Blogghistorik: 2020 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

31.08.2020 22:13

Löndun fyrir kvótaáramót á Króknum

Það var mikið lif og fjör á Sauðarkróki i dag þegar þrir togarar Fisk Seefood komu til löndunnar 

en núna 1 september birjar nýtt kvótaár hjá skipunum og tók þiðrik Unason meðfylgjandi myndir

og sendi siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir

                                                    1833 Málmey Sk1 Mynd þiðrik Unason 31 ágúst 2020

           1833 Málmey SK 1 2265 Arnar HU 1 2893 Drangey SK 2 mynd Þiðrik Unason 31 ágúst 2020

                Togararnir i höfn og bongóbliða á Sauðarkróki i dag Mynd þiðrik Unason 31ágúst 2020
 

 

31.08.2020 07:53

Tundurdufl við ós Skjálfandafljóts

                   Tundurdufl við ósa Skjálfandafljóts mynd þorgeir Baldursson 30 ágúst 2020

Gekk i gærdag fram á þetta tundurdufl úr siðari Heimstyrjöldinni við ósa Skjálfandafljóts að vestanverðu

sem er að sögn kunnugra búið að vera þarna i Áratugi ég hafði samband við starfmann hjá 

landhelgisgæslunni sem að tjáði mér að duflið væri talið hættulaust að mati Sprengjusérfræðinga þeirra

og sem betur fer er  er ekki mikil umferð um þetta svæði en alltaf gott að fara að öllu með Gát 

31.08.2020 00:20

Náttfari ÞH i hvalaskoðun á Skjálfanda i dag

           993 Náttfari ÞH ex Haftindur  i Hvalaskoðun á Skjálfanda i dag mynd þorgeir Baldursson 30 ágúst 2020

30.08.2020 12:22

Olíulykt í stafa­logni

                                                Bátar á Siglufirði  oliuleki mynd þorgeir Baldursson 

Stafa­logn á Sigluf­irði kem­ur í veg fyr­ir að bæj­ar­bú­ar losni við megna olíulykt sem ligg­ur yfir bæn­um.

Ástæðan fyr­ir lykt­inni er sú að olía lak í sjó­inn í gær. þegar verið var að dæla oliu á togbátinn Pálinu Þórunni Gk 49 

sem að er i eigu Nesfisk i Garði 

Ámundi Gunn­ars­son, slökkviliðsstjóri Fjalla­byggðar, seg­ir að fyr­ir mann­leg mis­tök hafi olía lekið í sjó­inn þegar olía var af­greidd í skip í gær.

Slökkviliðið hreinsaði upp ol­í­una í tvígang í gær og er eng­in olía sjá­an­leg í sjón­um leng­ur. Eins virðast fugl­ar hafa sloppið við ol­íu­meng­un­ina. 

„Þetta er bara lognið sem fer svona með okk­ur núna,“ seg­ir Ámundi.  

???????

30.08.2020 08:47

Þetta er bara draumur i dós

                                           2900 Beitir Nk 123 mynd þorgeir Baldursson ágúst 2020

Mjög góð makrílveiði var í Smugunni í gær og eru þrjú skipanna sem tengjast Síldarvinnslunni á landleið en Bjarni Ólafsson AK lýkur við að landa rúmlega 1000 tonnum í Neskaupstað í dag. Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með 1700 tonn og er væntanlegur síðdegis. Margrét EA er á leið til Færeyja með 1260 tonn og Börkur NK er á leið til Florö í Noregi með 930 tonn. Ástæðan fyrir löndunum erlendis er sú að veiðin er umfram afkastagetu fiskiðjuversins í Neskaupstað.

                         2865 Börkur Nk 122 mynd þorgeir Baldursson 

Eins og fyrr greinir er Börkur á leiðinni til Noregs þar sem hann mun landa afla sínum. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri segir að aflinn hafi fengist á skömmum tíma. „Aflinn fékkst í tveimur holum, annað tókum við og hitt tók Margrét. Við toguðum í 55 mínútur og þegar við vorum búnir að dæla aflanum um borð beið Margrétin eftir að við dældum úr trollinu hjá þeim. Við munum koma til Florö klukkan níu í kvöld og þar vinna þeir 50 til 70 tonn á tímann þannig að við verðum búnir þar á morgun. Þegar svona gengur á miðunum er þetta bara draumur í dós,“ segir Hjörvar.Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Tómas Kárason skipstjóra á Beiti og spurði frétta. „Þessi 1700 tonn sem við erum með er gæðahráefni. Þetta er átulaus fiskur og meðalþyngdin er yfir 500 grömm. Þetta gerist vart betra. Það var mjög góð veiði í gær og þá tókum við síðasta holið. Þetta var 400 tonna hol. Við höfðum dregið í töluverðan tíma þegar fiskurinn birtist allt í einu og þessi 400 tonn komu í trollið á einum og hálfum tíma.  Aflinn sem við erum með fékkst í fimm holum;  við tókum þrjú hol og Börkur tvö. Samvinna skipanna sem veiða á vegum Síldarvinnslunnar hefur gengið afar vel alla vertíðina og þetta er mjög skynsamlegt fyrirkomulag ekki síst þegar langt er að sækja. Þegar við komum til Neskaupstaðar í dag er verið að klára að vinna úr Bjarna Ólafssyni þannig að þetta smellpassar allt saman,“ segir Tómas.

29.08.2020 11:17

Isleifur Ve 63 kemur með makril til Eyja

I gærmorgun kom isleifur Ve 63  til eyja  með 1500 tonn af makril sem að fékkt i smugunni

og var birjað að landa úr isleifi strax og löndun var lokið úr Kap Ve 4

                           1742 Kap Ve 4 á landleið til Eyja mynd þorgeir Baldursson  ágúst 2020

 

Kap fór út um hálf sex í morgun og byrjað var að landa úr Ísleifi þá þegar.

                 2388 Isleifur Ve 63 á landleið til Vestmannaeyja mynd þorgeir Baldursson ágúst 2020

   Isleifur Ve 63 við bryggju i Eyjum i morgun  Mynd Óskar Pétur Friðriksson 29 ágúst

29.08.2020 10:53

Guðmund­ur í Nesi slær út Sól­bergið

            2626 Guðmundur i Nesi RE13  mynd þorgeir Baldursson 

Af vef mbl.is/200 milur 

Afla­marki fyr­ir fisk­veiðiárið 2020/?2021 hef­ur verið út­hlutað af Fiski­stofu.

Í heild hef­ur stofn­un­in út­hlutað 353 þúsund tonn­um í þorskí­gild­um en heild­ar­út­hlut­un­in nam 372 þúsund þorskí­gildist­onn­um á fisk­veiðiár­inu sem lýk­ur 1. sept­em­ber. Þá nem­ur út­hlut­un í þorski 202 þúsund tonn­um og í ýsu 35 þúsund tonn­um.

Að þessu sinni er það skipið Guðmund­ur í Nesi sem fær út­hlutað mestu afla­marki en Sól­bergið hlaut þann heiður við síðustu út­hlut­un.

Sól­berg fær út­hlutað 10.670 þorskí­gildist­onn­um sem er 300 tonn­um meira en í fyrra. Guðmund­ur í Nesi bætti hins veg­ar við sig 3.000 tonn­um og fær nú út­hlutað 13.714 þorskí­gildist­onn.

Bæði þessi skip skera sig úr þar sem tölu­verður mun­ur er á þeirra afla­marki og næstu skipa. Þetta kem­ur fram í bráðabirgðayf­ir­liti sem birt var á vef Fiski­stofu í gær og er tekið sér­stak­lega fram að enn eru fá­ein skip ófrá­geng­in og get­ur því út­hlut­un til skipa enn breyst lít­il­lega.

                              2917 Sólberg ÓF1 á veiðum i Barenthafi  mynd þorgeir Baldursson  2018

Flot­inn skrepp­ur sam­an

Þá vek­ur tölu­verða at­hygli að stærð fiski­skipa­flota Íslend­inga virðist drag­ast veru­lega sam­an. Fengu 413 skip út­hlutað afla­marki en þau voru 540 árið 2019 og hef­ur þeim þannig fækkað um 127 milli ára eða um 23,5%. Þar af fækk­ar króka­afla­marks­bát­um um 24,7% úr 316 í 238 og smá­bát­um með afla­mark um þriðjung úr 67 í 44. Er þetta mesti sam­drátt­ur­inn, en þetta ger­ist á sama tíma og strand­veiðibát­um fjölg­ar. Jafn­framt fækk­ar skip­um með afla­mark um 25 eða því sem nem­ur 21,7%, úr 115 í 90, og tog­ur­um fækk­ar um einn úr 42 í 41.

Alls eru það 326 út­gerðarfyr­ir­tæki sem fá út­hlutað afla­marki en það eru 10 færri en í fyrra. Brim hf. er með stærstu afla­marks­hlut­deild­ina og nem­ur hún 9,55%.

Þá hef­ur 62,41% af afla­mark­inu verið út­hlutað skip­um með heima­höfn á tíu stöðum. Þar af eru þrjár stærstu heima­hafn­irn­ar Reykja­vík með 11,42%, Grinda­vík með 10,49% og Vest­manna­eyj­ar með 10,45% en ít­ar­lega er fjallað um út­hlut­an­ir í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 

Útgerðirn­ar með mesta afla­markið

1. Brim hf. 9,55%

2. Sam­herji Ísland ehf. 6,91%

3. FISK Sea­food ehf. 6,32%

4. Þor­björn hf. 5,57%

5. Vís­ir hf. 4,20%

6. Rammi hf. 4,19%

7. Vinnslu­stöðin hf. 4,18%

8. Skinn­ey-Þinga­nes hf. 4,14%

9. Útgerðarfé­lag Rvk. hf. 3,88%

10. Síld­ar­vinnsl­an hf. 3,42%

Úthlutað aflamark í upphafi fiskveiðiársins 2020/2021

Bráðabirgðatölur þar sem úthlutun til nokkurra skipa var ófrágengin.

Heimild: Fiskistofa.

Skip Útgerð Heimahöfn Útgerðarflokkur Samtals þorskígildi kg. 1 Guðmundur í Nesi Útgerðarfélag Reykjavíkur Reykjavík Skuttogari 13.713.785

2 Sólberg Rammi Ólafsfjörður Skuttogari 10.670.410

3 Björgúlfur Samherji Dalvík Skuttogari 8.794.127

4 Björg Samherji Akureyri Skuttogari 8.218.005

5 Málmey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.380.935

6 Akurey Brim Akranes Skuttogari 7.269.841

7 Drangey FISK Seafood Sauðárkrókur Skuttogari 7.214.941

8 Björgvin Samherji Dalvík Skuttogari 6.803.931

9 Kaldbakur Útgerðarfélag Akureyringa Akureyri Skuttogari 6.746.732

10 Breki Vinnslustöðin Vestmannaeyjar Skuttogari 6.689.828

11 Helga María Brim Reykjavík Skuttogari 6.599.017

12 Arnar FISK Seafood Skagaströnd Skuttogari 6.286.777

13 Höfrungur III Brim Akranes Skuttogari 6.123.086

14 Vigri Ögurvík Reykjavík Skuttogari 5.828.364

15 Júlíus Geirmundsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Ísafjörður Skuttogari 5.711.702

16 Páll Pálsson Hraðfrystihúsið Gunnvör Hnífsdalur Skuttogari 5.334.681

17 Tómas Þorvaldsson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 5.288.699

18 Gullver Síldarvinnslan Seyðisfjörður Skuttogari 5.181.527

19 Viðey Brim Reykjavík Skuttogari 5.173.370

20 Hrafn Sveinbjarnarson Þorbjörn Grindavík Skuttogari 4.934.955

21 Örfirisey Brim Reykjavík Skuttogari 4.902.039

22 Ljósafell Loðnuvinnslan Fáskrúðsfjörður Skuttogari 4.839.800

23 Sirrý Jakob Valgeir Bolungarvík Skuttogari 4.579.949

24 Blængur Síldarvinnslan Neskaupstaður Skuttogari 4.456.448

25 Tjaldur KG Fiskverkun Rif Skip með aflamark 4.343.409

26 Þórunn Sveinsdóttir Ós Vestmannaeyjar Skuttogari 4.043.528

27 Jóhanna Gísladóttir Vísir Grindavík Skip með aflamark 3.951.048

28 Steinunn Skinney Þinganes Hornafjörður Skuttogari 3.918.289

29 Þinganes Skinney Þinganes Hornafjörður Skip með aflamark 3.918.289

30 Dala-Rafn Ísfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjar Skip með aflamark 3.870.639

28.08.2020 22:14

Kópaskersviti

Kópaskersviti

                                            Kópaskersviti  mynd Þorgeir Baldursson  i ágúst 2020

Vitinn var reistur árið 1945 og er hannaður af Axel Sveinssyni og er 14 metra hár.

 Kópaskersviti var ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1951 vegna erfiðleika við öflun ljóstækja.  Vitanum svipar til Miðfjarðarskersvita frá árinu 1939 og Kögurvita frá árinu 1945,

en Kópaskersviti er þó mun hærri.  

Vitinn stendur á Grímshafnartanga, norðan Kópaskers og er steinsteyptur, ferstrendur turn á lágum og breiðum stalli.  

Vitinn er 2,2 metrar á breidd, 3,2 metrar á lengd og 10,6 metra hár, auk 3,4 metra hás ljóshúss.  

Ljóshúsið sænskt af gerð með veggjum úr járnsteypu og eirþaki, var sett á vitann árið 1951.  Vitinn var þá útbúinn með 210° díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum.  

Veggir vitans voru upphaflega húðaðir ljósu kvarsi og lóðréttu böndin með hrafntinnu, en síðar var vitinn málaður hvítur og svartur en ljóshúsið rautt.

27.08.2020 22:35

SAR Alfreð Guðnasson SU

                                   7675 Alfreð Guðnasson mynd þorgeir Baldursson  6 ágúst 2020

27.08.2020 12:05

Frá Öngli til maga frestað vegna covid 19

                 Börn i 6 bekkjum hafa farið i siglingu með Húna i september ár hvert mynd þorgeir Baldursson 

 

Vegna covid 19 hafa Hollvinir Húna II og fræðslusvið Akureyrarbæjar komist að samkomulagi um að fresta árlegum veiði og fræðsluferðum með nemendur sjötta bekkjar sem nefnast,

Frá öngli í maga.  Ferðirnarfrestast og munu verða farnar á vordögum. 

Ferðirnar hafa verið mjög vinsælar og fræðandi.  Sjávarútvegsfræðingur hefur verið með í ferðunum með fræðsluefni,

einnig fá nemendur með sér bækling um helstu fisktegundir við landið.

27.08.2020 00:07

Makrílveiði smábáta lítil sem engin á vertíðinni

Heimild Fiskifrettir 

Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@fiskifrettir.is

myndir þorgeir Baldursson

                                 2739 Siggi Bessa SF 97 við bryggju i Grindavik i ágúst 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Margir búnir að pakka saman Unnsteinn Þráinsson segir það varla koma sjómönnum mjög á óvart að makríllinn hafi ekki látið sjá sig í sumar.

Ýmsar hugmyndir ræddar um framhaldið, meðal annars að taka sig saman um að leigja skip til að ná í heimildirnar.

Ekki er makríllinn að tefja okkur,“ sagði Unnsteinn Þráinsson, skipstjóri á Sigga Bessa SF og formaður Félags makrílveiðimanna,

þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans. Erindið var einmitt að spyrja hvernig hljóðið væri í smábátasjómönnum sem stundað hafa makrílveiðar undanfarin ár.

Þetta árið brást makríllinn hér í landhelginni og stórútgerðin hefur þurft að sigla í Smuguna til að ná honum. „Hann fór illa með okkur þetta árið.

Einhverjir hafa fiskað smá í Keflavík, en það var ekki neitt neitt. Nú eru menn bara flestir hættir held ég að leita. Margir búnir að taka niður búnaðinn.

Hann brást þetta árið, sem er reyndar eitthvað sem við höfum alltaf gert okkur grein fyrir að gæti gerst einhvern tímann, sérstaklega í okkar flota.

Svo veit enginn hvað gerist á næsta ári.“ Unnsteinn hafði verið við makrílveiðar á hverju sumri síðustu tíu árin, þar til nú í sumar.

Á veturna er hann á línuveiðum frá Hornafirði en makrílveiðarnar hefur hann stundað á nokkrum stöðum við landið.

ðMikill tækifærisfiskur „Núna fór ég bara í sumarfrí sem ég hef ekki gert í mörg ár. Fór suður til Grindavíkur fyrir þremur vikum og var að leita þarna á miðunum en fór svo bara með bátinn aftur um síðustu helgi.

Maður var alltaf að vona náttúrlega að það kæmi eitthvað. Við leituðum á leiðinni suður og fundum ekki neitt. Sama á leiðinni heim, við sáum andskotann ekkert nema tvær þrjár pínulitlar torfur.“

Hann segir það þó ekki beint koma á óvart þótt makríllinn láti ekki sjá sig þetta sumarið. „Hann er bara það mikill tækifærisfiskur að ég held það sé bara hending hverju sinni hvert hann fer.

Hann lenti bara mikið austar núna en hann hefur gert undanfarin ár. Ég held að allflestir, alla vega í mínum hópi, séu meðvitaðir um að svona ár geti komið inn á milli.

Svo gæti hann alveg birst hérna á næsta ári. Það er bara ein vertíð í einu.“ Hann segir að undanfarin ár hafi um 35 til 40 bátar verið á makrílveiðum hér við landið af einhverjum krafti.

Sjálfur ákvað hann að taka sér frí en misjafnt er hvernig menn hafa brugðist við stöðunni. „Þetta er dálítið langt stopp núna þessa vertíðina og menn hafa bara reynt að bjarga sér einhvern veginn.

Einhverjir hafa skipt yfir á handfæri og eru þá á leigukvóta.“ Gætu vel mannað eitt skip Unnsteinn segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um það hvað gert verði í framhaldinu.

„Ein hugmyndin var hvort við ættum að taka okkur saman og leigja okkur skip hreinlega til þess að sækja þessar heimildir.

Núna er hann úti í Smugu, og eins og einhver sagði þá erum við með réttindi og getum auðveldlega mannað eitt skip til að sækja þetta.

En þetta er svo sem ekkert komið lengra en bara á hugmyndastig ennþá.“ Hann leggur þó áherslu á að vandinn sé engan veginn eingöngu bundinn við bátana.

„Við erum eitt, svo er allt í landi sem er annað eins og meira. Þar er vinnslan og öll umsvifin í kringum þetta, sem maður hefur ekki síður áhyggjur af.

Þetta hefur margvísleg áhrif. Þótt þetta hafi ekki verið neitt rosalega mörg tonn sem við vorum að veiða þá var þetta ótrúlega atvinnuskapandi.

Nokkrar vinnslur hafa síðustu ár verið að byggja sig upp í þessu, verið með mannskap og lagt í kostnað. Svo ekki sé minnst á Keflavíkurhöfn.

Það hafa verið svakaleg umsvif þar síðustu árin í kringum þetta.

     Makrilveiði á Pollinum á Akureyri 2012 mynd þorgeir Baldursson 

   Makrilveiðar á Steingrimsfirði v/Hólmavik 11/8 2014 mynd þorgeir Baldursson 
 Makrill á Handfæri mynd þorgeir Baldursson 2014

26.08.2020 23:22

Þróar efnarafala í skip

Vélaframleiðandinn Yanmar Holdings og dótturfélag þess,  Yanmar Power Technology, hafa hafið þróun á efnarafal (e. fuel cell) til notkunar um borð í skipum.

Aflrásin byggir á sömu lögmálum og efnarafalar í bílum. Þróun búnaðarins er liður í þeirri viðleitni að gera aflrásir skipa og báta umhverfismildari.

                               Yannmar vélbúnaður um borð i Bergey VE Mynd þorgeir Baldursson 

 

Alþjóðsiglingamálastofnunin, IMO, hefur kynnt áform um að draga úr gróðurhúsalofttegundum í losun skipa og sjófara. Í ljósi þessa verða alþjóðlegar reglugerðir sem lúta að umhverfismálum á hafsvæðum hertar og nú þegar hefur innleiðing eftirlitssvæða með losun haft áhrif á skipaútgerð.

Eldsneytið í framtíðar aflrás Yanmar er vetni.  Orkan sem leysist úr læðingi við bruna vetnis er um þrisvar sinnum meiri en orkumyndun við bruna sama massa af jarðolíu og bensíni. Efnaraflar stýra hvarfi vetnis og súrefnis og við hvarfið verður til rafmagn sem knýr aflrásina. Eina aukaafurðin við hvarfið er hreint vatn.

Yanmar hefur undirritað viljayfirlýsingu við bílaframleiðandann Toyota sem þróun efnarafala ásamt háþrýstiþolnum vetnisgeymi sem byggir á sömu lögmálum og efnarafalakerfið í MIRAI efnarafalabílnum sem Toyota framleiðir. Yanmar stefnir að því að setja upp slíkt kerfi í eigin sjófari og hefja prófanir þegar á þessu ári.

Heimild Fiskifrettir 

Mynd þorgeir Baldursson 

26.08.2020 22:24

Draumur i hvalaskoðunn

                        1547 Draumur EA kemur til hafnar á Dalvik i vikunni mynd þorgeir Baldursson

26.08.2020 13:19

Isleifur ve 63 á útleið eftir löndun

                                             2388 Isleifur VE 63 mynd þorgeir Baldursson 2020

25.08.2020 22:49

Góð Makrilveiði i smugunni

Makrílveiðar

23.08.2020

Hoffell er á landleið með 1000 tonn af makríl. Vel hefur gengið hjá Hoffellinu undanfarið, og þegar þessi afli verður kominn í land hefur Hoffellið landað tæpum 6000 tonnum af makríl.

Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að það þyrfti að sækja nokkuð langt til að finna makríl en það hefði gengið vel að þessu sinni og þessi 1000 tonn hefðu náðst á aðeins 38 klukkustundum.

Á síðasta ári hættu veiðar þann 10.september en árin þar á undan hélt veiðin  út september. Sigurður skipstjóri sagði að fiskurinn væri allur austar núna. “Hann kemur úr norsku lögsögunni og við vorum að ná honum alveg við línuna” sagði skipstjórinn. Sigurði líst ágætlega á framhaldið þó að hann geri sér fulla grein fyrir því að það styttist í að fiskurinn fari á hrygningastöðvarnar en það gerir hann þegar líður á haustið og ef eitthvað má byggja á fyrri reynslu virðist það vera gerast fyrr heldur en fyrir nokkrum árum.

Veðrið var með ágætum í þessum túr, þó kom kaldaskítur þegar Hoffellsmenn voru að draga inn síðasta holið en það lagaðist í nótt er leið.

Hoffell verður í heimahöfn um kl. 19.00 í kvöld, sunnudaginn 23.ágúst. Löndun hefst snemma í fyrramálið og áætlað er að halda aftur til veiða á miðvikudaginn.

Heimasiða Lvf.is 

Bóa

                                         2865 Hoffell SU 80 mynd þorgeir Baldursson 2020

 

 

Um mig

Namn:

Þorgeir Baldursson

Mobilnummer:

8620479

Postadress:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Plats:

Hörgárbyggð

Om:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Länkar

Antal sidvisningar idag: 1583
Antal unika besökare idag: 20
Antal sidvisningar igår: 1858
Antal unika besökare igår: 51
Totalt antal sidvisningar: 1062857
Antal unika besökare totalt: 50974
Uppdaterat antal: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is