Blog records: 2018 N/A Blog|Month_11

27.11.2018 17:53

Bræla Á Bjarti NK

     Það eru þokalegir öldudalirnir sem að geta myndast á Austfjarðamiðum 

27.11.2018 17:04

Siðutogarinn Kaldbakur EA 1

                Kaldbakur EA1 mynd úr safni Hreíðars Valtýrssonar 

26.11.2018 09:36

Stóraukin sókn Rússa i rækjuveiðum

                  Rækjuveiðar i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

                Rækjuveiði um borð i Timiarimiut mynd þorgeir Baldursson 

Með endurnýjunarbylgju rússneska fiskiskipaflotans á grunni fjárfestingakvótans þar í landi hefur losnað um stóra togara sem er skipt út fyrir nýja. Margir þessara togara hafa bæst við úthafsrækjuflota Rússa í Barentshafi og viðbúið er að fleiri útgerðarfyrirtæki finni eldri skipum hlutverk af þessu tagi. Fjórir stórir togarar voru við þessar veiðar á síðasta ári en þeir eru nú orðnir tíu. Rússar hafa verið mjög háðir innflutningi á rækju fyrir innanlandsmarkað en því er nú spáð að þeir verði innan tíðar sjálfum sér nægir með eigin veiðum og jafnvel gott betur og hefji útflutning ef fram fer sem horfir, þá hugsanlega til Kína.

Ólympískar veiðar

Enginn kvóti hefur verið settur á úthafsrækju í Rússlandi enda veiðarnar tiltölulega nýjar af nálinni. Þó er búist við að veiðarnar verði kvótasettar þegar þær hafa náð 15.000 tonna markinu. En það eru ekki einungis „laus“ skip vegna endurnýjunar sem fara á þessar veiðar. Norebo útgerðarrisinn, sem er að smíða sex ný skip eftir hönnun íslensku fyrirtækjanna Nautic og Knarr, keypti fyrr á þessu ári togarann Brimnes af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Skipið, sem nú heitir Spitzbergen, hefur þegar hafið rækjuveiðar í Barentshafi.

Fyrir örfáum árum voru flutt inn 21.000 tonn af kaldsjávarrækju en farið er að draga úr þeim innflutningi. Það sem af er þessu ári hafa rússnesk skip landað 12.000 tonnum af rækju og er búist við að heildarveiðin á árinu verði 15.000 tonn. Allt árið í fyrra veiddu rússnesk skip einungis um 2.500 tonn. Mest hafði verið flutt inn af rækju frá Kanada en þeim viðskiptum lauk með viðskiptabanni Rússa á vestrænar þjóðir árið 2014. Rússar fluttu inn 26.000 tonn árið 2013 og tæp 22.000 tonn 2014. Á síðasta ári var innflutt rækja einungis tæplega 10.000 tonn. Fram í ágúst á þessu ári fluttu Rússar inn rúm 5.500 tonn af rækju frá Grænlandi.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson 

 

26.11.2018 07:30

Núpur Ba 69 á Strandstað i Patreksfirði

        Núpur BA 69 á strandstað ári 2001 Mynd þorgeir Baldursson 

Núpur BA 69 i fjörunni linuskipið Sævik Gk fyrir utan mynd þorgeir Baldursson

        Það gefur á Bátinn i fjörunni mynd þorgeir Baldursson  2001

Núpur Ba 69 i Skipalyftunni i Vestmannaeyjum  Mynd þorgeir Baldursson 2001

            Skipverjar af þór við vinnu i morgun mynd Landhelgisgæslan 

 Frett af mbl.is 

Varðskipið Þór er komið á strandstað línu­skips­ins Núps í fjör­unni norðvest­ur af Pat­reks­firði en reyna á að ná Núpi á flot á há­flóði klukk­an 9:24.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni eru átta af 14 skip­verj­um komn­ir í land enda ljóst að skipið er á leið til hafn­ar að nýju. Ekk­ert amar að skip­verj­un­um sem enn eru um borð og munu þeir aðstoða áhöfn Þórs við björg­un­ina. Tengja á taug út í Núp frá Þór og reyna að ná því þannig á flot.

Ef það tekst ekki verður gerð önn­ur til­raun á næsta flóði sem er í kvöld en það er minna flóð en það sem er núna á tí­unda tím­an­um. 

 Núpur strandaði í Patreksfirði

Frétt af mbl.is

Núp­ur strandaði í Pat­reks­firði

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Núp­ur strand­ar á þess­um slóðum en tug­millj­óna tjón varð þegar skipið strandaði fyr­ir 17 árum.

Línubáturinn Núpur BA enn á strandstað

Frétt af mbl.is

Línu­bát­ur­inn Núp­ur BA enn á strandstað

Frétt mbl.is 

75 ár frá fyrstu björgun með fluglínutækjum

Frétt af mbl.is

75 ár frá fyrstu björg­un með flug­línu­tækj­um

Núpur BA 69 náðist á flot um kl 10 i morgun með aðstoð varðskipsins Þórs 

og var dreginn til hafnar á Patreksfirði til nánari skoðunnar 

heimild mbl.is 

25.11.2018 22:41

Ilivileq GR-2-201 kanski seldur til Rússlands

Heyrst hefur að  Grænlenska dótturfyrirtæki  útgerðarfélags Reykjavikur 

hafi á dögunum selt frystitogarann Ilivileq  GR -2-201 og að hafi verið seldur

til rússneskra kaupenda og muni verða afhentur nú i desember 

 

 

       Ilivileq GR -2-201 EX Skálaberg  RE 7  Mynd þorgeir Baldursson 2014

                  Skálaberg RE 7 Mynd þorgeir Baldursson 2013

25.11.2018 22:38

Oddeyrin EA210 og Viðir EA910

          Viðir EA910 og Oddeyrin EA210 mynd þorgeir Baldursson 2007

25.11.2018 22:36

Mýrarfell SU 136 i Bótinni

              2428 Mýrarfell SU 136 Mynd þorgeir Baldursson 2018

25.11.2018 22:33

Július Geirmundsson IS 270

             1977 Július Geirmundsson IS 270 Mynd þorgeir Baldursson 

25.11.2018 18:12

Öllum Sagt upp á Guðmundi i Nesi RE 13

             2626 Guðmundur i Nesi RE 13 mynd þorgeir Baldursson 2013

36 sjó­mönn­um í áhöfn frysti­tog­ar­ans Guðmund­ar á Nesi hef­ur verið sagt upp störf­um eft­ir að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (ÚR) ákvað að setja tog­ar­ann á sölu­skrá. Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ist Úr harma aðgerðirn­ar. 

Í upp­hafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frysti­tog­ara frá Reykja­vík - Brim­nes, Guðmund Í Nesi, Kleif­a­berg og Vigra. Í upp­hafi næsta árs mun fé­lagið aðeins gera út einn slík­an, Kleif­a­berg, og þá mun sjó­mönn­um fé­lags­ins hafa fækkað um sam­tals 136. 

Í til­kynn­ingu ÚR seg­ir að ástæður þess­ar­ar óheillaþró­un­ar séu fjöl­marg­ar en þær helstu eru „erfiðar rekstr­araðstæður frysti­tog­ara sem stjórn­völd á Íslandi bera veru­lega ábyrgð á með óhóf­legri gjald­töku stimp­il- og veiðigjalda.“ Þá er verk­fall sjó­manna í fyrra einnig tekið inn í mynd­ina og seg­ir fé­lagið að kjara­samn­ing­ar í kjöl­far verk­falls­ins hafi gert rekst­ur frysti­tog­ara erfiðan.

ÚR hlynnt sann­gjörn­um veiðigjöld­um 

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, seg­ir í til­kynn­ingu að for­svars­menn ÚR og annarra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyr­ir dauf­um eyr­um.

„Að óbreyttu er mik­il hætta á að út­gerð frysti­tog­ara drag­ist hratt sam­an á næstu árum með þeim af­leiðing­um að afla­verðmæti tap­ast og jafn­framt hverfi mik­il­væg þekk­ing og reynsla sjó­manna og skip­stjórn­ar­manna af út­hafsveiðum,“ er haft eft­ir Run­ólfi. 

Hann seg­ir að ÚR sé hlynnt sann­gjörn­um veiðigjöld­um en á móti rang­lát­um gjöld­um sem þjóna aðeins hags­mun­um stjórn­mála­manna og vinna gegn hag­kvæmri og sjálf­bærri nýt­ingu fiski­stofna allt í kring­um landið. „Þá er það von okk­ar hjá ÚR að hægt verði að end­ur­skoða kjara­samn­inga sjó­manna til þess að missa ekki störf sjömanna á frysti­tog­ur­um úr landi,“ er haft eft­ir Run­ólfi. 

Tölu­verðar breyt­ing­ar hafa verið hjá ÚR síðustu miss­eri. Fé­lagið hét áður Brim en nafn­inu var breytt á hlut­hafa­fundi í sept­em­ber.  Í vor keypti fé­lagið 34% hlut í HB granda og ný­lega seldi það HB Granda allt hluta­fé í út­gerðarfé­lag­inu Ögur­vík.

25.11.2018 09:03

Haustbræla á 1019 Sigurborg SH 12

    1019 Sigurborg SH 12 i haustbrælu mynd þorgeir Baldursson 

24.11.2018 21:03

Gylfi Gunnarsson 70 ára i dag

Stórvinur minn Gylfi Gunnarsson skipstjóri og Útgerðarmaður Á þorleifi EA 88 

er sjötiu ára i dag og heldur uppá daginn   faðmi  fjölskyldunnar  og i góðra vina hópi i kvöld 

i Húsnæði hestamannafélagsins Léttis hér rétt ofan Akureyrar þar verður örugglega glatt 

á hjalla ef að ég þekki kallinn rétt innlega til hamingju með daginn kæri vinur 

læt hér fylgja nokkrar myndir sem að teknar voru i kvöld af þeim hjónum og afkomendum 

    Gylfi Gunnarsson Mynd þorgeir Baldursson 2018

   Gylfi Gunnarsson og Stórfjölskyldan  i kvöld mynd þorgeir Baldursson 

                Gylfi og Frú Við Gjafaborðið Mynd þorgeir Baldursson 2018

     1434 Þorleifur EA 88 á landleið við Grimsey mynd Þorgeir Baldursson 

 

24.11.2018 12:48

Húnakaffið i morgun

Að venju var vel mætt i Húnakaffið i morgun  og var góð stemming 

Sigurður Bergþórsson mætti með nokkur gömul myndaalbúm 

þar sem að brá fyrir bæði skipum og mönnum  kallarnir skoðuðu  þau af miklum móð

og skegg ræddu um þennann og hinn bátinn og flugu skemmtilegar athugasemdir 

milli manna og sitt sýndist sumum en á milli hárbeyttar athugasemdir 

   Bjarni Bjarnasson og Sigurður Bargþórsson mynd Þorgeir Baldursson 2018

             Kaffisopinn i morgunsárið Mynd þorgeir Baldursson 2018

       Kristján frá Gilhaga Skoðar Sjómannablaðið Viking Mynd þorgeir 2018

                      Kaffi karlarnir Mynd þorgeir Baldursson 2018

          þrir góðir i kaffinu i morgun mynd þorgeir Baldursson 2018

        Bjarni Bjarnasson  skoðar Skipaalbúm mynd þorgeir Baldursson 2018

             Nýr Landgangur við Húna Mynd þorgeir Baldursson 2018

23.11.2018 23:33

Eldborg EK 0014 I NORÐURHÖFUM

       Eldborg EK 0014 klakabrynjuð i norðurhöfum mynd Eirikur Sigurðsson 

23.11.2018 17:44

Kristrún RE landar Grálúðu á Akureyri

    2774 Kristrín RE landar Gráláluðu á Akureyri i dag mynd þorgeir

22.11.2018 22:56

Frigg mb 68 fullur af sild

 mynd af mynd kristfinnur Guðjónsson 19og eitthvað

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1583
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062857
Total unique visitors: 50974
Updated numbers: 22.12.2024 08:06:47
www.mbl.is