Blogghistorik: 2025 Visa kommentarer04.07.2025 00:12Kleifarberg RE 70 á leið i PottinnMikið aflaskip verður rifiðMars tilbúinn í dráttinn til Noregs. FF MYND/JÓN PÁLL
Deila Undirbúningur hefur staðið að undanförnu að því að draga Mars RE, áður Kleifaberg RE og þar áður Engey RE 1, til Noregs þar sem þetta 51 árs gamla fræga aflaskip verður rifið niður í frumeindir. Skipið var smíðað fyrir Ísfell hf. í Póllandi árið 1974. Það var gert út í 24 ár sem Engey RE en selt árið 1998 til Ólafsfjarðar og fékk þar nafnið Kleifaberg ÓF. Síðar komst það í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og kom úr sinni síðustu veiðiferð árið 2020. Þetta mun vera siðasti svokallaðra pólverjar Man einhver hvað þau voru mörg og hvað þau hétu ? Fyrstu tvo áratugi þessarar aldar nam afli Kleifabergs RE um 168.000 tonnum. Skipaþjónustan keypti skipið 2021. Bragi Már Ævarsson sem rekur Skipaþjónustu Íslands ásamt bróður sínum, Ægi Erni, segir mikinn tíma hafa farið í samskipti við „kerfið“ til að undirbúa dráttinn á skipinu til Noregs. Árið 2019 keypti fyrirtækið dráttarbátinn Herkúles sem hefur verið við bryggju síðan þá. Hann verður nýttur til að draga Mars til Noregs en Mars hefur að undanförnu verið í Akraneshöfn.
„Við erum að bíða eftir síðustu pappírunum. Eftirlitsiðnaðurinn lætur ekki að sér hæða,“ segir Bragi. Mars verður dreginn til Noregs þar sem hann verður rifinn hjá Green Yard í Fedafirði ekki langt frá Flekkefirði. Bragi segir að verð á brotajárni hafi hækkað en það þurfi að hafa mikið fyrir hlutunum til þess að hafa eitthvað upp úr þessu. Herkúles er einn þriggja öflugra dráttarbáta sem fyrirtækið átti. Einn þeirra var seldur en annar er í leiguverkefnum við Kanaríeyjar. „Við gerum bátana út erlendis því það er engin verkefni að hafa hér. Hér er þjónusta af þessu tagi rekin af ríki og sveitarfélögum.“ Aðstoða við þáttagerð BBC Þegar Herkúles hefur dregið Mars til Noregs verður hann eftir og fer í leiguverkefni. Skipaþjónustan á einnig Argus, 68 metra langt skip í ísklassa A1 super, sem notað var til að þjónusta starfsmenn námuvinnslufyrirtækis á Grænlandi. Mars var einnig í þeim verkefnum. Að undanförnu hefur Argus verið í verkefnum við Suðurskautslandið, meðal annars við hvalatalningu og þjónustu við tökulið frá breska ríkissjónvarpinu, BBC, sem er að gera nýja þáttaröð, Planet Earth með Richard Attenborough. Argus er núna í slipp í Portúgal og heldur svo aftur til Suðurskautslandsins. N/A Blog|WrittenBy Þorgeir 01.07.2025 19:25Blængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur 1/7/2025 | FréttirBlængur með góðan túr og reynslumikill skipsfélagi kvaddur1/7/2025 | Fréttir ![]() Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var 676 tonn upp úr sjó og verðmæti hans er 442 milljónir króna. Aflinn var langmest ýsa og ufsi en síðan var töluvert af þorski og öðrum tegundum. Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri sagði að túrinn hefði verið tíðindalítill. ”Við vorum að veiðum fyrir austan land allan túrinn, mest á Breiðdalsgrunni og í Hvalbakshallinu. Það var bræla fyrstu dagana en síðan var gott veður allt til loka. Í lok túrs kvöddum við reynslumesta manninn í áhöfninni en það er Sigurður Breiðfjörð. Það er eftirsjá að honum en hann er að hætta eftir langan og farsælan sjómannsferil. Sigurður er hörkuduglegur, jákvæður og skemmtilegur auk þess að búa yfir ótrúlegri reynslu,” sagði Sigurður Hörður. ![]() Heimasíðan ræddi stuttlega við Sigurð Breiðfjörð og spurði hann hvers vegna hann væri að hætta. ”Ég er að hætta vegna aldurs. Ég er orðinn 65 ára og ég vil hætta áður en ég verð bara fyrir strákunum þarna um borð. Ég hef verið hátt í 50 ár á sjónum og það finnst sjálfsagt mörgum að nóg sé komið. Ég hóf sjómannsferilinn kornungur á netabáti en síðan náði ég því að vera háseti á síðutogaranum Maí. Það eru ekki margir núverandi sjómenn sem voru á gömlu síðutogurunum. Ég var síðan á ýmsum bátum en að því kom að togararnir tóku yfir. Ég var til dæmis á Apríl, Ými og Rán. Þá lá leiðin til Noregs þar sem ég var á togara frá Álasundi og síðan var ég reyndar um tíma á dönskum bátum. Árið 2001 lá leiðin aftur til Íslands og ég var á nokkrum togurum eins og Þór, Venusi, Sturlaugi, Örfirisey og Höfrungi. Á Blæng fer ég árið 2021 og hef verið þar háseti síðan. Mér hefur líkað einstaklega vel að vera á Blængi. Á Blængi eru hörkuskipstjórar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfnin er jákvæð og samviskusöm. Blængur er rúmlega 50 ára gamalt skip en það hefur fiskast ótrúlega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð. Það eru sjálfsagt ekki allir sem gera sér grein fyrir því að pláss á Blængi er með bestu togaraplássum á landinu og það hefur verið frábært að vera á þessu skipi. Nú fer ég að slappa meira af en hingað til en ég kveð skipsfélagana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eftir að ganga vel áfram sem hingað til,” sagði Sigurður Breiðfjörð. N/A Blog|WrittenBy Þorgeir
|
Arkiv
Um mig Namn: Þorgeir BaldurssonMobilnummer: 8620479Mejladress: thorgeirbald62@gmail.comPostadress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðPlats: HörgárbyggðOm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLänkar
Antal sidvisningar idag: 2409 Antal unika besökare idag: 91 Antal sidvisningar igår: 11180 Antal unika besökare igår: 51 Totalt antal sidvisningar: 1647945 Antal unika besökare totalt: 61594 Uppdaterat antal: 8.7.2025 21:21:10 |
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel