Blog records: 2019 N/A Blog|Month_12

30.12.2019 08:17

Sterk verkefnastaða Slippsins

       ólafur Ormsson Verkefnastjóri Slippsins Akureyri mynd þorgeir 2019

Umsvif Slippsins á Akureyri hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Starfsmönnum hefur fjölgað í öllum deildum fyrirtækisins og þá sér í lagi tækni- og hönnunardeildinni. Í dag eru starfsmenn Slippsins um 180.

Það er í mörg horn að líta hjá Slippnum Akureyri. Nýlega setti Slippurinn upp nýjan vinnslubúnað í Kaldbak EA, nýsmíði ísfiskstogara Samherja, og nú er einnig ný lokin uppsetning vinnslubúnaðar í Vestmannaey VE, fyrst af sjö nýsmíðum VARD skipasmíðastöðvarinnar fyrir íslenskar útgerðir. Ennfremur landaði fyrirtækið stóru verkefni fyrir norsku útgerðina Nergård Havfiske sem felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á vinnsludekki í nýjum frystitogara fyrirtækisins í Noregi.

Í fyrra lauk Slippurinn við smíði og uppsetningu á vinnslubúnað í Björgu EA og hefur sá búnaður reynst vel.  Frá þeim tíma hefur Slippurinn haldið þróuninni áfram með Samherja og gert enn betur. Afraksturinn af þeirri vinnu lauk með uppsetningu á vinnslubúnaði í Kaldbak EA sem fór í sinn fyrsta prufutúr um miðjan september. Meðal búnaðar sem settur var upp í Kaldbak eru tveir blóðgunarsniglar og þrír kælisniglar. Um borð er einnig flokkari frá Marel sem vigtar og flokkar eftir stærð og tegund. Búnaðurinn býður upp á vigtun fisks í réttar skammtastærðir. Þaðan fer fiskurinn í blóðgunarsnigla og því næst kælisnigla, karað er uppi á vinnsludekki áður en fiskurinn fer í lyftukerfi niður í lest.

Meiri stýring á blóðgun og kælingu

„Skömmtunarkerfið í Kaldbak reyndist okkur áskorun og þá sérstaklega forritun stýringa og stjórnun búnaðar.  Við erum sátt við afraksturinn, búnaðurinn virkar vel og er áreiðanlegur.  Með þessari hönnun næst meiri stýring í vinnsluferlinu. Það er hægt að stýra nákvæmlega blóðgunar- og kælitíma hvers fisks. Í sniglunum, bæði blóðgunarsniglum og kælisniglum, vita menn nákvæmlega hvenær fiskurinn fer ofan í  og hvenær hann kemur úr þeim.  Með nákvæmri stjórnun er hver einasti fiskur meðhöndlaður með sama hætti,“ segir Ólafur Ormsson, verkefnastjóri hjá Slippnum.

Ólafur segir þetta allt snúast um það að ná fram enn meiri gæðum en þó ekki með þeim hætti að það minnki afköst búnaðarins.

Ólafur segir að smíði og uppsetning á vinnslubúnaði í einu skipi af þessari stærð sé krefjandi verk og er Slippurinn mjög vel í stakk búinn að takast á við það. Slippurinn hefur hafið smíði á samskonar búnaði fyrir Björgúlf EA og mun hefja uppsetningu þar á næsta ári.

„Ég tel okkur vera búin að hanna mjög gott vinnsludekk í Kaldbak þar sem þetta tvennt fer saman. Ég hef ekki trú á því að miklar breytingar verði frá fyrirkomulaginu í Kaldbaki yfir í Björgúlf. Kaldbakur er nú búinn að fara í sína fyrstu veiðiferðir og þótt alltaf megi búast við einhverjum hnökrum í tengslum við nýjan búnað þá hafa þeir reynst afar fáir og lofar kerfið í heild góðu. Við höfum einungis verið að vinna að betrumbótum samhliða löndun úr skipinu, sem gefur til kynna að litlu þarf að breyta," segir Ólafur.

Samtímis setur Slippurinn vinnslubúnað í þrjú af skipunum sjö frá norsku skipasmíðastöðinni VARD, 29 metra löngum ísfiskstogurum sem smíðaðir eru fyrir Berg-Huginn og Útgerðarfélag Akureyringa. Þetta eru skipin Vestmannaey VE, Bergey VE og Harðbakur EA.  Vestmannaey kom til landsins í lok ágúst, uppsetningu vinnslubúnaðar er nú lokið og skipið er núna í sinni fyrstu veiðiferð.  Bergey kom í byrjun október og Harðbakur kemur síðastur.

„Núna er hafin vinna við Bergey og svo loks í Harðbak. Þetta eru verkefni sem verða í einni samfellu hjá okkur fram að áramótum. Vestmannaey og Bergey verða með sama fyrirkomulag en það verður með öðrum hætti í Harðbak. Skipin stunda mismunandi veiðiskap þar sem Harðbakurinn sækir miðin hér fyrir norðan en Vestmannaey og Bergey verða við veiðar í námunda við Vestmannaeyjar," segir Ólafur.

 

Stærsti samningur í sögu Slippsins

Meðan öllu þessu vindur fram er Slippurinn Akureyri með mannskap í Brattvåg í Noregi við uppsetningu á vinnsludekki eftir eigin hönnun og framleiðslu í nýjan frystitogara norsku útgerðarinnar Nergård Havfiske. Samningurinn er sá stærsti í sögu Slippsins. Skipið, sem smíðað er hjá skipasmíðastöð VARD í Brattvåg er 80 metrar að lengd og 17 metrar að breidd og mun vinnsludekkið vera með vinnslulínu fyrir bæði bolfisk og rækju. Áætlað er að það verði tilbúið til veiða í febrúar á næsta ári. Samningurinn hljóðar upp á 700-800 milljónir króna. Verkinu mun ljúka um áramótin.

„Í þessu skipi útvegum við allan búnað að frystum undanskyldum, þ.e.a.s. búnað á vinnsludekki, stjórnkerfi , lyftubúnað og búnað í lestum. Okkar búnaður er framleiddur hér á Akureyri og annan búnað kaupum við af öðrum alþjóðlegum framleiðendum. Í þessu verki vinnum við meðal annars með Marel, Baader og öðrum norrænum fyrirtækjum.  Við bjóðum upp á heildarlausn þannig að við setjum inn í okkar hönnun þann búnað sem hentar best því fyrirkomulagi sem við erum að vinna með hverju sinni. Ánægja hefur verið hjá okkar viðskiptavinum með þetta fyrirkomulag,“ segir Ólafur.

Umsvif Slippsins á Akureyri hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Starfsmönnum hefur fjölgað í öllum deildum fyrirtækisins og þá sér í lagi tækni- og hönnunardeildinni. Í dag eru starfsmenn Slippsins um 180.  Fyrirtækið hefur þurft að ráða til sín erlent vinnuafl þegar álagið hefur verið hvað mest. Ólafur segir að með slíkum lausnum sé fyrirtækið hæfara til að mæta sveiflum í verkefnastöðu en leggi þó áherslu sem fyrr á að viðhalda þeirri gríðarlegu þekkingu og reynslu sem fastir starfsmenn fyrirtækisins búi yfir.

Greinin birtist upphaflega í Timariti Fiskifrétta 2019.

28.12.2019 21:56

Norskur bátur sekkur við Honningsvåg

Snemma i morgun sendi norski Linu og Netabáturinn Fay M-27-AV út neyðarkall 

og sagði bátinn vera að sökkva skammt norðan við Honningsvåg i norður Noregi 

þyrla og Varðskipið Hardstad voru þegar send á staðinn og tókst áhöfn hennar að hifa 

alla 12 skipverjana um borð og flytja þá til Honningvåg báturinn er rétt rúmlega 

Ársgamall smiðaður i Nóvember 2018 hann var 21 meter á lengd og 10 á breidd

þegar þetta gerðist var um 20 M/s og talsverður sjór 

meira um þetta á www.nrk.no

                                          Foto Stadyard AS . 2018

                                 Fay M-27-AV  að Sökkva  foto Redningsselskapet

                                         M/s FAY Foto Kenfish 

28.12.2019 00:36

Bara ein Heimahöfn

                            Sigurgeir Pétursson Skipst mynd Aðsend 

Sigurgeir Pétursson skipstjóri hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi undanfarna þrjá áratugi og verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala.

Sigurgeir Pétursson skipstjóri hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi undanfarna þrjá áratugi og verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala svo eitthvað sé nefnt. Hann er auk þess ræðismaður Íslands í Nýja-Sjálandi og nýráðinn framkvæmdastjóri Knarr samstæðunnar í landinu.

Sigurgeir hefur tengst sjónum órofa böndum alveg frá barnæsku og réri einn til fiskjar á trillu níu ára gamall meðan afi hans fylgdist með honum að veiðum ofan úr Húsavíkurhöfða. Sigurgeir býr í bænum Nelson ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þegar rætt var við hann um miðjan maí var að skella á vetur þarna hinum megin á hnettinum.

          Húsavikurhöfn þann 14 des 2019 mynd þorgeir Baldursson 

„Ég og Sarah konan mín förum mikið til Húsavíkur á sumrin og við brosum út í eitt þegar við sjáum menn kætast mjög á Facebook yfir heitasta sumardeginum sem er eins og meðal vetrardagur hérna hjá okkur,“ segir Sigurgeir sem fæddist á Húsavík í desember árið 1965. Þar ólst hann upp í góðu atlæti og mikilli nálægð við sjóinn og miðin. Sjómenn voru bæði í föður- og móðurætt. Föðurættin, Skálabrekkuættin, var alla tíð í útgerð. Þau voru hjónin Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Jónasdóttir, afi og amma Sigurgeirs, og þrír föðurbræður hans. Sigurgeir var skírður í höfuð langafa síns og alnafna, Sigurgeirs Péturssonar. Þeir gerðu út bátana Kristbjörgu  ÞH og Geira Péturs ÞH. Móðurættin kemur frá Flatey í Skjálfanda og afi hans í móðurætt, Hólmgeir frá Grund á Flatey á Skjálfanda, var einnig útgerðarmaður ásamt móðurbræðrum hans tveimur. Óhætt er að segja að hvað varðar Sigurgeir að snemma beygist krókurinn.

           Húsavikurhöfði vitinn og sjóböðin mynd þorgeir Baldursson 2019

5 ára fyrst á sjóinn

„Ég réri mikið sem krakki með afa mínum frá Flatey á trillu og einnig með pabba á bátum hans. Ég man að ég fór fyrst með afa á sjóinn fimm eða sex ára gamall og fór fyrst einn á bátnum níu ára gamall. Það er saga af þessu sem sögð er innan fjölskyldunnar. Afi gamli sat í höfðanum út af Húsavík utan við hafnargarðinn og tók af mér það loforð að ég mætti engum segja frá því að hann hefði leyft mér að fara einum út á bátnum. Ég mátti bara fara út að skerjunum utan við hafnargarðinn og hann fylgdist með mér allan tímann. Þarna mátti ég róa til fiskjar en ég mátti alls ekki segja mömmu frá þessu. En hann treysti mér til þess að fara einn. Þegar ég var búinn að draga kom ég við á hafnargarðinum og sá gamli kom um borð. Við sigldum svo að löndunarbryggjunni og lögðum upp í Fiskiðjusamlaginu einhverja  þorsktitti. Ég fékk svo borgað 20. dag næsta mánaðar.“

          Flatey á skjálfanda 14 des 2019 mynd þorgeir Baldursson 

Sigurgeir hefur verið lengi fjarri heimahögunum en segir ræturnar vera sterkar. Undanfarin fjögur ár hefur hann komið á hverju ári til Húsavíkur. Þar hefur hann komið sér upp litlum bát og eignast húsið í Skálabrekku. Sömuleiðis keypti hann hlut í Grund á Flatey sem er að öðru leyti í eigu annarra afkomenda afa hans Hólmgeirs og ömmu hans Sigríðar Sigurbjörnsdóttur. „Ég fer alltaf út í Flatey þegar ég kem til Íslands og þá finnst mér ég alltaf vera kominn í heimahöfn. Þetta er eiginlega ólýsanleg tilfinning. Ég hef farið á margar hafnir í heiminum en það er alltaf bara ein heimahöfn.“

Til Vopnafjarðar

Sigurgeir var 15 ára þegar hann fluttist með foreldrum sínum Pétri Olgeirssyni og Ásu Hólmgeirsdóttur til Vopnafjarðar. Faðir hans hafði alla tíð stundað sjóinn frá Húsavík, en jafnframt hafði hann lagt stund á útgerðartækni við Tækniskólann í Reykjavík. Fjölskyldan fluttist því suður meðan á námi hans stóð en það tók ekki nema eitt ár og hálft ár því Pétur hafði þegar lokið Stýrimannaskólanum og var skipstjóri. Hann réði sig að námi loknu sem útgerðarstjóra hjá Tanga á Vopnafirði og varð framkvæmdastjóri fyrirtækisins þremur árum seinna.

Vestmannaeyjar

Sigurgeir hóf nám í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum veturinn 1982 einungis 16 ára gamall og ber hann Vestmannaeyingum söguna vel.

„Ég fékk undanþágu til að hefja nám svo ungur að árum hjá þáverandi samgöngumálaráðherra og rökin voru þau að ég væri kominn með það mikinn siglingatíma. Ég var í tvö ár við nám í Eyjum og var umkringdur þar góðu fólki. Ég held að afar mínir fyrir norðan ásamt foreldrum svo og reynslan mín úr Eyjum hafi að miklu leyti gert mig að þeim manni sem ég er í dag. FráEyjum ber fyrstan að nefna skólastjóra Stýrimannaskólans í Eyjum, Friðrik Ásmundsson, sem gerði mig að betri manni með kennslu og góðum ráðum. Ég var 16 ára gamall í Vestmannaeyjum með kærustu og við höfðum eignast son. Á þessum árum voru engir námsstyrkir og blankheitin oft mikil. En ég var svo lánsamur að vera búinn í skólanum kl. þrjú á daginn og fékk þá vinnu hjá Bergvin og Hrafni Oddssonum hjá útgerðarfélaginu Glófaxa að skera úr netum. Ég vann öll kvöld og fór svo út á sjó á Glófaxa um helgar í afleysingar. Eitt haustið fórum við á ufsa og þeir sigldu síðan með hann til Þýskalands. Bergvin hringdi í mig þegar þeir voru á heimleið og sagði mér að koma á pallbíl fyrirtækisins niður á bryggju daginn eftir. Þegar þeir höfðu lagst að bryggju var byrjað að hlaða pallinn af niðursuðuvöru sem dugði mér allan veturinn. Þannig var komið fram við okkur strákana sem vorum við nám í Vestmannaeyjum. Ég hef alltaf borið mjög hlýjar tilfinningar til Bergvins og Hrafns fyrir það sem þeir gerðu fyrir mig.“

Skipstjóri 21 árs

Að námi loknu hélt Sigurgeir aftur til Vopnafjarðar og réði sig á Bretting, einn af Japanstogurunum, og síðar sem stýrimann á Eyvind Vopna. 1985 keypti Tangi skipið Gissur frá Þorlákshöfn og nefndi hann Lýting NS. Sigurgeir tekur við honum sem skipstjóri 1987, þá nýorðinn 21 árs, og er á honum fram til 1990. Hann er því ásamt Helga Kristjánssyni, sennilega yngstur allra til að verða togaraskipstjóri á Íslandi.

„Svo hitti ég stúlku frá Nýja-Sjálandi sem var að vinna í frystihúsinu á Vopnafirði. Hún dró mig til Nýja-Sjálands og ég ákvað að gefa þessu eitt ár. Og hérna er ég ennþá. Ég bjó með konunni í tíu ár og við eignuðumst tvær stelpur, Freyju og Ellu Sóley.“

Það var ekki auðvelt að flytja frá Vopnafirði til Nýja-Sjálands. Sigurgeir hafði verið skipstjóri í fjögur ár á Íslandsmiðum og hann segir að sjávarútvegurinn hafi verið á töluvert lægra plani í Nýja-Sjálandi. Það var þó öllu verra að yfirvöld í Nýja-Sjálandi viðurkenndu ekki skipstjórnarréttindi frá Íslandi.

Ofan í lest í frystitogara

„Ég gerði það eina sem hægt var og fór í  lægstu stöðuna um borð í verksmiðjuskipi ofan í fabrikkuna. Fyrirtækið studdi mig á allan hátt. Við eyddum hálfu öðru ári í að fá réttindi mín viðurkennd án árangurs. Við svo búið gafst ég upp en fékk vinnu í Ástralíu sem stýrimaður og skipstjóri þar sem skipstjórnarréttindi mín eru viðurkennd.“

Við tók nýr kafli í lífi Sigurgeirs. Hann flaug til Ástralíu og hélt til veiða á búrfiski og síðar tannfiski við Suðurskautslandið og flaug svo aftur heim til Nýja-Sjálands eftir túra. Útgerðin heitir Austral Fisheries og er í Perth á vesturströndinni. Fyrirtækið gerði út skipið Austral Leader sem 86 metra langur togari og fyrsti frystitogarinn í flota Ástrala.

Fylltu skipið af tannfiski

„Þegar ég lít til baka þá er það sennilega það besta sem hefur gerst í lífi mínum að Ný-Sjálendingar skyldu ekki viðurkenna réttindi mín. Ástralía er það besta sem hefur gerst á minni starfsævi. Ástralir stóðu samt langt að baki Ný-Sjálendingum í sjávarútvegi. En þarna náðum við árangri sem engan hafði látið sig dreyma um í Ástralíu. Við fórum að sækja á mjög fjarlægar slóðir. Við byrjuðum á því að veiða búrfisk á alþjóðahafsvæðum í kringum Ástralíu og Nýja-Sjáland . Við fengum góða túra og slæma. Sest var niður með útgerðinni til þess að finna rekstrargrundvöll fyrir skipinu. Þar fæddist sú hugmynd  að sækja niður að Suðurheimskautinu. Þar fundum við tannfisk sem hafði lítið sem ekkert áður verið veiddur í troll. Þetta var árið 1995 og við vorum fyrstir allra í þessum veiðum. Fyrsti túrinn stóð í 63 daga úr höfn í höfn og ég var sem betur fer ekki um borð því eftirtekjan var ekki nema nokkur tonn. Útgerðin vildi að ég færi á sömu mið í næsta túr og þá erum við svo heppnir að finna fisk og fylltum skipið, 630 tonn af tannfiski. Þessi fiskur er álíka verðmætur og túnfiskur. Það var ekkert vitað um það hvort þessi fiskur væri yfirleitt á þessum slóðum. Þetta er 1.500 sjómílna sigling og við vorum í átta daga að stíma þangað og þarna er illviðrasamt. Eftir fjóra daga lentum við í mokfiskiríi og fylltum skipið. Oft erum við að veiða þarna suður frá í 12 til 20 metra ölduhæð en ólíkt því sem oft er á Norður-Atlantshafinu eru brotsjóir óalgengir.“

Sigurgeir var á þessum veiðum í ellefu ár og tók annan hvorn túr. Skipstjóri á móti honum var annar Íslendingur, Hallsteinn Stefánsson, sem hafði búið lengi á Nýja-Sjálandi áður en Sigurgeir fluttist þangað. Hallsteinn er nú fluttur á ný til Íslands. Áhöfnin að öðru leyti voru Ástralir og Ný-Sjálendingar. Mjög góð afkoma var af þessum veiðum. Austral Fisheries gerir enn út á þessar veiðar og segir Sigurgeir þetta sennilega einhverjar arðbærustu veiðar sem stundaðar eru í heiminum. Austral Fisheries er merkileg útgerð fyrir margra hluta sakir. Það var til dæmis fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið í heiminum til þess fá vottun fyrir að hafa kolefnisjafnað allan sinn rekstur. Þetta gerir fyrirtækið með því að rækta upp skóg í Ástralíu sem er mörg þúsund fermílur að flatarmáli og hefur meðal annars dregið að sér nýjar fuglategundir.

Framkvæmdastjóri Hampiðjunnar

Sigurgeir kveðst hafa einsett sér það fyrir margt löngu að hætta til sjós þegar hann yrði 35 ára gamall. 1999 hætti hann hjá Austral Fisheries, þá 34 ára. Það mætti litlum skilningi hjá mörgum því Sigurgeir var í einu hæst launaðasta skipstjórastarfi sennilega á öllu suðurhveli jarðar. Um þetta leyti hafði Hampiðjan komið sér fyrir á Nýja-Sjálandi. Haraldur Árnason, nú framkvæmdastjóri Knarr Maritime, hafði veitt fyrirtækinu forstöðu í tvö ár eftir stofnun og vildi láta af störfum. Sigurgeir og hann höfðu kynnst og varð úr að Sigurgeir var ráðinn framkvæmdastjóri Hampiðjunnar í Nýja-Sjálandi.

 
 

Sigurgeir entist þó ekki lengur í landi en fimm ár. Hafið togaði í hann og hann réði sig sem skipstjóra á togarann Tai An sem gerður er út til veiða á hokinhala suður af Hornhöfða syðst í Argentínu. Einnig er veiddur kolmunni og eitthvað af tannfiski.

„Þarna hef ég verið síðastliðin tólf ár. Við erum á togveiðum, bæði með flottroll og botntroll og vinnum allt nema tannfiskinn í surimi. Við náum að vinna úr um það bil 300 tonnum á dag sem skilar 60-65 tonnum af frosnum afurðum ofan í lest fyrir utan mjöl. Þetta er eiginlega fljótandi verksmiðja með 95 manna áhöfn. Eftir síðasta túr, sem stóð í sjö vikur, vorum við með tæp 6.000 tonn upp úr sjó.“

 (K)narreistir Knarr-menn

Í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar var Sigurgeir skipaður ræðismaður Íslands í Nýja-Sjálandi árið 2005. Á þeim tæpu þremur áratugum sem hann hefur búið í landinu hefur hann kynnst mörgum og er öllum hnútum kunnugur í sjávarútvegi. Síðla veturs héldu nokkrir fulltrúar Knarr til Nýja-Sjálands, og þar á meðal fyrrnefndur Haraldur Árnason, sem var að koma þangað eftir langa fjarveru. Erindið var að kynna það sem Knarr hefur upp á að bjóða og að stofna fyrirtæki í landinu. Aftur liggja því leiðir Haraldar og Sigurgeirs saman því í ferðinni var gengið frá ráðningu hans sem framkvæmdastjóra Knarr NZ.

„Ég er samt ekki hættur til sjós. En í frítúrunum vinn ég að málefnum Knarr NZ og að koma fyrirtækinu á laggirnar hérna. Við Knarr-menn erum (k)narreistir og teljum talsverða möguleika vera á Nýja-Sjálandi. En þetta er langhlaup og ekkert sem gerist fyrir hádegi. Hugmyndin að baki Knarr er frábær. Forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækjanna hérna finnst mikið til um að fyrirtæki frá Íslandi sé komið hingað til þess að selja vöru í einni grúbbu. Það er enginn annar að gera þetta.“

Greinin birtist upphaflega í Tímariti Fiskifrétta 2019.

28.12.2019 00:28

Þeir eru aðeins stirðir en fljótir að liðkast

         2893 Drangey SK 2 á miðunum mynd þorgeir Baldursson 2

Fiski­flot­inn er lagður af stað til veiða á ný eft­ir að gert var hlé frá há­degi á aðfanga­dag. Drang­ey, skut­tog­ari Fisk Sea­food á Sauðár­króki, leit­ar nú að þorski Norðaust­ur af Gríms­ey við ágæt­ar aðstæður. „Við erum bara á fyrsta hali. Það er ekk­ert komið í ljós ennþá hvernig veiðar eru,“ seg­ir Andri Há­kon­ar­son, stýri­maður á Drang­ey, í sam­tali við 200 míl­ur.

Fiskiflotinn kominn í jólafrí

Frétt af mbl.is

Fiski­flot­inn kom­inn í jóla­frí

Spurður hvort áhöfn­in standi enn á blístri eft­ir jóla­mat­inn seg­ir hann svo vera. „Já, þeir eru aðeins stirðir en fljót­ir að liðkast til held ég.“ Andri seg­ir ekki ljóst hversu lang­ur túr­inn verður að sinni enda fari það eft­ir hvernig fisk­ast. „Við meg­um vera fram að há­degi á gaml­árs­dag. Hvort við verðum all­an tím­ann verður bara að koma í ljós.“

Stýri­maður­inn seg­ir vera blíðu norður af land­inu. „Það eru 8 metr­ar á sek­úndu og finn­um lítið fyr­ir því. Þetta er fín­asta veður 

heimild mbl.is 

 

26.12.2019 11:01

Tannfiskur eftirsóttur á Veitingastöðum

 

Guðni Ólafsson Ve 606

 

Guðni Ólafs­son VE seld­ur til Nýja-Sjá­lands

Línu­veiðiskipið Guðni Ólafs­son VE hef­ur verið selt til Nýja-Sjá­lands. Þar hef­ur það verið á leigu síðustu mánuði, en nú hef­ur verið gengið frá kaup­um fyr­ir­tæk­is­ins Stan­ford á skip­inu, að því er fram kem­ur á Frétt­um í Vest­manna­eyj­um. Þar seg­ir að Guðni Ólafs­son VE hafi verið smíðaður í Kína fyr­ir tveim­ur árum síðan og komið til Eyja í fe­brú­ar á síðasta ári.

Þá kem­ur fram að stærstu eig­end­ur Ístúns, sem gerði skipið út, séu: Burðarrás, Sjóvá-Al­menn­ar, Skelj­ung­ur, Hekla, Þró­un­ar­fé­lag Íslands og Pét­urs­ey ehf

 

 

Tvær tegundir tannfisks eru mjög eftirsóttar á veitingastöðum um allan heim. Tannfiskur er einn verðmætasti fiskur sem fyrirfinnst.

Veiðar á patagóníska tannfiskinum (Dissostichus eleginoides) og Suður-Íshafs tannfiskinum (Dissostichus mawsoni) eru stundaðar í Suðurhöfum af útgerðum sem hafa til þess leyfi. Mestmegnis er um línuveiðar að ræða á miklu dýpu  en veiðar fara einnig fram með trolli. Báðar tegundir tannfisks eru mjög eftirsóttar á veitingastöðum um allan heim og betur borgandi mörkuðum. Tannfiskur er einn verðmætasti fiskur sem fyrirfinnst og er af þeim sökum oft nefndur „hvíta gullið“.

Ólöglegar veiðar hafa verið stundaðar á tannfiski í gegnum tíðina. Suðurheimskautsstofnunin, CCAMLR (Commission for the Conservation of Antarctic Marine Living Resources), hefur eftirlit með veiðunum og gefur út veiðiheimildir og kvóta. Þrettán útgerðir hafa nú heimildir til veiða á þessum tegundum og heildarkvótinn á fiskveiðiárinu 2018/19 er 18.000 tonn.

Veiðar á tannfiski hófust ekki að ráði fyrr en í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar. Veiðarnar stigmögnuðust og talið var að meira 100.000 tonn hefðu fengist í ólympískum veiðum í Suðurhöfum 1997. Sjóræningjaveiðar voru umtalsverðar enda eftir miklu að slægjast. Þannig greindu Fiskifréttir frá því í október 2016 að þrjú skip norsku útgerðarinnar Ervik Havfiske, sem gerð voru út með leyfum til tannfiskveiða árið 2016, hefðu samtals veitt um 2.100 tonn sem gáfu um 1.200 tonn af afurðum. Aflaverðmætið var um 1,4 milljarðar ISK á hvern bát á níu mánaða veiðitímabili. Um aldamótin gáfu náttúruverndarsamtökin WWF í Ástralíu það út að tannfiskur væri í útrýmingarhættu.

Tannfiskur = pöndur

Austral Fisheries fór fyrst að leita patagónska tannfisksins skömmu fyrir síðustu aldamót. Þá í Suður-Indlandshafi og var þar þá fyrir fjöldi skipa við sjóræningjaveiðar á tegundinni. Tannfiskur var þá nánast óþekktur í Ástralíu en eftirsóttur í Bandaríkjunum. Stjórnlausar og ólöglegar veiðar fóru fram en náttúruverndarsamtökum óx ásmegin í því að fá neytendur til að sniðganga vöruna.

David Carter, forstjóri Austral Fisheries, lét hafa það eftir sér á þessum tíma að það að ætla sér að markaðssetja tannfisk væri álíka vænlegt til árangurs og að sannfæra almenning um að leggja sér pöndukjöt til munns. Engu að síður voru gríðarlega verðmætir markaðir fyrir afurðirnar, aðallega í Bandaríkjunum og Asíu. Þegar orðið „toothfish“ var gúgglað um síðustu áramót hrönnuðust engu að síðu upp vefsíður þar sem skilaboðin voru skýr og ótvíræð: „Forðist, sniðgangið, sjaldgæft, í hættu, sjóræningjaveiðar“. Flestir hefðu því lagt árar í bát. Carter segir að einungis ein leið hafi staðið til boða í þessum efnum og það var að koma skikkan á veiðarnar. Austral Fisheries efndi til samstarfs við náttúruverndarsamtök eins og Greenpeace og hafði forgöngu um og beitti þrýstingi á stjórnvöld að þau hertu eftirlit með veiðum á Suður-Íshafs tannfiskinum. Það var þó ekki auðhlaupið að því stöðva sjóræningjaveiðarnar við Heard eyju því hún er í rúmlega 4.100 km fjarlægð frá Perth á vesturströnd Ástralíu og þar eru veður jafnan válynd. Carter segir að á um tíu árum hafi tekist draga úr ólöglegum veiðum og byggja upp stofninn. En ennþá var almenningsálitið langt frá því hliðhollt neyslu á tannfiski og auk þess var vitneskja um afurðirnar ennþá víða takmörkuð. Austral Fisheries fékk um þetta leyti MSC-vottun fyrir tannfiskveiðar sínar og fékk því ennfremur framgengt að tannfiskur var tekinn af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu.

Uppfærsla internetsins

Þar með var björninn þó ekki unninn. Uppfæra þurfti allt internetið sem skilaði áfram neikvæðum leitarniðurstöðum sem stóð allri markaðssetningu á tannfiski fyrir þrifum. Austral Fisheries fór inn á alla sjávarútvegstengda netmiðla sem fjölluðu með gagnrýnum hætti um tannfiskveiðar og lét þau boð út ganga að umfjöllunin byggði ekki á nýjustu vísindaniðurstöðum.

„Í framhaldinu endurskrifuðum við Wikipediu,“ segir Carter kíminn en með alvöruþunga. Fyrirtækinu tókst sem sagt upp á eigin spýtur og með gríðarlegri vinnu að snúa almenningsálitinu á sveif með sér. En ennþá var óunnið verk að gera sem mest verðmæti úr afurðunum og koma þeim inn á óskalista betri veitingastaða og annarra betur borgandi markaða. Fram að þessu höfðu tannfiskveiðar að mestu snúist um hráefnisöflun. Austral Fisheries fór í umfangsmikla vöruþróunarvinnu. Hún fór meðal annars fram með samtali við forsvarsmenn veitingahúsa sem upphaflega áttu að vera 20-30 talsins en urðu á endanum yfir 1.000.

Glacier 51

„Fyrst urðum við að útskýra fyrir þeim hvers konar vara tannfiskur er því margir þeirra höfðu aldrei séð hann. Ég bað þá að ímynda sér fisk með mildu og bragðgóðu fiskholdi með 24% fituinnihaldi. Og þeir ráku upp stór augu. Við vildum líka vita hvernig við gætum auðveldað þeim störfin í eldhúsinu og niðurstaðan af þeim samtölum voru flök í lofttæmdum umbúðum og leiðbeiningar um skurð því sérhvern hluta flaksins má nota á ólíka vegu,“ segir Carter.

Niðurstaðan var vörumerkið Glacier 51, sem eru tannfiskflök í lofttæmdum umbúðum, sem komu á markað 2013. Glacier 51 reyndist vara sem nánast selur sig sjálfa og velta Austral Fisheries jókst um 85% frá árinu 2012 til ársins 2016. Heitið á vörunni vísar til jökuls á Heard eyju sem heitir einfaldlega Glacier 51.

Carter minnist upphafsára tannfiskveiðanna hjá Austral Fisheries þegar kílóið af hausuðum, slægðum og sporðskornum tannfiski seldist á 4-4,50 dollara, 500-570 ISK. Nú seljist hann á 27-28 dollara, 3.400-3.600 dollara. Á betri fiskmörkuðum í Hong Kong selst kílóið á 160 dollara kílóið, 20.200 ISK. Það er því ekki að furða að fiskurinn sá arna gengur undir heitinu „hvíta gullið“.

Greinin birtist upphaflega í Tímariti Fiskifrétta 2019.

26.12.2019 08:40

Drög þrengja að grásleppuveiðum

            Grásleppu landað á Árskósandi mynd þorgeir Baldursson 2019

„Það er bara eig­in­lega verið að segja mönn­um að hætta að stunda grá­sleppu­veiðar, svo ein­falt er það nú,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS), í Morg­un­blaðinu í dag­um drög að  reglu­gerð um hrogn­kelsa­veiðar 2020 sem nú eru til um­sagn­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Í reglu­gerðardrög­un­um eru helstu ný­mæli meðal ann­ars þau að út­gerð þarf að sjá til þess áður en veiðiferð hefst að bát­ur­inn hafi afla­heim­ild­ir fyr­ir ætluðum meðafla; há­marks­lengd neta á hvern bát verði stytt um helm­ing; net skuli dreg­in eigi síðar en þrem­ur sól­ar­hring­um eft­ir lögn í stað fjög­urra og að Fiski­stofu verði heim­ilt að svipta bát veiðileyfi ef um óeðli­lega veiði á botn­fisk­teg­und­um er að ræða. Nán­ar má lesa um þetta í sjálf­um drög­un­um.

Örn seg­ir nú­ver­andi neta­lengd hent­uga og furðar sig á boðuðum breyt­ing­um, en sam­kvæmt drögn­um er hverj­um báti heim­ilt að hafa sam­an­lagða teina­lengd neta til hrogn­kelsa­veiða allt að 3.750 metra á vertíð í stað 7.500 metra.

„Sú neta­lengd sem hef­ur verið er tal­in mjög góð og hent­ug fyr­ir veiðimenn, en veiðar hafa verið á pari við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um hversu mikið má veiða,“ seg­ir hann. Þá seg­ir í drög­un­um að óheim­ilt sé að stunda aðrar veiðar en hrogn­kelsa­veiðar í sömu ferð og að út­gerð þurfi að hafa afla­heim­ild­ir sem dugi fyr­ir ætluðum meðafla. Örn seg­ir þetta hæg­lega geta leitt til þess að menn treysti sér ekki leng­ur til að hefja veiðar

Heimild Morgunblaðið /200 milur 

         

25.12.2019 23:48

Jólamyndir frá Isafirði Akureyri og Neskaupstað

Nokkrir félagar minir hafa verið að senda mér jólamyndir af skipum i höfnunum  hjá sér 

og fyrstur kemur Guðlaugur Björn Birgisson á Neskaupstað

og siðan Halldór Sveinbjörnsson á Isafirði og kann ég þeim bestu þakkir fyrir afnotin 

       2900 Beitir NK 123 mynd Guðlaugur Björn Birgisson 2019

 1345 Blængur NK Polar AAmaroq Gr. Beitir NK og 2865 Börkur NK ©GBB 2019

   2900 Beitir NK 123 og 2865 Börkur NK 122 Mynd Guðlaugur B Birgisson 2019

        2865 Börkur NK 122 MYND Guðlaugur Björn Birgisson des 2019

        2904 Páll Pálsson Is 102 mynd Halldór Sveinbjörnsson des 2019

            2903 Margret EA 710 mynd þorgeir Baldursson des 2019

 

            2963 Harðbakur EA 3 mynd þorgeir Baldursson des 2019

25.12.2019 12:03

Systurnar settu hringekju af stað

               2954 Vestmannaey VE 54  mynd þorgeir Baldursson 2019

Frá miðjum júlí hafa sex syst­ur­skip komið hvert af öðru frá Nor­egi og sjö­unda og síðasta syst­ir­in er vænt­an­leg til Hafn­ar í Hornafirði á morg­un. Fleiri ný skip hafa bæst í flot­ann á síðustu vik­um, meðal ann­ars stærsti plast­bát­ur­inn, Bárður SH, til sam­nefndr­ar út­gerðar sem skráð er á Arn­arstapa. Þá var línu­skipið Páll Jóns­son GK vænt­an­legt til Grinda­vík­ur fyr­ir jól, en nú er ákveðið að skipið leggi af stað heim frá Póllandi í byrj­un nýs árs.

Það er ekki aðeins í út­gerðinni sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur fjár­fest á ár­inu því stöðugt er unnið að end­ur­nýj­un á búnaði í landi þar sem tækni­fram­far­ir líta dags­ins ljós.

1.500-1.600 millj­ón­ir á skip

Þegar greint var frá samn­ing­um um smíði syst­ur­skip­anna sjö fyr­ir tveim­ur árum kom fram að hvert skip kostaði um 100 millj­ón­ir norskra króna eða sem nem­ur um 1.365 millj­ón­um ís­lenskra. Ótal­inn er kostnaður við búnað á milli­dekk og lest og að gera skip­in klár til veiða. Sá kostnaður gæti alls verið í námunda við 200 millj­ón­ir á hvert skip og er búnaður­inn að mestu í hönd­um ís­lenskra há­tæknifyr­ir­tækja. Ef þetta er allt lagt sam­an má áætla að hvert skip klárt á veiðar kosti 1,5-1,6 millj­arðar.

          2954 Vestmannaey VE 54 skömmu fyrir Sjósetningu mynd Vard 2019

Syst­ur­skip­in sem koma til lands­ins í ár eru með tvær vél­ar og tvær skrúf­ur og mun það ný­mæli í skip­um af þess­ari stærð. Öll eru þau búin full­komn­ustu tækj­um og áhersla er lögð á um­hverf­is­sjón­ar­mið, spar­neytni, meðferð afla og aðbúnað áhafn­ar. Fyrsta reynsla þykir lofa góðu og sér­stak­lega er haft á orði hvað þau eru hljóðlát.

Skinney SF.

Skinn­ey SF. mbl.is/?Sig­urður Bogi

Syst­urn­ar voru smíðaðar hjá Vard-skipa­smíðafyr­ir­tæk­inu, þrjár í Nor­egi og fjór­ar í Víet­nam, en lokafrá­gang­ur þeirra allra var hjá Vard í Aukra í Nor­egi. Skip­in eru tæp­lega 30 metr­ar að lengd og tólf metr­ar á breidd.

Búnaður á milli­dekk skipa Gjög­urs og Skinn­eyj­ar-Þinga­ness verður sett­ur upp í Hafnar­f­irði und­ir for­ystu fyr­ir­tæk­is­ins Micro. Slipp­ur­inn á Ak­ur­eyri sér um búnað í skip Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga og Bergs-Hug­ins.

Vest­manna­ey VE, skip Bergs-Hug­ins, dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar, kom fyrst skip­anna til lands­ins, 17. júlí og Ber­gey VE, til sama fyr­ir­tæk­is, var önn­ur í röðinni. Vörður ÞH og Áskell ÞH komu til Gjög­urs á Greni­vík í sept­em­ber og októ­ber, Harðbak­ur EA kom til Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga í nóv­em­ber og síðar í þeim mánuði kom Stein­unn SF til Skinn­eyj­ar-Þinga­ness á Hornafirði. Síðasta skipið, Þinga­nes SF, er vænt­an­legt til Hafn­ar á morg­un, eins og áður var nefnt.

                             2970 Þinganes SF 25 mynd Vard 2019

Marg­ir nota tæki­færið til að end­ur­nýja skip sín

Hring­ekja fer af stað þegar sjö ný skip koma til lands­ins og aðrir nota tæki­færið og end­ur­nýja í flota sín­um. Þannig er gamla Ber­gey, smíðuð í Póllandi 2007, nú Run­ólf­ur SH og er í eigu Guðmund­ar Run­ólfs­son­ar hf. í Grund­arf­irði.

Tog­skip Gjög­urs, Áskell EA, smíðaður á Taiw­an 2009, og Vörður EA, smíðaður í Póllandi 2007, voru seld Fisk Sea­food. Skip­in eru gerð út frá Grund­arf­irði og bera nú nöfn­in Far­sæll SH og Sig­ur­borg SH. Skip Skinn­eyj­ar-Þinga­ness, Hvann­ey SF og Stein­unn SF, bæði smíðuð í Kína 2001, voru seld Nes­fiski í Garði. Fyrr­nefnda skipið ber nú nafnið Sig­urfari GK og Stein­unn fékk í vik­unni nafnið Pálína Þór­unn GK 49. Gamla Vest­manna­ey, smíðuð í Póllandi 2007, ber nú nafnið Smá­ey og er enn í eigu Bergs/?Hug­ins.

                2444 Smáey VE 444 Mynd þorgeir Baldursson 2019

Páll Jóns­son GK, sér­hæft línu­skip sem smíðað var hjá Al­kor í Gdansk í Póllandi, fyr­ir Vísi hf. í Grinda­vík er vænt­an­legt fljót­lega eft­ir ára­mót. Skipið er 45 metra langt og 10,5 metr­ar á breidd og er fyrsta ný­smíði Vís­is af þess­ari stærðargráðu í yfir 50 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ing­ur­inn við skipa­smíðastöðina í Póllandi nam 7,5 millj­ón­um evra eða sem nem­ur rúm­lega ein­um millj­arði króna. Á und­an­förn­um árum hef­ur Vís­ir látið end­ur­byggja línu­skip­in Fjölni og Sig­hvat hjá Al­kor.

         2957 Páll Jónsson Gk 7  i Póllandi mynd Alkor 2019

Annað skip bætt­ist í flota Grind­vík­inga í sum­ar er Þor­björn hf. fékk frysti­tog­ar­ann Tóm­as Þor­valds­son GK. Um gaml­an kunn­ingja er að ræða, en tog­ar­inn var smíðaður árið 1992 fyr­ir Skag­strend­ing hf. og bar þá nafnið Arn­ar HU en var seld­ur fjór­um árum síðar til Royal Green­land sem gerði hann út und­ir nafn­inu Sisimiut þar til fyrr á þessu ári. Skipið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækj­um búið.

          2173  Tómas Þorvaldsson GK 10 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 2019

             2965 Bárður SH 81 Mynd Alfons Finnson 2019

27 metra plast­bát­ur

Stærsti plast­bát­ur­inn í flot­an­um, nýr Bárður SH, er nú í Hafnar­f­irði þar sem verið er að setja búnað um borð. Bát­ur­inn var smíðaður í Bred­ga­ard-báta­smiðjunni í Rød­by í Dan­mörku og er 26,9 metra lang­ur og sjö metr­ar á breidd. Hann verður gerður út frá Ólafs­vík á net og snur­voð, en út­gerðin er skráð til heim­il­is á Arn­arstapa.

 aij@mbl.is

myndir ýmsir 

                 

23.12.2019 23:16

Jólakveðja

óska öllum þeim sem hafa skoðað siðuna og sent henni efni

Gleðilegra Jóla Árs og friðar og þakka samstarfið á árinu sem að liða 

Þorgeir Baldursson 

 

       2963 Harðbakur EA 3 i jólabúning  Mynd þorgeir Baldursson 2019

23.12.2019 16:58

Vaxandi ásókn i sjávarútvegsfræði i HA

                    Hreiðar  þór Valtýsson Mynd Skapti Hallgrimsson 

 

Við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri hófst kennsla í grunn­nám­inu sjáv­ar­út­vegs­fræði árið 1990. Aðsókn í námið hef­ur verið sveiflu­kennd í gegn­um árin, en síðustu ár hafa verið með besta móti og stend­ur til að bjóða meist­ara­nám á næsta ári í sam­starfi við Há­skóla Íslands.

„Þetta var mjög stuttu eft­ir að Há­skól­inn á Ak­ur­eyri var stofnaður og var hugsað frá stofn­un skól­ans sem ein af aðal­náms­lín­um skól­ans,“ svar­ar Hreiðar Þór Val­týs­son, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, spurður um upp­haf sjáv­ar­út­vegs­fræðikennslu skól­ans.

Hann viður­kenn­ir að vin­sæld­ir náms­ins hafi ekki verið áreiðan­leg­ar. „Aðsókn­in hef­ur væg­ast sagt verið sveiflu­kennd. Við höf­um gengið í gegn­um mikl­ar sveifl­ur frá byrj­un. Í upp­hafi var meðalár­gang­ur­inn um tíu manns og sveiflaðist mikið. Svo lent­um við í krísu fyr­ir 2008, það voru mjög fáir nem­end­ur hérna. Eft­ir það hef­ur okk­ur gengið mjög vel. Núna erum við með 20 til 30 nem­end­ur í ár­gangi, þetta eru 80 til 90 nem­end­ur í allt.“

Fyr­ir­tæk­in vilja starfs­menn með breiða mennt­un

Hreiðar Þór seg­ir enga staka skýr­ingu að baki því að nem­end­um hafi fjölgað. Hann seg­ir að upp úr 2000 hafi Há­skól­inn á Ak­ur­eyri unnið að því að skapa fjöl­breytt­ara náms­fram­boð og við það hafi þróun í sjáv­ar­út­vegs­fræði orðið eft­ir. „Ég held að við höf­um aðeins gleymt sjáv­ar­út­vegs­fræðinni á tíma­bili. Svo bætt­ist við að ut­anaðkom­andi skil­yrði fyr­ir árið 2008 voru eig­in­lega þannig að sjáv­ar­út­veg­ur­inn var tal­inn gamli tím­inn. Við ætluðum all­ir að vera góðir í alþjóðlega banka­kerf­inu.“ Þá hafi efna­hags­hrunið breytt sýn fólks á grein­inni og marg­ir áttað sig á að sjáv­ar­út­veg­ur væri nokkuð sem Íslend­ing­ar væru fær­ir í og við það hafi nem­end­um farið að fjölga, að sögn lektors­ins.

Háskólinn á Akureyri.

Há­skól­inn á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/?Há­skól­inn á Ak­ur­eyri

„En hluti er líka vegna þess að við tók­um okk­ur til í and­lit­inu og fór­um að bæta námið. Við feng­um mjög góðan styrk frá mennta­málaráðuneyt­inu og LÍÚ, þeir styrktu okk­ur til þess að efla námið og þetta nýtt­ist mjög vel. Árið 2010 vor­um við síðan kom­in með mjög góðan fjölda nem­enda,“ bæt­ir Hreiðar Þór við.

Ljóst er að margt í um­gjörð sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur breyst frá ár­inu 1990. Spurður hvort breyt­ing­ar inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hafi haft áhrif á vin­sæld­ir náms­ins svar­ar lektor­inn: „Sjáv­ar­út­vegs­fræðin er mjög breið mennt­un, þetta eru þrjú ár, þriðjung­ur er viðskipta­fræði, þriðjung­ur vís­indi og þriðjung­ur eru sér­grein­ar sjáv­ar­út­vegs. Gerð var könn­un 2010 og vor­um við að velta því fyr­ir okk­ur hvort það væri þörf á svona víðu námi, hvort fyr­ir­tæk­in vildu frek­ar ráða lög­fræðinga eða viðskipta­fræðinga. Það reynd­ist ekki vera. Þau vildu fólk sem var með breiða mennt­un og því til stuðnings eru nú stærstu vinnu­veit­end­ur sjáv­ar­út­vegs­fræðinga stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in, eins og Sam­herji og Brim. Við les­um úr því að það sé þörf og áhugi fyr­ir þessu.“

Meist­ara­nám

Lektor­inn seg­ir ekki stefnt að mik­illi breyt­ingu á nám­inu enda virðist al­mennt vera mik­il ánægja með það. Hins veg­ar verður á næsta ári boðið upp á meist­ara­nám sem teng­ist sjáv­ar­út­vegs­fræðinám­inu sem hef­ur verið kennt til þessa. „Það er í sam­starfi við Há­skóla Íslands. Þeir verða með meist­ara­nám þar sem þeirra nem­end­ur taka ein­hverja af okk­ar áföng­um og á móti munu okk­ar nem­end­ur taka ein­hverja af þeirra áföng­um,“ út­skýr­ir Hreiðar Þór og bend­ir á að Ísland sé lítið land og mik­il­vægt að há­skóla­stigið finni leiðir til þess að sam­nýta mannauð og þekk­ingu frek­ar en að vera í sam­keppni.

   Heimild mbl.is / 200 milur         

23.12.2019 08:18

Nýr Baldvin Njálsson GK 400

                 Nýr Baldvin Njálsson GK 400 mynd Fiskifrettir /aðsend 

 

Nýr Baldvin Njálsson 35-40% sparneytnari

Kjölur verður lagður að Baldvin Njálssyni, nýjum frystiflakatogara Nesfisks í Garði og skipið verður væntanlega afhent veturinn 2021 og farið til veiða á árinu 2022. Það er Skipasýn sem hannar skipið sem verður 66 metrar á lengd, 15 metra breiður, og er þetta fjárfesting upp á 4-5 milljarða króna.

Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, segir að tilviljun hafi ráðið því að samið hafi verið við sömu skipasmíðastöð og smíðaði eldri Baldvin Njálsson, þá fyrir norska útgerð, árið 1990. Þetta er skipasmíðastöðin Armon í Vigo á Spáni sem þá hét reyndar öðru nafni.

Bergþór segir að nýja skipið verði öflugara á allan hátt og með stórri skrúfu sem geri það hagkvæmara í rekstri. Í því verður vöruhótel sem skilar afurðunum pökkuðum á bretti en ekki verður bitaskurður eða mjölvinnsla um borð, altént ekki fyrst um sinn.

Umhverfisvænna skip

Togkraftur nýja skipsins verður 67 tonn og vinnsludekkið verður á 580 fermetrum. Rúmmál lestarinnar verður 1.720 rúmmetrar. Olíunotkun næst verulega niður með nýrri hönnun skipskrokks og framdriftarkerfi, þar með talinni stórri skrúfu. Svipaðar hönnunarlausnir Skipasýnar á 50 metra löngum togurum hafa skilað 35-40% minni olíunotkun fyrir sama aflamagn en á fyrri gerðum skipa svipaðrar stærðar.

      2182 Núverandi Baldvin Njálsson GK 400 mynd þorgeir Baldursson 2019

 

Nesfiskur hefur gert núverandi Baldvin Njálsson út frá árinu 2005 en áður hét hann Otto Wathne NS og Rán HF. Hann er 51,4 metrar á lengd og 11,9 á breidd. Hann var smíðaður sem fyrr segir í Vigo á Spáni 1990. Bergþór segir að væntanlega verði hann seldur þegar nýja skipið verður tekið í notkun.

Nesfiskur ehf.  var stofnað í maí 1986 af Baldvini Njálssyni og fjölskyldu hans, sem rak áður fiskverkun Baldvins Njálssonar.  Í Garðinum rekur Nesfiskur frystingu, ferskfiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiðar- og hausaþurrkun. Þá gerir fyrirtækið út einn frystitogara, ísfisktogarana Sóley Sigurjóns GK og Berlín GK, snurvoðarbátana Sigurfara, Sigga Bjarna og Benna sæm og línubátana Berg Vigfús, Dóra og Margréti.  Þá er Nesfiskur með frystingu og ferskfiskvinnslu í Sandgerði.

Heimild Fiskifrettir 2019

 

 

           

22.12.2019 20:33

Elvar i Ektafisk Hef svo gaman að þessu

             Elvar Reykjalin við Baccalá Bar sem að staðsettur er á Hauganesi 

     Elvar biður gesti velkomna á Baccalá Bar mynd þorgeir Baldursson 

 

Fasteignaverð hefur rokið upp á Hauganesi í vestanverðum Eyjafirði á undanförnum misserum. Þetta má ekki síst þakka blómlegri ferðamannaþjónustu sem rekin er í tengslum við saltfiskverkunina Ektafisk  á staðnum og veitingastaðinn Baccalá Bar.

      Handtökin i vinnslunni eru margvisleg mynd þorgeir Baldursson 

 Saltfiskbitum pakkað i kassa mynd þorgeir 2019

 

Á Hauganesi gefst ferðamönnum kostur á að fylgjast með handtökunum í fiskvinnslunni, gæða sér á fisknum á Baccalá Bar, fara í hvalaskoðun eða heitu pottana í Sandvíkurfjöru. Þeir sem smakka hákarl og snafs geta gengið í Rotten Shark Club. Þarna ræður ríkjum Elvar Reykjalín sem er þriðji ættliður saltfiskverkenda á Hauganesi. Hann framleiðir saltfiskinn samkvæmt þeim ströngu hefðum og aðferðum sem afi hans, Trausti Jóhannesson, kenndi honum.

     Örn Traustasson  mynd þorgeir Baldursson 2019

Fimm ættliðir

Elvar hefur hlotið viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf í matvælavinnslu. Ektafiskur á rætur að rekja í sterkt fjölskyldufyrirtæki sem hafði unnið við saltfiskverkun allt frá árinu 1940.

Trausti Jóhannesson, afi Elvars, hóf útgerð og fiskvinnslu á Hauganesi á fimmta áratug síðustu aldar og var með fyrstu ábúendum á Hauganesi. Sonur hans og faðir Elvars, Jóhannes Reykjalín, tók við keflinu og nú stendur Elvar í skutnum. Hann ásamt bróður sínum og frændum byrjuðu að stunda sjóinn á Sævaldi, bát föður hans, á sjöunda áratugnum. Elvar byrjaði á honum sem fullgildur háseti en hafði byrjað tólf ára sem háseti á trillu á sumrin.

„Eins og í öllum litlum plássum þótti það bara sjálfsagt mál að strákar færu á sjóinn þetta ungir.“

Börn Elvars hafa unnið hjá fyrirtækinu og afabörnin hafa byrjað að vinna hjá honum tólf til þrettán ára gömul. Fyrirtækið er því komið í fimm ættliði.

„Það eru ekki mörg fyrirtæki sem geta státað af fimm kynslóðum. Og það má nefna það að við erum ennþá á sömu kennitölu öll þessi ár en bankinn minn hefur skipt um kennitölu,“ segir Elvar kankvís.

             Saltfiskbitar hjá Ektafisk mynd þorgeir Baldursson 2019

Migas rifið út

Árið 1991 var ákveðið að búa til vöruna Ektafisk og var það í fyrsta sinn sem landsmönnum var boðið upp á beinhreinsaðan útvatnaðan saltfisk í lofttæmdum umbúðum, tilbúnum í pottinn.

Árið 1994 fóru fyrstu pokarnir af þessari vöru á markað á Spáni og í útbreiddu dagblaði í Madrid var því haldið fram að þetta væri sennilega besti saltfiskur sem hægt væri að fá á Spáni.

Árið 1997 varð fyrirtækið brautryðjandi í því að bjóða veitingahúsum staðlaðar saltfisksteikur að hætti Spánverja og eru mörg bestu veitingahús landsins nú orðnir fastir áskrifendur að saltfiskinum frá Ektafiski. Elvar segir að þegar hann var að byrja á sjó með föður sínum árið 1966 hafi verið á milli 20-30 saltfiskverkendur við Eyjafjörð. Nú sé hann einn eftir.

     I eldhúsinu á Baacalá bar er nóg að gera mynd þorgeir Baldursson 

              og þaðan fer enginn svangur mynd þorgeir Baldursson 

        Fjöldi þekktra listamanna hefur heimsótt Elvar og Barinn mynd þorgeir 

            Dásamlegur Eftirréttur mynd þorgeir Baldursson 

             Elvar Reykjalin og Halla Jensen

„Ég hef bara svo óskaplega gaman að þessu. Ég hlakka til að vakna á hverjum degi og fara að flaka. Að flaka er það skemmtilegasta sem ég geri. Það voru fjórtán á launaskrá hjá mér síðasta haust en þá var líka allt ennþá á fullu á Baccalá barnum. Yfir veturinn eru við 5-6 við vinnsluna. Ég hef keypt fisk af bátum og á markaði. Á síðasta ári framleiddum við vel á fjórða hundrað tonn af fullunninni vöru fyrir innanlands- og utanlandsmarkað. Við höfum líka keypt af Samherja á hverju ári roðlausa og beinlausa bita sem koma úr snyrtingunni fyrir hundruði milljóna króna á ári og framleiðum úr því það sem kallast migas á Spáni þar sem þetta er rifið út. Við kaupum þetta ferskt, pæklum það og söltum, látum það standa og seljum í 25 kg kössum.“

Þessi grein var birt i fiskifrettum 19 des 2019

myndir Þorgeir Baldursson 

22.12.2019 13:29

Skipverjum sagt upp og bátnum lagt

                 1674 Pálina Ágústdóttir EA 85 Mynd þorgeir Baldursson 

 

21.12.2019 21:23

Mikil bátabreytingar hjá Siglufjarðarseig i desember

Talsverður fjöldi báta var  til viðgerða og breytinga hjá Siglufjarðarseig þegar ég átti leið þar um i vikunni 

Sóley ÞH 28 en á hana var verið aðsetja flotkassa eins og sést á þessari mynd 

        Flotkassinn á Sóley ÞH 28 mynd þorgeir Baldursson 18 des 2019

               Flotkassinn og flapsarnir mynd þorgeir Baldursson 2019

        stýri og flapsar á Sóley Þh 28 mynd þorgeir Baldursson 18des 2019

    Sigrún Hrönn Þh 36 lagfæringar á flotkassa mynd þorgeir Baldursson 2019

          Lágey Þh 265 og Elin þH 7 mynd Þorgeir Baldursson 18 des 2019

            verið aðsetja siðustokka á Elinu ÞH mynd þorgeir Baldursson 

    Starfsmaður siglufjarðarseig við vinnu mynd þorgeir Baldursson 2019
Lágey ÞH 265 jafnvel talið að hann sé ónýtur eftir siðasta strand mynd þorgeir

 

21.12.2019 09:15

Verðmætin aukast á Gullver Ns 12

           1661 Gullver Ns 12 við bryggju á Seyðisfirði Mynd Ómar Bogasson 

 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í síðasta sinn á árinu sl. þriðjudag.

Skipið var með fullfermi eða 106 tonn og var þorskur uppistaða aflans.

        Pokinn losaður á Dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Árið hefur verið afar gott hjá Gullver. Heildaraflinn á árinu nemur 6.090 tonnum og er verðmæti aflans 1.415 milljónir króna.

Ársafli skipsins er 28 tonnum minni en í fyrra en það ár var það langbesta í sögu skipsins hvað afla varðar.

Verðmæti skipsins í ár eru hins vegar 190 milljónum króna meiri en á síðasta ári.

Það verður því vart annað sagt en að ársútkoman hjá Gullversmönnum sé glæsileg.

     Landað úr Gullver og Smáey á Seyðisfirði mynd þorgeir Baldursson 2019

    Rúna Gunnarsson skipst 

 þorhallur Jónsson skipst

Skipstjórar á Gullver eru Þórhallur Jónsson og Rúnar L. Gunnarsson.

Í spjalli við Rúnar kom fram að ánægja ríkti með árið.

„Þetta er afar fínt ár sem nú er að kveðja, en þó dró aðeins úr aflabrögðunum undir lok ársins.

Menn verða að vera afar ánægðir með útkomuna. Það er vart hægt að biðja um mikið betra,“ segir Rúnar.

             Gott Hal á dekki Gullvers NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Af heimasiðu Svn.is

Myndir Þorgeir Baldursson og Ómar Bogasson 

                         

 

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1122
Today's unique visitors: 18
Yesterday's page views: 1858
Yesterday's unique visitors: 51
Total page views: 1062396
Total unique visitors: 50972
Updated numbers: 22.12.2024 07:24:22
www.mbl.is