Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_11

11.11.2016 14:42

1281 Múlaberg Si 22

                     1281 Múlaberg Si 22 Mynd þorgeir Baldursson  2012

11.11.2016 14:31

Nökkvi Bundinn

 

                       1622 Nökkvi ÞH 27 Mynd Þorgeir Baldursson 

11.11.2016 08:51

155 Lundey NS 14

   155 Lundey NS 14 á landleið i Brælu mynd þorgeir Baldursson 2012

11.11.2016 08:32

1661 Gullver Ns 12 Skipstjóraskipti

      1661 Gullver NS 12 Mynd þorgeir Baldursson 2012

 

Afli Gullvers NS í októbermánuði var góður. Skipið kom með 524 tonn að landi í mánuðinum, þar af var 284 tonn þorskur og 115 tonn karfi. Drjúgur hluti aflans fór til vinnslu hjá frystihúsi Gullbergs á Seyðisfirði og þar hefur verið nægt hráefni.

 

Um þessar mundir lætur Rúnar Gunnarsson af störfum sem skipstjóri á Gullver en hann hefur fengið ársleyfi og mun taka við störfum hafnarvarðar á Seyðisfirði. Í stað Rúnars mun Þórhallur Jónsson gegna starfi skipstjóra ásamt Jónasi P. Jónssyni. Þórhallur hefur verið 1. stýrimaður á skipinu undanfarin ár.

 

Það eru ákveðin tímamót fólgin í því að Rúnar skuli láta af störfum eftir farsælan feril á skipinu. Þeir Rúnar og Jónas hafa verið á Gullver frá því að skipið kom nýtt til Seyðisfjarðar í júlímánuði 1983, fyrst sem stýrimenn og síðan sem skipstjórar. Nú er það bara spurningin hvort Rúnar snúi aftur á sjóinn að loknu ársleyfinu eða hvort hann festir rætur í hafnarvarðarstarfinu.

 

Að sögn Jónasar P. Jónssonar eru þeir Rúnar ekki þeir einu sem hafa verið í áhöfn Gullvers frá því að skipið hóf veiðar. Magnús Stefánsson bátsmaður hefur einnig fylgt Gullver frá fyrstu tíð.

 

 Jónas P. Jónsson skipstjóri er ánægður með aflabrögðin í októbermánuði. „Það er búin að vera góð veiði á okkar hefðbundnu miðum. Við erum venjulega fjóra daga í viku á sjó en liggjum í landi í tvo til þrjá daga. Það er því ljóst að unnt væri að fiska enn meira á skipið. Hver veiðiferð hjá okkur er annarri lík. Við byrjum á því að veiða karfa í Berufjarðarál og Lónsdýpi en síðan er farið í þorsk og ufsa í Hvalbakshallinu eða norður á Fæti. Reyndar fórum við alla leið á Tangaflakið í síðasta túr. Í lok hvers túrs nú í haust hefur venjulega verið lögð áhersla á að ná í 10-15 tonn af ýsu. Almennt má segja að þetta fyrirkomulag hafi gengið vel,“ sagði Jónas.

11.11.2016 08:16

1525 Hólmaborg Su 11

      1525  Hólmaborg SU 11 á landleið mynd þorgeir Baldursson  

11.11.2016 08:12

2265 Arnar Hu 1

                         2265 Arnar Hu 1 mynd þorgeir Baldursson 

11.11.2016 08:08

1277 Ljósafell SU 70

   1277Ljósafell SU 70 á landleið með fullfermi mynd þorgeir Baldursson

09.11.2016 17:48

2158 Tjaldur SH 270 landar á Akureyri i dag

Um miðjan dag kom linubáturinn Tjaldur SH 270 i eigu KG fiskverkunnar á Rifi 

til hafnar á Akureyri  landað var úr skipinu tæpum 70 tonnum uppistaðan þorskur 

sem að hefur verið unnin i fiskverkun KG á Rifi

 Það er flutninga fyrir tækið Ragnar og Ásgeir sem  að sjá um Akstur á aflanum  

vestur og i dag var flotinn þeirra mættur og að þessu sinni var

splukunýr bill i flotanum sem að kom út tolli  gær svo að þetta var Jónfruarferðin 

 skipið hefur mest verið að veiðum

i Húnaflóa þar sem að hefur verið vænn og mjög  góður fiskur að sögn skipstjórans 

Jónasar Jónassonar og hefur lögnin verið að skila frá 40 til 80 Körum

og er uppistaðn i þvi þorskur en ásamt þvi litilræði af Hlýra og öðrum tegundum 

alls hefur þvi Tjaldurinn fiskað um 700 tonn i haust sem að telst ásættanlegt 

að sögn skipverja 

            2158 Tjaldur SH 270 mynd þorgeir Baldurssson 2016

 Jónas Jónasson skipst Mynd þorgeir 2016

 

                      Siglt i Eyjafjörð mynd þorgeir Baldursson 2016

               Kallarnir klárir i endana mynd þorgeir Baldursson 2016

       Skipverji á Tjaldi SH 270 klár með frambandið mynd þorgeir 2016

 Birjað var strax að landa mynd þorgeir 2016

               Allt klárt á bryggjunni mynd þorgeir Baldursson 2016 

                     Vel isaður þorskur mynd þorgeir Baldursson 2016

                        Grálúða i Is mynd Þorgeir Baldursson  2016

       Löndun i fullum gangi og bilarnir klárir mynd þorgeir 2016

    Að löndun lokinni var bilunum stillt upp fyrir myndatöku mynd þorgeir 2016
               flutningabill og bátur mynd þorgeir Baldursson 2016   

 

 

09.11.2016 09:34

1468 Sylvia i kompásstillingu á Eyjafirði

 1468  Sylvia Hvalaskoðunnarbátur GG á húsavik hefur verið i slipp á Akureyri sl 4 vikur 

þar sem að mart var gert að sögn Stefáns Guðmundsonar Eiganda GG 

báturinn fór i Kompásstillingu og siðan var haldið ti heimahafnar á Húsavik

kanski kemur miði frá Hauki Sigtryggi  hver veit 

     

                          Bakkað frá  Mynd þorgeir Baldursson 2016

                  og snúið á stjórborða mynd þorgeir Baldursson 2016

        Sett á fulla ferð i austurstefnu mynd þorgeir Baldursson 2016

                  Siðan krusas i suður mynd þorgeir Baldursson 2016

                 Siðan tekin suðvestur stefna mynd þorgeir Baldursson 2016

             Siðan siglt i vestur mynd þorgeir Baldursson  2016

      Siðan snúið i norður og sett á fulla ferð á lensi mynd þorgeir 2016

      Haldið heimleiðis til Húsavikur mynd þorgeir Baldursson 2016

06.11.2016 11:22

Bræluskot af sjónum

                   1451 Stefnir IS 28 Mynd þorgeir Baldursson 2016

                 1451 Stefnir IS 28 mynd þorgeir Baldursson 2016

       2170 Örfirisey RE4 og 1451  Stefnir is 28 Mynd þorgeir Baldursson 2016

05.11.2016 21:58

Bátasmiðjan Seigla Gjaldþrota

Bátasmiðjan Seigla ehf. á Akureyri hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Fyrirtækið var stofnað árið 1991 en er nú rekið á annarri kennitölu í eigu stofnanda Seiglu.

Skuldir þess námu um 450 milljónum króna í árslok 2014.

Stofnandinn og eigandi bátasmiðjunnar, Sverrir Bergsson, segir fall norsku krónunnar og kröfur Samgöngustofu

um breytingar á plastbátum fyrirtækisins hafa leitt til gjaldþrotsins. 

„Á miðju ári 2013 var norska krónan 23 íslenskar. Í dag er hún rétt rúmlega um þrettán krónur.

Þessi þróun hafði gríðarleg áhrif og hér verða þau verkefni sem eftir eru kláruð

en menn eru að meta hvort hægt sé að standa í þessu,“ segir Sverrir í samtali við DV.

Heimild DV 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

                Oyliner N-65-B  skráður i Bodo mynd þorgeir Baldursson 

       Sverrir Bergsson við plastbát i smiðum mynd þorgeir Baldursson 

           Franskur  túnfiskveiði bátur Ru 932 399 Mynd Þorgeir Baldursson 

                     2833 Maró Sk 33 Mynd þorgeir Baldursson 
 
 
  • 1

Um mig

Namn:

Þorgeir Baldursson

Mobilnummer:

8620479

Postadress:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Plats:

Hörgárbyggð

Om:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Länkar

Antal sidvisningar idag: 1369
Antal unika besökare idag: 19
Antal sidvisningar igår: 1858
Antal unika besökare igår: 51
Totalt antal sidvisningar: 1062643
Antal unika besökare totalt: 50973
Uppdaterat antal: 22.12.2024 07:45:45
www.mbl.is