Færslur: 2016 Mars

18.03.2016 13:22

1293 Birtingur ex Börkur seldur úr landi

                        Birtingur NK 124 mynd þorgeir Baldursson 

 

Veiddi yfir eina og hálfa milljón tonna á árunum í eigu Síldarvinnslunnar.

Í gærkvöldi hélt Birtingur NK (áður Börkur NK) frá Neskaupstað áleiðis til Las Palmas á Kanaríeyjum en þangað er um átta sólarhringa sigling. Skipið hefur verið selt pólsku fyrirtæki sem ber heitið Atlantex og mun skipið fá nafnið Janus þegar það verður formlega afhent hinum nýja eiganda í Las Palmas.

Afli Barkar (síðar Birtings) á þeim 43 árum sem hann hefur verið í eigu Síldarvinnslunnar nemur 1.546.235 tonnum og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi borið jafn mikinn afla að landi. Vissulega var aflinn misjafn á milli ára, minnstur var hann í loðnuveiðibanninu 1982-1983, en mestur á árunum 2002 og 2003. Á árinu 2002 var afli skipsins 82.317 tonn og á árinu 2003 var hann 83.825 tonn.

Í gærkvöldi heyrðu Norðfirðingar Caterpillar-hljóðið í Birtingi í síðasta sinn og víst er að margir eiga eftir að sakna þess. Hressilega var blásið í skipsflautuna í kveðjuskyni þegar látið var úr höfninni og flautan á Blængi tók undir, en hann var eina Síldarvinnsluskipið í höfn þá stundina. Á siglingunni til Las Palmas eru sjö í áhöfn Birtings, þar af þrír sem þekkja vel til þar um borð; Tómas Kárason skipstjóri, Þorsteinn Björgvinsson yfirvélstjóri og Hjörvar Sigurjónsson Moritz matsveinn. 

Sjá nánar um sögu skipsins og myndband af  brottför á vef Síldarvinnslunnar. 

Frett af vef Fiskifretta 

mynd þorgeir Baldursson 

18.03.2016 13:13

Ný veiðigjöld boðuð á Grænlandi

 

                 Grænlenskar Þorskveiðar mynd Þorgeir Baldursson 

 

Grænlenska landsstjórnin áformar að fjölga þeim fisktegundum sem greidd eru veiðigjöld fyrir og láta þau einnig ná til úthafsveiða á þorski, ýsu, ufsa og karfa. Ráðherra fjármála í landsstjórninni hefur talað fyrir þessum áformum og segir að þau eigi að skila 15 milljónum danskra króna eða jafnvirði 248 milljóna íslenskra króna. 

Að auki á að útvíkka reglur um veiðigjöld fyrir makríl og aðrar uppsjávartegundir þannig að þau nái ekki aðeins til veiða við Austur-Grænland heldur einnig veiða grænlenskra skipa í lögsögum annarra ríkja og á alþjóðlegu hafsvæði. Þessi viðbót á að gefa jafnvirði 57 milljóna ISK. Þetta kemur fram á vef grænlenska útvarpsins. 

Veiðigjöld eru ekki nýtt fyrirbrigði í Grænlandi. Veiðigjald var fyrst lagt á rækju árið 1991, veiðigjald á grálúðu var innleitt árið 2013 og svo er veiðigjald lagt á makríl við A-Grænland eins og kunnugt er. 

heimild Fiskifrettir 

Mynd þorgeir Baldursson 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 440
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557172
Samtals gestir: 20906
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:19:16
www.mbl.is