Blog records: 2022 N/A Blog|Month_1

30.01.2022 10:54

Stærsti loðnutúr sögunnar - rúmlega 3.400 tonn

                         Börkur NK kemur með metfarminn til Seyðisfjarðar í gær. Ljósm. Ómar Bogason

 

Börkur NK kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi af loðnu. Þegar var hafist handa við að landa úr skipinu og þegar löndun lauk 18 tímum síðar kom í ljós að aflinn var 3.409.308 kg. eða rúmlega 3.400 tonn. Þar með var ljóst að hér var um mettúr að ræða og líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafn mikinn afla að landi. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri var eðlilega ánægður með túrinn. „Þessi afli fékkst í átta holum á fjórum dögum. Það er ekki hægt að kvarta yfir slíkum aflabrögðum. Það eru einungis þrjú skip í íslenska flotanum sem geta komið með álíka afla að landi. Það er systurskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK, en lestarrými Beitis er þó heldur minna en hinna tveggja. Mér vitanlega er einungis eitt skip sem getur slegið þetta met og er það hin danska Ruth. Ruth er spánný og smíðuð í Karstensens skipasmíðastöðinni eins og Börkur og Vilhelm og er með örlítið meiri burðargetu,“ segir Hjörvar.

Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, segir að hráefnið úr þessum mettúr sé afar gott. „Þetta er gæðahráefni og vinnslan hjá okkur gengur afar vel. Nú er líka góð veiði og nóg hráefni og við erum að undirbúa löndun úr Barða NK,“ segir Eggert.

Slegið var á þráðinn um borð í Börk í morgun og til svara var Hálfdan Hálfdanarson, sem sestur var í skipstjórastólinn í stað Hjörvars. „Við fórum frá Seyðisfirði klukkan hálf sjö í morgun og erum nú út af Héraðsflóanum á leið á miðin norðaustur af Langanesi. Það er búin að vera bræla síðan seinni partinn í gær en hún er að ganga niður núna. Hér um borð eru allir hressir enda menn að upplifa alvöru loðnuvertíð,“ segir Hálfdan.

28.01.2022 23:01

i Norskum höndum

       Kannist þið við þessa kappa ??  mynd þorgeir Baldursson 

28.01.2022 22:25

Froystrand fiskflutningabátur á Reyðarfirði

                          Froystrand AAS-1202-ST 11 seiðaflutningabátur mynd þorgeir Baldursson 4 jan 2022

                                    Komið að bryggju á Reyðarfirði 4 jan 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                Hafnarvörður á Reyðarfirði tekur á móti afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 4 jan 2022

 

Hérna koma upplýsingar um bátinn af marinetraffic 

IMO: 9443994

Name: FROYSTRAND

Vessel Type - Generic: Cargo

Vessel Type - Detailed: Fish Carrier

Status: Active

MMSI: 257255000

Call Sign: LAST

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 1226

Summer DWT: 1400 t

Length Overall x Breadth Extreme: 62.07 x 12 m

Year Built: 2009

Home Port: TRONDHEIM

28.01.2022 15:38

Cuxhaven Nc 100 Landar á Akureyri

                            Cuxhaven NC100 við Frystihús ÚA i morgun mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022

                    Cuxhaven NC 100 heldur til veiða um hádegi i dag mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022

                                                   Cuxhaven NC 100 mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022

                               Cuxhaven NC 100 siglir út Eyjafjörð mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022

                              Cuxhaven NC 100 á siglingu á Eyjafirði i dag mynd þorgeir Baldursson 2022

28.01.2022 13:39

Norsk loðnuskip flýja til hafnar vegna Brælu

I nótt og framundir hádegi i dag komu þrjú norsk loðnuskip til Akureyrar og voru þau öll að flýja veðurhaminn 

sem að mun skella á noðanverðulandinu seinnipartinn i dag og kvöld með tilheyrandi snjókomu og brælu 

en þar sem að Norsku skipin meiga aðeins veiða með nót i islenskri landhelgi og staðreyndin er sú að 

hún stendur of djúpt fyrir nótaveiðar gerir það að verkum að skipin leita nú hafnar og biða þess að 

nótaveiði glæðist sem að gæti gerst uppúr 10 febrúar 

                   Hargun H-1-Q á siglingu á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 28jan 2022

                              þrjú Norsk  loðnuskip á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022 

                 Selvag Senior N-24 -ME Endre     Dyroy H-21-F     Hargun H-1-Q  Mynd þorgeir Baldursson 28 jan 2022

                                  Skipin við bryggju á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson jan 2022

27.01.2022 20:44

Rókur og Lerkur i skveringu hjá slippnum Akureyri

                 FD1205 Rókur og FD1206 Lerkur við Slippkantinn i dag 27 jan mynd þorgeir Baldursson 2022

Það virðast vera næg verkefni hjá Slippnum Akureyri þessa dagana i gær fór frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255

og siðan er að klárast millidekkið á Frosta ÞH 229 en þar var skipt um allan vinnslubúnað siðan er Blængur NK 125 i flotkvinni 

og mun væntanlega klárast um helgina en siðast er verið að smiða vinnslulinur fyrir millidekk tveggja Færeyskra skipa 

sem að verða klárir fyrripart árs 2022

27.01.2022 18:18

Milla St 38 hifð uppá bryggju i dag

                                         6361 Milla ST 38 Mynd Jón Páll Ásgeirsson 27 jan 2022

                    6361 Milla ST 38 Hifð uppá bryggju i dag mynd Jón Páll Ásgersson 27 jan 2022

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi borist ábend­ing um að bát­ur væri hugs­an­lega strandaður við Eng­ey. „Í sam­ráði við hafn­sögu­vakt­ina í Reykja­vík og fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra fór fram eft­ir­grennsl­an en eng­ar upp­lýs­ing­ar voru í kerf­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar þess efn­is að bát­ur hefði farið á sjó eða væri strandaður við Eng­ey.“

Við at­hug­un hafi komið í ljós að bát­ur væri við Eng­ey og að einn væri um borð. Þegar Gróa Pét­urs­dótt­ir mætti á staðinn fannst bát­ur­inn hins veg­ar mann­laus. „Land­helg­is­gæsl­an boðaði í kjöl­farið til leit­araðgerða með þyrlu LHG og öll­um til­tæk­um sjó­björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Leit­in stend­ur nú yfir og eng­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir að svo stöddu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um klukk­an tvö var til­kynnt að leit væri lokið og skip­verj­inn væri fund­inn.

27.01.2022 13:55

Maline S ex Börkur NK 122

                               Maline S Ex Börkur NK 122 á leið til Fáskrúsfjarðar mynd Eddi Gretars 27 jan 2022 

        

 

27.01.2022 13:55

Langur en gjöfull brælutúr

                                  1868 Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2022

Helga María AK endaði veiðar á Suðvesturmiðum eftir veiðar á Vestfjarðamiðum. Ágætur afli en erfið veður.

Ísfisktogarinn Helga María AK endaði síðasta túr á Suðvesturmiðum en þangað var siglt í brjáluðu veðri frá Vestfjarðamiðum. Löngum túr er að ljúka hjá áhöfninni en siglt var frá Reykjavík fyrir rúmri viku.

„Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið gott lengst af túrnum. Við hófum veiðar á Þverálshorni en færðum okkur svo yfir á Kögurgrunn. Uppistaðan í aflanum var þorskur en þessum afla lönduðum við á Ísafirði eftir að hafa leitað þar hafnar sl. föstudag. Þá var komin haugabræla og ekki um annað að ræða en að leita vars,” segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu, í viðtali við heimasíðu Brims.

Á Ísafirði var um 70 tonnum af fiski úr Helgu Maríu skipað í land en þaðan var svo siglt á laugardeginum eftir að veðrið gekk niður

„Við hófum veiðar að nýju á Straumnesbankanum. Færðum okkur svo yfir í Þverálinn en þar var ýsa alls staðar að þvælast fyrir okkur. Við fórum svo í Víkurálinn þar sem karfaveiði var ágæt og mér telst til að við séum nú komnir með um 65 tonn, nokkurn veginn þorsk og karfa til helminga,” segir Friðleifur.

Ísfisktogarar Brims hafa töluvert gert af því að landa afla í Grundarfirði síðustu vikurnar en frá norðanverðu Snæfellsnesi hefur aflanum verið ekið til vinnslu í fiskiðjuveri Brims í Reykjavík. Friðleifur segir að í þessu felist mikið hagræði og sparnaður fyrir skipin ef þau stundi veiðarnar á Vestfjarðamiðum. 

„Við höfum landað í Grundarfirði og mér sýnist það spara okkur um 120 mílna siglingu fram og til baka að landa í Grundarfirði miðað við löndun í Reykjavík. Þannig að ef túrarnir eru bara fólgnir í veiðum á Vestfjarðamiðum er hagræðið óumdeilanlegt,” segir Friðleifur.

27.01.2022 09:23

Guðrún Þorkalsdóttir tekur troll og hlera á Húsavik

 

                                   2944 Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 Mynd þorgeir Baldursson 2021

   Trollið tekið um borð i Guðrúnu þorkels SU Mynd Bjarni Már Hafsteinsson jan 2022

 

26.01.2022 18:07

Rúmlega 60.000 tonn af loðnu til Síldarvinnslunnar

                                                   Skip Á seyðisfirði Mynd ómar Bogasson 24 jan 2022

                                        Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                           Norsk Loðnuskip á Seyðisfirði mynd ómar Bogasson jan 2022

                                        Norskir loðnubátar og 1661 Gullver Ns 12 Mynd ómar Bogasson  jan 2022

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa samtals tekið á móti um 60.000 tonnum af loðnu frá því að veiðar hófust í desember.

Verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti 32.500 tonnum og hefur vinnsla gengið vel að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra. „Það hefur gengið vel að vinna og sérstaklega hafa tvær síðustu vikur verið góðar. Að jafnaði vinnum við um 1.100 tonn á sólarhring. Það mætti vera dálítið meiri veiði því við höfum þrisvar stoppað í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Annars líst okkur afskaplega vel á vertíðina,“ segir Eggert Ólafur.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, tekur undir með Eggert og segir að veiðin mætti vera meiri. „Vinnsla hjá okkur hefur gengið afar vel. Hráefnið er mjög gott og ferskt. Við höfum tekið á móti 27.000 tonnum frá því að loðnuveiðin hófst í desember og núna er grænlenska skipið Polar Ammasak að landa 1.750 tonnum. Framhaldið lítur vel út,“ segir Hafþór.

Að sögn Jóns Gunnars Sigurjónssonar, yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er búið að frysta 1.600 tonn af loðnu í fiskiðjuverinu á vertíðinni. „Við frystum einungis í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hefur gert það að verkum að hún hefur ekki verið heppilegt hráefni til frystingar. Ég geri hins vegar ráð fyrir að frysting hefjist af krafti um mánaðamótin og þá muni veiðast stór og átulaus loðna sem verður gott hráefni fyrir okkur,“ segir Jón Gunnar.

26.01.2022 15:23

Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi.

Hoffell á landleið og verður í fyrramálið með fullfermi 1.650 tonn af Loðnu.

Veiðin var ágæt og skipið stoppaði 3 sólarhringa á miðunum. Skipið fer út aftur strax eftir löndun.

segir á heimasiðu loðnuvinnslunnar 

                             2865. Hoffell su 80 kemur til heimahafnar mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                         Hoffell su 80 rétt ókominn að bryggju mynd þorgeir Baldursson jan 2022

26.01.2022 08:07

Norsk uppsjávarveiðiskip leita vars vegna Brælu

                                 Hargun H-1-0 Við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson jan 2022

                                      Hargun við Bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson.      jan  2022

                         Endre Dyroy H-21-F við bryggju á Akureyri mynd  þorgeir Baldursson jan 2022

                                                      Endre Dyroy mynd þorgeir Baldursson jan 2022
 

25.01.2022 21:56

Libas kom til Akureyrar i kvöld

                          Libas VL-1-QN kom til Akureyrar um kl 22 i kvöld mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2022

                                  Ágúst Eiriksson Hafnarvörður tók á móti endanum mynd þorgeir Baldursson 

                               Viðir Benidiktsson hafnarvörður tók við afturbandinu mynd þorgeir Baldursson 

                                Libas er eitt af nýjustu uppsjávarskipum Norðmanna mynd þorgeir Baldursson 25jan 2022

                  Libas og Trilla á siglingu inná poll talsverður stærðarmunur mynd þorgeir Baldursson 26 jan 2022

IMO: 9850989

Name: LIBAS

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 257609000

Call Sign: LFKW

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 4514

Summer DWT: -

Length Overall x Breadth Extreme: 86 x 18 m

Year Built: 2020

heimahöfn Bergen 

25.01.2022 20:02

Brimir Su 158 hallar undir flatt

                     1857 Bimir SU 158 hallar undir flatt Hoffell i baksýn mynd þorgeir Baldursson jan 2022

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1583
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062857
Total unique visitors: 50974
Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is