Nordfjord ©mynd Theo Kruizinga
Lögreglan í Borgarnesi handtók skipstjóra á flutningaskipi í Grundartangahöfn í kvöld. Tollverðir sem fóru um borð í skipið létu lögreglu vita af því að skipstjórinn gæti verið ölvaður, þar sem hegðun hans þótti bera vitni um það.
Maðurinn var látinn blása í mæli og kom þá í ljós að hann var undir áhrifum, en skipið sem hann stjórnaði drukkinn er mjög stórt. Það er 111 metra langt og flytur hráefni til stóriðjunnar á Grundartanga.
Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum og hann yfirheyrður. Að því loknu var honum ekið aftur til skips þar sem honum var gert að sofa úr sér.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi eru svona uppákomur ekki algengar í þeirra umdæmi Heimild www.MBL.IS
N/A Blog|WrittenBy Þorgeir