Færslur: 2014 Ágúst

31.08.2014 16:03

Árni Friðriksson RE 200 i slipp fyrir norðan

Hafrannsóknar skipið Árni Friðriksson kom til hafnar á Akureyri i lok vikunnar og var þegar tekið til við 

að háþrýstiþvo skipið og búa það undir slipptöku ekki veit ég hversu mikil vinna verður framkvæmd 

né hvað skipið á að vera lengi i slipp hérna fyrir norðan 

 

 

29.08.2014 19:49

Sturlaugur skiptir út vír fyrir Dynex

 

 

           Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 © ÞORGEIR 

 

 

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík í síðustu viku með tæplega 130 tonna afla sem fékkst í fjögurra daga veiðiferð á Vestfjarðamið. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins með Dynex togtaugar frá Hampiðjunni í stað hefðbundinna togvíra og að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra lofar frumraunin góðu.
,,Það er erfitt að setja einhverja mælistiku á reynsluna eftir aðeins einn túr en það komu engin vandamál upp. Helsti munurinn, sem ég sé, er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum með því að nota þessar togtaugar í stað togvíra. Þeir bregðast strax við og ,,skvera“ betur en áður. Við erum með flottrollshlera á botntrollinu og það er greinilegt að við náum meira bili á milli hlera en áður,“ segir Eiríkur.

Að sögn Eiríks var búið að vara hann við því fyrir veiðiferðina að hann myndi þurfa meiri lengd af togtaugum en sem nam víralengdinni.
,,Það reyndist ekki rétt. Við erum með 800 faðma eða um 1.400 til 1.500 metra af Dynex togtaugum á tromlunni en áður vorum við að nota 800 til 1.000 faðma af togvír. Fyrirferð togtauganna er aðeins meiri á tromlunni enda eru taugarnar 32 mm en vírinn var 30 mm. Munurinn liggur hins vegar í því að togtaugarnar eru tæpum tíu tonnum léttari en vírarnir og það hlýtur að skila sér í minna sliti á togvindum og blökkum. Annars vorum við að gera allt nákvæmlega eins og áður. Toghraðinn er þetta 3,5 til 4,0 mílur og mesti sjáanlegi munurinn er að það er mun auðveldara að stjórna toghlerunum en Guðmundur Gunnarsson, þróunarstjóri Hampiðjunnar, er að vonum ánægður með árangurinn.

,,Við lítum á þetta sem ákveðin tímamót. Sturlaugur H. Böðvarsson AK er fyrsti ísfisktogarinn þar sem hefðbundnum stálvírum er skipt út fyrir Dynex togtaugar. Árangurinn er uppörvandi en kemur okkur ekki sérstaklega á óvart. Eina togskipið í íslenska flotanum, sem notað hefur Dynex togtaugar fram að þessu á botntrollsveiðum, er Vestmannaey VE en þar um borð hafa taugarnar verið notaðar með framúrskarandi árangri allt frá árinu 2007,“ segir Guðmundur

28.08.2014 20:28

Breytingum lokið á Hákoni EA148

        Lagt af stað  veiðiferð © þorgeir 

                                Haldið til veiða © þorgeir 

Hákon EA er nú kominn úr breytingum á vinnsludekki, sem bæta meðferð og flokkun aflans um borð. Meðal annars stærðarflokkun á fiski, flutningi á fiski í  vinnslunni, vigtun og pökkun. „Fyrir vikið verður hægt að bjóða betri vöru á mörkuðunum. Þetta var 12 ára gömul vinnsla um borð, sem búið er að nota mikið,“ segi Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri  Gjögurs hf. í samtali við kvotinn.is.
Hákon er með um 4.000 tonna makrílkvóta og fer á veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld í lok vikunnar. Auk þess er skipið með heimildir í íslenskri síld, loðnu og kolmunna. „Með þennan takmarkaða makrílkvóta, sem við höfum fengið úthlutað gáfum við okkur góðan tíma í breytingarnar og töldum nóg að hefji veiðar ekki fyrr en nú.  Það var talið að einhverjir aðrir en vinnsluskip eins og Hákon, sem hafa alla tíð unnið aflann um borð til manneldis, ættu frekar að veiða makrílinn. Við höfum verið að þessum veiðum frá upphafi og eingöngu unnið um borð og því kannski skilað minna magni á land en margir aðrir, sem landað hafa í bræðslu. Á sínum tíma voru einhverjir stjórnmálamenn sem sögðu að tekið yrði tillit til þess hvað menn gerðu við makrílinn, þegar hann yrði kvótasettur. Þeir gerðu ekkert af því sem þeir sögðu meðan þeir voru enn við völd. Töluðu bara, en efndirnar urðu engar,“ segir Ingi Jóhann.
Gjögur gerir gerir auk Hákons út togbátana Áskel og Vörð og hafa þeir fyrir nokkru lokið sínum veiðiheimildum í makríl. „Það gekk vel hjá þeim og þeir kláruðu það sem þeir fengu, en síðan hefur verið að bæta við einhverjum smá slöttum, sem maður veit varla hvaðan koma. Það er ekkert sérstaklega gáfulegt að koma með þá svona í lokin. Það þykir yfirleitt betra að vita í upphafi vertíðar hve mikið má veiða, eða að minnsta kosti áður en skipin eru búin með heimildirnar og farin á aðrar veiðar,“ segir Ingi Jóhann.
Hann segir að horfur á uppsjávarmörkuðunum virðist nokkuð góðar þrátt sviptingar og sveiflur. Þeir muni halda sínu striki og vinna sem mest af afla sínum til manneldis um borð.
Hann segir jafnframt að útgerð togbátanna gangi vel og sömuleiðis landvinnsla fyrirtækisins á Grenivík og í Grindavík. „Það er góður mannskapur á öllum vígstöðvum og því gengur þetta allt vel,“ segir Ingi Jóhann.

Heimild www.kvotinn.is

myndir Þorgeir Baldursson 

 

27.08.2014 23:22

Túnfiskur i trollið Grænlandsmegin

F/t Ilivileq sem að er i eigu dótturfélags Brims Landaði um 9oo tonnum af Makril i Reykjavik i gær 

Eftir um 10 daga veiðiferð sem að telst þokkalegt og fengu þeir einn túnfisk sem að var um 

200 kiló Siggi Daviðs sendi mér nokkra myndir af honum og kann ég honum bestu þakkir fyrir 

 

                   EX  Skálaberg RE 7 Mynd þorgeir Baldursson 2014

               Allar myndir      © Sigurður Daviðsson 2014

                     © Siggi Daviðs 2014

                        © Siggi Daviðs 2014

                                      © Siggi Daviðs 2014

                 I  Krapavatni © myndir Sigurður Daviðsson 2014

27.08.2014 14:25

Börkur NK 122 Laus við allt Tóbak

 

Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Berki NK í febrúarmánuði sl. var tekin ákvörðun um að ekki yrði reykt um borð í skipinu.

Nokkrir í áhöfninni þurftu að taka sig á og hætta reykingum og notkun nef- og munntóbaks er ekki til staðar hjá áhöfninni.

Börkur er því laus við alla tóbaksnotkun og mættu ýmsar aðrar áhafnir taka sér það til fyrirmyndar.

 Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra var sérstakt reykherbergi í skipinu þegar það var keypt frá Noregi

en það hefur ekki verið notað eftir að Síldarvinnslan eignaðist það.

Hjörvar segir eftirfarandi um hvarf tóbaksins úr lífi áhafnarinnar:“ Að mínu mati skiptir þetta miklu máli og þarna fengu þeir fáu sem reyktu gullið tækifæri til að hætta.

Þeir gerðu það og sem betur fer hófst ekki notkun á nef- og munntóbaki í staðinn.

Þetta er þáttur í því að gera umhverfið um borð sem heilsusamlegast og öll umgengni um skip stórbatnar þegar tóbaksnotkun heyrir sögunni til.

Menn losna við reykingalyktina og staðreyndin er sú að allri tóbaksnotkun fylgir mikill sóðasakpur.

Ég hef engan heyrt kvarta um borð yfir hvarfi tóbaksins, þvert á móti held ég að allir séu ánægðir með að vera lausir við þennan ófögnuð.“

 

www.svn.is

26.08.2014 23:13

Skólaskipið Sæbjörg á Eyjafirði i dag

Nokkrar myndir af Sæbjörginni eftir skveringu hjá slippnum þar sem að eitt og annað 

var lagfært og svo var skipið heilmálað og var ekki annað að heyra á skipverjum að þeir væru 

mjög sáttir með slipptökuna og það sem að var gert 

En látum myndirnar tala sinu máli 

              Haldið heim Góða ferð Hilmar og Áhöfn Sæbjargar 

26.08.2014 22:47

2449 Steinunn SF 10 nýskveruð á heimleið

Hún var Glæsileg Steinunn SF 10 þegar hún lét úr höfn á Akureyri um kl 22 i kvöld 

áleiðis til Hafnar i Hornafirði steinunn er i eigu Skinney /þinganes og hét áður Helga RE 

Skipið var almálað ásamt öðru viðhaldi sem að tengist slipptöku 

og var verið unnið hjá slippnum á Akureyri www.slipp.is

                      2449 Steinunn SF 10 skömmu fyrir Brottför 

                           Bakkað frá Bryggunni og snúið 

                                    Lagt i hann  um kl 22 

                                     Lagt af stað heimleiðis 

 

26.08.2014 09:45

Birtingur NK með makril

           Birtingur NK 124 mynd þorgeir Baldursson 

Birtingur NK landaði makríl sem fékkst í grænlenskri lögsögu í Helguvík í lok síðustu viku.

Að löndun lokinni hélt hann til veiða úti fyrir Vesturlandi og er nú á landleið til Neskaupstaðar með tæp 400 tonn af góðum makríl.

Heimasíðan ræddi við Atla Rúnar Eysteinsson stýrimann í morgun þar sem báturinn var staddur í Bakkaflóadýpi og sagði hann eftirfarandi:

„Við fengum þetta í Kolluál í tveimur holum. Þarna var fínasta veiði frá því um klukkan þrjú á daginn og fram til morguns.

Makríllinn sem fékkst þarna er mjög góður og líklega stærri en fiskurinn sem fæst fyrir austan.

Við munum koma til Neskaupstaðar klukkan þrjú í dag og allur aflinn fer að sjálfsögðu til manneldisvinnslu.“

 

Í gær hélt Beitir NK til veiða að aflokinni löndun í Neskaupstað og var ákveðið að hann héldi á miðin fyrir vestan land.

www.svn.is

25.08.2014 20:54

Skipasyrpa i dag á Eyjafirði

           Hvalaskoðunnar báturinn Númi Við Hrólfssker i dag 

                 Flaggskipið   1395 - Kaldbakur EA 1 á útleið 

                                   1395 -Kaldbakur EA 1 

          6838-Ásdis EA 250 © mynd Þorgeir Baldursson 25-8 -2014

                Gunni á Ásdisi fór grunnt við Hjalteyri i dag © þorgeir 

13.08.2014 12:00

Akureyri i morgun

Smá myndahringur i morgun fremur rólegt yfir svæðinu læt myndirnar tala sinu máli 

              Sæbjörgin kominn úr slipp © mynd þorgeir Baldursson 2014

      Glæsleg eftir skveringuna hjá slippnum © mynd þorgeir 2014

     Steinunn SF 10 i brautinni og Eyborgarmenn að vinna i trollinu

    2870  Linubáturinn Anna EA 305 i flotkvinni © Þorgeir 2014

     2178 Sæborg NS 40 verið að skipta um Botnstykki © þorgeir 2014

 

12.08.2014 21:53

SturlaugurH Böðvarsson á landleið með góðan túr

Heldur farið að draga úr karfaveiði á Vestfjarðamiðum

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK er nú á landleið með um 110 til 115 tonna afla af Vestfjarðamiðum,

að því er fram kemur á vefHB Granda. Er rætt var við Eirík Jónsson skipstjóra fyrr í dag

var skipið statt vestur af Barðanum og áætlaður komutími til Reykjavíkur er snemma í fyrramálið.

,,Það er búin að vera fínasta veiði í allt sumar en maður finnur að þorskurinn er aðeins farinn að gefa eftir

 á Vestfjarðamiðum og karfaveiðin sömuleiðis. Menn áttu alveg von á því að karfaveiðin drægist saman þegar kæmi fram í ágúst

líkt og gerðist í fyrrasumar. Það er hins vegar enn nóg af ufsa á miðunum og það er í samræmi við væntingar,“ segir Eiríkur.

         Sturlaugur H Böðvarsson AK á landleið © Mynd þorgeir 2014

11.08.2014 18:08

Makrilveiðar á Steingrimsfirði 2014

Skrapp i nokkra daga vestur á Hólmavik til að mynda makrilbáta þetta var einstaklega skemmtilegt 

að fylgjast með þessum veiðiskap en myndirnar segja meira en mörg orð sæmkvæmt frétt 

á mbl.is 

Þetta leit sæmi­lega út fyr­ir helgi en svo virðist veiði hafa dottið niður,“ seg­ir Borg­ar Þór­ar­ins­son, hafn­ar­vörður á Hólma­vík, spurður um mak­ríl­veiði helgar­inn­ar.

„Veiðin var í lagi á laug­ar­dag en frek­ar döp­ur á sunnu­dag,“ seg­ir hann, en tæp­um 50 tonn­um af mak­ríl var landað um helg­ina í Hólma­vík­ur­höfn.

Á laug­ar­dag komu að landi 38,5 tonn af mak­ríl á 16 bát­um. „Það veiddu ekki marg­ir virki­lega vel en það var svona kropp samt,“ seg­ir Borg­ar.

„Það voru 3 bát­ar sem stóðu svo­lítið upp úr og voru með um 5 tonn hver. Aðrir voru með tölu­vert minna og það deild­ist jafnt.“

Á sunnu­dag veidd­ust ekki nema tæp 11 tonn, en þá lönduðu 12 bát­ar.

                                           Addi Afi  

                                          Kristleifur 

                                             Skúli 

                                    Krókarnir Græjaðir

                            Skipverji á Björgu Hallvarðs AK 

 

02.08.2014 20:23

Seiglubátar á Eyjafirði

Tveir Seiglubátar smiðaðir árið 2009 og 2011 fyrir Noregsmarkað 

Sjögutt SF-81-B Þarna var um -20 stiga Frost og er útkoman flott

Ingvaldson F-6 BD smiðaður 2011

          

  

                                Ingvaldson F-6 BD 2011

                          Glæsilegur bátur Ingvaldson F-6 BD 2011
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061976
Samtals gestir: 50970
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 07:03:21
www.mbl.is