yfirhöfuð ánægðir með balli.

Reiðhallarstjórinn Eyþór Jónasson komst svo að málið að þetta væri bara eitthvað það besta ball sem hann hefði tekið þátt í og væri það öllum þeim að þakka sem að þessu stæðu en í húsinu voru rétt um 30 dyraverðir ásamt því að lögreglan var með fjölmenna vakt í kringum ballið.

 





20.09.2011 20:39

Hver er Báturinn


                                  Óþekkur Bátur © mynd þorgeir Baldursson
Nu er spurt hvaða bátur er þetta og hvar er myndin tekin

17.09.2011 20:17

Vestmanney Ve á togi


Vestmannaey ve á togi fyrir löngu siðan

15.09.2011 23:31

Rækjuveiðar á Flæmska hattinum


                     Canadiskir eftirlitsmenn  á flæmska Hattinum © mynd Þorgeir Baldursson
Myndin var tekin um borð i Eyborgu EA 59 þegar skipið stundaði veiðar þar i kringum aldarmótin
siðustu og þarna má sjá islenskan eftirlitsmann fiskistofu fylgjast með vinnu félaga sinna

06.09.2011 22:09

2403-Hvanney SF 51 nýskveruð

                       2403- Hvanney SF 51 © Mynd þorgeir Baldursson 2011

              Hvanney SF á siglingu á Eyjafirði i dag © mynd þorgeir Baldursson 2011

              Haldið heimleiðis seinnipartinn i dag © mynd þorgeir Bakdursson 2011
Fjölveiðibáturinn Hvanney SF 51 sem að er i eigu Skinneyjar / þinganes á Hornafirði hélt frá Akureyri seinnipartinni dag eftir um tveggja vikna slipp á Akureyri þar sem að skipið var málað i einkennislitum fyrirtækisins ásamt ýmssum smærri verkum sem að tilheyra slippvinnu og var skipinu siglt til heimahafnar þar sem að veiðarfærin verða sett um borð áður en að haldið verður til
veiða skipstjóri er Þorsteinn Guðmundsson 

05.09.2011 21:52

1351-Snæfell EA 310 Með Mettúr

              Snæfell EA 310 © Mynd Þórhallur Jónsson 
Snæfell Ea við komuna til Akueyrar fyrir um viku siðan með um 17000 kassa af afurðum 
aflaverðmæti um 270 milljónir en mesta burðargeta þess er 22000 kasar þegar skipið var á úthafskarfa veiðum á Reykjaneshrygg skömmu áður en að Samherji keypti skipið og hefur reynst
eigendum sinum vel öll þau á sem að það hefur verið á veiðum og eru skrokkar stellanna eins og þær voru kallaðar með fallegustu linurnar i flotanum 

05.09.2011 18:13

Aflaskipið Björgvin EA 311 i slipp

                             1937- Björgvin EA 311 © mynd Þorgeir Baldursson 2011
                              Björgvin EA i Flothvinna © mynd þorgeir Baldursson 2011   
Seinnipartinn i dag var Björgvin ea tekin i slipp i flotkvinna þar sem að skipið verður yfirfarið 
eins og vant er þegar skip fara i svona skveringu  starfmenn slippsins fyldust með þegar skipið var tekið upp en eins og sja eru gestir sem að koma til að fylgjast með beðnir að koma við a lagernum og biðja um hjalma ser til öryggis

05.09.2011 17:04

155-Lundey NS 14 á landleið með góðan afla

                                Lundey NS 14 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011

Lundey NS er á leið til hafnar með um 380 tonn af afla. Áætlað er að um 220 tonn af síld og 160 tonn af makríl séu í afla skipsins.

"Síldin og makríllinn eru á mjög mikilli ferð og til marks um það þá höfum við verið að veiða úr mjög góðum bletti sem við fundum við Glettinganesstotuna fyrir þremur dögum. Þarna voru gríðarlega góðar lóðningar og á þessum dögum eltum við torfuna um 100 sjómílna leið, fyrst í austur og síðan í suðaustur. Í gær toguðum við samfleytt 30 mílur í suðaustur og það var óhemjumikið að sjá. Í gærkvöldi var eins og allt gufaði upp. Fyrst héldum við að fiskurinn hefði skellt sér niður á 100 faðma dýpi eða þar um bil, sem ekki er óalgengt, en það var ekki reyndin," segir Stefán Geir Jónsson, sem er skipstjóri á Lundey NS í yfirstandandi veiðiferð, í samtali við vef HB Granda í dag.

Stefán Geir segir að lítill afli hafi fengist í nótt sem leið og þegar ákveðið var að halda til hafnar hafi Lundey verið um 50 mílur frá miðlínunni milli Íslands og Færeyja og í dag séu flest skipin að veiðum um 30 til 40 mílur frá miðlínunni. Veiðisvæðið er því nú í 120 mílna fjarlægð beint austur frá Norðfirði. Svo virðist hins vegar sem veiðin hafi svo til þurrkast upp í Hvalbakshallinu og á Þórsbankanum, þar sem frystitogarar og uppsjávarveiðiskip hafa verið að makrílveiðum undanfarnar vikur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is