Blog records: 2007 N/A Blog|Month_9

25.09.2007 00:28

Stórbrytinn Helgi Pálmasson

Fyrir nokkrum árum vorum við Helgi Pálmasson samskipa um borð i Eyborgu Ea 59 á rækjuveiðum á flæmingjagrunni þar sem að Mr pálmasson var i essinu sinu að búa til mat

 

 

25.09.2007 00:05

Margret EA 710 Landar i Noregi

Góðan dag.
Við siglum nú fulla ferð með vesturströnd Noregs í áttina til Álasunds. Við höfum ekki landað áður ferskum fiski á þessu skipi í norska vinnslu þanning að við erum nokkuð spenntir að vita hvernig þetta gengur nú hjá okkur.
Fyrirtækið sem kaupir af okkur fiskinn heitir Nils Sperre A/S og er staðsett á Ellingseyju við Álasund heimasíðan þeirra er http://www.nsperre.as/
Eins og framkemur á síðunni þeirra þá er afköst verksmiðjunnar um 700 tonn /sólarhring þannig að þetta ætti að geta gengið hratt. fréttin er fengin af heimasiðu Margretar Ea www.123.is/margretea

24.09.2007 11:04

Örvar Hu 2

 Örvar Hu 2 sem að er i eigu Fisk Seafood hefur verið i slipp á Akureyri  þar sem að farið hafa fram hefðbundið viðhald máling og þess háttar  og svo var skift um togspil

24.09.2007 00:03

Frosti Þh 229

Frosti Þh 229 kom inn til löndunnar á Akureyri i lok siðustu viku og var þessi mynd tekin  þegar skipverjar voru að skola trollið i firðinum i bakgrunni má sjá fjallið Kaldbak og þangað er boðið uppá ferðir með snjótroðara á veturnar á toppinn og er útsýnið allveg meiriháttar

22.09.2007 20:27

Carpe Diem Hf 32 (ex Álsey Ve 2)

Enn eitt skipið hefur verið selt úr landi Álsey Ve 2  sem að var i eigu Isfélags Vestmannaeyja  hefur verið selt til dótturfyrirtækis Nýsir sem að heitir Faenus og hefur skipið fengið nafnið Carpe Diem hf 32

19.09.2007 22:18

Chase 550 á Eyjafirði i dag

fórum 2 félagarnir  i smá prufu túr eftir hádegi  i dag sem að var hin besta skemmtun eins og sjá má enda ganghraðinn um það bil 70 mph  á klukkustund og veðrið eins og best var á kosið pallslétt

19.09.2007 16:44

Björgvin EA 311

Björgvin  EA 311 kom til löndunnar á Dalvik i morgun og er þetta fyrsta löndun skipsins eftir slipp aflinn var 360 ker og uppistaðan var þorskur túrinn tók 5 sólahringa

18.09.2007 20:48

Dragnótaveiðar i utanverðum Eyjafirði

það er oft mikil kvika i utanverðum firðinum  i norðanátt og er þessi mynd af dragnótabátnum EIÐ ÓF 13 glögt dæmi um mátt sjávarins þar sem að hann myndar djúpa öldudali þess má ennfremur geta að aflinn eftir túrinn var um 3 tonn mest ýsa Dragnótaveiðar i eyjafirði

10.09.2007 22:34

FRÁ ÖNGLI TIL MAGA

Nemendur i 6 bekkjum grunnskólum akureyrar stunda sjóinn þessa dagana og i morgun var komið að krökkum i Siðuskóla að fara með eikarbátnum HÚNA 2 en þetta er samstarfsverkefni milli hollvina félags húna ,Háskólans á Akureyri, og skóladeildar akureyrarbæjar .    fleiri myndir i myndaalbúmi
  • 1

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1583
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062857
Total unique visitors: 50974
Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is