Category: mannamyndir22.11.2009 23:35Sjómannadagur i dennSandgerðishöfn i denn ©mynd þorgeir Baldursson Hérna kemur mynd frá sjómanndegi i Sandgerði seint á siðustu öld þekkja menn nokkuð mannin Hann ku vera enn Búsettur á suðvestur horninu Written by Þorgeir 23.10.2009 02:22Trollið tekið i BræluTROLLIÐ TEKIÐ I BRÆLU ©Mynd Þorgeir Baldursson Það getur stundum verið ansi blautt að taka trollið sérstaklega ef að skipin er þung á bárunni eins og þessi mynd ber með sér hérn standa þeir fv Óskar Valgarðsson og Stefán Geir Jónsson en myndin er tekin um borð i Rauðanúp ÞH 160 seint á siðustu öld Written by Þorgeir 25.01.2008 00:12rækjuveiðar á flæmingjagrunni
Written by Þorgeir 26.12.2007 12:53Árbakur Ea 308Það kemur ýmislegt upp með toghlerunum myndin af þessum tveimur mönnum sem að voru að losa net sem að kom á hleranum fv Emil Vilmundarsson og Jóhann Jóhannsson heldur i fætur Emils myndin er tekin um borð i Árbak Ea 308 sumarið 1994 Written by Þorgeir 06.12.2007 19:55Kóngurinn i syngandi sveifluHallbjörn Hjartarsson i kunnuglegri sveiflu á Brodway 1985 en það ár var Ágústa Björnsdóttir frá Akureyri Islandsmeistari i Freestyle danskeppni Written by Þorgeir 18.11.2007 17:58Hilmar Snorrasson og Slysavarnaskóli Sjómanna viðurkenning
Written by Þorgeir 04.11.2007 19:19Nótin dregin um borð i Þórshamar Gk 75
Written by Þorgeir 01.11.2007 21:45Grunnskólanemar I BrekkuskólaSjávarútvegsráðuneytið hefur staðið fyrir rekstri skólaskips vor og haust undanfarin ár fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins og hafa Fiskifélag Íslands, sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin séð um framkvæmdina. Í dag 1. nóvember mun skipið hefja ferð sína með nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins en ferðirnar munu standa yfir út nóvember. Skólaskipið mun fara í um 40 ferðir með yfir 600 nemendur en það eru tvær námsferðir á hverjum degi. Líkt og áður er það Fiskifélag Íslands sem skipuleggur ferðir skólaskipsins og sér um samskiptin við skólana og sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnuninni sjá um kennsluefnið og fræðsluna um borð. Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings. Óhætt er að segja að um sé að ræða metnaðarfulla dagskrá þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga, segir í frétt frá Fiskifélagi Íslands. Written by Þorgeir 07.10.2007 23:40Karl E Óskarsson i brúnni á Arney Ke 50Það var létt yfir okkar manni i brúnni á Arney Ke 50 og mikið að gera i simanum Written by Þorgeir 25.09.2007 00:28Stórbrytinn Helgi PálmassonFyrir nokkrum árum vorum við Helgi Pálmasson samskipa um borð i Eyborgu Ea 59 á rækjuveiðum á flæmingjagrunni þar sem að Mr pálmasson var i essinu sinu að búa til mat
Written by Þorgeir 20.08.2007 16:07Tásubað i bliðunniÞEIR VORU FLOTTIR STRÁKARNIR SEM AÐ LJÓSMYNDARI HITTI I MIÐBÆ AKUREYRAR Á DÖGUNUM OG VORU SNÖGGIR AÐ PÓSA OG FANNST EKKERT TILTÖKU MÁL AÐ STÖKKVA ÚTI GOSBRUNNINN Written by Þorgeir 03.06.2007 05:10Sjómannadagurinn 2007 Þeir voru flottir nýju einkennisbúningarnir hjá stýrimönnunum á ODDEYRINNI EA 210 en heljar mikil veisla var i sjallanum i gærkveldi og var saman komin góður hópur fólks sem að skemmti sér konunglega fram eftir nóttu Written by Þorgeir 16.02.2007 22:50Aðalskrifstofur Samherja H/FSamherji H/f hefur sameinað allt skrifstofuhald fyrirtækisins á Akureyri undir sama þaki að glerárgötu 30 og er skrifstofu aðstaðan með þvi glæsilegasta norðan heiða Written by Þorgeir
|
Archive
Um mig Name: Þorgeir BaldurssonCell phone: 8620479Email: thorgeirbald62@gmail.comAddress: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðLocation: HörgárbyggðAbout: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiLinks
Today's page views: 1583 Today's unique visitors: 20 Yesterday's page views: 1858 Yesterday's unique visitors: 51 Total page views: 1062857 Total unique visitors: 50974 Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47 |
© 2024 123.is | Signup for 123.is page | Control panel