Blog records: 2022 N/A Blog|Month_130.01.2022 10:54Stærsti loðnutúr sögunnar - rúmlega 3.400 tonn
Börkur NK kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi af loðnu. Þegar var hafist handa við að landa úr skipinu og þegar löndun lauk 18 tímum síðar kom í ljós að aflinn var 3.409.308 kg. eða rúmlega 3.400 tonn. Þar með var ljóst að hér var um mettúr að ræða og líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafn mikinn afla að landi. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri var eðlilega ánægður með túrinn. „Þessi afli fékkst í átta holum á fjórum dögum. Það er ekki hægt að kvarta yfir slíkum aflabrögðum. Það eru einungis þrjú skip í íslenska flotanum sem geta komið með álíka afla að landi. Það er systurskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK, en lestarrými Beitis er þó heldur minna en hinna tveggja. Mér vitanlega er einungis eitt skip sem getur slegið þetta met og er það hin danska Ruth. Ruth er spánný og smíðuð í Karstensens skipasmíðastöðinni eins og Börkur og Vilhelm og er með örlítið meiri burðargetu,“ segir Hjörvar. Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, segir að hráefnið úr þessum mettúr sé afar gott. „Þetta er gæðahráefni og vinnslan hjá okkur gengur afar vel. Nú er líka góð veiði og nóg hráefni og við erum að undirbúa löndun úr Barða NK,“ segir Eggert. Slegið var á þráðinn um borð í Börk í morgun og til svara var Hálfdan Hálfdanarson, sem sestur var í skipstjórastólinn í stað Hjörvars. „Við fórum frá Seyðisfirði klukkan hálf sjö í morgun og erum nú út af Héraðsflóanum á leið á miðin norðaustur af Langanesi. Það er búin að vera bræla síðan seinni partinn í gær en hún er að ganga niður núna. Hér um borð eru allir hressir enda menn að upplifa alvöru loðnuvertíð,“ segir Hálfdan. Written by Þorgeir 28.01.2022 23:01i Norskum höndum
Written by Þorgeir 28.01.2022 22:25Froystrand fiskflutningabátur á Reyðarfirði
Written by Þorgeir 28.01.2022 15:38Cuxhaven Nc 100 Landar á Akureyri
Written by Þorgeir 28.01.2022 13:39Norsk loðnuskip flýja til hafnar vegna BræluI nótt og framundir hádegi i dag komu þrjú norsk loðnuskip til Akureyrar og voru þau öll að flýja veðurhaminn sem að mun skella á noðanverðulandinu seinnipartinn i dag og kvöld með tilheyrandi snjókomu og brælu en þar sem að Norsku skipin meiga aðeins veiða með nót i islenskri landhelgi og staðreyndin er sú að hún stendur of djúpt fyrir nótaveiðar gerir það að verkum að skipin leita nú hafnar og biða þess að nótaveiði glæðist sem að gæti gerst uppúr 10 febrúar
Written by Þorgeir 27.01.2022 20:44Rókur og Lerkur i skveringu hjá slippnum Akureyri
Written by Þorgeir 27.01.2022 18:18Milla St 38 hifð uppá bryggju i dag
Written by Þorgeir 27.01.2022 13:55Maline S ex Börkur NK 122
Written by Þorgeir 27.01.2022 13:55Langur en gjöfull brælutúr
Helga María AK endaði veiðar á Suðvesturmiðum eftir veiðar á Vestfjarðamiðum. Ágætur afli en erfið veður.Ísfisktogarinn Helga María AK endaði síðasta túr á Suðvesturmiðum en þangað var siglt í brjáluðu veðri frá Vestfjarðamiðum. Löngum túr er að ljúka hjá áhöfninni en siglt var frá Reykjavík fyrir rúmri viku. „Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið gott lengst af túrnum. Við hófum veiðar á Þverálshorni en færðum okkur svo yfir á Kögurgrunn. Uppistaðan í aflanum var þorskur en þessum afla lönduðum við á Ísafirði eftir að hafa leitað þar hafnar sl. föstudag. Þá var komin haugabræla og ekki um annað að ræða en að leita vars,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu, í viðtali við heimasíðu Brims. Written by Þorgeir 27.01.2022 09:23Guðrún Þorkalsdóttir tekur troll og hlera á Húsavik
Written by Þorgeir 26.01.2022 18:07Rúmlega 60.000 tonn af loðnu til Síldarvinnslunnar
Written by Þorgeir 26.01.2022 15:23Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi.Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi 1.650 tonn af Loðnu. Veiðin var ágæt og skipið stoppaði 3 sólarhringa á miðunum. Skipið fer út aftur strax eftir löndun. segir á heimasiðu loðnuvinnslunnar
Written by Þorgeir 26.01.2022 08:07Norsk uppsjávarveiðiskip leita vars vegna Brælu
Written by Þorgeir 25.01.2022 21:56Libas kom til Akureyrar i kvöld
Written by Þorgeir 25.01.2022 20:02Brimir Su 158 hallar undir flatt
Written by Þorgeir
|
Archive
Um mig Name: Þorgeir BaldurssonCell phone: 8620479Email: thorgeirbald62@gmail.comAddress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðLocation: HörgárbyggðAbout: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLinks
Today's page views: 1583 Today's unique visitors: 20 Yesterday's page views: 1858 Yesterday's unique visitors: 51 Total page views: 1062857 Total unique visitors: 50974 Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47 |
© 2024 123.is | Signup for 123.is page | Control panel