Færslur: 2020 Ágúst

12.08.2020 22:33

Sæborg heldur i Hvalaskoðun i dag

                     1475 Sæborg ÞH á Leið i hvalaskoðun i dag Mynd þorgeir Baldursson 12 ágúst 2020

11.08.2020 22:37

Horfst i augu við lunda og Toppskarfa

 

Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum.

Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu.

Siggeir Pétursson  Skipst Mynd þorgeir Baldursson 

       2427 Særún SH  við bryggju i Stykkishólmi Mynd þorgeir Baldursson 

 

Særún er tvíbytna sem tekur allt að 115 farþega. Um borð er veitingasalur með sæti fyrir 98 manns.

Á dekkinu eru bekkir fyrir farþega og útisvæði þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og leiðsagnar.

            plógurinn tæmdur mynd þorgeir Baldursson júli 2020

Aftan á dekkinu er borð og plógur sem notaður er til að veiða ferksmeti úr sjónum og gefst farþegum færi á að smakka á aflanum.

       fiskurinn borðaður beint úr Skelinni mynd Þorgeir Baldursson

                  Mikil ánæja með ferðina mynd þorgeir Baldursson 

                      Gott i matinn Mynd  Þorgeir Baldursson 

Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum.

Hann ætti að kunna handtökin því hann stofnaði upphaflega til þessara ferða með fyrirtæki sínu Eyjaferðum fyrir um 34  árum.

Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu. 

Siglt er frá Stykkishólmi inn á Hvammsfjörð við Suðureyjar Breiðarfjarðar. Eyjarnar eru nærri 3 þúsund talsins og skerin álíka mörg.

Siglt er mjög eyjunum og eru farþegar í návígi við fuglalífið og lífið í sjónum. Á leiðinni er tekinn hörpudiskur og ígulker með plógnum. 

              Igulkershrogn eru herramannsmatur mynd þorgeir Baldursson 

Frakkarnir sólgnir

„Farþegar snæða þessa lystisemdar beint úr skel og drekka hvítvín með.

Frakkarnir eru sérstaklega sólgnir í þetta og ná að borða fyrir verðmæti ferðarinnar og sennilega nokkrum sinnum það.

Það hafa reyndar verið mjög mikið af Íslendingum í þessum ferðum í sumar og nú hefur aðeins bæst við af öðrum þjóðernum.

Þetta er dálítið sérstök upplifun því allir bera andlitsgrímur og taka þær niður rétt á meðan matast er.

           Nægur matur fyrir alla mynd Þorgeir Baldursson 

Það kemur alltaf yfirdrifið nóg af skel upp þannig að það er nóg fyrir alla,“ segir Siggeir sem er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. 

Þetta er ein þeirra ferða sem í boði er innanlands sem erlendir ferðamenn hafa gefið hvað hæstu einkunn.

     Börnin voru sérlega áhugasöm um krabba og kuðunga mynd þorgeir 

 

Hún tekur ekki nema tvær klukkustundir og fimmtán mínútur og farið er mjög nálægt mörgum eyjum.

Fuglarnir eru yfirmáta spakir enda vanir ferðum bátsins um áratugaskeið.

               Lundinn er hinn spakasti mynd þorgeir Baldursson

                        Toppskarfur á kletti mynd þorgeir Baldursson 

Farið er næst um einn og hálfan metra frá hreiðrunum og farþegar horfast í augun á lundum, teistum, ritum, toppskörfum og múkkum. 

                         Ritur i bjarginu mynd þorgeir Baldursson

 

11.08.2020 13:46

Góð veiði hjá Gullver Ns 12

Gullver NS heldur til veiða sl. miðvikudag. Ljósm. Ómar Bogason

Gullver NS heldur til veiða sl. miðvikudag.
Ljósm. Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Afli skipsins var rúmlega 112 tonn eða fullfermi, uppistaðan þorskur en einnig nokkuð af ýsu, karfa og ufsa.

 

Heimasíðan ræddi við Steinþór Hálfdanarson stýrimann og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum í Berufjarðarál og á Papagrunni að leita að ufsa. Það gekk ekkert sérstaklega vel og það er bara spurning hvar ufsinn heldur sig. Síðan vorum við innan við Litladýpi í þorski og enduðum á Herðablaði. Þorskaflinn var góður en það þarf að hafa fyrir því að ná í hann. Við enduðum með fullt skip og túrinn tók einungis rétt rúma fjóra sólarhringa. Aflinn var um 30 tonn á dag og það er ekki hægt að kvarta undan því. Þá ber að nefna að það var einstök blíða allan túrinn. Við urðum ekkert varir við makríl í túrnum en trollið var hins vegar loðið af kolmunna allan tímann,“ segir Steinþór.

Í viðtali við Ómar Bogason, skrifstofustjóra í frystihúsinu á Seyðisfirði, kom fram að vinnsla hefði byrjað á fullu í húsinu sl. föstudag að lokinni sumarlokun. Gat hann þess að í frystihúsinu er áfram fylgt ströngum covid-reglum og er starfsfólkinu meðal annars skipt upp í fimm hópa sem ekki umgangast hver annan.

11.08.2020 08:39

Arctic Lion Ex Bessi is 410 i Tromsö

      Arctic Lion CN-4794 ex Bessi is 410 mynd Eirikur Sigurðsson 2020

         Havborg  ex Bessi Is  i Hafnarfirði mynd þorgeir Baldursson 

               2013 Bessi IS 410 mynd Halldór Sveinbjörnsson 

10.08.2020 22:26

mjög góð makrilveiði i smugunni

                                      2865 Börkur Nk122 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 

af vef SVN 

Mynd þorgeir Baldursson 

 

 

Makrílskipin voru að fá góð hol í Smugunni um helgina en nú hefur hægt á veiðinni því fiskurinn á svæðinu sem veitt var á hefur verið að ganga inn í norska og færeyska lögsögu.

Fá íslensk skip eru nú á miðunum því flest héldu til hafnar með góðan afla. Bjarni Ólafsson AK er að landa 1.100 tonnum í Neskaupstað og Börkur NK er á leið þangað með 1.660 tonn.

Beitir NK yfirgaf miðin með 1.800 tonn og Margrét EA með 1.200.

Makríllinn, sem skipin eru að fá, er ágætt hráefni til vinnslu. Hann er ýmist heilfrystur, hausaður eða flakaður.

Heimasíðan ræddi við Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóra á Berki, í morgun og spurði fyrst hvað skipið hefði fiskað í veiðiferðinni. „Við fiskuðum í þessari veiðiferð 2.130 tonn á 28 tímum.

Það er býsna gott. Aflinn fékkst í fimm holum en við settum aflann úr fyrsta holinu um borð í Beiti. Þetta er fínasti makríll, en hann er heldur smærri en verið hefur.

Þarna er mest um að ræða 380-400 gramma fisk. Það var þokkalegt veiðiveður á miðunum en vissulega er dálítið leiðinlega langt að fara.

Makríllinn á svæðinu, sem við vorum á, var að síga inn í norska og færeyska lögsögu en það var líka að fást ágætur afli nokkru norðar.

Auðvitað vonast menn til að það gangi makríll inn í íslenska lögsögu en menn gefa sér ekki mikinn tíma til að leita á meðan hann gefur sig í Smugunni,“ segir Hjörvar.

                             2883  Sigurður Ve 15 hifir trollið mynd þorgeir Baldursson 2020

10.08.2020 16:06

Sævar Hriseyjarferjan og nýji liturinn

                                                   2378 Sævar Mynd þorgeir Baldursson 2020

                                           Ferðafólk heimsækir Hrisey mynd þorgeir Baldursson 20

 

             Talsverður Erill er að komast i ferjuna en hún fer nokkrar ferðir á dag mynd þorgeir Baldursson 
 

 

10.08.2020 07:55

Norskar öngulvindur létta lífið

                6443 Steinunn Ár 34 mynd þorgeir Baldursson 2020

 

      Gisli Unnsteinsson um borð i Steinunni Ár 34 mynd þorgeir Baldursson 2020

Heimild Fiskifrettir

Myndir Þorgeir Baldursson 

Gísli Unnsteinsson hefur undanfarin fimm ár verið skipstjóri í Noregi og segir að þar noti flestir sem eru á handfærum svokallaðar öngulvindur, sem draga inn slóðana.

„Ég kalla þetta bara öngulvindur, sem er bein þýðing úr norsku,“ segir Gísli Unnsteinsson um nýstárlegan búnað sem hann hefur útvegað sér frá Noregi.

„Þetta er til þess að draga inn slóðana þannig að menn þurfi ekki að vera að toga í þetta sjálfir með höndunum.“

Gísli gerir út á strandveiðar bátinn Steinunni ÁR 34 frá Þorlákshöfn og varð aflahæstur strandveiðimanna bæði í júní og júlí.

Hann segir að vel hafi gengið á strandveiðum í sumar. Þetta hafi verið mjög gott hingað til, en hann efast þó um að hægt verði að veiða mikil lengur en fram í miðjan ágúst.

„Ég hugsa að það vanti aðeins upp á. Það hefði þurft að vera meira í pottinum, mér sýnist þetta vera ábyggilega búið um miðjan ágúst. Er voðalega hræddur um það.“

Hann segist ekki vita til þess að menn hér á landi hafi verið að nota vindubúnaðinn norska, fyrir utan einn annan sem hann veit um.

„En í Noregi nota þetta flestir sem eru á handfærum.“

Léttir vinnuna

Sjálfur kynntist hann þessum vindum í Noregi en þar var hann skipstjóri á snjókrabbaskipi síðustu fimm árin.

Hann segist þó ekki viss um þessi búnaður hafi gert útslagið um að hann varð aflahæstur strandróðramanna.

„Þetta eykur lítillega afköstin, en kannski ekki mikið, og erfitt svo sem að mæla það. En það sem þetta gerir fyrst og fremst er að þetta léttir vinnuna svo mikið. Ég sjálfur hef til dæmis átt í axlavandræðum og veseni í handleggjum og svoleiðis, en það hvarf allt þegar ég byrjaði að nota þetta.“

Hann segist viss um að margir strandveiðimenn tækju þessu fagnandi.

„Þetta er örugglega gott fyrir marga, því það er nú hár meðalaldurinn í þessum strandveiðum. Þetta getur verið slítandi vinna þegar er mikil veiði. Það léttir mjög mikið að þurfa ekki að vera að toga fiskinn allan upp, því vindan dregur slóðana upp. Maður þarf bara að gogga fiskinn, hjálpa honum undir.“

Tvær vindur á bátnum

Gísli er með tvær vindur á bátnum sínum, og það dugar fyrir fjórar handfærarúllur.

Ég er með tvær vindur, tvær duga fyrir fjórar handfærarúllur,

„Hver svona vinda getur dregið slóða fyrir tvær rúllur, þannig að tvær er það sem strandveiðibátur þarf.“

Gísli hefur stundað strandveiðar allt frá upphafi.

„Það er samt fyrst núna sem ég hef verið í þessu á fullu. Þetta hefur yfirleitt verið hobbí hjá mér fram að þessu en svo fékk ég mér betri bát síðastliðið haust og er kominn alveg í þetta núna á fullt.“

Báturinn er skráður á Þorlákshöfn og þaðan gerir Gísli út en nú síðustu vikurnar hefur hann róið frá Hornafirði.

„Ég byrja í Þorlákshöfn, færi mig svo yfir í Vestmannaeyjar og síðan til Hornafjarðar þegar líður á sumarið. Það dregur svo úr veiðinni í Þorlákshöfn þegar kemur fram í júlí en þá aftur á móti er besti tíminn hérna.“

09.08.2020 23:10

Grundarfjörður séð með augum Drónans

     Hátækni frystihús GRun i Grundarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

                  Frystihús Fisk Seefood mynd þorgeir Baldursson  

      Sigurborg SH Farsæll SH og Hringur SH mynd þorgeir Baldursson 

               2744 Runólfur SH 135 mynd þorgeir Baldursson 2020

    Unnið við að lengja viðlegukantinn i Grundarfirði mynd þorgeir Baldursson 

09.08.2020 22:38

Arnarstapi á Snæfellsnesi

    Það er fallegt á Arnastapa og talsvert af bátum mynd þorgeir Baldursson 

               Nokkrir strandveiðibátar i höfninni mynd Þorgeir Baldursson 

      Griðarlega flott umhverfi mynd þorgeir Baldursson 2020

09.08.2020 20:29

Baldur i Stykkishólmi

         Breiðafjarðarferjan Baldur i Stykkishólmi myndþorgeir Baldursson 

        Bilum ekið um borð i Baldur i Stykkishólmi mynd þorgeir Baldursson

              2887 Baldur i Stykkishólmi mynd þorgeir Baldursson 

                Höfnin i Stykkishólmi mynd Þorgeir Baldursson 2020

09.08.2020 08:46

Vestmanneyjarskip á toginu

         2954 Vestmannaey ve 54 og 2401 Þórunn Sveinsdóttir VE401 mynd þorgeir Baldursson júli 2020

09.08.2020 01:28

Arnar HU 1 mokfiskar i rússnesku

FISKIFRÉTTIR

 

Mokfiskirí við hlið rússneska flotans

Gudjon Gudmundsson

 - gugu@fiskifrettir.is

30. júlí 2020 kl. 16:00

 

                                             2265 Arnar HU. Mynd/Þorgeir Baldursson.2019

 

Arnar HU með næsthæstu aflaverðmæti í sögu skipsins úr Barentshafi

Arnar HU gerði sinn næstbesta túr í sögu skipsins í Barentshafinu í 39 daga túr sem lauk í síðustu viku. Aflinn var 1.250 tonn upp úr sjó og aflaverðmætið var 450 milljónir króna. Íslensku skipin fimm sem fóru í Barentshafið á þessu ári hafa þá öll lokið veiðum þar.

Hásetahluturinn í Barentshafstúrnum er um fjórar milljónir króna og það liggur mikil vinna á bak við kaupið. Met Arnars HU í aflaverðmætum er 456 milljónir kr.  sem náðist við Noreg árið 2015. Uppistaðan í því sem landað var á Sauðárkróki 20. júlí síðastliðinn voru þorskflök.

Guðmundur Henry Stefánsson var skipstjóri í Barentshafinu og segir túrinn hafa verið sérstakan fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna umfangsmikilla heræfinga rússneska flotans rétt við skipsíðu.

Lagt var í hann 10. júní síðastliðinn og fjögurra sólarhringa stím er að eftirlitspunkti í Kirkenes í Norður-Noregi þar sem eftirlitsmaður var tekinn um borð.

Mesta veiði sem við höfum lent í

„Þetta gekk alveg ljómandi vel. Við höfum farið annað slagið í Barentshafið en þetta er með því betra. Við vorum þarna á miðlínunni milli Noregs og Rússlands og fórum líka aðeins austur eftir. Þetta er mesta veiðin á þessum slóðum sem við höfum lent í,“ segir Guðmundur Henry.

Hann segir að veiðarnar hafi gengið glimrandi vel allt fram að því að þeir lentu inni í miðri heræfingu rússneska flotans sem stóð yfir frá 7. til 11. júlí. Þeir sáu aðeins hluta af öllum flotanum en þarna var meðal annars orrustubeitiskipið Pétur Mikli og flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov.

„Við vorum að toga þarna innan um herskipin og það var dálítið sérstök upplifun. Þeir kölluðu í okkur og eftirlitsmaðurinn talaði við þá á rússnesku. Ég hef aldrei séð svona mikið af herskipum. Við sáum að minnsta fjögur eða fimm en þau voru fleiri. Við vorum næst þeim í 1,7 til 1,9 sjómílu fjarlægð í mokfiskeríi. Við vorum beðnir um að færa okkur eina nóttina og það var svo sem ekkert mál.“

Hergögn frá NATO í trollinu

Það var ekki bara þorskur sem kom upp með trollinu heldur líka skrápflúra og blágóma sem var heilfryst. Allt er hirt sem kemur upp úr hafinu, jafnt fiskur sem annað. Mikið kom upp af hernaðarbúnaði tengdum vörnum gegn kafbátum, þar á meðal búnaði sem er skotið út og er ætlað að trufla tundurskeyti. Búnaðurinn var það nýlegur, að sögn Guðmundar Henry, að hægt var að lesa merkingar sem sýndu að hann er frá framleiðanda sem framleiðir hernaðargögn fyrir Atlantshafsbandalagið. Vigri RE fékk sömuleiðis búnað af einhverju tagi upp úr trollinu sem líklega var sendir sem rússneski herinn sótti um borð.

Alls fékk Arnar HU um 1.250 tonn upp úr sjó, þar af 1.140 tonn af þorski. Arnar kom seinna á miðin en hin íslensku skipin og sótti fyrir flotann veiðileyfi fyrir leigukvótann til Noregs.

„Það er eftirsóknarverðara að fara á þessum árstíma í Barentshafið. Við höfum oftast farið á haustin og ekki alltaf riðið feitum hesti frá því.“

Hásetahluturinn eftir túrinn er um fjórar milljónir króna en Guðmundur Henry bendir á að baki þessu liggi mikil vinna, 12-14 tíma vinna alla daga vikunnar. Fjarvistirnar eru miklar og síma- og netsamband tregt. Fyrir hefur komið að hvorki er síma- né netsamband og heldur ekki sjónvarpsamband. Það séu mikil viðbrigði fyrir þá sem ganga að þessum hlutum sem vísum.

„Oft eru farnir svona túrar sem ekkert fæst og ekkert er fjallað um í fjölmiðlum. Menn eru kannski 30-40 daga síma- og netsambandslausir og fiska ekkert.“

08.08.2020 23:53

Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 á Makriltogi

      2944 Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 mynd Þorgeir Baldursson júli 2020

08.08.2020 19:31

Baldvin Njálsson Gk Ýsukóngur ársins

                                    2182 Baldvin Njálsson  Gk 400 mynd þorgeir Baldursson  júli 2020

Ýsukvóti þessa fiskveiðiárs er nánast upp veiddur nú í byrjun síðasta mánaðar fiskveiðiársins.

Aðeins eru rúm 1.000 tonn eftir óveidd af kvóta upp á 37.000 tonn. Líklega kemur til þess í einhverjum mæli að útgerðir gangi eitthvað á næsta árs kvóta eins og heimilt er.

Kvótinn á næsta ári er ríflega 45.000 tonn. Mestur hefur ýsukvótinn á síðasta áratugi verið 58.600 tonn fiskveiðiárið 2018/2019,

en minnstur 34.750 tonn fiskveiðiárið 2016/2017.
Togarinn Baldvin Njálsson GK er ýsukóngur þessa fiskveiðiárs með 1.164 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Næstu skip eru Vestmannaey VE með 9.460 tonn, Arnar HU með 915 og Vigri RE með 816 tonn.

Heimild Audlindin .is

08.08.2020 13:15

Öðlingur SF 165 kemur til hafnar

  7414 Öðlingur Sf 165 i innsiglingunni til Hornafjarðar mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1237
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568464
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:35:46
www.mbl.is