18.11.2007 17:58

Hilmar Snorrasson og Slysavarnaskóli Sjómanna viðurkenning

Slysavarnaskóli sjómanna:

Hilmar hlaut viðurkenningu í Dublin

Hilmar hlaut viðurkenningu í Dublin  
Angela Murphy og Denis O'Callaghan borgarstjóri í Dublin ásamt Hilmari við afhendinguna.

Föstudaginn 9. nóvember s.l. var Hilmari Snorrasyni skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna veitt viðurkenning í Dublin á Írlandi.  Um er að ræða Safety Award viðurkenningu sem Sea and Shore Safety Services í Dublin veitir árlega tveimur einstaklingum eða samtökum sem stuðlað hafa að auknu öryggi meðal sjófarenda.

 

Þessi viðurkenning var fyrst veitt árið 1991 en frá árinu 2004 hefur hún verið tileinkuð Capt. Philip Murphy sem var framkvæmdastjóri Sea and Shore til margra ára.  Hilmar hlaut viðurkenninguna fyrir störf sín sem skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og sem formaður International Association for Safety and Survival Training sem eru alþjóðasamtök öryggis- og sjóbjörgunarskóla.

Hilmar hefur verið skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna frá árinu 1991 en Hilmar segir þetta ekki síður vera viðurkenningu til starfsmanna Slysavarnaskóla sjómanna fyrir þeirra frábæru störf enda sé öryggisfræðsla ekki eins manns verk.   Auk Hilmars fékk Michael Darby frá ESB Generating Station sömu viðurkenningu.  


Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við afhendingu viðurkenningarinnar sem fór fram í hádegisverðarboði í Royal St. George Yacht Club í Dun Laoghaire í Dublin. Það var Angela Murphy, ekkja Philips Murphy, og Denis O'Callaghan borgarstjóri í Dublin sem afhentu hana. Hilmar er fyrir miðju á myndinni.

heimild eyjafréttir .is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 675
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 3352
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 910532
Samtals gestir: 45899
Tölur uppfærðar: 13.10.2024 15:36:46
www.mbl.is