Category: Linubátar

18.03.2010 22:35

Tjaldur SH 270 ný vinnslulina


                             Tjaldur SH 270 ©Mynd þorgeir Baldursson

                         Aðgerðar aðstaðan um borð i Tjaldi © mynd Fiskifréttir

Nýtt vinnslukerfi um borð í Tjaldi SH

Snigiltankar tryggja rétta

og jafna meðhöndlun

Nýtt vinnslukerfi var sett upp í beitningarvélabátnum Tjaldi SH milli jóla og nýárs. Kerfið kemur frá 3X Technology. Búnaðurinn er hannaður fyrir vinnslu á línuveiddum fiski og tryggir að allur fiskur fái rétta og jafna meðhöndlun í gegnum vinnslukerfið.

Snigiltankar sjá um að það hráefni sem fer fyrst inn í þá er það sem kemur fyrst út úr þeim. Hámarksafköst kerfisins eru 1.500 kg á klst. Blóðgunarkar og kælikar hafa bæði stjórnskáp þar sem hægt er að festa inni tiltekna blóðgunar- og kælitíma (snúningshraði snigla).

Kæling alla leið

Mögulegt er að safna allt að 3.500 kg af fiski í kælikarið ef þannig stendur á. Með þessu er tryggt að fiskurinn kælist um leið og búið er að slægja hann og hefur það afgerandi áhrif á endanleg gæði. Kælikarið er tengt við krapaískerfi sem er um borð. Kælitanknum er stýrt með hitamælingum sem ráða innflæði kælimiðils.

Í kerfinu eru færibönd og með þeim stjórnskápur. Einnig er þrískipt meðaflakar og aðstaða til slægingar á þremur stórum slægingarborðum. Snigilkör eru rafdrifin og eru ræst frá einum stað í skipinu.

Blæfallegri fiskur

,,Vinnslulínan sem fyrir var í skipinu var barn síns tíma og fullnægði ekki kröfum okkar í dag. Það var því kominn tími á endurbætur," sagði Hjálmar Kristjánsson framkvæmdastjóri KG fiskverkunar ehf. sem gerir Tjald SH út, í samtali við Fiskifréttir.

,,Mér leist sérstaklega vel á hugmyndina að snigilkarinu. Sá fiskur sem fer fyrstur inn kemur fyrstur út. Með því er hægt stjórna hraða fisksins í gegnum kerfið og kælingu hans mjög nákvæmlega," sagði Hjálmar. Hann bætti því við að vinnuaðstaðan um borð hefði einnig batnað til mikilla muna.

,,Vinnslukerfið hefur verið í notkun í nokkrar vikur og reynslan af því er mjög góð. Við sjáum mun á því að fiskurinn er blæfallegri og við ráðum betur við að stýra hitastiginu í honum," sagði Hjálmar
  Heimild Fiskifréttir Kjartan
  • 1

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1583
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062857
Total unique visitors: 50974
Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is