28.08.2020 22:14

Kópaskersviti

Kópaskersviti

                                            Kópaskersviti  mynd Þorgeir Baldursson  i ágúst 2020

Vitinn var reistur árið 1945 og er hannaður af Axel Sveinssyni og er 14 metra hár.

 Kópaskersviti var ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1951 vegna erfiðleika við öflun ljóstækja.  Vitanum svipar til Miðfjarðarskersvita frá árinu 1939 og Kögurvita frá árinu 1945,

en Kópaskersviti er þó mun hærri.  

Vitinn stendur á Grímshafnartanga, norðan Kópaskers og er steinsteyptur, ferstrendur turn á lágum og breiðum stalli.  

Vitinn er 2,2 metrar á breidd, 3,2 metrar á lengd og 10,6 metra hár, auk 3,4 metra hás ljóshúss.  

Ljóshúsið sænskt af gerð með veggjum úr járnsteypu og eirþaki, var sett á vitann árið 1951.  Vitinn var þá útbúinn með 210° díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum.  

Veggir vitans voru upphaflega húðaðir ljósu kvarsi og lóðréttu böndin með hrafntinnu, en síðar var vitinn málaður hvítur og svartur en ljóshúsið rautt.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1484
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599002
Samtals gestir: 24996
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:41:53
www.mbl.is