Kategori: Snekkjur

29.07.2012 18:10

I leit að HMS Hood

                     Ockopus á Eyjafirði i ágúst 2010 © Mynd þorgeir Baldursson

             félagarnir Paul Allen til hægri mynd af mbl.is 

                                  HMS  Hood mynd af mbl.is

                                  HMS Hood mynd af mbl.is

Milljarðamæringurinn Paul Allen mun rata í enn eitt ævintýrið á næstu vikum. Allen mun sigla lystisnekkju sinni Octopus  í samfloti við konunglega breska sjóherinn að flaki skipsins HMS Hood þegar Ólympíuleikarnir í Lundúnum renna sitt skeið á enda.

Orrustuskipið HMS Hood var skotið niður af þýska herskipinu Bismarck árið 1941. Skipið er það stærsta á vegum breska sjóhersins sem tapað hefur í orrustu á sjó, en alls 1.415 manna áhöfn drukknaði þegar skipið sökk. Hood sökk í hinu ískalda Danmerkusundi milli Grænlands og Íslands. 

Samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun The New York Post um málið leggur sjóherinn upp í rannsóknarleiðangur með það að markmiði að hafa uppi á bjöllu sem var um borð í skipinu, en finnist bjallan verður hún til sýnis í nýjum sýningarsal konunglega sjávarminjasafns Breta í Portsmouth, sem opnar árið 2014. Allen styrkir leiðangurinn og tekur þátt í honum, en búist er við að opinberlega verði tilkynnt um leitarferðina í dag.

"Mjög takmarkaður tími gefst til leitarinnar vegna veðuraðstæðna," segir talsmaður breska sjóhersins.  "Endurheimt skipsbjöllu úr flaki hefur alltaf verið mjög mikilvæg, en bjöllur hafa í margar aldir verið notaðar um borð í skipum í tilkynninga- og öryggisskyni," segir talsmaðurinn. "Þær eru mikilvæg hefð á hafi úti og eru oft notaðar í minningarathöfnum," bætir hann við.

Lánar snekkjuna endurgjaldslaust

Allen, sem er einn af stofnendum Microsoft, segist mjög bjartsýnn á árangur leiðangursins . Aðkoma hans að leiðangrinum er í samstarfi við köfunarfyrirtækið Blue Water Recoveries, sem upphaflega hafði uppi á flakinu Hood árið 2001. Talið er að hin gríðarþunga og stóra látúnsbjalla sé staðsett nokkru utan við flakið.

Octopus, lystisnekkja Allens er 4141 fet á lengd og hefur að geyma tvær þyrlur, fjarstýrð köfunartæki og kafbát.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Allen býður snekkjuna fram til leitarstarfa því í apríl síðastliðnum lánaði hann skipið til leitar í Kyrrahafi eftir að flugvél hvarf á þeim slóðum. Snekkjan er í höfn í austurhluta London. 

"Paul lánar snekkju sína án endurgjalds í leiðangurinn, sem gerir sjóhernum kleift að sýna breskum almenningi bjölluna,"segir talsmaður Allens í samtali við fjölmiðla. "Um er að ræða viðamikið samstarfs sem við höfum fulla trú á að muni skila sér í viðeigandi minningarathöfn fyrir skipið og áhöfn þess," sagði hann enn fremur.

Heimild Mbl.is


               
  • 1

Um mig

Namn:

Þorgeir Baldursson

Mobilnummer:

8620479

Postadress:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Plats:

Hörgárbyggð

Om:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Länkar

Antal sidvisningar idag: 1369
Antal unika besökare idag: 19
Antal sidvisningar igår: 1858
Antal unika besökare igår: 51
Totalt antal sidvisningar: 1062643
Antal unika besökare totalt: 50973
Uppdaterat antal: 22.12.2024 07:45:45
www.mbl.is