Blog records: 2025 N/A Blog|Month_1031.10.2025 23:43Birtingur Nk 124
Written by Þorgeir 31.10.2025 06:2780 starfsmenn tóku þátt í 30. haustralli Hafró!
30. október 2025
Þann 17. október s.l. lauk þrítugustu Stofnmælingu botnfiska að haustlagi (einnig nefnt haustrall eða SMH). Togararnir Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE auk rannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar HF tóku þátt í verkefninu í ár og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Skipstjórar voru Heimir Hafsteinsson á Árna Friðrikssyni HF, Sigurjón Viðarson og Óskar Þór Kristjánsson á Þórunni VE og Magnús Ríkarðsson á Breka VE. Togað var á 372 stöðvum allt í kringum landið en stöðvarnar dreifast yfir allt landgrunnið og niður á landgrunnsbrúnina niður á allt að 1300 m dýpi. Eins haustrall í 30 árHaustrall hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Helsta markmið verkefnisins er að styrkja mat á stofnstærð helstu botnlægra nytjastofna með sérstakri áherslu á lífshætti og stofnstærð grálúðu og djúpkarfa. Auk þess er markmið verkefnisins að afla upplýsingar um útbreiðslu, líffræði og fæðu helstu fisktegunda á Íslandi
Auk söfnun á líffæðilegum upplýsingum fiskistofna eru ýmsir umhverfisþættir skráði svo sem sjávarhiti (við botn og yfirborð) og veðurfar. Auk þess hefur botndýrum einnig verið safnað til nokkurra ára og frá árinu 2017 hafa skráningar á rusli/plastrusli í afla farið fram með skipulögðum hætti. Gagnasöfnun í Haustralli hefur með tímanum orðið veigamikill þáttur í langtímavöktun lífríkis á íslensku hafsvæði og margar skýrslur, vísindagreindar og nemaverkefni sem nýta gögn safnað í haustralli komið út. Helstu niðurstöður úr Haustralli 2025 er að vænta í desember.Heimild HafogVatn.is
Written by Þorgeir 31.10.2025 00:29Blys fyrir hvern þann sem lést
Blys voru tendruð fyrir hvern þann sem að lést i snjóflóðinu á Flateyri Morgunblaðið Halldór Sveinbjörnsson isafirði
Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur inn til lendingar Varðskipið Freyja i bakgrunni mynd Halldór Sveinbjörnsson
Það var fallegt veður í Önundarfirði í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Séra Fjölnir Ásbjörnsson leiddi minningarstundina. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Í kirkjugarðinum er minnisvarði um þau sem fórust í flóðinu 1995. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is Halldór Sveinbjörnsson
Benoný Ásgrimssson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar kemur til Flateyrar mbl.is Halldór Sveinbjörnsson
Auðunn Kristinnson aðgerðarstjóri LHG og Ólafur Helgi Kjartansson fyrrverandi sýslumaður á Isafirði mbl.is Karitas Sveina Guðjónsdóttir
Written by Þorgeir 30.10.2025 23:42Falleg vetrarbirta i miðbæ Akureyrar
Written by Þorgeir 29.10.2025 10:15Sólrún EA 151
Written by Þorgeir 26.10.2025 20:22Breskt Herskip á AkureyriFreigáta konunglega breska flotans, HMS Somerset, er komin til Akureyrar. Þar fékk áhöfnin hlýjar móttökur, að því er segir á opinberum reikningi herskipsins á X. Samkvæmt miðlinum UK Defence Journal er heimsókn freigátunnar liður í yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans á Norður-Atlantshafi. Herskipið var tekið í notkun árið 1996 og er hannað fyrir kafbátahernað en ber þó einnig vopn til varnar á yfirborði og í lofti, svo sem hina nýlega kynntu NSM-flaug (Naval Strike Missile) sem getur verið beitt á óvinaskip eða skotmörk á landi sem eru í meira en 160 kílómetra fjarlægð. heimild mbl.is
Written by Þorgeir 26.10.2025 17:45VASCO DA GAMA á Eyjafirði
Written by Þorgeir 24.10.2025 18:50Akureyri i október 2025
Written by Þorgeir 24.10.2025 09:13Sildarmælingum að ljúka
Written by Þorgeir 23.10.2025 07:54Skip á Akureyri
Written by Þorgeir 21.10.2025 22:03Sildarleit i Eyjafirði i dagHið nýja skip Hafró Þórunn Þórðardóttir HF 300 kom i fyrsta skipti inná Eyjafjörð i dag og var verkefnið að leita að sild skipið krúsaði hérna allan fjörðinn allveg inná poll og þegar þetta er skrifað um kl 2215 var skipið við norðaustur enda Hriseyjar á togferð en á þeim slóðum höfðu hvalaskoðunnarbátar séð mikið lif á mælum og mikið af hval á slóðinni allt uppi 20 stykki i túr enda er Eyjafjörðurinn með um 99% árangur i hvalaskoðun á Islandi
Written by Þorgeir 20.10.2025 19:34Þórunn Sveinsdóttir Ve verður Ljósafell SU
Written by Þorgeir 19.10.2025 23:56Sæfari i slipp Á Akureyri
Written by Þorgeir 19.10.2025 19:48Fyrsti túrinn hjá Valgarði með Gullver Ns 12Fyrsti túrinn í skipstjórastólnumValgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr í skipstjórastólnum á Gullveri NS en hann hefur verið fyrsti stýrimaður um borð í tvö ár. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Ísfisktogarinn Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag með nýjan skipstjóra í brúnni, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Valgarður Freyr Gestsson fór sinn fyrsta túr sem skipstjóri en hann hefur verið fyrsti stýrimaður Gullvers í ein tvö ár. Afli Gullvers að þessu sinni er 80 tonn, þar af eru 58 tonn þorskur og tæp 20 tonn af ýsu. Valgarður segir þennan fyrsta túr sinn hafa gengið ágætlega en ýsan hafi þó látið eltast við sig. Margir kvarti undan ýsufæð„Við byrjuðum á Tangaflaki og síðan var haldið á Gletting en ýsuveiðin var takmörkuð þar,“ segir Valgarður. „Þá var siglt norður á Digranesflak og þar tekin þrjú hol en aflinn var að mestu þorskur á þeim slóðum. Þá var haldið suður eftir í ýsuleit og byrjað á Gerpisflaki og endað á Gauraslóð með heldur litlum árangri.“ Hann segir jafnframt að áhöfn Gullvers sé ekki ein um að eltast svona við fiskinn því víða sé kvartað undan ýsufæð þessa dagana. Valgarður sestur í skipstjórastólinn á Gullveri NS. Ljósmynd/Síldarvinnslan Valgarður segist sérstaklega ánægður með áhöfnina. „Þetta var minn fyrsti túr sem skipstjóri og það er auðvelt að vera skipstjóri á skipi þar sem er samheldin og góð áhöfn,“ segir hann. „Á Gullveri er flottur mannskapur.“ Þegar löndun er lokið verður haldið til Neskaupstaðar til að sinna viðhaldi á skipinu. Aftur verður siglt á miðin á fimmtudagskvöld. Written by Þorgeir 13.10.2025 12:15Akureyri 13 okt 2025 skip og BátarNokkur Skip við bryggju á Akureyri i morgun
Written by Þorgeir
|
Archive
Um mig Name: Þorgeir BaldurssonCell phone: 8620479Email: thorgeirbald62@gmail.comAddress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðLocation: HörgárbyggðAbout: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLinks
Today's page views: 697 Today's unique visitors: 3 Yesterday's page views: 2179 Yesterday's unique visitors: 12 Total page views: 2301573 Total unique visitors: 69320 Updated numbers: 16.11.2025 13:06:15 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
© 2025 123.is | Signup for 123.is page | Control panel