Færslur: 2013 Apríl29.04.2013 18:13Rækjuveðum hætt 1 Júli 2013 Rækuveiðar © Mynd þorgeir Baldursson Canadiskir Eftirlitsmenn i eftirliti á Flæmska Hattinum © mynd þorgeir Baldursson Veiðar á úthafsrækju byggja á sóknarstýringu og hefur verið ákveðið að veiðarnar verði stöðvaðar eigi síðar en 1. júlí. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þróunar veiða á yfirstandandi fiskveiðiári og til að tryggja ákveðinn fyrirsjáanleika. Þá má búast við að stjórn veiða á úthafsrækju komi til endurskoðunar fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs. Þetta kemur fram í frétt á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar er rakið að frá fiskveiðiárinu 2000/2001 hafi ekki verið aflað upp í útgefið aflamark. Þá var einnig vísað til skýrslu starfshóps ráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju frá 2010, þar sem ljáð var máls á því að tekin yrði upp sóknarstýring í stað aflamarksstýringar við stjórn veiða á stofninum, í því skyni að hvetja til betri nýtingar. Skrifað af Þorgeir 26.04.2013 11:44Heimilt að veiða 15000 tonn af makril i Grænlenskri lögsögu Polar Amaroq © mynd þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Skrifað af Þorgeir 25.04.2013 08:40Sigurður Ve 15 á leið i pottinn Sigurður ve á siglingu fyrir austan land með fullfermi © mynd þorgeir Baldursson Kristbjörn Árnasson (Bóbi) Fv skipstjóri á Sigurði ve 15 © mynd þorgeir Baldursson Sigurður Ve á leið i Krossanes með fullfermi af loðnu © mynd þorgeir Baldursson skipverjar á Sigurði Ve Dæla úr nótinni © mynd þorgeir Baldursson Sæmkvæmt frétt á siðu Tryggva Sigurðssonar www.batarogskip.123.is er aflaskipið Sigurður Ve 15 nú á leið i pottin fræga eftirfarandi frétt birtist þar og kann ég Tryggva bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 22.04.2013 21:45Ramóna Vélarvana fyrir Austan land Ramóna is 840 © Mynd þorgeir Baldursson 2013 Björgunarskip frá Neskaupstað er nú á leiðinni til að aðstoða fiskiskipið Ramóna ÍS austur af landinu en Ramóna varð vélarvana nú í kvöld. Tilkynning um það barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem hafði samband við björgunarsveitina í Neskaupstað. Engin hætta er á ferðum samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Heimild mbl.is Skrifað af Þorgeir 20.04.2013 20:05Ný skúta Norðursiglingar til heimahafnar á Húsavik Opal á siglingu á skjálfanda © mynd þorgeir Baldursson 2013 Glæsileg Skúta Opal © mynd Þorgeir Baldursson 2013 Skonnortan Opal sem Norðursigling festi kaup á í ársbyrjun kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík í gær. Tekið var á móti Opal og áhöfn hennar með viðhöfn enda um að ræða glæsilega viðbót í flota Norðursiglingar. Skútunni var siglt frá Ebeltoft í Danmörku, um Skotland og Færeyjar og gekk siglingin vel, undir seglum meiri hluta leiðarinnar. Samkvæmt Heimi Harðarsyni, skipstjóra Opal og eins eigenda Norðursiglingar reynist Opal afar vel, bæði traust og lipur til siglinga. Á Húsavík bíður Opal nýtt hlutverk sem leiðangurs- og hvalaskoðunarskip Opal er 32 metra löng, tvímastra skonnorta með 380 m2 seglaflöt, níu segl. Opal hefur káetur fyrir 12 farþega, í sex klefum, auk áhafnar. Um borð er 280 hestafla Scania vél og skipið er vel búið tækni- og öryggisbúnaði. Skrifað af Þorgeir 18.04.2013 22:57972 Kristin ÞH 157 á útleið frá Húsavik i dag Kristin þH leggur frá Bryggju á Húsvaik i dag © mynd þorgeir 2013 Gengið frá endum og gert sjóklárt © mynd þorgeir 2013 Haldið til hafs á ný © mynd þorgeir 2013 sett á stefnuna fyrir kvikmyndtökuliðið © mynd þorgeir 2013 OG bætti við vélaraflið © mynd þorgeir 2013 Kristin Þh var kvikmynduð á leið á miðin © mynd þorgeir Baldursson 2013 972 Kristin ÞH Skipið öslar öldurnar á útleiðinni © mynd þorgeir 2013 Það var ansi gaman að fylgjast með Linubátnum Kristinu ÞH 157 i eigu Visirs þegar hann hélt til veiða i dag eftir að hafa landað um 70 kerjum af þorski eftir stuttan túr á bryggjunni voru Erlendir fiskkaupendur sem að voru að taka myndband af skipinu við brottför og voru þeir hæst ánægðir með aðstæðurnar hérna á Húsavik Skrifað af Þorgeir 18.04.2013 21:03skipaumferð á Húsavik i dag Haförn ÞH fyrir utan fiskverkun GpG © Mynd ÞORGEIR 2013 Háey ÞH kemur til Löndunnar © Mynd þorgeir 2013 Eyrún þH kom sinnipartinn © mynd þorgeir 2013 Sigurpáll þH kom lika sennipartinn © Mynd þorgeir 2013 Aflabrögð voru æði misjön i dag enda sjóslamandi af norðvestri landanir og vikt má sjá á www.fiskistofa.is Skrifað af Þorgeir 16.04.2013 16:02Börkur NK 122 2827 Börkur NK 122 © Mynd þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013 Börkur NK 122 © Mynd Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013 Börkur Nk hélt i siðustu viku til kolmunnaveiða suður af Færeyjum eftir að skipið hafði verið i slipp á Akureyri þar sem að skipið var meðal annas málað i einkennislitum Sildarvinnslunnar Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 539 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061813 Samtals gestir: 50969 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:20:43 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is