Kategori: Björgunnar æfingar á sjó þyrlur09.06.2012 00:46Sjóslysaæfing á á Skjálfanda og Húsavik Sylvia i eigu GG kemur til hafnar © Mynd Þorgeir Baldursson Hvalaskoðun Frá Húsavik © Mynd þorgeir Baldursson 2010 Sjóslysaæfing á Skjálfanda og Húsavík Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík laugardaginn 9. júní nk. í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna. Æfð verða viðbrögð við bruna um borð í hvalaskoðunarskipi. Markmið æfingarinnar eru einkum að prófa nýja viðbragðsáætlun sem ber yfirskriftina: "Sjóslys á Skjálfanda: Hópslys á Húsavík - hvalaskoðunarbátar og önnur farþegaskip". Fjarskiptamál verða könnuð sérstaklega ásamt flæði þolenda frá slysstað á sjúkrahús. Þá er það meginmarkmið að kanna hvort viðbragðsaðilar í umdæmi lögreglunnar á Húsavík hafi nægar bjargir til að takast á við hópslys á sjó. Undirbúningur æfingarinnar hefur staðið yfir um nokkra hríð og byggir á skipulagi og fræðslu fyrir þátttakendur en það eru lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, deildir Rauða kross Íslands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Samráðshópur áfallahjálpar í umdæminu mun einnig taka þátt í æfingunni. Fræðslan er í höndum ráðgjafa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunni á Akureyri, Rauða krossi Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Neyðarlínan mun sjá um boðun viðbragðsaðila til æfingarinnar og verður boðunaræfing haldin fimmtudaginn 7. júní nk. Sjóslysaæfingin verður sett í íþróttahöllinni á Húsavík kl. 9.00 að morgni laugardagsins 9. júní og er gert ráð fyrir að rýnifundur vegna æfingarinnar hefjist að henni lokinni kl. 13.30 sama dag. Söfnunarsvæði slasaðra verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars en jafnframt verður fjöldahjálparstöð opnuð í Borgarhólsskóla. Búast má við að umferð um hafnarsvæðið verði takmörkuð meðan á æfingu stendur. Heimild www.lhg.is © myndir Þorgeir Baldursson N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
|
Arkiv
Um mig Namn: Þorgeir BaldurssonMobilnummer: 8620479Mejladress: thorgeirbald62@gmail.comPostadress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðPlats: HörgárbyggðOm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLänkar
Antal sidvisningar idag: 1583 Antal unika besökare idag: 20 Antal sidvisningar igår: 1858 Antal unika besökare igår: 51 Totalt antal sidvisningar: 1062857 Antal unika besökare totalt: 50974 Uppdaterat antal: 22.12.2024 08:06:47 |
© 2024 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel