Blog records: 2021 N/A Blog|Month_12

31.12.2021 00:59

Uppgjör sýnir traustan rekstur Samherjasamstæðunnar

 

                                   Cuxhaven NC 100 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                      Skipstjórarnir á Cuxhaven Nc 100 Stefán og Hannes mynd þorgeir Baldursson

Vegna óvissu um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstri í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi.

Hagnaður af rekstri alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja Holding ehf. á árinu 2020 nam 27,4 milljónum evra og 1,4 milljónum evra á árinu 2019.

Rekstur samstæðunnar felst í útgerð, landvinnslu, markaðs- og sölustarfsemi auk flutningastarfsemi. Ársreikningarnir voru samþykktir á aðalfundi félagsins hinn 29. desember 2021.

Um uppgjörið er fjallað á heimasíðu Samherja.

Þar segir að ekki hefur enn tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hefur verið aflögð og flokkuð sem slík í ársreikningunum.

„Þá ríkir enn óvissa um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi. Sama fyrirvara gera endurskoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikningana fyrirvaralaus. Framangreind óvissa hefur valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð ársreikninganna en stjórnin taldi mikilvægt að freista þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá reikningunum.“

Fjárhagslega sterkt félag

Þá segir að tekjur samstæðu Samherja Holding ehf. af seldum vörum námu 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs og lækkuðu nokkuð miðað við árið á undan þegar þær námu 355,7 milljónum evra.

Eignir samstæðunnar námu 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, samanborið við 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra.

Lang umsvifamesti þátturinn í rekstri Samherja Holding ehf. eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Af erlendum fyrirtækjum eru nefnd Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven sem er elsta sjávarútvegsfyrirtæki Þýskalands. Samherji Holding hefur átt aðkomu að rekstri þess félags í rúmlega aldarfjórðung með góðum árangri. Hér má einnig nefna sölufyrirtækið Seagold og sjávarútvegsfyrirtækið Onward Fishing í Bretlandi og fyrirtæki í Noregi og Kanada.

Á áðurnefndum aðalfundi Samherja Holding ehf. fór fram stjórnarkjör í félaginu og voru Eiríkur S. Jóhannsson, Óskar Magnússon, Kristján Vilhelmsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Már Baldvinsson kosin í stjórn þess.

„Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf.

 

29.12.2021 23:05

Gott ár hjá Sólbergi ÓF 1

          Trausti Kristinsson skipst Sólbergs ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 

                  2917 Sólberg ÓF 1 á veiðum i Barentshafi 2017 mynd þorgeir Baldursson


Afli frystitogarans Sólbergs ÓF 1 á árinu var 11.216 tonn (13.164 tonn af óslægðu), sem er 708 tonnum minni afli en í fyrra.Afli sólbergs ÓF  siðasta túr fyrir jól var  um 30.000 kassar ásamt 60 tonnum af mjöli og 35 tonn af lýsi og var aflavweðmætið um 642 milljónir kr 

Aflaverðmæti (CIF) Sólbergs var rúmlega 5,5 milljarðar, sem er 177 milljónum minna en metárið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Ramma hf. sem gerir skipið út.

Mun það vera mesta aflaverðmæti hjá fiskiskipi í íslenska flotanum á árinu og það næstmesta sem skip hefur skilað í aflaverðmæti á einu ári í krónum talið.

 Áhöfn Trausta Kristinssonar fer nú i jólafrii og tekur Sigþór Kjartansson og hans menn við keflinu á nýju ári 

myndir Þorgeir Baldursson 

Heimild Morgunblaðið /Ágúst Ingi 

 

29.12.2021 21:29

verður Kirkella H-7 seld frá Hull

                          Kirkella H-7 á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2017

Það kann að koma til þess að einn af síðustu út­haf­stog­ur­um Hull, Kirkella H-7, verði seld­ur. Skipið fær aðeins helm­ing þess kvóta sem það áður fékk í norskri lög­sögu og seg­ir Jane Sand­ell, for­stjóri UK Fis­heries, seg­ir í Yorks­hire Post að samn­ing­ur sem beska rík­is­stjórn­in gerði við Nor­eg um fisk­veiðar sé „al­gjört áfall“ fyr­ir fyr­ir­tækið.

UK Fis­heries Lim­ited, sem er í helm­ingseigu Sam­herja í gegn­um dótt­ur­fé­lagið Onw­ard Fis­hing Comp­any, hef­ur gert út skipið Kirkella sem áður veiddi um 8% af fiski sem seld­ur var til versl­ana með fisk og fransk­ar í Bretlandi. Þá veiddi Kirkella fyr­ir Brex­it um 10 þúsund tonn af norður­slóðaþorski í norskri lög­sögu, en fær nú aðeins að veiða 500 tonn.

„Að tala um von­brigði væri van­mat ald­ar­inn­ar,“ seg­ir Sand­ell og bæt­ir við að fög­ur fyr­ir­heit bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi verið inn­an­tóm. „Eina álykt­un­in sem hægt er að draga er að þeim sé al­veg sama. […] Að ganga frá borðinu með 500 tonn þegar það myndi und­ir venju­leg­um kringu­stæðum vera þúsund­ir er ekki hægt að lýsa sem góðum ár­angri.“

Hún seg­ir ljóst að end­ur­meta þurfi til­hög­un rekst­urs fyr­ir­tæk­is­ins og til greina komi að grípa til niður­skurðar og selja skipið.

þess má geta að skipstjórnamenn  Kirkellu eru Islenskir 

 

29.12.2021 09:41

Flýgur fiskisagan

 

Guðjón Guðmundsson

 - gugu@fiskifrettir.is

29. desember 2021 kl. 09:00

 

Hjónin Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur fyrirtækisins. Mynd/Þorgeir Baldursson

 

Vélfag er eitt þeirra íslensku tæknifyrirtækja sem hafa risið og dafnað innan bláa hagkerfisins og sett mark sitt á vinnslutækni í sjávarútvegi hvort sem er til lands eða sjávar.

Fyrirtækið Vélfag stofnuðu hjónin Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir árið 1995 í Ólafsfirði. Framundan hjá Vélfagi, fyrir utan raðframleiðslu á hinum ýmsu vélum, er verkefnið Fiskvinnsla – næsta kynslóð sem snýst í grundvallaratriðum um samruna margra tækja í eitt. Verkefnið var styrkt um 50 milljónir kr. af Tækniþróunarsjóði.

Vélfag er í fararbroddi í heiminum í samruna hefðbundinna fiskvinnslutækja og tölvustýringar. Vöxturinn síðustu árin hefur einkum verið inn á erlenda markaði þar sem fyrirtækið er vel kynnt sem hönnuður og framleiðandi nýrrar fiskvinnslutækni. Eitt af stóru verkefnunum undanfarið ár hefur verið sala og uppsetning á tækjabúnaði fyrir fiskvinnslur á Írlandi. Bjarmi segir að fiskurinn sem unninn er þar í landi sé einkar fjölbreyttur, bæði hvað varðar tegundir og stærðir.

  • Auk verktaka eru starfsmenn Vélfags 22 eins og er, örfáir í hlutastörfum. Þar af 5 í Ólafsfirði. Mynd/Þorgeir Baldursson

Í landvinnslunni eru unnar margar tegundir á hverjum degi og skipt á milli tegunda reglulega. Þetta er ólíkt því sem er hér á landi þar sem hráefnið sem berst vinnslunum er einsleitt og mestmegnis þorskur. Á Írlandi er unnið jöfnum höndum í vinnslu á hverjum degi á hake, laxi, ýsu, ufsa, alaskaufsa og þorski. Stærðirnar eru líka mismunandi, vinnslurnar kaupa hráefnið af mörkuðum og bátum og hafa þar enga stjórn á meðferð þess eða gæðum.

Samtarf við Mumansk Seafood

M 700 flökunarvélin og M500 hausarinn með slægingu/slógsugu hefur verið á markaði síðan 2007. Þetta eru mekanískar vélar sem mörkuðu innkomu Vélfags á þennan markað. Síðar bættist við M800 mekaníska roðvélin.Hún er einstök að því leyti að sem sambyggð við línu hausara og flökunarvéla frá Vélfagi skila flökin sér beint í roðdrátt án þess að  mannshöndin komi þar að. Hún er afar fyrirferðarlítil og snjöll lausn til að tryggja stöðug gæði í roðdrætti og sparar jafnframt viðhaldstíma og kostnað. 

  • Eigendur Vélfags fengu Hvatningarverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2018 og eru hér ásamt þáverandi formanni SFS, Jens Garðari Helgasyni. Mynd/Morgunblaðið

Stóra byltingin varð árið 2016 þegar fyrsta tölvustýrða M725 flökunarvélin ásamt nýrri línu hausara, M505,  var afhent  Ramma hf. um borð í Sólberg ÓF, fyrsta skipið sem fékk tölvustýrðu línu frá Vélfagi ásamt roðvélunum. Sólbergið veiðir og vinnur nálægt um 15.000 tonn á ári og búnaðurinn frá Vélfagi hefur reynst einkar vel. M725 flökunarvélin er hönnuð til vinnslu á meðalstórum og stórum bolfiski. Áður hafði Vélfag lagt grunninn að þessari tölvustýrðu stórfiskavél í samvinnu við Fisk-Seafood í landvinnslunni á Sauðárkróki.

Á síðastliðinu ári kom enn önnur kynslóð vélalínu á markað sem Vélfag hefur nú sett upp fyrir vinnslur í Írlandi og Noregi. Þetta eru M521 hausari/klumbuskurðarvél, sem þróuð var í samvinnu við rússnesku vinnslu, M705 tölvustýrð flökunarvél og M822 roðvélar. M705 flökunarvélin er minni og öflug útgáfa af fyrrnefndu M725 stórfiskavélinni en byggir á sömu lögmálunum. Líkt og M700 hefur M705 afar breitt vinnslusvið. Vélfag kynnti sem fyrr segir  á Írlandi M521 vélina sem hausar bæði með eða án klumbubeins. Klumbuskurðarvélin/hausarinn hefur verið í notkun um nokkurt skeið hjá Murmansk Seafood. Hún hentar vel þeim fyrirtækjum sem kaupa hausaðan og slægðan fisk til áframvinnslu.

Nútímavæðing á Írlandi

„Flökunarvélin er hjartað í svona vinnslum en það sem við gerðum á Írlandi var tengja búnaðinnn allan saman í eina keðju. Hausaranum og rodráttarvélinni er stýrt frá flökunarvélinni. Þetta styttir boðleiðir og vinnsluferlið. Hráefnið á að vera sem styst í vinnsluferli og vélarnar eiga að fara sem best með það. Við kynntum þetta fyrirkomulag fyrst í landvinnslu í Múrmansk sem er með fjórar vinnslulínur frá Vélfagi. Á Írlandi byggir vinnslan á þessari nýju minni línu með M705 flökunarvél sem hentar betur til vinnslu á smærri fiski.“

  • Þeir sem eru áhugasamir um nýjustu tækni í sjávarútvegi starfa ekki allir í greininni. Hér er Anna Bretaprinsessa að forvitnast um vélar Vélfags á sýningu erlendis. Aðsend mynd

Vélalínurnar frá Vélfagi í Cork og Wexford á Írlandi og í Noregi vinna fisk sem er allt niður í 350 grömm að þyngd og allt upp í 8-10 kíló. Írsku vinnslurnar kaupa sinn fisk á markaði eða af bátum sem veiða innan írsku landhelginnar. Hráefnið er af öðrum toga en við þekkjum hér á Íslandi. Meðferð aflans er líka önnur. Bjarmi segir að það hafi verið áskorun að mæta vinnslunni þar sem hún er stödd núna.

Opinber stefna er á Írlandi að nútímavæða fiskvinnsluna þar í landi. BIM, (Ireland Seafood Developement Agency), niðurgreiðir kostnaðinn að hluta til í því skyni að flýta fyrir endurnýjuninni. Áður byggðu þær tvær vinnslur á Írlandi, sem nú hafa fengið búnað frá Vélfagi, að langmestu leyti á handflökun. Upphafið að samstarfinu má rekja til fundar sem Bjarmi átti með fulltrúum BIM á sjávarútvegssýningunni í Brussel árið 2018.

„Það er svo merkilegt að á Írlandi alveg eins og annars staðar, flýgur fiskisagan. Þegar vel er gert spyrst það út. Við höfum verið þarna í harðri samkeppni við aðra aðila en okkur hefur tekist vel til. Írar eru mjög kröfuharðir. Þeir vilja góða þjónustu og það hafa þeir fengið hjá Vélfagi þrátt fyrir þau strik sem covid setti í reikninginn. Þessi nýi vélbúnaður er svo þægilegur að því leyti að við getum þjónustað hann yfir netið. Það er nettenging inn á vélarnar sem eru af annarri kynslóð en eldri vélar sem útheimtu frekar þjónustumenn með tilheyrandi ferðalögum víða heim. Nú fer verulega fækkandi í þeirri stétt manna. Það næst líka lengri líftími á þessar nýju vélar með ýmsum nýjungum, til dæmis sjálfvirkum smurkerfum sem tölvukerfi stjórna, sem leiðir til enn minna viðahalds en áður.“

Vinnslan þar sem fiskurinn er

Covid 19 hafði áhrif á hátækniiðnaðinn ekki síður en ferðaþjónstuna hér á landi. Allt stöðvaðist og fyrirtækin voru í hálfgerðu tómarúmi. Bjarmi segir það augljóst mál að heimurinn er að breytast í kjölfar heimsfaraldursins. Ein þessara breytinga, og hún alls ekki lítil, er sú staðreynd að stórlega hefur dregið úr flutningi á fiski frá Evrópu til vinnslu í Kína. Þar spila inn í sóttvarnarreglur Kínverja sjálfra en líka hugarfarsbreyting sem er að verða á Vesturlöndum, ekki síst með tilliti til umhverfismála. Bjarmi og Ólöf telja víst að þessi breyting leiði til  meiri fiskvinnslu nær þeim stöðum þar sem fiskurinn veiðist. Þetta á meðal annars við um Noreg og Rússland sem hafa verið stórtæk í sölu á óunnum fiski til Kína. Þróunin felur í sér áskoranir því færri vinnandi hendur eru í þessum löndum en í Kína og launin hærri. Þetta kalli á tækni sem leysi mannshöndina af í enn meiri mæli. Um leið sé sú breyting að verða að meiri vilji er meðal ungs fólks að velja sér starf nærri sínum heimbyggðum og fjölskyldum. Ofangreindar breytingar endurspeglast allar í pantanabók Vélfags. Og frekara þróunarstarf innan Vélfags tekur líka enn frekara mið af þessum breytingum sem eru að verða.

  • Þessi mynd sýnir lausnir Vélfags myndrænt. Viðskiptavinirnir eru fjölmargir, bæði á sjó og í landi. Aðsend mynd

Vélfag fékk nýlega styrk upp á 50 milljónir króna frá Tækniþróunarsjóði til að þróa það sem gengur undir vinnuheitinu Fiskvinnsla – næsta kynslóð. Verkefnisstjóri er Hólmfríður Sveinsdóttir, doktor í lífvísindum og einn helsti sérfræðingur landsins í vinnslu á ensímum úr fiski. Hún var áður m.a. framkvæmdastjóri IceProtein og Protis á Sauðárkróki. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið Gjögur.

„Við erum núna á þeirri vegferð að setja heilan fisk í vél og vinna alla hluti hans með tölvustýringum, vatnskurðartækni, myndavélatækni og ýmsum öðrum mæliaðferðum sem hafa verið hluti af okkar vélum. Um er að ræða tækni í einu tæki sem ræður yfir mun meiri fullvinnslugetu en áður hefur þekkst. Þessi tækni verður öflugt innlegg í aukna sjálfvirkni og grænar lausnir,“ segir Ólöf.

Tækið, sem er enn á þróunarstigi, er ekki fyrirferðamikið og ræður yfir mörgum aðgerðum. Það hentar jafnt landvinnslu sem og vinnslu úti á sjó. Bjarmi segir það muni henta m.a. vel á minni staði þar sem færri búa og minni fyrirtækjum ásamt skipum, til að fjárfesta í nútímalegum vinnslulínum. Tækið byggir á þeirri tækniþekkingu sem Vélfag hefur öðlast í gegnum árin ásamt nýstárlegum viðbótum. Umsóknir um einkaleyfi fyrir hluta tækninnar er nú í ferli. Ólöf segir þessa nýju tækni henta vel inn í það umhverfi sem fiskvinnsla af öllum stærðargráðum um allan heim stendur frammi fyrir þar sem forsendan er aukin sjálfvirkni og bætt nýting auðlinda. Bjarmi kveður enn sterkar að orði og segir þessa nýju tækni geta valdið gríðarlegum breytingum ef vel tekst til. Hún geti breytt miklu í verðmætasköpun sjávarútvegsins um allan heim.

Greinin birtist i Timariti Fiskifretta i nóvember 

29.12.2021 00:49

Jenna EA 272

                                          6939 Jenna EA272  við bryggju á Grenivik mynd Þorgeir Baldursson 2021

28.12.2021 17:24

Sigrún Hrönn Þh 36

                                                     2736 Sigrún Hrönn ÞH 36 mynd þorgeir Baldurssson 2012

                                         2736 Sigrún Hrönn  ÞH 36 mynd þorgeir Baldursson 2012

27.12.2021 21:09

Þekkja þið bátana

                                                                              Á siglingu til hafnar þekkja menn þessa báta mynd úr safni Hreiðars Valtýrsonar 

27.12.2021 17:48

Haukur Konn i bótinni

Haukur konn i bótinni orðinn 86 ára gamall og enn i fullu fjöri og kann hvergi við sig 

betur en á meðal trillukallanna sem að koma saman og rifja upp gamla tima á sjónum 

þegar allt var tekið á höndum og ekkert vol og væl 

        Haukur Konnráðsson i bótinn mynd þorgeir Baldursson 2021

 

http://thorgeirbald.123.is/blog/2010/03/08/439196/

     Haukur ÁRIÐ 2007 Mynd þorgeir Baldursson 

            Haukur Konn 2014 i Verbúðinni mynd þorgeir Baldursson 

27.12.2021 14:54

Trausti EA 98

                                          396 Trausti EA 98  á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

26.12.2021 23:37

Jólabeitir Nk 123

                  2900 Beitir Nk 123  með fallega Jólaseriu mynd Guðlaugur Björn Birgisson 

26.12.2021 23:06

Július Geirmundsson is 270

                           1977 Július Geirmundsson IS 270 mynd þorgeir Baldursson 2021

26.12.2021 11:28

Það vantar allt malt í þetta

Guðjón Guðmundsson

 - gugu@fiskifrettir.is

22. desember 2021 kl. 13:00

 

Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri á Ísleifi VE. Mynd/Óskar P. Friðriksson

                                                2388 Isleifur Ve 63 mynd þorgeir Baldursson 2020

 

Ísleifur VE í sinni annarri loðnulöndun.

Loðnuflotinn íslenski er kominn í land í jólafrí eftir fremur daufgerða byrjun á vertíðinni. Tilkynnt var um 904.000 tonna loðnukvóta í byrjun október og þar af var 627.000 tonnum úthlutað til íslenskra skipa. Veiðar máttu hefjast um miðjan október en hófust þó ekki að ráði fyrr en seinnihluta nóvember. Áætla má að íslensku skipin hafi nú veitt nálægt 10% af úthlutuðum aflaheimildum, eða nálægt um 60.000 tonnum.

Mikil bjartsýni ríkti í kjölfar kvótaúthlutunarinnar og spáði greiningardeild eins bankans að útflutningsverðmæti loðnu gæti orðið 50-70 milljarðar eða jafnvel meira. Hækkaði bankinn hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár um 0,8%.

Veiðarnar hafa hins vegar ekki gengið af miklum krafti fram til þessa og hafa sjómenn á orði að loðnan haldi sig djúpt og veiðist lítt að næturlagi. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri á Ísleifi VE hefur marga fjöruna sopið og verið á öllum loðnuvertíðum allt frá árinu 1977 þau ár sem loðnuveiðar hafa verið heimilaðar.

Ísleifur VE kom inn til löndunar í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags í sinni annarri löndun á þessari vertíð. „Það hefur verið frekar rólegt yfir þessu. Það vantar allt malt í þetta. Þó hefur eitthvað verið að bætast í veiðina síðustu dagana. Það veiðist á stærra svæði og var heldur skárra en þetta var í byrjun. Við vorum þarna 50-60 sjómílur aust-norðaustur af Langanesi. Loðnan þokast aðeins í austur í rólegheitunum,“ segir Eyjólfur.

Ef þeir hafa mælt rétt

Hann segir lóðningarnar ágætar en gangurinn á þessu sé dálítið sérstakur. Veiðarnar gefa lítið af sér nema bara yfir hádaginn, eða frá því um níu á morgnana til þrjú eða fjögur síðdegis. Síðan veiðist lítið eftir það.

Eyjólfur er reynslumikill loðnuskipstjóri og segir margt með dálítið öðrum hætti en oftast áður. „Engu að síður var það svo að síðasta daginn, áður en við fórum af miðunum, þá dró ég fram á kvöld og það skilaði einhverju. Í framhaldinu köstuðu fleiri þarna og drógu þá nótt og fengu einhvern afla. Þetta er því vonandi eitthvað að breytast núna. Loðnan hefur legið djúpt og nánast ekkert komið upp fyrir 50 faðma. Mér finnst það frekar óvenjulegt. Aðeins tvisvar sá ég torfur koma upp á einhverja 20-30 faðma.“

Eyjólfur sagði ómögulegt að segja hvað valdi þessum takti núna. Hann var búinn að fara tvo loðnutúra á Ísleifi VE enda sagði langt að fara frá Eyjum. Stímið þaðan að veiðisvæðinu er rúmur sólarhringur. Í þessum tveimur túrum fengust 1.430 tonn og um 1.600 tonn í seinni túrnum. Ísleifur ber 2.000 tonn. Loðnan var stór og falleg og lítið upp á hana að klaga.

„Þetta verður vonandi betra eftir áramótin. Við höldum til veiða aftur 3. janúar á svipaðar slóðir en loðnan gengur auðvitað eitthvað áfram í austurátt. Þetta er sögulega stór kvóti og það þarf að vera gott veður og aðstæður í vetur til þess að hann náist allur. Veðrið hefur leikið við okkur í desember og maður varla vitað af því að maður væri á sjó. Það er samt ekki hægt að leggja mat á þessa vertíð ennþá, hún er svo nýbyrjuð. En ef þeir hafa mælt rétt hlýtur að verða mikið veitt af loðnu í vetur.“

26.12.2021 11:08

Færeysk islensk og franskt skip á pollinum

       Rokur,Lerkur Vilhelm Þorsteinsson EA og Bretagne franst Varðskip mynd þorgeir Baldursson 25 des 2021

               Vilhelm Þorsteinsson Lerkur og Rokur við Oddeyrarbryggju mynd þorgeir Balursson 25 dea 2021

                                     Lerkur FD 1206 og Rokur FD 1205 Mynd þorgeir Baldursson 25des 2021 

26.12.2021 02:05

Samherjaskip við Bryggju á Akureyri

         Kaldbakur EA1 og Cuxhaven Nc 100 við ÚA bryggjuna i morgun mynd þorgeir Baldursson 25 des 2021

25.12.2021 15:28

Vilhelm Þorsteinsson EA11 i jólabúning

                           2982 Vilhelm  Þorsteinsson Ea 11 i Jólabúning við Oddeyrarbryggju 25 des 2021

                             2982 Vilhelm Þorsteinsson Ea 11 mynd þorgeir Baldursson  25 des 2021

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1583
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062857
Total unique visitors: 50974
Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is