Blog records: 2018 N/A Blog|Month_731.07.2018 09:06Adanefjur á EyjafirðiAndarnefjur léku sér og stukku um skammt frá landi á Pollinum á Akureyri í dag,
við mikla hrifningu bæði heimamanna og ferðamanna.
er ekki algengt að þær komi svo nærri landi, en það kemur þó fyrir.
Vakti afhæfi andanefjanna hrifningu ferðamanna sem stóðu og tóku myndir í gríð og erg, en taliðer að hvalirnir á pollinum hafi verið 6-8 talsins
Written by Þorgeir 22.07.2018 22:50Seifur og Adia luna à Eyjafirði
Written by Þorgeir 20.07.2018 00:51Rækjuvinnslunni i Grundarfirði LokaðÁkvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Í fréttatilkynningu frá FISK segir að tilkynnt hafi verið um niðurstöðuna á fundi með starfsfólki verksmiðjunnar í dag að uppsagnir taki gildi um næstu mánaðamót. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar. „Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Sem áður segir fá 19 manns uppsagnarbréf, en tveimur verður þó boðið að vinna áfram að frágangi í verksmiðjunni og undirbúningi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum. „FISK Seafood harmar þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrifum,“ segir í tilkynningunni frá FISK Seafood. „Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækkar í verði, kemur nú orðið að langmestu leyti erlendis frá,“ er haft eftir Friðriki Ásbjörnssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins í fréttatilkynningu. Heimild MBL.is
Written by Þorgeir 19.07.2018 17:49Kings Bay M-22-HQNorska Uppsjávarskipið Kings Bay Kom hérna Inn til Akureyrar i dag en skipið er smiðað 2014 og eitt af nýustu skipum Norðmanna en samkvæmt upplýsingum frá Birni Sævile skipstjóra er verið að leita að Makril fyrir austan land og i norðurkantinum en hér verða áhafnarskipti og siðan haldið áleiðis vestur i átt til Grænlands herna koma nokkrar myndir af skipinu og skipstjóra þess ásamt myndum innan úr þvi og búnaði á dekki og nótakassa sem að er yfirbyggður þvilik vinnuaðstaða og glæsilegt skip
Written by Þorgeir 19.07.2018 08:18Ocean Diamond á Akureyri
Written by Þorgeir 18.07.2018 23:28Flaggskipið EA1 á útleið i dag
Written by Þorgeir 15.07.2018 21:46Stemming i hvalaskoðun á Eyjafirði i dag
„Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. „Það er meira að segja hérna um borð kona, í hóp frá Kanada, sem hefur farið í sjö sinnum í hvalaskoðun en aldrei séð hval. Ég lofaði henni að hún myndi sjá hval í dag,“ segir Örn en hann segir hnúfubakana þrjá vera spaka og greinilega í leit að æti svona innarlega. Fyrr í dag voru hvalirnir við Hjalteyri, um tíu mílur frá Akureyri. Spurður hvernig árangurinn hafi verið í hvalaskoðuninni í sumar segir hann að hvalur hafi sést í hverri einustu ferð. „Hvalirnir eru búnir að vera frekar utarlega núna síðustu vikuna, út undir Hrísey,“ segir Örn. Hann segir langalgengast að hnúfubakur sjáist í ferðum hjá þeim en eins hafa í sumar sést hrefnur og hnýðingar.
Written by Þorgeir 15.07.2018 13:20Bátar i Fiskihöfninni
Written by Þorgeir 15.07.2018 00:01Panorama á Akureyri
Written by Þorgeir 14.07.2018 13:36Tveir Gamlir búnir að skila sinu
Written by Þorgeir 13.07.2018 22:16Skemmtiferðaskip á Akureyri i dag
Written by Þorgeir 12.07.2018 08:33Skonnortan Tecla á Eyjafirði i gær
Written by Þorgeir 12.07.2018 08:06Samherjaflotinn við Bryggju á AkureyriHérna má sjá Hluta samherjaflotans við Bryggju á Akureyri i vikunni Glæsileg skip sem að hafa reynst vel sem og öldungarnir tveir sem að liggja i fiskihöfninni Snæfell EA310 ex Sléttbakur og Sólbakur ex Kaldbakur sem vikja nú fyrir nýrri skipum enda kominn á sextugsaldur spurning hvaða verkefni biða þeirra i nánustu framtið
Written by Þorgeir 10.07.2018 19:40Norwegian Jade á Eyjafirði
Written by Þorgeir
|
Archive
Um mig Name: Þorgeir BaldurssonCell phone: 8620479Email: thorgeirbald62@gmail.comAddress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðLocation: HörgárbyggðAbout: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLinks
Today's page views: 1583 Today's unique visitors: 20 Yesterday's page views: 1858 Yesterday's unique visitors: 51 Total page views: 1062857 Total unique visitors: 50974 Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47 |
© 2024 123.is | Signup for 123.is page | Control panel