Í árslok 1981 var Sæþóri Árna VE 34 sökkt NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar eftir að allt nýtilegt hafði verið tekið úr honum. Hér var á ferðinni Svíþjóðarbátur frá 1946 sem í upphafi mældist 102 tonn. Bar hann nöfnin: Hrafnkell NK 100, Skálaberg NS 2, Stígandi VE 77 og Sæþór Árni VE 34. Hér sjáum við myndasyrpu úr safni Tryggva Sigurðssyni af bátnum hverfa í hafið.