Færslur: 2013 Ágúst31.08.2013 17:41Slippurinn i Gær
Skrifað af Þorgeir 30.08.2013 21:02Kaupfélag Fáskrúsfirðinga 80 ára
Skrifað af Þorgeir 30.08.2013 16:13Frá Öngli til maga
Þessa viku hefur áhöfnin á Húna II siglt tvær ferðir á dag með nemendur í sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar. Ferðirnar eru fræðslu og veiðiferðir og eru samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Grunnskóladeildar Akureyrarbæjar og Hollvina Húna II. Ferðirnar sem taka þrjá tíma byggjast upp á fræðslu um öryggisatriði, sögu Húna II, fræðslu um lífríki sjávar, fiskveiðar, fiskurinn krufinn, flakaður og grillaður. Þá er fræðsla um þau veiðarfæri sem notuð eru við handfæraveiðar. Í þessum ferðum hefur aflast vel og í flestum ferðum hafa nemendur séð hvali. Almenn ánægja er með ferðir þessar og þær taldar gott innlegg í skólastarfið. Skrifað af Þorgeir 29.08.2013 20:03Meira af sigurði Ve 15
Skrifað af Þorgeir 28.08.2013 20:26Sigurður ve 15 i pottinn i Danmörku
það var sigurjón Ingvarsson skipstjóri sem að sigldi skipinu utan ásamt fjórum öðrum og verður eflaust mikil eftirsjá i þvi en tilkynnt var i dag að von væri á öðru skipi i stað tveggja sem að munu hverfa úr rekstri
Skrifað af Þorgeir 26.08.2013 17:04Elding á leið i Hvalaskoðun
Skrifað af Þorgeir 25.08.2013 13:12Hvalaskoðunnarbátar Gentle Giants
Skrifað af Þorgeir 24.08.2013 00:45Smá myndasyrpa frá Húsavik
1030- Páll Jónsson Gk 7 © Mynd þorgeir 2013
Skrifað af Þorgeir 13.08.2013 17:50Gullver Ns 12 á heimleið eftir slipp
Gullver NS á siglingu út Eyjafjörð um KL 15 i dag áleiðis til heimahafnar á Seyðisfirði eftir slipp á Akureyri Skrifað af Þorgeir 12.08.2013 12:20Bobas N-30-BO nýr bátur frá Trefjum
Ný Cleopatra 36 til Vesterålen
Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Bø í Vesterålen sem er í Nordlandsfylki í Noregi. Kaupandi bátsins er Ansten Albrigtsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.
Báturinn hefur hlotið nafnið Bøbas. Báturinn mælist 15brúttótonn. Bøbas er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad og Furuno. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða. Búnaður til netaveiða kemur frá Lorentzen og Rapp í Noregi. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst. www.trefjar.is Skrifað af Þorgeir 11.08.2013 23:22Skipslikön i Borgarnesi 2013
Sá þessi likön i skóla i Borgarnesi i sumar og smellti nokkur myndum af fyrir gesti siðunnar
Skrifað af Þorgeir 10.08.2013 16:24Makrilveiðar um borð i Barða NK 120
Skrifað af Þorgeir 10.08.2013 16:09155 Lundey NS 14
Skrifað af Þorgeir 09.08.2013 15:25Samherji H/f kaupir linuskip
Skrifað af Þorgeir 09.08.2013 00:45Skipamyndir i Ágúst 2013
Miklar annir eru hjá starfsmönnum frystigeymsla Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þessa dagana. Vinnsluskipin koma hvert á fætur öðru til löndunar og eru þau gjarnan með fullfermi af frystum makríl og síld. Barði NK landaði í gær 184 tonnum, Vilhelm Þorsteinsson EA er að landa 480 tonnum og á morgun er Hákon EA væntanlegur með um 700 tonn. Á laugardag er síðan stærsta fiskiskip Íslendinga, Kristina EA, væntanlegt með um eða yfir 2000 tonn. Á þessum fjórum dögum eru því vinnsluskip að landa tæplega 3400 tonnum af makríl í frystigeymslurnar og er það með mesta móti. Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061976 Samtals gestir: 50970 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is