Blogghistorik: 2011 N/A Blog|Month_11

29.11.2011 23:07

Norðurljósin Séð i gegnum Nætursjónauka

Norðurljósin séð í gegnum nætursjónauka

29. nóv. 2011

Þriðjudagur 29. nóvember 2011

Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar  kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka.  Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið.

Nætursjónaukar hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir. Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi. Þetta þarf að hafa í huga við björgunaraðgerðir þegar þyrlan kemur á vettvang í myrkri. Þá þarf að lágmarka alla birtu á staðnum til að hægt sé fyrir þyrluáhöfnina að athafna sig með nætursjónaukum.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru báðar eru með nætursjónaukabúnað sem hefur gerbreytt starfsumhverfi og möguleikum þyrluáhafna til að sinna starfi sínu að nóttu til. Að nota nætursjónauka er vissulega mjög ólíkt því að vinna i dagsbirtu. Sjónsvið við notkun þeirra er aðeins 40 gráður sem líkja má við það að horfa í gegnum klósettrúllu.  Einnig nýtast nætursjónaukar ekki við aðstæður þar sem ekki er tunglsljós og alskýjað,  þar sem þá er ekkert ljós til að magna upp. Einnig hefur græni liturinn þau áhrif að dýptarskyn minnkar. Er því mjög mikilvægt að vera í góðri þjálfun við notkun þeirra.

Naetursjonaukar_28112011266

Þessi glæsilega mynd af Norðurljósunum var tekin af áhöfn TF-LIF, í gegnum nætursjónauka, þegar þyrlan var í þriggja kílómetra hæð yfir norðurenda Langjökuls um kl. 23:30 þann 28. nóvember.

Heimild Landhelgisgæslan www.lhg.is

29.11.2011 09:39

Akureyri i morgun vetrarmyndir

                            Slæmt skyggni i morgunsárið  © mynd Þorgeir 2011

                                       Krossanesbraut © mynd Þorgeir 2011

                            Kristina EA 410 © mynd Þorgeir 2011

                            Hafnsögubáturinn Sleipnir © mynd Þorgeir 2011

             Aðstoðar við að festa rannsóknarskipið Poseinon við Bryggju © mynd Þorgeir 

                          Kaldbakur EA 1 við Bryggju © mynd Þorgeir 2011

                          Árbakur Ea 5 og Alpha HF 32 © mynd þorgeir 2011

          Jólatréð á Ráðhústorgi © mynd þorgeir 2011

Víkurskarðið er enn lokað, þar er flutningarbíll fastur. Eins loka snjóflóð Ólafsfjarðarmúla, ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur og beðið er með mokstur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Austan Víkurskarðs er víða stórhríð og hálka. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxi. 

Á Vesturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku og snjóþekja og stórhríð á Holtavörðuheiði. Annars er víða hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Á Vestfjörðum er Ófært og beðið er með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og á Kettshálsi og þungfært og skafrenningur í Ísafjarðardjúpi og á Kleifarheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Á Norðvesturlandi stórhríð og hálka við Gauksmýri, ófært og mokstur í gangi á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og mokstur í gangi á Vatnsskarði, Þæfingsfærð og stórhríð er á milli Sauðárkróks og Hofsós og stórhríð og ófært á Siglufjarðarvegi. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Suðurlandi og Reykjanesi. Á Suðausturlandi er víða hálka. Heimild vikudagur.is


28.11.2011 23:28

2400-Hafdis SU 220

                   Hafdis i öldudal við Norðfjarðarhornið © mynd Þorgeir 2011

                                  Lyftist á Bárunni © mynd þorgeir 2011

                                    Millibólið tekið © mynd þorgeir 2011

                                og baujan að koma © mynd þorgeir 2011

                                     Klárað að draga linuna © þorgeir2011

                                   Og sett á landstim © mynd þorgeir 2011

Ekki fer miklum sögum af aflabrögðum hjá  þennan dag en kanski kemur einhver hérna inn sem að getur sagt okkur afla bátsins þar sem af er árinu og vil ég nefna helstan til sögunnar 
Gisla Reynisson sem að heldur úti siðunni www.aflafrettir.com þar sem að er að finna griðarlega 
mikið magn af löndunum mörg ár aftur i timann

28.11.2011 14:45

Góð aðsókn við að skoða Þór á Akureyri

                     Varðskipið Þór og Frosti þH við bryggju i morgun © þorgeir 2011

                                  Stórt og tignarlegt © mynd þorgeir 2011

                            Gestir streymdu um borð til að skoða © mynd þorgeir 2011

                  Mart að sjá og vöktu springer bátarnir mikla athygli © mynd þorgeir 2011

                          Úr brúnni i morgun © mynd Kristján Vikudagur 

         Páll Geirdal Yfirstýrimaður sýnir gestum stjórntæki i brú © mynd Kristján vikudagur

Varðskipið Þór verður til sýnis á Akureyri í dag og á morgun en skipið lagðist að Oddeyrarbryggju í morgun, eins og fram kemur hér neðar á síðunni. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið frá kl. 13:00-18:00 og á morgun þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, lögreglumenn, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, sem og björgunarsveitarmenn fengu forskot á sæluna og skoðuðu skipið í morgun. Það voru þeir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Páll Geirdal yfirstýrimaður sem sýndu skipið.Þokkaleg aðsökn hefur verið i dag og hefur allt gengið vel að sögn skipverja heimild Vikudagur.is

27.11.2011 23:10

Varðskipið Þór til sýnis á Akureyri


                           Varðskipið Þór © mynd Þorgeir Baldursson 2011

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Akureyrar á mánudagsmorgun og er áætlað að skipið verði opið til sýnis við Oddeyrarbryggju á morgun frá kl. 13:00-18:00 og þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00.

Varðskipið var afhent í Chile 23. september síðastliðinn og hófst siglingin til Íslands 28. september.  Mánuði síðar eða 26. október kom varðskipið til Vestmannaeyja sem var fyrsta höfn skipsins hér á landi.  Eins og fram hefur komið mun Þór koma víða við um landið á næstu mánuðum þar sem skipið verður til sýnis fyrir alla áhugasama. Nú hafa um 14.500 manns komið um borð og skoðað skipið þar sem það hefur verið til sýnist í Vestmannaeyjum, Reykjavík,  á Neskaupstað, Reyðarfirði og Ísafirði.

Heimild www.mbl.is

Hérna koma svo Tæknilýsingar á skipinu af vef Landhelgisgæslunnar www.lhg.is 

VERKEFNI VARÐSKIPSINS

Löggæslu- og landamæraeftirlit Björgunaraðgerðir Auðlindagæsla Leitar og björgunaraðgerðir (SAR) Fiskveiðieftirlit

Færanleg stjórnstöð í neyðaraðgerðum

Dæmi um fjölbreytta notkunarmöguleika skipsins:

 Þyrlueldsneytisbúnaður. Þ.e. getur gefið þyrlum á flugi eldsneyti (HIFR).

 Olíuhreinsibúnaður (ORO)  Slökkvibúnaður FiFi-1  Fjölgeislabúnaður sem notaður er

við dýptarmælingar og neðan-

sjávarleit af ýmsu tagi.  Skipið getur flutt 6 gáma á þilfari og

3 gáma í lest.  Sérstaklega styrktur fyrir siglingu í ís.  Skaffað rafmagn í land frá skipinu.

TÆKNIUPPLÝSINGAR

V/S ÞÓR Fjölnota varðskip

Dráttarvinda stærri

250 T bremsukraftur. 50 T togkraftur. Tension system. (Eftirgefanlegt átak) Fjarstýring í brú.

Dráttarvinda minni:

100 T bremsukraftur. 31 T togkraftur. Fjarstýring í brú.

Hífibúnaður

1 krani 105 tonn/mtr 1 krani 8 tonn/mtr

Flokkur

LRS +100, Ice class 1B + LMC, UMS, Occasional Oil Recovery Duties, EP, DP (AM) CAC3, FI-FI 1

Tanka og lestarrými

Þilfar, laust rými Lestarrými 400m2

Björgunarbúnaður

MOB bátur: 2 x Norsafe Magnum 750 Min. hraði 35 hnútar. Davit: Mc.Gregor Björgunarbátar: 6 x Viking 25 manna

Vélar - Rolls-Royce Marine

Aðalvélar Ljósavélar Neyðar og hafnarvél Ásrafalar Gírar aðalvéla eru með kúplingu við skrúfu- ás þannig að hægt er að nota ásrafala og hafa skrúfur útkúplaðar.

Skrúfubúnaður

2 x Rolls-Royce KaMeWa skiptiskrúfur með fjöðrunarbúnaði.

Stýri

2 x Rolls-Royce Ulstein flapsastýri.

Hliðarskrúfur

3 x Rolls-Royce Ulstein 450 kW. 2 að framan 1 að aftan. Azimuth skrúfa 883 kwW

Samhæft stjórnkerfi

Samhæfður búnaður stjórntækja, vélbúnaðar og staðsetningartækja (DynPos /Joystick System) sem veitir aukna nákvæmni í stjórn skipsins. Hægt er að láta skipið halda kyrru fyrir í ákveðinni stöðu, með mikilli nákvæmni.

Andveltibúnaður

Rolls-Royce marine stabilizing system (Passive Roll Reduction System).

Olíuhreinsibúnaður - ORO

Olíuvarnargirðing (Oil Boom). Norlense R- Series system 300 m. NO-800-R Offshore-boom. Olíuskilja (Oil Skimmer). Lamor Free Floating Brusch skimmer LFF 100

2x4500 kW. 4x550 kW. 180 kW. 2x1600 kW.

300 m2

Lengd Breidd Hæð Mesta djúprista Brúttótonn 3.920 Almennt

Eldsneyti Ferskvatn Eldsneyti/glatolía Glatolía (ORO) Ballest (sjór) Þyrlueldsneyti

Orkustjórnunarkerfi

Maren frá Marorku

1118 m3 298 m3 268 m3 407 m3 839 m3

56 m3

93,80 m 16,00 m 32 m 5,80 m

Ganghraði Flokkun ísstyrkingar Áhöfn/björgunarbúnaður 18/48 Dráttargeta 120 T Dráttargeta Varðskipið er vel búið dráttarbúnaði og hefur alla eiginleika dráttarskips. Snúnings- punktur dráttarvírs er fyrir framan stýri og skrúfur og því auðvelt að breyta stefnu þó svo að verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.

19,5 hnútar 1 B

Landhelgisgæsla Íslands Icelandic Coast Guard

Nánari upplýsingar www.lhg.is

27.11.2011 15:18

Nokkur skip á sjó i haust

                       Viking M0337 Rússi Ex Ólafur Jónsson GK © Mynd þorgeir 2011

                       Aquamarine M-0272 Rússi  © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                           Nordstar M-30-G AAlasund Norge © mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Kiel Nc 105 Cuxhaven © Mynd Þorgeir Baldursson 2011

26.11.2011 17:39

Ontika á Grand Bank

                                Ontika á Rækjuveiðum á Grand Bank 

24.11.2011 22:49

2288 Pétur Jónsson RE 69 á Flæmska Hatti

                 Pétur Jónsson RE 69 © mynd Þorgeir Baldursson 

                     2288-Pétur Jónsson RE 69  © mynd Canadiska Strandgæslan  
  

23.11.2011 23:30

Rannsóknarskip á Heimleið

                  2266- Rannsóknarskipið Neptune EA 41 © mynd þorgeir Baldursson 2010 

               1412-Rannsóknarskipið Poseidon EA 303 © Mynd þorgeir Baldurssson 2010
Rannsóknarskipin munu vera við bryggju á Akureyri i fyrramálið en þau munu bæði að vera að koma úr verkefnum erlendis þar sem að þau hafa verið að kortleggja hafsbotnin þar sem að leggja þarf gas eða oliu lagnir og er búnaður þessara tveggja skipa með þvi allra fullkomnasta sem að til er i dag og eftirspurn eftir svona skipum talverð vegna þess að i þeim er búnaður sem að getur haldið þeim allveg á sama puntinum 

23.11.2011 14:19

Þór i slipp á Akureyri

                       Þór á Eyjafirði i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2011

               Á leið i Flotkvina  © mynd þorgeir Baldursson 2011

                            Kominn Hálfa Leið © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                Kominn upp © mynd þorgeir Baldursson 2011
Nýja varðskipið Þór kom til Akureyrar í dag og var skipinu siglt beint í flotkví Slippsins, þar sem gera þarf örlitlar lagfæringar á botni þess. Þegar kafarar gæslunnar köfuðu undir skipið við bryggju í Reykjavík kom í ljós að boltar sem halda grindum fyrir sjóinntöku voru lausir. Herða á þessa bolta og jafnvel skipta um þá. Varðskipið er í eins árs ábyrgð hjá skipasmiðastöð þess og allur kostnaður sem af þessu hlýst fellur á hana. Heimild Vikudagur.is Kristján

22.11.2011 15:28

Óvænt Heimsókn

          Góður gestur i heimsókn  © mynd þorgeir 2011
Það eru stundum skemmtileg augnablik til sjós þessi litli fugl kom i heimsókn til okkar 
um borð i varðskipið  Týr þegar skipið var við eftirlit á Flæmska Hattinum i lok sepember 
og undi sér vel á handarbaki eins eftirlitsmansins skamma stund

17.11.2011 19:40

Nýtt skip Til Isafjarðar

                    Borgin KL 717 sem að mun fá nafnið Isbjörn is © mynd þorgeir Baldursson

Nýr skuttogari bætist í skipaflota Ísfirðinga innan tíðar. "Ég var að skrifa undir kaup á 1000 tonna skuttogara. Næsta mál er að setja skipið í slipp fyrir sunnan og gera það sjófært og vonir standa til að það komist á veiðar um miðjan janúar," segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa og eigandi útgerðarfélagsins Birnis sem standa sameiginlega að kaupum skipsins. "Þetta er skip sem við vonumst til að fiski eitt til tvö þúsund tonn af rækju á ári hér og þar. Það verður skráð á Íslandi og verður gert út frá Ísafirði. Það kemur til með að heita Ísbjörn," segir Jón. 

Aðspurður um hversu mikil áhrif þetta muni hafa fyrir rækjuvinnsluna segir hann: "Þetta mun laga öflunarstöðu Kampa um 20-25% þannig að við þurfum að kaupa minna hráefni." Þá muni koma skipsins einnig skapa störf. "Yfirleitt á svona skipi sem er úti þrjár vikur í senn eru tvær áhafnir þannig að! við sjáum fram á þarna verði 22-24 störf í framtíðinni." Heimild www.bb.is
Það var skipasalan Alasund sem að sá um söluna www.alasund.is



16.11.2011 19:06

Túr Með Beitir Nk 123

                        Neminn settur á © mynd þorgeir Baldursson 2011

             Kristinn Snæbjörnsson og Höfulinustykkið © mynd þorgeir Baldursson 2011

                             Belgjunum lásað á © mynd Þorgeir Baldursson 2011

                             Trollið látið fara © mynd þorgeir Baldursson 2011

                              Hlerunum slakað © mynd þorgeir Baldursson 2011  
Siðuritari skrapp i sumar einn tveggja daga túr með Beitir Nk 123 og var skipið að fiska Makril 
ásamt þvi að tekið var talsvert af sild og var aflinn um 650 tonn 
Sjá viðtal við Sturla Þórðarsson skipstjóra i Fiskifréttum þann 1/9 2011 

14.11.2011 22:19

Arctic Svan með mettúr af Grálúðu

                       Arctic Svan © i Tromsö mynd þorgeir Baldursson 2011

Norski togarinn Arctic Swan landaði nýlega 566 tonnum af grálúðu af Grænlandsmiðum og nam aflaverðmætið 19,5 milljónum norskra króna eða jafnvirði 400 milljóna íslenskra króna.

Í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna kemur fram að  þetta sé mjög nálægt því að vera
verðmætamet í norska fiskiskipaflotanum en metið á frystitogarinn Langvin sem landaði fyrir tveimur árum karfaafla að verðmæti 19,6 milljóna norskra króna.

Metið í uppsjávarflotanum á hins vegar Selvåg senior sem fékk 11 milljónir norskra króna eða jafnvirði 226 milljóna íslenskra króna fyrir 850 tonna makrílfarm fyrr í haust en þar var um ferskan afla að ræða.

Heimild Fiskifréttir

13.11.2011 13:59

Enniberg Tn 180

                             Enniberg Tn 180 © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Enniberg á karfaveiðum i sildarsmugunni fyrr á þessu ári  fleiri myndir munu birtast hérna innan skamms og þá væntanlega meiri brælumyndir 

Um mig

Namn:

Þorgeir Baldursson

Mobilnummer:

8620479

Postadress:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Plats:

Hörgárbyggð

Om:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Länkar

Antal sidvisningar idag: 1583
Antal unika besökare idag: 20
Antal sidvisningar igår: 1858
Antal unika besökare igår: 51
Totalt antal sidvisningar: 1062857
Antal unika besökare totalt: 50974
Uppdaterat antal: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is